Dagur - 19.03.1999, Page 4

Dagur - 19.03.1999, Page 4
4- FÖSTVDAGVR 19. MARS 1999 FRÉTTIR L I SIGLUFJ ORÐUR Vinabæjamót í Husby Fyrir Iiggur bréf frá Husby vegna vinabæjarmóts sem þar fer fram dag- ana 1. til 4. júlí n.k. Siglufjarðarkaupstað er boðið að senda tvo fulltrúa á mótið. Bæjarráð Siglufjarðar samþykkir að þiggja boð um að senda fulltrúa á mótið. Meðferd á líkamanum Fyrir bæjarráði Iá nýlega beiðni frá Krossgötum um styrk til forvarnar- átaks fyrir börn 4 til 9 ára. Fram kemur að verið sé að vinna að gerð barnabókar þar sem Iögð er áhersla á góða meðferð á líkamanum og er sú bók ætluð til forvarna hjá börnum á þessum aldri. Bæjarstjóra var falið að fá nánari upplýsingar um verkefnið. Kaup á tréiðnaðarfyrirtæki Á fundi atvinnumálanefndar Siglufjarðar var gerð grein fyrir því að til athugunar væri boð um kaup á tréiðnaðarfyrirtæki, sem framleiðir þekkt vörumerki og hefur verið í góðum rekstri. Kannað verður hvort slíkt fyrirtæki hentaði hér á staðnum. Jafnframt greindi bæjarstjóri frá því að í athugun væri boð um kaup sem lægi fyrir á lítilli saumastofu með föstum viðskiptasamböndum, og ákveðið hefur verið að Hand- verkssmiðjan Komman kanni frekari möguleika á kaupum og rekstri á slfku fyrirtæki. Signýju Jóhannesdóttur hefur verið falið að koma að því máli í samráði við Kommuna. Ekki er víst að þessi einstöku fyrirtæki henti til reksturs hér á Siglufirði, en atvinnumálanefnd mun kanna alla þá möguleika sem fyrir hendi eru. Gatnagerðargjöld endurskoðuð Bæjarráð Siglufjarðar tók nýlega fyrir bréf frá SR-Mjöli, þar sem óskað er eftir því að útreikn- ingur gatnagerðargjalda af Kyndistöð verði end- urskoðaður með hliðsjón af ákvæðum í nýrri reglugerð sem tók gildi 1. janúar 1998. Jafn- framt er óskað eftir því að útreiknuð gjöld miðað Bæjarráð Siglufjarðar tók nýlega fyrir bréf frá við nýja reglugerð verði SR-Mjöli, þar sern óskað er eftir þvi að út- lækkuð um 50%, þar reikningur gatnageröargjalda af Kyndistöð sem Siglufjarðarkaup- verði endurskoðaður. staður beri engan kostn- að af gatnagerð, lögnum eða lýsingu. Með hliðsjón af því að húseignin rís ekki fyrr en á árinu 1998 sam- þykkti bæjarráð að útreikningur gatnagerðargjalda af Kyndistöð verði í samræmi við ákvæði í nýrri reglugerð um gatnagerðargjöld en hafnar beiðni um 50% lækkun frá útreiknuðum gjöldum. Grjótvamargarður við Öldubrjót Á fundi hafnarstjórnar gerði hafnarstjóri grein fyrir fundi sem hann átti með fulltrúum Siglingastofnunar, m.a. um rannsóknir á gijótnámi vegna fyrirhugaðs gijótvarnargarðs við Oldubijót. Gert er ráð fyrir að útboð verði tilbúið um mánaðarmót mars og apríl, og vinna við grjót- nám geti hafist fljótlega eftir það. Á fundi með Siglingastofnun var jafnframt rætt um úttekt á ástandi Hafnarbryggju, og fyrirhugað er að slík úttekt geti farið fram í sumar. Ætlunin er að kanna hvort mögulegt er að fresta endurbótum á Hafnarbryggju um tíma og nýta fjármagnið þess í stað til uppbyggingar á hafnarsvæðinu við Oldubijót. Dekkjun Togarabryggju Hafnarnefnd samþykkti að athuga nvort el athuga ekki væri möguleiki á því að auka dekkjun utan á Togarabryggju til þess að koma í veg fýrir skemmd- ir á þeim skipum sem við hana liggja. Jafnframt var samþykkt að athuga kostnað við malbiksyfirlögn á bryggjuna. Jafnframt var rætt um annað viðhald og öryggismál á Togarabryggju. — GG Góður hagnaður af rekstri Gúmmívumsluunar Rekstur Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri skilaði 7,6 milljóna króna hagnaði árið 1998. Þetta er nokkru lakari afkoma en á árinu áður sem raunar var eitt besta rekstrarár Gúmmívinnslunnar frá upphafi. Rekstrartekjur Gúmmívinnslunnar hf. námu 143,4 milljónum króna samanborið við 147,1 milljón króna árið 1997. Rekstrargjöld námu 131,8 milljónum króna samanborið við 129,3 milljónir króna árið áður. Rekstrarhagnaður nam því 11,7 milljónum króna samanborið við 17,8 milljónir króna árið 1997. