Dagur - 27.02.1999, Qupperneq 4
IV-LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999
MINNINGARGREINAR
L A
Ingólfur Þorsteinsson
Aldarmiiming
Ingólfur var fæddur 14. 2. 1899
að Langholti í Flóa. Faðir hans,
Þorsteinn Sigurðarson, var bóndi
þar. Tvíbýli var í Langholti og bjó
hann á vesturhluta jarðarinnar.
Þorsteinn var hinn mesti kapps-
maður, sérstaklega vinnusamur
enda búnaðist honum vel og bjó
langan aldur í Langholti. Móðir
Ingólfs var Helga Einarsdóttir;
hún var að áliti móður minnar af-
burðahúsmóðir. Helga andaðist
fyrir aldur fram úr spönsku veik-
inni en svo var illkynjuð drepsótt
nefnd sem gekk haustið 1918 og
Iagði Ijölda fólks í gröfina. Helga
gekk með þrettánda barn þeirra
hjóna þegar hún Iést og voru ell-
efu þeirra á lífi. Ingólfur var ann-
ar í aldursröð barna þeirra og elsti
sonurinn.
Ingólfur ólst upp hjá foreldrum
sínum eins og börn á þeim tíma
við mikla vinnu. Faðir hans var
talinn vinnuharður en hygginn
verkstjóri. Hann vildi að unnið
væri af kappi en gerði sér ljóst að
börn, sem ynnu mikið, yrðu ein-
nig að njóta hvíldar og sá til þess
að þau hefðu hvíldartíma. Ingólf-
ur byrjaði nám sitt í farskóla og
mun þá strax hafa komið í ljós
hversu fjölhæfur hann var og
námfús. Síðar leitaði hann sér
aukinnar menntunar, fyrst með
skólavist í Flensborg í Hafnarfirði,
síðan fór hann í Bændaskólann á
Hólum og var þar í tvo vetur og
tók þaðan búfræðipróf. I millitíð-
inni var hann vistmaður á Melstað
í Miðfirði og vann þar öll algeng
landbúnaðarstörf. Þá fór hann til
Danmerkur og vann þar á bænda-
býli. Alla tíð var hann síðan að
auka þekkingu sína með bóklestri
eða á hvern þann hátt sem jók
honum fræðslu.
Sem unglingur, er hann var enn
heima í Langholti, sótti hann
tveggja vikna nám í hljóðfæraleik
að Þjórsá. Það mun hafa verið að
Þjótanda og kennari hans var Ein-
ar Brynjólfsson bóndi þar, fjölhæf-
ur listamaður. Þarna náði hann
þeirri hæfni að eftir það var hann
kirkjuorganleikari og stýrði kirkju-
söng svo áratugum skipti eða allt
þangað til hann flutti til Reykja-
víkur. Þá tók hann þátt í starfi
söngkóra og studdi alla tónmennt
þar sem hann kom því við enda
var hann ágætlega músíkalskur.
Þá studdi hann hvað eina sem
honum fannst horfa til aukinnar
menningar og mannheilla.
A námsárum sínum vann
Ingólfur margbreytileg störf svo
og fyrstu árin eftir að þeim lauk.
Hann var aðstoðarmaður verk-
fræðinga sem undirbjuggu Flóaá-
veituna og síðar, þegar vinna hófst
við skurðgröft, hefur hann án efa
unnið við hann. Þá var hann við
barnakennslu í Hraungerðis-
hreppi um eitt skeið. Þá var far-
kennsla og að einum hluta var
kennt í Oddgeirshólum. Hann
þótti ágætur heimilismaður, hjálp-
Staðgreiðsluafsláttur
Tækið er taelsta trygging*n
. Skattalegt hagræðt
Sveigjanleg greiðslubyrði
Altt að 100% fjármögnun
samur, kátur og glettinn en þó
hófstilltur. Þá starfaði hann fyrir
Búnaðarsamband Suðurlands og
mun hann fljótt hafa orðið trún-
aðarmaður Búnaðarsambandsins
við úttekt jarðabóta. Ingólfur mun
fyrstur manna hafa ræktað hafra
til haustfóðurs handa mjólkur-
kúm.
