Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 7
X)^«r LAUGARDAGUR 27. MARS 1 9 9 9 - VII MINNINGA R GREINA R Friðrik VrLhjálmsson Það var nokkuð óvænt þegar móðir mín tilkynnti okkur systkinunum haustið 1982 að hún hygðist gifta sig á ný enda hafði hún þá búið ein frá árinu 1970 þegar þau faðir minn skildu. Þegar svo í ljós kom að væntan- legur brúðgumi var eins og hann frá Norðfirði var ekki laust við að á okkur færu að renna tvær grím- ur. Litlu breytti þótt fljótlega væri upplýst að þeir væru þar að auki sömu ættar að hluta til. Það var ekki fyrr en við kynntumst vænt- anlegum eiginmanni að öllum efasemdum var feykt á brott, því strax kom í ljós að móðir mín hafði valið vel og viturlega. Frið- rik Vilhjálmsson reyndist öllum sem honum kynntust drenglund- aður og hjartahlýr mannkosta- maður. Samkomulag Friðriks við okkur systkinin var gott frá fyrstu tíð. Er á engan hallað þótt segja megi að Friðrik og Brynja systir hafi náð sérlega vel saman. Reyndist Friðrik henni stoð og stytta á meðan hann hafði mátt og getu til. Flann fann sárt til þeirrar takmörkunar sem Brynju var búin vegna blindu. Þegar hún var í heimsókn sótti hann gjarnan bók eða blað og tók af sér gleraug- un svo hann gæti rýnt í smátt letr- ið og lesið upphátt fyrir hana, eitthvað sem honum þótti fróð- legt og skemmtilegt, þrátt fyrir að hann væri sjálfur töluvert sjón- dapur. Margs er að minnast í sam- skiptum mínum við Friðrik fóstra minn, enda komu þau móðir mín reglulega í heimsókn til okkar Rannveigar í sveitina þau ár sem við bjuggum ásamt börnum okkar austanfjalls. Skruppum við þá stundum saman á Þingvöll eða aðra fallega staði í nágrenninu. Upp úr stendur þó ef til vill end- urminning frá okkar fyrstu kynn- um, í einu veiðiferð okkar Friðriks saman, austur í Vesturárdal í Vopnafirði. Hann var félagi í Veiðifélaginu Vopna á Norðfirði sem hafði Vesturá á leigu og bauð mér eitt sinn með sér þangað í veiði. OIi Kristján sonur okkar hafði verið í heimsókn hjá ömmu og Frissa afa á Norðfirði og fékk að koma með í veiðiferðina. Amma hans sá um að ekkert skorti í mat og drykk fyrir sísvanga veiðimenn. Eg hafði aldrei fyrr rennt fyrir lax eða silung og eini veiðiskapurinn sem ég þekkti hafði verið stundaður til sjós á stærri fiskiskipum. Það var því með hálfum huga að ég þekktist þetta boð. Allt gekk þó að óskum og reyndist undirritaður engu síð- ur en hver annar geta staðið með prik og spotta úti f á. Þá reyndist OIi litli ekki síður fiskinn. Við veiddum ekki mikið af Iaxi en því meira af bleikju. Veiðin sjálf skipti þó ekki öllu máli. Það sem skipti máli var útivera og samvist- ir f fögru veðri, auk þess að þarna kynntist ég í raun Friðriki í fyrsta sinn, eins og hann var í raun. Undir rólyndislegu yfirbragði Ieyndist í raun ákafamaður til allra verka sem hug hans föng- uðu. Þegar fyrsti laxinn var kom- inn á land eftir að hafa glapist á stöng viðvaningsins var Friðrik ekki mönnum sinnandi fyrr en hann var búinn að landa öðrum stærri. Lítil Iaxgengd hafði verið í ána á þessum árum og laxveiði því oft dræm þótt bleikjan gæfi sig oftast. Því var það að leita þurfti laxinn uppi í ótal hyljum í þessari þrjátíu km löngu á. Friðrik hentist tindilfættur til og frá á milli flúða og fossa í ánni í leit að laxakóng- inum, og við ókum ófærur inn á heiðar, langleiðina að upptökum árinnar í Arnarvatni, í leit að þess- um stóru boltum sem áttu víst til að leynast þarna einhvers staðar. Við urðum þó að láta okkur nægja meðalþungan lax á mann og kynstur af bleikju sem vitaskuld hafði veiðst í grennd við ósinn. Það kom ekki að sök því fengur sálarinnar var því meiri og gleðin yfir því að hafa fengið að vera þátttakandi í þessu ævintýri. Síð- an hef ég aldrei þurft að renna fyrir lax. Endurminning um þessa einu ferð nægir. Eftir að Friðrik kvæntist Þórönnu móður minni flutti hún frá Reykjavík og hóf að halda þeim heimili eystra, jafnframt því sem hún tók upp störf sem sjúkraliði á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað, þar sem hún gegndi síðan fullu starfi á meðan þau