Dagur - 19.03.1999, Page 1

Dagur - 19.03.1999, Page 1
Kosningaskj áJfti hjá útvarpsráði Fulltrúa Framsóknar- flokksins í útvarps- ráði þykir sem frétta- stofa sjónvarpsins ræði við forkólfa Sjálfstæðisflokksins í máliLiii sem framsókn- arflokkurinn hefur forræði yfir. Kosn- ingaskjálfti, segir fréttastjórinn. Kosningaskjálfti er kominn í út- varpsráðsmenn og eru ráðsmenn nú á varðbergi til að gæta hags- muna sinna flokka gagnvart fréttastofum RUV - enn einu sinni. Nú eru það ekki sjálfstæð- ismenn sem hafa mundað skeið- klukkuna, heldur samherjar þeirra við stjórnvölinn, fram- sóknarmenn. A næstsíðasta út- varpsráðsfundi beindi ráðsmaður Framsóknarflokksins fimm spurningum til Boga Ágústsson- ar fréttastjóra Sjónvarpsins og bera spurningarnar með sér að Gissur telji fréttastofuna draga taum sjálfstæðis- manna á kostnað fram- sóknarmanna. Gissur spurði í fyrsta _ lagi hvers G'ssur Peturs- vegna frétt um son’ samning ur útvarpsráðs: „Meðhöndlunin áberandi ein- kennileg." Is- lands, Noregs og Rússlands um Smuguna hafi ekki verið fyrsta frétt í aðalfréttatíma Sjón- varpsins. I öðru lagi hvers vegna fréttastofan hefði ekki sent fréttamann til Bodö til að fylgjast með undirritun samningsins. I þriðja lagi hvers vegna rætt hafi verið við Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson um málið er fréttin var birt „en ekki Halldór Ásgrímsson sem fer með forræði málsins". I fjórða lagi spurði Gissur hvers vegna rætt hafi ver- ið við Pál Kr. Pálsson vegna fréttaflutnings um vetnisfram- leiðslu hérlendis „en ekki Finn Ingólfsson eða Hjálmar Árnason sem farið hafa með forræði málsins fyrir Islands hönd“ og í fimmta lagi spurði Gissur hvers vegna rætt hefði verið við Geir Haarde og Sigurgeir Þorgeirsson um búvöru- samning um nýsköpun og þróun í land- búnaði „en ekki Guðmund Bjarnason sem farið hefur með forræði málsins fyrir hönd ríkis- stjómarinnar." Bogi Agústsson fréttastjóri: Menn eru með skeiðklukkuna fyrir framan fréttatímann. Með skeiðklukkuna í hönd- ununi Fyrirspurnirnar voru lagðar fram á útvarpsráðsfundi 10. mars og mun Bogi hafa svarað þeim á út- varpsráðsfundi í gær, en á þeim fundi var Gissur ekki mættur og hafði því ekki séð svörin þegar Dagur ræddi við hann í gær. Bogi fréttastjóri var ófáanlegur til að tjá sig um innihaldið í svörunum, en sagði aðspurður um hvort honum sýndist að farið væri að gæta kosningaskjálfta: „Jú, það er mjög greinilegt að það er kosningaskjálfti í mönnum. Það er greinilegt að menn eru núna afskaplega vakandi fyrir öllum slíkum mögulegum hlutum og það sitja greinilega ýmsir menn með skeiðklukkuna fyrir framan fréttatimann," segir Bogi. Gissur Pétursson segir að- spurður, hvort kosningaskjálfti væri kominn í menn og hvort hann teldi að ítrekaðar ásakanir sjálfstæðismanna um hlutdrægni væru farnar að virka á fréttastof- urnar: „Eg vil ekki gera því skóna en vil einfaldlega fá svar við þess- um spurningum. I þessum til- teknu málum hefur mér þótt meðhöndlunin áberandi ein- kennileg. Eg held að menn sem vinna við blaða- og frétta- mennsku, ég tala ekk umi á miðl- um sem eru í eigu þjóðarinnar, þurfi að vanda sig enn frekar en ella Hð ástand eins og það er núna, þ.e.a.s. þegar kosningar eru í nánd. Gæta fyllsta hlutleys- is og vera mjög á varðbergi í því sambandi," segir Gissur. - FÞG Vertíðinni að ljúka Loðnuskipið Súlan er komin til heimahafnar á Akureyri og er hætt á loðnuvertíðinni, Kvóti Súlunnar var 22 þúsund tonn og eru enn óveidd um 1000 tonn af þeim kvóta og þau verða ekki sótt. Sverrir Leósson, útgerðar- maður Súlunnar, segir að flest loðnuskipanna séu hætt veiðum og séu að tínast heim. Þórður Jónasson frá Akureyri er einnig hættur á Ioðnu og er búinn með kvótann en Samherjaskipið Odd- eyrin er í höfn í Grindavík og ætlar að freista þess að leita loðnu þegar veður gengur niður en Samheiji á enn óveidd um 7 þúsund tonn. Af heildarúthlut- un, 995 þúsund tonnum, eru enn óveidd um 100 þúsund tonn og er ljóst að ekki næst að veiða það magn á þessari vertíð. - GG Vonskuveður var í gær um allt Norðurland og var þjóðvegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar algjörlega ófær og víða var orðið þungfært innanbæjar á þéttbýlisstöðum við Eyjafjörð og raskaðist skólahald nokkuð. í fjúkinu á Akureyri reyndist nauðsynlegt að skafa af götuvitunum til að Ijósin sæjust. mynd anton Selma Björnsdóttir, fulltrúi íslands í Eurovision. íslenska framlagið áensku Ástkæra ylhýra málið á ekki upp á pallborðið hjá fulltrúum Is- lands í Eurovisionkeppninni í vor, því íslenska framlagið verð- ur flutt á ensku. Það er Selma Björnsdóttir sem mun flytja lag- ið í keppninni í Jerúsalem í lok maí en lagið er eftir Þorvald Þorvaldsson og textinn er frum- saminn á ensku af Sveinbirni I. Baldvinssyni. Reglum keppn- innar hefur verið breytt þannig að nú geta þjóðirnar í fyrsta sinn ákveðið sjálfar á hvaða tungu- máli þær syngja. Islendingarnir hafa ákveðið að syngja á ensku, og heitir íslenska framlagið „I am all out of luck“ sem mætti útleggja á íslensku sem „Óheppnin eltir mig á röndum“. Ekki mun þó átt við hlutskipti íslenskunnar á alþjóðavettvangi heldur óheppna veitingastúlku. „Islenska á alltaf að vera fyrsti kosturinn. Velji menn annan kost þurfa þeir að hafa góð rök fyrir því,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra um þau tíðindi að íslenska framlagið sé á ensku. Rök flytjenda eru, að með þessu móti standi menn betur að vígi í keppninni. Sjá forsíðu Ltfsins i landinu Hestar í órétti Eigendur tveggja hesta hafa ver- ið dæmdir til að greiða öku- manni 882 þúsund króna skaða- bætur eftir að hestarnir urðu fyrir bifreið hans á þjóðvegi nr. 1 í Iandi Kópavogs. Höfðu hest- arnir sloppið úr girðingu fyrir ofan Lækjarbotna kvöldið fyrir slysið. Var talið að brotthlaup hestanna mætti rekja til gáleysis vörslumanns þeirra og að eig- endur hestanna bæru skaða- bótaábyrgð á tjóni ökumanns- ins, en ekki var talið sannað að ökumaðurinn hefði gerst sekur um gáleysi við aksturinn. - FÞG Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskoimir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 woRUJwme express EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.