Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 - 3
T>wptr_
Merniing verdur til
hja folki ekki husum
Mikil umræða hefur verið um
viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
og menntamálaráðherra Björns
Bjarnasonar frá 7. janúar síðast-
liðinn til byggingar menningar-
húss á fimm stöðum á landinu,
eða endurnýjun eldra húsnæðis
sem þjónað gaeti sem íverustaður
menningar og lista. Þeir staðir
sem ráðherra nefndi voru Vest-
mannaeyjar, Isafjörður, Sauðár-
krókur, Egilsstaðir og Akureyri.
Ekki er ljós upphæðin sem renna
mun til þessa verkefnis, hins
vegar eru ein rök ráðherra fyrir
þessari fjárveitingu þau að
stemma stigu við þeirri fólks-
fækkun sem verið hefur á lands-
byggðinni. En það er kunnara
en frá þurfi að segja að ein af
þeim ástæðum sem veldur því að
fólk Ieitar á höfuðborgarsvæðið
er einmitt vegna þess að fólk tel-
ur að menningarlífið sé svo fá-
breytt og engin aðstaða boðleg
listamönnum sem vildu heim-
sækja Iandsbyggðina. Eða eins
og segir í svari menntamálaráð-
herra við fyrirspurn Svanfríðar
Jónasdóttur um málið „ber að
skoða þetta sem lið í framlagi
rfkisstjórnarinnar til þess að
stuðla að traustari forsendum
byggðar og búsetu í Iandinu
öllu.“
Þarfari verkefni
Lítil umræða hefur verið uppi
um þessa hugmynd í Vest-
mannaeyjum, þó hún kunni
kannski að gerjast eitthvað undir
yfirborðinu. Má þó á mörgum
heyra að þessu fé ætti frekar að
veija til „þarfari" verkefna. Þó
eru menn sem taka eindregna
afstöðu með því að fá þetta fé,
en ekki alveg á eitt sáttir með
hvaða hætti því yrði best ráðstaf-
, að. Ein hugmynd er uppi um að
endurheimta gamla samkomu-
húsið, Höllina sem hýsir nú
starfsemi Hvítasunnusafnaðar-
ins sem þá fengi eitthvert annað
húsnæði í makaskiptasamning-
um við bæinn. I því sambandi
var sérstaklega nefnt það hús,
þar sem nú er Listaskóli Vest-
mannaeyja og menningarhúss-
féð yrði Iagt í að endurnýja Höll-
ina. Aðrir nefna svo að æskilegt
yrði að byggja nýtt fjölnota
menningarhús, sem hýst gæti
allar listir og yrði sameiginlegt
hús Vestmannaeyinga. Hafa
nokkrir einstaklingar í Eyjum
viðrað þá hugmynd sem mun
upphaflega komin frá Arna
Johnsen að reisa nýtt og öflugt
hús í nýja hrauninu, eða öllu
heldur að það yrði grafið að
hluta til inn í hraunið.
Margir telja líka að menning-
arstofnanir í landinu hafi skyld-
• ur við landsbyggðina og spyrja
því gjarnan hvort hér vanti hús
eða menningu. Hallar þá iðulega
á menninguna því menningin
sem slík eykst ekld þó að hér
verði byggt menningarhús. Bent
er á að erfitt hafi verið að fá fé til
þess að styrkja stærri listviðburði
eins og frá Þjóðleikhúsinu,
Listasafni Islands eða Sinfóní-
unni. Þó hafa þessar stofnanir
leitað eftir því að koma með við-
burði til Eyja og Sinfóníuhljóm-
sveit Islands hefur komið til Eyja
nokkrum sinnum og síðast 1997.
Það yrði því lítið fengið með því
að reisa menningarhús, sem
stæði svo meira og minna autt.
Menning verður ekki til í húsi
heldur hjá þeim sem skapa hana
og njóta hennar.
Skyldur við landsbyggðina
Margir benda enn fremur á að
það kosti peninga að reka menn-
ingarhús. Menningarstofnanir
sem reknar eru af almannafé
eiga ákveðnar skyldur við lands-
byggðina, en að sama skapi verð-
ur alltaf dýrara að koma með
listviðburði út á land, bæði
vegna trygginga, ferðakostnaðar
og gistingar listamanna sem
hingað myndu koma. Finnst því
mörgum að landsbyggðin ætti
ekki að þurfa að greiða fyrir
kostnað sem fylgir slíkum ferða-
lögum. Varðandi menningarsjóð
félagsheimila telja margir að
hann standi engan vegin undir
nafni. Ef sá sjóður yrði efldur, þá
ættu Vestmannaeyjar meiri
möguleika á að fá hingað Iistvið-
burði. Hins vegar þarf líka að
vera aðstaða til þess að taka á
móti slíkum viðburðum og þá
eru menn ekki á eitt sáttir hvaða
leið ætti að fara, nýtt hús, eða
endurnýja gamalt húsnæði.
Kaimski á Hvolsvelli
Varðandi staðsetningu menning-
arhúss fyrir allt Suðurland finnst
sumum Eyjar ekki vera raunhæf-
ur kostur. Se'fyssingar hafa lýst
því yfir að Selfoss væri hentugri
staður með tilliti til samgangna
og svo framvegis. I því ljósi
finnst öðrum miklu raunhæfara
að slíkt hús yrði reist á Hvols-
velli. Hvolsvöllur sé miklu meira
miðsvæðis og ekki langt fyrir
Vestmannaeyinga að fljúga upp á
Bakka, ef því er að skipta.
Askr iftar síminn
8oo 7080
er
mmmm
$ SUZUKI
—
• Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS
• Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur
Nýr
fjórhjóladrifinn
Baleno Waj
verð aðeins:
1.675.000 1
BALENO
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www. suzukibilar. is