Dagur - 11.03.1999, Síða 13

Dagur - 11.03.1999, Síða 13
l^wr FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Hörkubotnbarátta Þórsarar frá Akureyri berst fyrir tilveru sinni í deiidinni, en þeir mæta Tindastóli í kvöld. Lokaumferð DHL- deildarinnar í körfuknattleik verður leikiu í kvöld og er bú- ist við hörkuleikjimt. I síðustu umferð DHL-deiIdar- innar í kvöld munu Haukar og IA berjast harðri baráttu um að tryggja sig í úrslitakeppnina, en bæði liðin eru með 16 stig og eiga erfiða Ieiki fyrir höndum. Haukar eiga að leika \ið Njarð- vík á útiveili og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum verður að teljast ólíklegt að þeir nái sigri. Þeir hafa aðeins náð einum sigri í síðustu fimm leikj- um og verða því að ná sér í auka- kraft ætli þeir sér sigur í Njarð- vík. Skagamenn eiga aftur á móti leik gegn nágrönnum sínum í Borgarnesi, en Skallarnir sem eiga í mikilli baráttu á botninum, þurfa virkilega á sigri að halda til að vera öruggir með áframhald- andi veru sína í DHL-deildinni. Þeir hafa þó þann varnagla á, að Valsmenn sem eru í neðsta sæt- inu með 6 stig, nái ekki sigri gegn KR í Hagaskóla og þar með verði það Valsarar sem falli í 1. deild. Þriðja liðið sem berst fyrir til- veru sinni í deildinni er Þór, Ak- ureyri, en það á heimaleik gegn Tindastóli, sem hefur örugga stöðu í 6. sætinu með 22 stig. Sú staða gæti hugsaníega komið upp á botninum að þrjú lið verði jöfn eftir umferðina, það er að segja ef bæði Þór og Skallagrímur tapa sínum leikjum og Valur vinnur KR. Þá eru það úrslit úr innbyrðis Ieikjum sem ráða röðinni. Spáð í spilin Til að ræða stöðuna í deildinni og spá i spilin fyrir Iokaumferð- ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ ina ræddi Dagur við Ágúst Guð- mundsson, þjálfara Þórs á Akur- eyri. - Hvað viltu segja um stöðu Þórs í deildinni? „Við byrjuðum nokkuð vel í deildinni miðað við það sem við var búist, en vorum óheppnir með erlenda Ieikmanninn. Hann meiddist illa rétt fyrir jólin og eftir það höfum við ekki fundið rétta taktinn. Við treystum á að hann kæmi heill til leiks eftir áramótin, en gekk ekki eftir og þá var ekki um annað að ræða en skipta um útlending. Sá sem kom í staðinn fótbrotnaði í fyrsta leik, þannig að þá fengum við þann þriðja, sem hefur alls ekki staðið undir væntingum. Það var þó ekki farið út í enn ein skiptin, þannig að við höfum þurft að keyra þetta meira á ungu strák- unum. Við erum með yngsta lið deildarinnar, stráka sem eru fæddir á árinu 1980 og í raun aðeins tvo leikmenn sem léku með í fyrra. Það hefur því verið mjög erfitt að rífa liðið upp úr þessum áföllum og með ólíkind- um að þetta skildi fara svona. Þetta er því ungt og efnilegt lið sem á framtíðina fyrir sér og á örugglega eftir að standa sig á næsta keppnistímabili ef rétt verður haldið á málum. Okkur var spáð ellefta sætinu í upphafi, en erum nú í því tíunda. Gefiun allt í leiMnn gegn Tindastóli Hvað varðar leikinn í kvöld gegn Tindastóli, þá komum við til með að gefa allt okkar í þennan Ieik. Þó sjálfstraustið hafi dalað þá gera strákarnir sitt besta og við stefnum auðvitað á sigur og ekk- ert annað. Við getum ekki treyst á neitt nema okkur sjálfa og þurfum því á sigri að halda. Ef það gerist að þrjú lið verði jöfn í neðstu sætunum með 8 stig, það er að segja ef Valur vinnur og Skallagrímur og Þór tapa, þá er það Skallagrímur sem fellur mið- að við innbyrðis úrslit. Ef Valur eða Skallagrímur tapa þá erum við uppi, en ef bæði vinna, þá fellur Þór. I leik Skallagríms