Árið 1924 urðu þáttaskil í Iífi
Ingólfs er hann kvæntist. Kona
hans var Guðlaug Brynjólfsdóttir
frá Skildinganesi við Reykjavfk,
mikilhæf sæmdarkona. Þau
byggðu sér smáhús, áfast við íbúð-
arhús Þorsteins, föður Ingólfs, og
bjuggu þau þar í fjögur ár. Þau
munu þá þegar hafa átt einhvetja
gripi þó meginhluta teknanna
væri aflað með vinnu sem sótt var
annað. Þess hefur áður verið getið
að tvíbýli var í Langholti og
bjuggu þeir í vesturbænum, Þor-
steinn og Ingólfur, en í austur-
bænum bjó aldraður bóndi í leigu-
ábúð. Flutti hann þaðan vorið
1928, tók Ingólfur þá jörðina og
bjó þar í þrjú ár.
Arið 1927 urðu stjórnarskipti á
Islandi. Við tók ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins en burðarás þeirr-
ar ríkisstjómar var Jónas Jónsson
þó ekki væri hann forsætisráð-
herra. Ingólfur var öflugur stuðn-
ingsmaður þeirrar ríkisstjórnar.
Hann var ágætlega máli farinn,
rökfastur og einarður fundamað-
ur. Nú var það einu sinni á þjóð-
málafundi í Tryggvaskála að hann
lenti í afar hörðum stjórnmálaum-
ræðum og hef ég heyrt að and-
stæðingar hans hafi farið þar mjög
halloka. Jónas Jónsson var á fund-
inum og hreifst svo af málflutn-
ingi hans að talið er að hann hafi
leitt hugann að því að vinna að
framboði hans til setu á Alþingi en
það tók síðar aðra stefnu. Þá var
það á fundi í Búnaðarsambandi
Suðurlands að stjórnmálaumræð-
ur urðu, eins og oftar, og hélt
Ingólfur uppi málflutningi fyrir
Framsóknarflokkinn og leiddi
hann Iíklega þó fleiri tækju þátt í
umræðunum. Eg hef heyrt til þess
tekið hve festulega hann hélt á
málum. Á þessum árum var hann
kosinn búnaðarþingsfulltrúi og
styður það þá skoðun að hann hafi
verið Ieiðandi hvað þessar umræð-
ur snerti. A þessum árum vann
hann nefndastörf fyrir ríkisstjórn
Tryggva Þórhallssonar og var því
oft langdvölum fjarri heimili sínu.
Flóaáveitan var, eins og kunn-
ugt er, stærsta verk sem hafði ver-
ið unnið á félagslegum grundvelli
til styrktar fslenskum landbúnaði.
Þegar lokið var framkvæmdum við
hana 1927 var vatni veitt úr
skurðakerfinu um allan Flóa.
Verkfræðingur, sem veitti verkinu
forstöðu, var Steinn Steinsen og
var hann forsjármaður hennar
fyrstu starfsárin en þegar verkinu
var Iokið fór hann að huga að öðru
starfi. Var þá farið að Ieita að
manni til að taka að sér forsjá
áveitunnar og mun Ingólfur fljótt
hafa komið til greina. Líklegt þyk-
ir mér að Steinsen hafi átt uppá-
stunguna enda mun hann fyrstur
hafa nefnt það við Ingólf. Ingólfur
er svo ráðinn til starfsins og í upp-
hafi mun hann hafa leitað aukinn-
ar þekkingar á þvf sem faglega vék
að starfinu. Var hann síðan fram-
kvæmdastjóri áveitunnar lengi,
síðar tók hann svo við forstöðu
Ræktunarfélags Flóa og Skeiða og
leiddi það fyrstu árin.
Vorið 1931 fluttu þau hjón,
Ingólfur og Guðlaug, frá Lang-
holti og byggðu hús sitt Merki-
land, stóð það andspænis Mjólk-
urbúi Flóamanna. Meðan húsið
var í byggingu munu þau hafa haft
íverustað í gömlu símstöðinni.
Fljótlega eftir að þau fluttu að
Merkilandi varð mjög gestkvæmt
þar. Mátti segja að þar væri opið
hús meginþorra þeirra manna
sem bjuggu í nálægum sveitum.
Kom margt til, margir áttu erindi
við Ingólf, einkum um áveitutím-
ann, svo var hann með fleiri störf
sem juku gestakomu. Þá voru þau
hjón veitul og dró glaðværð og
góður heimilisbragur þeirra hjóna
að sér fólk, þar að auki þekkti
Ingólfur fjölda manns sem hélt
uppi kynnum við hann. Eg hygg
að Merkiland hafi haft menning-
arlegt gildi fyrir Flóahreppana
meðan þau hjón réðu þar húsum.
