Dagur - 11.03.1999, Page 6

Dagur - 11.03.1999, Page 6
6- FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 ÞJÓÐMÁL (( : Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoóarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.boo kr. á mánuði Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: aoo 7080 Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (reykjav(K)563-1615 Amundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdéttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (reykjav(k) Boðar breytta tíma í fyrsta lagi Rótgróinni forystu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var steypt á aðalfundi fyrirtækisins í fyrradag með reyfarakennd- um hætti sem vafalítið boðar nýja tíma í átökum hákarlanna í íslensku viðskiptalífi. Hallarbyltingin, eins og þessi niðurstaða er gjarnan kölluð, virðist hafa komið flestum á óvart - ekki síst þeim sem fram til þess hafa með réttu litið á Sölumiðstöðina sem eitt af sterkari vígum þeirrar öflugu fjármálasamsteypu sem kennd er við Kolkrabbann. Valdatakan sýnir að með því að tefla djarft á skákborði viðskiptalífsins er jafnvel hægt að taka helsta fjármálaveldi landsins í bólinu. í öðru lagi Valdataka Róberts Guðfinnssonar og samstarfsmanna hans í Sölumiðstöðinni er kröftug áminning til stjórnenda fyrirtækja sem eru á almennum markaði með hlutabréf sín. Það er ekki Iengur sjálfgefið að forstjórar og stjórnarmenn haldi völdum án tillits til árangurs í rekstri fyrirtækjanna, eins og lengi hef- ur verið reglan í þeim tiltölulega þrönga hópi sem ráðið hefur helstu fyrirtækjum landsins. Þeir sem ráða yfir meirihluta hlutabréfa munu í vaxandi mæli sýna vald sitt í verki - og það geta verið allt aðrir menn á morgun en í gær. 1 þríðja lagi Harkaleg átök viðskiptahákarla um yfirráð í stórfyrirtækjum eru algeng í löndunum í kringum okkur, þar sem mikil við- skipti með hlutabréf fyrirtækja eiga sér mun lengri hefð en hér á landi. Slagurinn um meirihlutann í Sölumiðstöðinni er fyrs- ta áberandi dæmið um að slíkir viðskiptahættir eru að halda innreið sína hér. Það kemur ekki á óvart. A komandi árum munu hlutabréf í öflugum, arðbærum fyrirtækjum ganga kaupum og sölum sem aldrei fyrr þegar fjársterkir einstakling- ar og fyrirtæki keppast um að ná þar völdum. Hallarbyltingin í Sölumiðstöðinni er aðeins upphafið. Elías Snæland Jónsson ísbjamarblús Hugtakið „ísbjarnarblús“ hef- ur nú öðlast viðskiptafræðilega merkingu. Það er notað um það þegar hallarbyltingar eru gerðar í stórfyrirtækjum, eink- um stórfyrirtækjum sem Kol- krabbinn lýtur á sem sín. Nafngiftin varð til á aðalfundi SH í fyrradag, þegar Isbjarn- arbróðirinn Jón Ingvarsson féll úr hásæti sínu fyrir bylt- ingarmönnum, sem vilja breyt- ingar á fyrir- tækinu. Þetta var sannarlega blúsaður dagur hjá Jóni í Is- birninum, dag- ur sem verður lengi í minn- um hafður. Kolkrabbinn hefur setið svo lengi í hægindastól sínum að hann uggir ekki að sér - er hættur að trúa því að nokkuð geti unnið á sér og gleymir að á honum eru afar snöggir blettir. Að þessu leyti má segja að Kolkrabbinn sé líkari Sig- urði en frænda sínum Fáfni! Réðu úrslitum Þannig er upplýst að bréf í SH sem Róbert Guðfinnsson og félagar keyptu af Haraldi Böðvarssyni réðu úrslitum i byltingunni. Réðu því að Ró- bert náði þeim