gegn IA tippa ég á sigur Skagamanna. Hluti af því er kannski ósk- hyggja, en ég er viss um að þetta verður jafn og spennandi leikur. Það er mikil pressa á báðum lið- um og IA verður að sigra til að komast í úrslitakeppnina. Eg á von á mikilli rimmu og held að úrslitin ráðist á síðustu sekúnd- unum. I leik KR og Val tippa ég á heimasigur KR-inga sem eru að berjast um 4. sætið og þar með um heimaleik í úrslitakeppninni. KR-ingar hafa þó aðeins slakað á í síðustu leikjum og hafa aðeins unnið einn af fjórum. Valsmenn berjast aftur á móti fyrir lífi sínu í deildinni og munu ekkert gefa eftir, en ég hald samt að KR-ing- ar hafi þetta. I leiknum á Isafirði milli KFI og Grindavíkur trúi ég á sigur Is- firðinga á geysisterkum heima- velli. Þessi leikur skiptir máli vegna heimaleiksins í úrslita- keppninni, en þessi lið berjast auk KR-inga um þriðja og fjórða sætið og eru jöfn að stigum með 28 stig. Ég held að Haukarnir eigi litla möguleika gegn Njarðvíkingum í Njarðvík. Eg trúi þvf að Njarð- víkingar vinni stórsigur og að Haukar komist þar með ekki í úrslitakeppnina. I Stykkishólmi hef ég trú á að Keflvíkingar vinni sannfærandi sigur á Snæfelli. Keflvíkingar eru í miklum ham og Snæfell er ör- uggt í úrslitakeppnina," sagði Ágúst. SKOBUN SVERRISSON Þráttfyrir allt, goður árangur Við Islendingar gerum æ meiri kröfur til okkar íþróttamanna. Það er í góðu lagi en það sem meira er að sjálfir íþróttamenn- irnir eru farnir að gera háleitar kröfur til sín sjálfra. Það er eitt- hvað sem íþróttafólk var hrætt við að opinbera í íslenskum fjöl- miðlum íyrir ekki svo löngu síð- an. Fyrir HM í frjálsum íþróttum kom Jón Arnar Magnússon þrautakappi fram í sjónvarpi og tjáði alþjóð að hann ætlaði sér á verðlaunapall og það er ekkert annað en gott um það að segja. Gott hjá Jóni Arnari að setja sér háleit markmið. En Jón komst ekki á pall og óánægjuraddir heyrast meðal fólks um að ekki borgi sig að sperra sig of hátt fyrir keppni. Jú, þær raddir heyr- ast nú því Jón komst ekki á verð- launapall. En þessir „tuðarar" sem vilja alltaf meira, vilja gleyma sér og líta gjarnan fram hjá staðreyndum. Jón stóð sig mjög vel, þrátt fyrr allar fyrirætl- anir. Hann setti Islandsmet og Norðurlandamet. Er það ekki góður árangur. Vala Flosadóttir kom líka, sá og sigraði. Henni hefur ekki gengið vel upp á síðkastið og enginn átti von á hennar góða árangri á HM. Hún er greinilega kraftmikil íþróttakona sem ætti líka að stefna hátt. Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari stóð sig líka frábærlega og varð ní- unda á sínu fyrsta stórmóti. Þrátt fyrir allt, stóðu islensku keppendumir sig frábærlega vel og eiga örugglega eftir að standa sig betur á komandi stórmótum. Vitiði til, „tuðarar." GUNNAR Jón Sævar Þórðarson Jramkvæmdastjóri Reynis- mótsins. Ungmennafélagið Reytiir á Árskógsströnd muti á sunnudagitin standafyrir frjálsíþróttamóti þarsern fjölþrautarkappamir Sebastin Chrnara, Erki ,Nool ogJónAmarMagtiús- son verðameðal keppenda. Jóti SævarÞórðarson, fram- kvæmdastjóri mótsins, á von á liörkukeppni. VI .'l-tC/O'C Oi i Allir þeir bestu með á Reynismótinu á Akureyri - Hvuð kemur til að Ung- mennofélagið Reynir tekur að sér að halda slíkt stórmót? „Ungmennafélagið Reynir er mjög öflugt félag þó það sé ekki stórt, en það telur hundrað manns og íbúafjöldi í hreppnum ar aðeins um þrjú hundruð. Ár- skógsstrendingar hafa átt ótrú- lega mikið af efnilegu íþrótta- fólki, en eins og svo oft þá hættir það oftast að æfa þegar það kem- ur á afreksaldurinn, þannig að uppistaðan hjá félaginu eru mest ungir krakkar. Félagið hefur þó eignast sína afreksmenn og má þar til dæmis nefna Birgittu Guð- jónsdóttur, sem var mjög sterkur spjótkastari." - Hvenær hejst mótið og hverj- ar eru keppnisgreinarnar? „Mótið fer fram á sunnudaginn í Iþróttahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 20:00. Keppt verð- ur í þremur greinum karla og kvenna, stangarstökki, hástökki og langstöldd.