Ræktun hóf Ingólfur strax er hann
settist að í Merkilandi enda hafði
hann fengið keypt nokkurt land-
svæði. Kringum húsið kom hann
sér upp lítils háttar bústofni til
tekjuaukningar fyrir heimilið.
Ingólfur valdist fljótt til trúnað-
arstarfa enda var hann félagslynd-
ur og virkur í félagsskap. Öll störf
leysti hann af hendi með kost-
gæfni, hann átti lengi sæti í
skattanefnd Arnessýslu, þá var
hann skólanefndarformaður í
Hraungerðishreppi um langt ára-
bil. Þar varð hann að leiða til lykta
erfitt mál og það á þann hátt sem
honum var ekki að skapi. Fátækt
var mikil í sveitinni á þeim árum
sem hann var forsjármaður Þing-
borgarskóla, heimavist var í skól-
anum og sameiginlegt mötuneyti.
Þau heimili voru til, sem áttu
börn í heimavistinni, sem áttu
afar erfitt með að Ieysa út það
gjald sem fæði þeirra kostaði.
Dæmi eru um það að Ingólfur hafi
greitt það úr eigin sjóði enda var
honum ekki sýnt um það að krefja
fátæka menn skuldar.
Arið 1949 var byggðin á Selfossi
gerð að sérstöku sveitarfélagi.
Ingólfur var kjörinn í fyrstu stjórn
þess og sat i henni tvö kjörtímabil.
Vafalaust hefur hann verið þar til-
Iögugóður eins og annars staðar
og lagt framfaramálum lið. Eg vil
minnast á tvö verkefni sem Ingólf-
ur var fenginn til að vinna. A
fyrstu árum Selfossbyggðar var
ekki komin lögboðin skipulags-
skylda né byggingarsamþykktir.
Tvö fyrirtæki voru í sveitinni lang-
samlega stærst og áhrifaríkust,
Kaupfélag Arnesinga og Mjólkur-
bú Flóamanna. Egill Thorarensen
var forsjármaður þeirra beggja.
Egill var víðförull og fylgdist vel
með undirbúningi og framkvæmd-
um mannvirkja hvar sem hann
ferðaðist. Nú stóðu þessi fyrirtæki
oft í framkvæmdum og fékk hann
Ingólf til að vinna fyrstu skipu-
lagsvinnu hvað þær snerti. Það
sagði Ingólfur mér að ekki hefði
Egill verið naumur á greiðslur
enda Ingólfur vandvirkur við störf
sín. Þá var Ingólfur um árabil að-
almaður við landskipti í sýslum á
Suðurlandi, Arnessýslu, Rangár-
vallasýslu og Skaftafellssýslum, og
heppnaðist vel og var eftirsóttur
til starfsins. Mun ekki vera nema í
eitt skipti sem erfiðleikar hlutust
af skiptagerðinni sem hann fram-
kvæmdi enda lét hann sér það að
kenningu verða. Eftir það bjó
hann svoleiðis um hnútana, áður
en hann hóf að skipta, að allir sem
hlut áttu að máli undirrituðu
skuldbindingu um hvernig með
skyldi fara ef sátt yrði ekki um
skiptin.
Það hefur áður verið minnst á
hversu öflugt Ingólfur studdi og
starfaði í Framsóknarflokknum á
árunum fyrir 1930, en á árunum
þar á eftir fór hann að verða rót-
tækari í skoðunum, þar mun
heimskreppan hafa spilað inn f.
Hann þekkti verkamenn og kjör
þeirra og sá hversu áhrif hennar
léku launþega hart efnalega og
ekki síður andlega með geigvæn-
legu atvinnuleysi og óvissu um
framtíðina. Atvinnuleysistrygging-
ar voru ekki til, aðeins stopul at-
vinnubótavinna sem næsta
ógjörningur var að draga fram líf-
ið á. Hann mun hafa litið svo á að
Framsóknarflokkurinn hafi horft
fram hjá þessum vanda og fundist
það óverjandi. Þá voru forsvars-
menn hinna róttæku afla þjóðlífs-
ins glæsilegir og kjarkmiklir hæfi-
Ieikamenn sem fluttu mál sitt á
áhrifaríkan hátt. Það mátti því
heita sjálfgefið að Ingólfur, sem
bæði var víðsýnn og með ríka rétt-
lætiskennd, gengi til Iiðs við þá
sem nú komu fram með félagslega
lausn á þessum þjóðfélagsvanda.
