Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 . SUÐURLAND Vöruhöfn í Þor lákshöfn 1 athugim Undirbúningsrannsóknir á stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn hefjast væntalega fljótlega. Alþingi vill aö hafnar verði undirhimings- rauusóknir á stækkun haíiiariiinar í Þorláks- höfn. Alþingi hefur samþykkt að fela samgönguráðherra að hlutast til um að Siglingamálastofnun hefji sem íyrst „undirbúningsrann- sóknir og hagrænar athuganir á stækkun hafnarinnar í Þorláks- höfn,“ eins og segir orðrétt í þingsályktuninni. Arni Johnsen flutti tillöguna og samgöngunefnd þingsins mælti með samþykkt á henni með ákveðnum orðalagsbreyt- ingum. Fram kom í umsögn Siglingamálastofnunarinnar að unnin hefðu verið frumdrög að stækkun hafnarinnar miðað við annars vegar 10 þúsund tonna vöruflutningaskip og hinsvegar 20 þúsund tonna en hins vegar hefðu engar hagraenar rann- sóknir verið gerðar. I nefndará- liti samgöngunefndar segir að eðlilegt sé að undirbúningsrann- sóknir og hagrænar athuganir á gerð vöruhafnar í Þorlákshöfn fari fram. Að þeim loknum verði unnt að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í gerð slíkrar hafnar. Bæjarráð Arborgar lýsti yfir heilshugar stuðningi við tillöguna í sinni umsögn og sagðist vænta þess að „rannsóknum þessum verði hraðað eins og kostur er enda miklar líkur á að með þeim megi sýna fram á mikiivægi stækkunar hafnarinnar svo hún geti þjónað Suðurlandi enn betur en hún gerir nú þegar. Afar mikil- vægt er að Sunnlendingar hafi aðgang að öruggri vöruflutninga- höfii sem þjónustað getur stór flutningaskip til að skapa aðstæð- ur til að gera Iandshlutann eftir- sóknarverðari til atvinnuuppbygg- ingar en nú er.“ Nefnd í stafkirkju Forsætisráðuneytið hefur til- nefnt fulltrúa í nefnd fyrir hönd rfkisins, sem á að sjá um undir- búning og framkvæmdir vegna stafkirkjunnar sem Norðmenn gáfu íslensku þjóðinni af höfð- ingsskap sínum í tilefni kristni- tökuhátíðarinnar árið 2000. Stafkirkja verður sem kunnugt er reist í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið gefið út er- indisbréf vegna nefndarinnar, en það mun;verða gefið út á næstu dögum. Þeir sem tilnefndir hafa verið í nefndina eru: Árni John- sen formaður, Guðni Agústsson Árni Johnsen: Formaður nefndar sem undirbýr komu stafkirkjunnar frá Noregi. alþingismaður, séra Kristján Björnsson, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri Vestmannaeyja og Skarphéðinn Steinarsson fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Alþingi samþykkti f desember síðastliðnum að veita tæplega 40 milljóna króna styrk á þessu ári og því næsta í byggingu stafkirkj- unnar. Styrkurinn er háður því að gerður verði samningur milli forsætisráðuneytisins og fram- kvæmdaraðila annars vegar og- Vestmannaeyjabæjar hins vegar. Aætlað er að verkinu ljúki á næsta ári. -BEG. Finun millur í Leíkhússaliim Samkvæmt tillögu að Ijárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 1999 mun fimm milljónum króna verða varið til endurnýjunar á leikhús- sal Félagsheimilisins. Ólafur Ólafsson bæjartæknifræðingur segir erfitt að tímasetja hvenær farið verði í þessar framkvæmdir. „Svona framkvæmdir takmarkast af því fé sem sett er í þetta dæmi.“ Ólafur segir að nákvæm áætlun hafi ekki verið gerð ennþá. „En það þarf að skipta um áklæði á sætum og breikka bil á milli bekkja. Gólf og loft uppfylla ekki kröfur um brunavarnir. Þá þarf einnig að setja upp nýtt loftræstikerfi og gera húsið aðgengilegt fyrir fatlaða innan dyra. Það er verið að vinna áætlun um þessar framkvæmdir, en það er ljóst að það fé sem er til ráðstöfunar nú mun ekki duga til að Ijúka framkvæmdum,“segir Ólafur Kaffihúsastenmmmg á degi tónlistarskólanna Dagur tónlistarskól- anna í landinu var haldinn hátíðlegur í Listaskólanum síðast- liðinn laugardag. Dag- urinn í Eyjum hefur hingað til verið til- einkaður Litlu lúðra- sveitinni og var engin undantekning þar á að þessu sinni. Væri þó rangnefnin að kalla lúðrasveitina „litla“ því í henni eru tuttugu og einn nemandi Tónlistarskólans. Lék hún nokkur lög við góðar undirtektir gesta, sem hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Foreldrafélag skólans sá um kaffi og vöfflu- sölu í tilefni dagsins en