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, tekju- og eignaskatts og hlutdeild í rekstri dótturfélaga nam hagnað- ur ársins síðan 7,6 milljónum króna en var 13,4 milljónir króna árið áður. — GG Heiit fótboltalið hættir á þtngi Ellefu þingmeim sem nú sitja á þingi hætta í vor og tveir til við- bótar hafa látið af þingmeimsku. Ellefu alþingismenn, eða sem nemur heilu fótboltaliði, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram til þingmennsku. Og fyrir utan þessa ellefu hafa tveir aðrir þingmenn látið af þingmennsku á því kjörtímabili, sem nú er senn liðið. Fyrir utan þessa þrettán þingmenn eru nokkrir sem eru fjarri því að vera örugg- ir um að ná endurkjöri f vor. Sumir hafa færst aftar á lista en aðrir eru komnir í nýjan flokk. Fótboltaliðinu gætu því bæst varamenn eftir 8. maí. Þeir ellefu, sem enn sitja á þingi en hætta í vor eru: Egill Jónsson Sjálfstæðisflokki, sem er 69 ára og kom fyrst á þing 1978. Friðrik Sophusson Sjálf- stæðisflokki, 56 ára og kom fyrst á þing 1978. Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokki, er 55 ára og kom fyrst á þing 1979. Gunnlaugur M. Sigmundsson er 51 árs og kom fyrst á þing 1995. Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagiA7G. er 64 ára og kom fyrst á þing 1978. Kristín Ást- geirsdóttir Kvennalista er 48 ára ogkom fyrst á þing 1984. Olafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokki er 67 ára og kom fyrst á þing 1971. Ragnar Arnalds Aþýðubandalagi. Hann er 61 árs og kom fyrst á þing 1963 og er því með lengst- an starfsaldur núverandi þing- manna. Stefán Guðmundsson Framsóknarflokki er 67 ára og kom fyrst á þing 1978. Svavar Gestsson Alþýðubandalagi er 55 ára og kom fyrst á þing 1978 og Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðis- flokki, sem er 52 ára og kom fyrst á þing 1983. Meðalaldur rúm 58 ár Þeir tveir sem hættu fyrr á kjör- tímabilinu eru Ólafur Ragnar Grímsson, sem hætti þing- mennskul997 Jaegar hann var kjörinn forseti Islands. Hann er 56 ára og kom fyrst inn á þing 1974 og Jón Baldvin Hannibals- son sem hætti þingmennsku 1998 og gerðist sendiherra. Hann er 60 ára og kom fyrst á þing 1974. Þess skal getið varðandi hvenær þessir þingmenn komu fyrst á þing að í sumum tilfellum komu þeir fyrst inn sem vara- þingmenn. Meðalaldur þessara 13 þing- manna sem eru nú að hætta eða eru hættir er 58,6 ár en meðal- aldur þeirra þingmanna sem kjörnir voru 1995 var 47,7 ár. Og alveg frá árinu 1934 og til 1995 hefur meðal aldur þing- manna verið frá 44,6 árum lægst og upp í 51,1 ár. — S.DÓR Hugvit til Akureyrar Akuareyrarhær kaup- ir skjalvistunarkerfi. Bæjarstarfsmenn á Akureyri hafa undanfarna daga verið á námskeiði að læra á skjalavist- unarhugbúnaðinn GoPro, en Akureyrarbær hefur ákveðið að kaupa þetta kerfi og taka það upp hjá bænum. Þetta er sams- konar skjalavistunarkerfi og Reykjavíkurborg og Reykjanes- bær hafa valið sér. Með skjalavistunarkerfi er átt við hugbúnað sem auðveldar flokkun og geymslu hvers kyns skjala og auðveldar jafnframt mjög hugsanlegan aðgang að þeim. Þetta tiltekna kerfi, sem er alfarið íslensk smíði, hefur feng- ið fjölmargar viðurkenningar, þar á meðal eftirsóttar alþjóðleg- ar viðurkenningar. Það hefur jafnframt verið að vinna sér sess í ýmsum sveitarfélaögum í Dan- mörku þar sem Hugvit, fyrirtæk- ið sem þróar og selur kerfið, er í samstarfi við IBM og nú síðast hafa þýsk og sænskt sveitarfélög verið að koma að þessu máli líka. Ólafur Daðason framkvæmdastjóri Hugvits. Opna skrifstofu Að sögn Ólafs Daðasonar, fram- kvæmdastjóra Hugvits, hefur fyrirtækið opnað skrifstofu á Ak- ureyri í kjölfar samningsins við Akureyrarbæ og hefur þegar ver- ið tekið á leigu húsnæði að Gránufélagsgötu 4. Ólafur segir að fyrir hafi Hugvit haft nokkra mikilvæga viðskiptavini á Ak- ureyri og í nágrannasveitarfélög- um þar á meðal Samherja og Sæplast á Dalvík. Á skrifstofu fyrirtækisins verður til að byrja með starfandi einn maður en stefnt er að því að fjölga stöðum upp í 3-4. Ölafur leggur áherslu á Hugvit sé ekki að opna sjálfstætt þjón- ustuútibú á Akureyri heldur sé skrifstofan þar hugsuð sem starfandi hluti af fyrirtækinu sjálfu. Þar með sé ætlast til að starfsemin á Akureyri felist ekki síður í rannsóknar- og þróunar- vinnu en þjónustu við viðskipta- aðila. Hugvit er jafnframt með skifstofur erlendis og er hug- myndafræðin gagnvart þeim skxifstofum sú sama, þ.e. að þetta sé ein heild en landfræði- lega dreifð. Hann segir mikil- vægt fyrir Hugvit og þróunar- starfið sem þar er unnið að hafa- uppsett hugbúnaðarkerfi sem víðast hér heima. Hugvit byggi sína nýsköpun ekki síst á gagn- virku sambandi við viðskiptavini sína. Akureyri sé sérstaklega heppileg hvað stærð notenda varðar og vonast hann til að geta lært mikið af samstarfinu '110 bæinn, sem og aðra á svæðinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.