Hann gekk enda til liðs við Sam-
einingarflokk alþýðu, sósíalista-
flokkinn, og fór í framboð fyrir
hann meðan hann var búsettur á
Selfossi og vann honum af alhug.
Eins og minnst hefur verið á var
Ingólfur afar fjölhæfur og fljótur
að setja sig inn í mál, auðveldaði
það honum að inna af hendi þau
fjölmörgu störf sem hann valdist
til. Félagsmálaáhugi var í ætt Ing-
ólfs og var fyrsti formaður verka-
lýðsfélagsins Dagsbrúnar, Sigurð-
ur ráðunautur, föðurbróðir hans.
Árið 1956 fluttu þau hjón til
Reykjavíkur með stuttri viðkomu í
Hafnarfirði. Réðst Ingólfur þá til
Búnaðarfélags Islands og gekk þar
að ýmsum störfum. Kom honum
þar vel í hag, eins og alls staðar,
hversu íjölhæfur hann var. Vel lík-
aði honum að vinna hjá Búnaðar-
félaginu, mun það hafa verið
gagnkvæmt hvað yfirmenn hans
snertir enda reyndust þeir honum
vel og mat Ingólfur þá mikils. Eft-
ir að Ingólfur flutti frá Selfossi
mun hann ekki hafa haft afskipti
af félagsmálum en nú fóru erfið-
leikar að steðja að í lífi þeirra
hjóna. Guðlaug hafði fyrir all-
mörgum árum þurft að gangast
undir erfiða skurðaðgerð, þó hún
heppnaðist, þá mun hafa skort á
að fullur bati fengist. Ingólfur,
sem verið hafði heilsugóður, fór
nú að finna til sjúkdóms, Parkin-
sonsveiki sem þjakaði hann alla
ævi eftir þetta með vaxandi þunga
þar til yfir lauk. Eg hygg að þrátt
fyrir mikla gestanauð og örlæti
þeirra hjóna hafi þau haft allgóða
efnahagsafkomu. Ástæða er til að
ætla að hin mikla breidd í starfs-
hæfni Ingólfs hafi átt ríkan þátt í
því.
Ingólfur var meðalmaður á vöxt
og manna fríðastur, léttur í hreyf-
ingum og hinn mesti snyrtimaður
í klæðaburði og vandaði klæðnað
sinn. Guðlaug var fluggáfuð, dul í
skapi, hún mun lengst af ævi sinni
hafa búið við skerta heilsu. Lengi
gátu þau haldið heimili saman,
glaðsinna voru þau, létt í skapi,
fróð og skemmtileg í viðmóti, vin-
sæl og mikils virt af öllum og mest
af þeim sem þekktu þau best.
Börn eignuðust þau fimm. Elsta
son sinn, Brynjólf, misstu þau í
frumbernsku. Næstur var Þor-
steinn tæknifræðingur, kvæntur
Maríönnu Mortensen, þau eiga
einn son. Þá Elín kennari, gift
Þorgeiri K. Þorgeirssyni, fram-
kvæmdastjóra hjá Pósti og síma,
þau eiga þijár dætur. Þá Auður rit-
ari, gift Þór Halldórssyni lækni,
þau eiga Qögur börn, tvær dætur
og tvo syni. Yngstur er Sverrir, Iög-
giltur endurskoðandi, kvæntur
Lillýju Svövu Snævarr [nú látin],
eiga þau þrjár dætur.
Ingólfur lést 27. ágúst 1980, en
Guðlaug 1981. Samhent voru þau
í lífinu, skammt var á milli ævi-
loka þeirra. Niðjum sínum veittu
þau fagurt fordæmi en vinum sín-
um hugljúfar endurminningar.
Skrifað hefur Ólafur Árnason
(f. 1915, d. 1996) frá Óddgeirs-
hólum (ritað 1995).
EinfaK dæmi með
SP-F|ármögnun
....... í m
SP- FJARMOGNUN HF
SP Fjármögnun • Vegmúla 3 108 Reykjavík • Sími 588 7200 • Fax 588 7250
Skoðaöu vefinn okkar
www.sp.is