Dagur - 19.03.1999, Side 13

Dagur - 19.03.1999, Side 13
X^MT FÖSTUDAGVR 19. MARS 19 9 9 - 13 ÍÞRÓTTIR L Scholes bj argaði United Eftir seinni umferð 8- I IW.^^bhRTIH Nicola Ventola, skorar hér mark Inter gegn United. Það dugði þó skammt því Scholes jafnaði metin rétt fyrir leikslok. Olexander Shovkovsky, markvörður Dynamo Kiev stöðvar hér Fernando Morientes, framherja Real Madrid. liða úrslita Meistar- deildar Evrdpu er ljóst að Manchester United, Juventus, Bayem Munchen og Dinamo Kiev em komin í undanúrslit keppninnar. Manchester United hefur nú rutt úr vegi erfiðustu hindrun- inni til þessa á leið sinni að Evr- ópubikarnum, með því að slá út ítalska liðið Inter Milan í fyrra- kvöld. United náði 1-1 jafntefli í leiknum og sigraði því samanlagt 3-1, eftir 2-0 sigur á Old Traf- ford í fyrri leiknum. United held- ur því enn í vonina um að vinna Ioksins Evrópubikarinn, eða þeirra „holy grail“, eins og stuðn- ingsmenn íiðsins kalla nú bikar- inn, eftir 31 árs bið og um leið tókst þeim að brjótast út úr sál- árkreppunni sem fylgt hefur lið- inu á Italíu síðan árið 1957. Mikill spenna einkenndi leik- inn í upphafi og mikil pressa var á leikmönnum beggja liða. Það var svo ekki fyrr en á 63. mfnútu leiksins að Nicola Ventola tókst að skora fyrir Inter og glæða þar með vonir Italana um að jafna 2- 0 forskot United. Þeir voru mun ágengari í sókninni og fengu ágætt tækifæri stuttu seinna til að bæta við marki. Bjargvættuxinn Scholes Það var snjallt útspil hjá Alex Ferguson að setja Paul Scholes inná í lok seinni hálfleiks og styrkja þar með sóknarbroddinn á lokamínútunum. Það var rætt um það fyrir Ieikinn að Ferguson myndi einmitt leika þennan leik ef illa gengi í sókninni og það gerði hann svo sannarlega með þeim frábæra árangri að Scholes skoraði jöfnunarmarkið þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af leiknum og tryggði United þar með áfram í keppn- inni. Alex Ferguson var að vonum kátur eftir Ieikinn og hældi sín- um mönnum í hástert á San Siro leikvanginum fyrir framan átta- tíu þúsund áhorfendur, sem fyl- gst höfðu með leiknum. „Þeir voru frábærir og ég er hreykinn af mínum mönnum. Við áttum þetta svo sannarlega skilið, eftir alla þá óheppni sem lengi hefur fylgt Iiðinu í Evrópukeppnun- um,“ sagði Ferguson. Spjaldaleikur í GriMdandi í Ieik Olympiakos og Juventus í Grikklandi var svipað uppi á ten- ingnum og í Mílanó. Juventus hafði 2-1 forystu fyrir Ieikinn og Gogic tókst að skora strax á 12. mínútu fyrir heimaliðið. Það var því mikil spenna í Ieiknum og mikil harka fyrir framan eldheita Grikkina á áhorfendapöllunum, svo mikil að sjö leikmenn fengu að líta gula spjaldið, þar af fimm hjá Juventus. Eins og á Italíu var það svo á lokamínútunum sem Juventus tókst loksins að jafna leikinn, með marki Antonio Conte. Þar með var Juventus ör- uggt áfram í fjórðungsúrslitin, eins og venjulega, með saman- lagða stöðu 3-2. Evrópumeistaramir úr leik I leik Dinamo Kiev og Real Ma- drid sá Andrei Shevchenko um að senda Evrópumeistara Real Madrid út úr keppninni, en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Dinamo. Ukraínumennirnir eru þar með komnir áfram í und- anúrslit með samanlagða stöðu 3-1, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Madrid. Ekkert lát á sigurgöngu Bæjara I slag þýsku liðanna Bayern Munchen og Kaiserslautern, varð engin breyting á sigurgöngu Munchenarliðsins. Þeir mættu til leiks í Kaiserslautern með 2-0 forystu frá fyrri leiknum, en nú gerðu þeir enn betur. Þeir skor- uðu íjögur mörk án þess að heimamönnum tækist að svara fyrir sig og eru þar með komnir í undanúrslitin í tíunda sinn í sögu félagsins með samanlagða markatölu 6-0. Carsten Janker skoraði tvö mörk fyrir Bayern og þeir Stefan Effenberg og Mario Basler hin tvö. Þrir risar og eiim spútnik í pottmum Það er því Ijóst að í pottinum fyr- ir undanúrslitaleikina eru knatt- spyrnurisarnir þrír Manchester United, Juventus og Bayern Munchen, auk spútnikliðsins Dinamo Kiev. Allt eru þetta frá- bær knattspyrnulið og hafa verið að spila afbragðs vel í vetur. Það verður því mikil spenna í kring- um dráttinn og öllu skiptir hver andstæðingurinn verður. Haft hefur verið eftir Alex Ferguson að hann vilji síst þurfa að mæta Bayern Munchen, sem nú er á mikilli siglingu í þýsku úrvals- deildinni og eru hreinlega að stinga önnur lið af. Juventus er heldur ekki árennilegt með allar sínar stjörnur og þá er ekki eftir nema eitt lið, sem teljast verður draumalið risanna