Friðrik bjuggu enn að stað- aldri á Norðfirði, og hann starf- rækti Netagerðina sem við hann er kennd. Þau hjónin höfðu því nóg fyrir stafni, og þeim leið vel saman. Sameiginlegt áhugamál þeirra var m.a. að ferðast og skoða sig um í heiminum. Það höfðu bæði gert hvort í sínu lagi áður, og nú fóru þau meðal annars saman í heimsreisu árið 1984, auk þess að fara á hverju ári í sólarferðir, á meðan heilsa Friðriks leyfði. Auk þessa gafst oft tækifæri til að fara á veiðarfæra- og sjávarútvegssýn- ingar, bæði heima og erlendis. Veitull var Friðrik jafnan og gjafmildur og lét sér annt um samferðarfólk sitt, hann var bón- góður og vildi greiða götu hvers sem til hans Ieitaði. Sjálfur kunni hann vel að meta góðar veitingar f mat og drykk. Við slík tækifæri var helst ekki við annað komandi en hann væri í hlutverki gestgjafa. Þá var Friðrik félagslyndur að eðlis- fari, söng í kirkjukór og hafði gaman af spilamennsku. Á útmánuðum árið 1988, fóru þau Friðrik til Lundúna þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Hann hafði lengi vitað af ætt- gengri æðakölkun sem hrjáði hann. Eftir dvöl á sjúkrahúsi ytra var hann furðu fljótur að ná sér og fann strax mikinn mun á heils- unni. Að lokinni endurhæfingu á Reykjalundi um sumarið hafði hann á orði að honum fyndist sem hann væri orðinn ungur í annað sinn. Þegar fór að nálgast sjötugt fannst honum heilsa sín vera með þeim ágætum að hann fór að ræða í alvöru að halda áfram störfum eftir að þeim aldri væri náð er flestir ráðgera að setj- ast í helgan stein. Hér sannaðist hið fornkveðna, að mennirnir áætla en drottinn ræður. I nóvem- ber árið 1991 var Friðrik lagður inn á Sjúkrahús Reykjavíkur til að gangast undir aðgerð á hálsæð. Fór svo að hann varð aldrei sam- ur maður eftir, því hann missti að mestu mál og hreyfigetu og var upp á móður mína kominn með daglega umönnun og aðhlynn- ingu, þegar sjúkrastofnunum sleppti. 1 einu vetfangi hafði hon- um verið kippt burt úr daglegri umsýslu fyrirtækis síns og þeim trúnaðarstörfum öðrum sem hann gegndi fyrir samfélag sitt austur á ljörðum. I framhaldi af þessu fiuttust þau til Reykjavíkur og hafa verið búsett þar síðan. Friðrik dvaldi að mestu leyti heima þar til fyrir hálfu ári að hann fluttist á Hrafnistu í Reykja- vík. Því kom það sér vel að móðir mín var lærður sjúkraliði og kunni þá list að hugsa um sjúk- linga og hlú að þeim og láta þeim liða bærilega. Þau voru löngum stundum ein saman hjónin, enda hugsaði móðir mín alein um hann allt fram undir það síðasta og nutu þau aldrei heimilishjálpar eða heimahjúkrunar. Eftir að Friðrik kom á Hrafnistu naut hann góðrar umönnunar starfs- fólks sem hér skal notað tækifæri að þakka fyrir. Börn hændust að Friðriki alla tíð enda sýndi hann þeim þá virð- ingu að taka vel eftir þeim. Osjaldan gaukaði hann og að þeim sælgætismola eða einhvetju smáræði svo þau gætu keypt sér sjálf. Þegar yngri börn undirrit- aðs komu til Frissa afa í heimsókn á sjúkrahúsið í fyrsta sinn eftir að hann Iamaðist og hafði misst mál fór hann að benda og reyna að tjá sig um eitthvað sem erfiðlega gekk að koma til skila í fyrstu. Þegar svo upplaukst fyrir nær- stöddum að hann vildi að börnun- um yrði gefið smáræði í vasann, þá ljómaði hann og dæsti ánægð- ur yfir að hafa komið að því sem hann vildi sagt hafa. Þannig var Friðrik. Blessuð sé minning hans. Rúnar Ármann IftTHMtv kjúkliijgur jHATIÐAR mm Háttóarkjukíingui er séraíinn við bestu aðstæður i lengrí tíma en aðrir kjúklingar og nær allt að 5 kg þyngd. HVOR FINNST ÞÉR LOSTÆTARI SÁ REYKTI EÐA HINN? „Hátíðarkjuklingurinn frá Reykjagarði er risastórt stökk fram á við á íslenskum matvæla- markaði; safaríkur, bragðgóður og afar auðveldur í matreiðslu. Hátíðarkjúklingur verður á mínum borðum um páskana og ég lofa því að enginn verður svikinn af því að gera slíkt hið sarna!'1 Árni Þór Arnórsson matreiöslumeistari HÁT f ÐA RRÉTTU RIN N SEM. ÞÚ VERÐURAÐ PRÓEA Kynnmgar- afsláttur! Hátíðarkjúklingurinn verður með kynningarafslætti í matvörubúðum fram

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.