“ - Er öll nauðs)nleg aðstaða jyr- ir mótið í Höllinni? „Aðstaða íyrir stangarstökk og langstökk er ekkil fyrir 'hðndíyi þannig að hana þarf að sérútbúa fyrir mótið. I það fer töluverð vinna, en til dæmis þarf að Iyfta upp allri atrennubrautinni í stangarstökkinu, af því stokkur- inn er ekki rétt staðsettur í hús- inu. Það þýðir að við þurfum að byggja upphækkaða atrennubraut sem er tuttugu sentimetra frá gólfinu. Það sama þarf að gera í langstökkinu, því það er engin til- búin gryíja í gólfinu, þannig að þar verður atrennubrautin líka upphækkuð. En við fáum nægan tíma til að útbúa þetta, þannig að það verður í góðu lagi og allt til- búið fyrir keppni Id. 20:00.“ - Hver eru helstu nöfnin á mótinu? „Allt okkar besta íþróttafólk í þessum greinum verður þarna meðal keppenda. Ef \dð tökum fyrst stangarstökk kvenna, þá verða þær Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir meðal keppenda, en þær munu þar etja kappi við þær Zsuza Szabo frá Ungverjalandi og Moniqoe De Wilt frá Hollandi. Þær eru allar nýkomnar af HM í Japan, þar 'áeth Valá varð 'fiöðra^sætinuj 'Sáa-H bo í þriðja, Þórey í níunda og De Wilt í því nítjánda. Ég á von á hörkukeppni í þessari grein og menn hafa talað um að jafnvel heimsmet gæti litið dagsins ljós. I stangarstökki karla verður ör- ugglega spennandi keppni milli þeirra Jóns Arnars, Erki Nool og Chmara, en þeir eru þrír af fimm bestu sjöþrautarmönnum heims- ins í dag. Chmara er nýkrýndur heimsmeistari frá Japan, Nool lenti í öðru sætinu og Jón Amar í því fimmta. Nool náði mjög góð- um árangri á HM, en hann stökk þar 5,50 m og lenti í fyrsta sæt- inu. Climara á best 5,40 m og Jón 5,10 m. Jón hefur þó verið að stökkva enn hærra á æfingum, eða mest 5,30 metra. Þessir kappar munu einnig taka þátt í langstökkinu, en þar eiga þeir allir mjög góðan árangur og hafa allir stokldð í kringum átta metrana. I hástökki karla verður örugg- lega skemmtiieg keppni og jafn- vel vonast eftir nýju Islandsmeti hjá Einari Karli Hjartarsyni. Hann mun etja kappi við Vegard > 'Hdnáérír-s©iw~þykir—einn-efniieg^. asti hástökkvari Norðmanna, og Chmara, sem stokkið hefur Iiæst 2,17 m eins og Vegard. I hástökki kvenna er von á Þór- dísi Gísladóttur, sem búin er að vera besti hástökkvari landsins í aldarfjórðung. Af okkar sterkasta fijálsíþrótta- fólki á Norðurlandi sem verður með, má svo nefna nöfn eins og Olaf Guðmundsson, Sigurð Karlsson og Vilborgu Jóhanns- dóttur, sem öll koma frá Sauðár- króki, Sigurlaugu Níelsdóttur UMSE, Ónnu Margréti Ólafs- dóttur og Önnu Friðriku Árna- dóttur frá UFA og Arnar Má Vil- hjálmsson einnig frá UFA.“ - Áttu vott á mikilli aðsókn? „Þetta er eflaust sterkasta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið á Akureyri og ég á von á að fólk muni Ijölmenna í Höllina. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarar mæta á staðinn og ég er viss um að áhuginn er mikill. Við reynum að gera þetta eins glæsilegt og kostur er og við verðum til dæmis með einn þekktasta þul landsins, sem er

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.