ágóði af þeim veitingum er varið til styrktar Litlu lúðrasveitinni. Margir fleiri tróðu upp í tilefni af deginum, bæði kennarar og nemendur, og skapaðist skemmtileg og notaleg kaffihúsastemmning í tónleikasalnum, eins og eitt foreldrið orðaði það. Ljóst er að margt efnilegt tónlistarfólk er við nám í skólanum og verður seint metið til fulls sá tími sem ungt fólk í Eyjum ver til tónlistarnáms til eflingar tóneyra Eyjamanna. Flensan í hámaxki Flensufaraldur hefur gengið yfir Vestmannaeyjar eins og aðra staði landsins undanfarnar vikur. Karl Björnsson sem gegnir nú stöðu yf- irlæknis Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum í námsleyfi Viðis Óskarssonar segir að flensan hafi líklega náð hámarki sfnu núna. „Það eru margar pestar í gangi þessa dagana og hefur verið nóg að gera hjá okkur. Flensan leggst helst á fólk á miðjum aldri, en margir hinna eldri hafa hins vegar látið bólusetja sig, svo þetta bitn- ar ekki mjög hart á þeim þessa dagana.“ Karl vill þó koma því á framfæri að fólk fái sig gott áður en það fer aftur á ról. „Fólk hefur farið of snemma á kreik og þess vegna slegið niður, þetta veldur því að flensan hefur lagst enn þyngra á fólk.“ Litla lúðrasveitin. k SUÐURLANDSVIÐTALIÐ Menningarhús á Selfossi lyftistöng fyrir menningarlif Þorlákur Helgason fræðslustjóri Árborgar. SveitaifélagiðÁrborg stendurþann 16. mars jyrir ráðstejnu þar sem menningarmál verðaí brennidepli, meðal ann- ars bygging menningar- hús eins og ríkisstjómin hyggst nú láta reisa. - Hvers vegna er efnt til þess- arar ráðstefnu um menningar- mál og hús? „I fyrsta lagi er þetta fundur með menningarmálanefnd Ár- borgar, sem er ný nefnd hér í Árborg og var stofnuð síðastliðið haust,“ segir Þorlákur Helgason, fræðslustjóri og forstöðumaður menningarmála í Árborg. „Við væntum þátttöku ýmissa félaga í Árborg, þar sem við ætlum að leita svara við því hvers þau vænti af starfi nefndarinnar. Einnig verður komið inn á það samstarf við Reykjavíkurborg - menningarborg Evrópu árið 2000, sem við ætlum að eiga. Borgin auglýsti eftir þátttöku sveitarfélaga úti á landi ef þau gætu boðið fram menningarlegt efni og þar töldum við okkur hafa skáldverk Guðmundar Daníelssonar, en 90. ártíðar hans stendur til að minnast á næsta ári. Sögusvið margra verka Guðmundar er einmitt hér um slóðir.“ - Þið ætlið að varpa fram þeirri spumingu hvað sé menningarhús, getur þú hannshi gefið mér forskot á sæluna með því að svara mér þessari spurningu? „f mínum huga er það hús í hjarta hvers sveitarfélags með blómstrandi menningu hvers- konar, þar sem listamönnum gefst tækifæri til þess að æfa og tjá list sína. En menningin blómstrar víðar en í einu húsi. Það sýnir metnað hvers sveitar- félags hvernig búið er að menn- ingarstarfi. Við getum státað af góðum „húsum", og við erum eina sveitarfélagið á landinu sem á hús með stórum staf; nefnilega Húsið á Eyrarbakka. Líklegast eigum við þar með einkarétt á menningar-Húsi. „ - Hveijum verður boðið að taka þátt í þessari ráðstefnu? „Það er er afskaplega opið. Eg er að senda boðsbréf meðal ann- ars til verkalýðs- og hesta- mannafélaga, Ieikfélaga og kóra. Stefnan er sú að umræðurnar verði sem líflegastar. „ - Er það rétt að setja umræðu um menningarmál á lands- byggðinni endilega í það sam- hengi að kenna hana sérstaklega við hús. Er þetta ekki allt eins spurning um að ríkisvaldið geri til dæmis Sinfónínuhljómsveit- inni og Þjóðleikhúsinu fjárhags- lega kleift að fara í ferðir út á land? „Ég held að hægt sé að nálgast þetta mál frá ýmsum sjónar- hornum, því að þarfir eru mjög breytilegar milli staðar. Víða er blómstrandi menning og nóg húsrými, en hér í Árborg eigum við hálfbyggt samkomuhús með leikhússal, sem er eins fullkom- inn og Borgarleikhúsið. Húsið býður upp á ótal möguleika til hverskonar listiðkunar og starf- semi fyrir þau 70 til 80 félög sem starfandi eru í Árborg og hafa mikið fram að færa. Ríkis- stjórnin vakti máls á hugmynd- um um menningarhús út um landsbyggðina og það er sjálf- sagt að við í Árborg vekjum at- hygli á því hálfbyggða húsi.sem við eigum. Verði það standsett gæti tilkoma þess orðið mikil lyftistöng fyrir menningarlíf hér um slóðir.“ -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.