nauma meiri- hluta sem dugði. I sjálfu sér er ekkert við því að segja þó Róbert hafi af framsýni farið á stúfana og orðið fyrri til að tryggja sér þessi bréf. Slíkt get- ur auðvitað alltaf gerst. En þannig mun þetta ekki hafa atvikast. Þvert á móti stóð Kol- krabbanum til boða að kaupa helminginn af bréfum Harald- ar Böðvarssonar í SH á móti Róberti - þannig að valdahlut- föllinn hefðu haldist óbreytt og ísbjarnarblúsinum hefði verið forðað. Því er sagan jafn- vel enn tragísk- ari - Kolkrabb- inn er ekki bara svifasein skepna sem missir frum- kvæðið í þetta eina sinn. Hann er orð- inn að tragíkó- mískur karakt- er, sem getur sagt með sann- færingu, að öll víti séu sjálf- skaparvíti. Jón Ingvarsson í ísbirninum. Dramb er falli næst Enginn hefur á seinni árum undirstrikað með jafn öflugum hætti hið fornkveðna, að^ „dramb er falli næst!“ Það þarf náttúrulega hreint ótrú- íega mikið dramb til að virða ekki viðlits tilboðið um að kaupa bréfin frá HB sem boð- in voru. Það er greinilegt að Kolkkrabbinn hefur séð sig sem Títanic íslensks viðskipta- lífs og einfaldlega ekki trúað því að hann gæti sokkið! Og blúsinn enn blárri fyrir vikið! En lífið heldur áfram líka hjá Kolkrabbanum og þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.... - GARRI Valdabarátta og bænaskrár Er kosningálykt af þeirri ákvörðun ríkisstjómar- innarað hækka náms- lán? Ámi Gunnarssott í 2. sæti á lista Framsóknará Norður- landi vestra ogformaðttrSUF. -T-j „Tímasetning- in er það minnsta skemmtileg tilviljun. Við ungir fram- sóknarmenn höfum talað fyrir þessum breytingum Iengi og gagnrýnt menntamálaráðherra og nú þegar hann hefur brugðist við er ástæða til þess að óska honum til ham- ingju með skynsamlegar breyting- Ásta Ragnhevkir Jóhannesdóttix þingmaðurSamJylkingar. „Það er alveg ljóst, því þeir hafa ekki ver- ið tilbúnir að taka á þessum málum hingað til þó svo að ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar hefði gefið tækifæri til þess. Þetta er bara ein af fleiri síðbúnum jólagjöfum ríkisstjórn- arinnar rétt fyrir kosningar og ættu flestir að sjá í gegnum það hvaða að hugur býr að baki.“ Sigríður Ainia Þórðardóttir þingmaðurSjálJstæðisiflokks ogform. menntamálanefndar. „Það verður hver að meta fyrir sig. Rík- issjóður stendur vel og það er svig- rúm til að hækka lánin. Af hálfu námsmanna hefur verið lögð áhersla á að ná fram hækkun á lánunum og við því er verið að bregðast núna og eru Iánin hækk- uð til samræmis við margvíslegar aðrar breytingar sem eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Mér finnst hækkun lánanna nú vera mjög eðlileg aðgerð." Það ber upp á sama dag að yfir- stjórn eins stærsta fyrirtækis Iandsins flyst norður í land og að stjórnskipuð nefnd skilar tillögum um hvernig tryggja má áframhald- andi búsetu á annesjum og inn til dala. Hugmyndir nefndarinnar og tillögur eru jafngamlar fólksflótt- anum, sem eykst jafnt og þétt eft- ir því sem líðandi stund Ijarlægist sjálfsþurftarbúskap og bændaút- gerð fortíðar. Stórútgerð á Siglufirði hefur nú náð yfirráðum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og ætti nú hag- ur gamla síldarbæjarins að vænkast eftir þeim kokkabókum sem gefa þær uppskriftir, að pen- ingar og völd séu driffjöðrin í byggðaþróun. Þormóður rammi hefur