þriggja og það eru spútnikarnir frá Kænugarði. En enginn skildi vanmeta þá, því það er ekki á færi allra að slá út sjálfa Evrópumeistarana. ÍÞR Ó TTA VIÐTALIÐ Fjörtíu keppendur fara á Special Olympics Anna K. Vilhjálms- dóttir framkvæmdastjóri íþrótta- og útbreiðslusviðs ÍF íþróttasamband fatlaðra verður 20 ára á þessu ári ogafþví tilefni kynnti sambandið lielstu verkefni ársins á kynningarfundi á þriðjudag. AnnaK. Vil- hjálmsdóttir, starfsmaðw ÍF, segirað afmælisáriðeigi eftirað verða viðburðaríkt á íþróttasviðinu. - Stendur mikið til á afmælis- árinu? „Sjálft afmæli sambandsins er 17. maí og þá verður haldið af- mælishóf í Ársölum á Hótel Sögu. Robert Steadward, forseti alþjóða Olympíunefndar fatl- aðra, verður þar sérstakur heið- ursgestur, en hann mun dvelja hér á landi 15.-19. maí. Viðverð- um með sérstaka dagskrá sem verður tengd afmælishelginni og verður hún kynnt síðar. Annars höfum við hugsað okkur að af- mælið sé allt árið og hefðbundn- ir íþróttaviðburðir þá tileinkaðir því. Afmælisárið á eftir að verða mjög viðburðaríkt hjá okkur og mikið að gerast á íþróttasviðinu. Aðal áherslan er lögð á þá hópa sem ekki eru afreksfólk og tvö stærstu verkefnin verða í júní í sumar, sem eru alþjóðaleikarnir Special Olympics í Bandaríkjun- um og síðan norrænt barna- og unglingamót í Finnlandi. Við verðum einnig með sérstakt námskeið í haust fyrir þjálfara mikið fatlaðra, sem einnig teng- ist þessurn áhersluhópi. Megin- þema afmælisársins er sem sagl að auþa möguleika þessa, hóps á þátttöku í íþróttum og láta þau njóta þess allt árið. Hér innanlands verðum við ekki með nein sérstök afmælis- mót, en hefðbundnu Islands- mótin sem eru íjögur, eru eins og ég sagði áður tileinkuð afmælis- árinu. Einu mótinu er þegar lok- ið og það var íslandsmótið í frjálsum íþróttum innanhúss, sem haldið var í febrúar. Síðan verður Islandsmótið f sveita- keppni í boccia, bogfimi, borð- tennis, lyftingum og sundi hald- ið um aðra helgi, Islandsmótið í frjálsum utanhúss þann 12. júní og síðan Islandsmót í boccia ein- staklinga helgina 15.-17. októ- ber.“ - Hvað geturðu sagt okkur nteira um Special Olympics? „Special Olympics eru samtök sem stofnuð voru af Kennedy- fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968. Markmið samtakanna er að bjóða upp á íþróttaviðburði fyrir þroskaheft fólk, sem á við milda námserfiðleika að stríða. Keppnisformið er þess eðlis að allir geta verið með og allir eiga sömu möguieika á að sigra. Keppnisfyrirkomulag er því gjör- ólíkt því se.m þekkist á hefðr bundnum íþróttamótum. Iþróttasamband fatlaðra gerð- ist aðili að samtökunum árið 1989 og hefur síðan verið um- sjónaraðili starfsemi samtakanna hér á landi. Stærsta verkefni samtakanna eru svo umræddir alþjóðaleikar, sem haldnir eru Ijórða hvert ár og komið að þeim næstu nú í sumar á afmælisári FI. Hér heima höldum við annað hvert ár sérstakt íslenskt Special Olympics, sem er samkvæmt reglum samtakanna og voru leik- arnir síðast haldnir í fyrra í Borg- arbyggð. Leikarnir í ár verða haldnir í Norður-Karólína í Bandaríkjun- um og þangað förum við með 40 íslenska þátttakendur og fer hópurinn utan 20. júní og dvelur þar til 6. júlí. Hópurinn mun búa í sérstökum vinabæ íslands, Lenoir, í nokkra daga fyrir leik- ana, en um 100 bæjarfélög gegna þessum vinabæjarhlut- verkum. Við höfum fregnað að hér sé um að ræða stærsta íþróttavið- burð í heiminum á þessu ári, en þátttakendur verða um 7000 frá 150 þjóðlöndum. Þarna verða upy 3000 þjálfarar og fararstjór ar, um 35000 sjálfboðaliðar, full- trúar frá um 150 fjölmiðlum og síðan er búist við um 400000 áhorfendum á leikana. Michael Jordan er heiðursformaður leik- anna og formaður undirbúnings- nefndar er Dr. LeRoy T. Walker, fyrrverandi formaður bandarísku olympíunefndarinnar. Þess skal getið að Special Olympics tengjast á engan hátt Olympíuleikum fatlaðra í Sydney árið 2000, sem haldnir eru í kjöl- far Sydney-2000. Þangað fara af- reksmennirnir og það er allt ann- að dæmi.“ - Hvemig Itður undirbúningi fyrir þá leika? „Undirbúningur fyrir OL í Sydne\ hófst strax eftir síðustu Ieika sem haldnir voru í Atlanta árið 1996. Fjölmörg mót eru á dagskrá í ár, hæði alþjóðleg mót og Evrópumeistaramót, en sér- stök áhersla er lögð á þær grein- ar sem við teljum okkur eiga mesta möguleikana í, sem ertt sund, frjáísar og borðtennis. Það eru þrfr hópar i gangi, A, B og C- hópur og það er mikill hugur í okkar fólki.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.