seilst víðar til að ná áhrifum og völdum en í yfirstjórn SH. At- hafnaskáld fyrirtækisins hafa ver- ið dugleg að sölsa undir sig kvóta úr öðrum byggðum og leggja und- ir sig atvinnuvegi þeirra og tekju- möguleika. Þannig er kvóti Olafs- firðinga kominn til Siglufjarðar og eiga nú Ólafsfirðingar að ná hluta af bjargræði sínu aftur í gegnum göng frá Siglufirði. Þormóður rammi-Sæberg heimtar að sjálf- sögðu að ríkið borgi þá fram- kvæmd. Byggðajöfn unarnefnd forsætis- ráðherra hefur að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvernig kvóta- kerfið ýtir undir stórfelldari eignatilfærslur og byggðaröskun en áður er dæmi um í sögu lýð- veldisins. Hún jarmar bara um peninga að sunn- an og stendur í svipuðum sporum og ráðþrota forfeður vorir, sem ekki kunnu önnur ráð í vesaldómi sínum og fátæktarbasli en að senda kóngum bænaskrár. SH sé fluttur til Siglufjarðar er ekki sjálfgefið að það bæti hag bæjarbúa, fremur en annarra byggðarlaga sem eiga við erfiðan tilvistarvanda að stríða. Það eru ekki byggðir sem takast á um eignarhald útgerðar- og fisk- vinnslufyrir- tækja. Það eru hlutafélögin sem bítast og stjórn- endur þeirra þurfa ekki að svara öðrum til saka en svoköll- uðum fjármagns- eigendum, sem eiga hlutaféð. Valdabaráttan innan SH snýst um völd og peninga, mikil völd og milda peninga. Þegar hluthafar fá ekki þann arð sem þeir telja sig eiga skilið er stjórnendum bolað frá eða þeir reknir og aðrir sem betur er treyst til að græða eru settir í þeirra stað. Hlutafélögin ber við að horfa og hörð mark- aðslögmál gilda um hveijir halda velli og hveijir verða undir. Úti á þekju Hagsmunir starfsfólks og byggða eru fyrir borð bornir. Skyldur fyr- irtækja eru aðeins við hlutahaf- ana, að hagræða og græða er höf- uðkvöðin sem hvílir á stjórnend- um. Valdabraskið innan SH kem- ur í raun engum við nema hlut- höfum, hvar sem þeir kunna að búa á jarðarkringlunni. Siglfirð- ingar eru engu nær og Ólafsfirð- ingar jafn kvótalausir hvort sem stjórnarformaður heitir Jón eða Róbert. En ráðherrar lofa menningar- höllum og íjallagötum til að við- halda byggðum. Upp á þá má færa flökkusögnina um drotting- una sem spurði í grandaleysi þeg- ar þegnar hennar voru að hor- falla: Af hverju borðar fólkið ekki heldur brauð og smjör en að deyja úr hungri. uazocj b iiilö h'vvri JgíIIg iiiu VilhjálmurH. Vilhjálmsson í 10. sæti á lista Samjylkingarí Reykjavíkogfv. formaður Stúdenta- ráðs. „Það er greini- legt að ástsæll menntamála- ráðherra þjóð- arinnar, Björn Bjarnason, hefur áttað sig á því að kosið verður til Al- jingis í vor. Eftir stöðuga niður- rifsstarfemi á LIN á valdatíma Sjálfstæðisflokksins sl. átta ár ætlar hann nú að einhveiju leyti að bæta fyrir fólskuverk sín með því að hækka grunnframfærslu og frítekjumark. Þessari umpólum ráðherrans ber að sjálfsögðu að fagna, enda Iöngu tímabær. Svo tökum við Samfylkingarmenn við eftir kosningar í vor og gerum þær breytingar á sjóðnum sem nauð- synlegar eru þannig að hann geti réttilega staðið undir nafni sem félagsleguE iöfnúnarsjóður.“ , -ctA'iX i.lninnio i: oiol rriu cbnod Þeir sem eiga Þótt toppurinn á valdapýramída. kaupa hyert annað upp þegar svo inssg nruoíiia i no nc s; nme rrhnni íe ;iji]í;(? ufnbncTUTiBauqo

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.