Dagur - 31.03.1999, Side 4

Dagur - 31.03.1999, Side 4
20-M IDVIKUDAGU R 31. MARS 1999 íyagtur LÍFIÐ í LANDINU Það sem er að gerast í Kósóvó nú er af~ leiðing af löngu gerðum mistökum, sem ekki er hægt að breiða yfir með sprengjum. Hætta á ferðum Árásir Nato á Júgóslavíu eru uppgjöf. Valdbeiting af þessu tagi mun hefna sín þegar til lengri tíma er litið, ýta undir óstöðugleika í heiminum, koma samstarfi ríkja í mikilvægum málum sem snerta mannkyn í upp- nám og skerpa andstæður milli ólíkra menningar- heima. En hvað átti að gera? Eftir því sem líður á árása- hrinu Atlantshafsbandalags- ins á Júgóslavíu kemur betur í Ijós hve eftir- leikurinn verður erfiður í Kósóvó. Ekki virð- ist hægt að leiða þessar aðgerðir til neinna rökréttra lykta. Það sem meira er: það var ljóst frá upphafi að um slíkt yrði ekki að ræða. Ennfremur er ljóst að árásirnar gera ekkert fyrir albanska fólkið í Kósóvó, þótt þær séu gerðar því til verndar; þvert á móti: Serbar herða ofsóknir sínar og hatursað- gerðir undir sprenjuregninu og ekki verður betur séð en þeir ætli að reka flestalla heimamenn burt: hálf milljón er á vergangi og leiðtogar myrtir; þeir eru að „fullkomna" eign sína á héraðinu með því að reka „öðru- vísi“ fólkið burt. Kalt mat á aðgerðunum er að þær séu misheppnaðar, hafi verið dæmdar til þess frá upphafi, og muni hugsanlega leiða meira illt af sér en þau illvirki sem þær í orði eiga að refsa fyrir. Ur því að árásirnar virðast ekki Ieiða til röklegra lykta, úr því að þær virðast ekki munu koma í veg fyrir illvirki, úr því að þær koma alþjóðastjórnmálum í hættulegt upp- nám, hvers vegna eru þær gerðar? Af máli leiðtoga árásarliðanna hér heima og erlendis má ráða það eitt að þeir hafi ekki verið tilbúnir að horfa aðgerðalausir upp á enn eina herleiðingu saklauss fólks á Balkanskaga. Jafnvel þótt árásirnar leiddu ekki til neins nema sýna það eitt. Þess vegna er rökrétt að álykta sem svo að þær séu frið- þæging fyrir þá sem heima sitja. Þær eru sáluhjálparatriði vestrænna leiðtoga, íjöl- miðla og áhorfenda blóðbaðsins. Með eða á móti? Það er hins vegar nánast ómögulegt að segja á móti: ekki átti að grípa til aðgerða nú. Til- finningarnar eru svo miklar. Eftir að hafa horft upp á hildarleikinn á Balkanskaga síð- ustu ár geta fáir sagt með góðri samvisku: látum þetta blóðbað hafa sinn gang, við get- um hvort sem er ekkert gert í því. Fáir hafa taugar í að segja: Úr því við bárum ekki gæfu til að stöðva upplausnina á skaganum fyrr, úr því við misstum tökin á þessum hefndarþyrstu hópum, úr því við getum ekki skipt þessum heimshluta upp í sjálfbær og eðlileg ríki, þá verður þetta bara að fara alla leið til helvítis. Það sem er að gerast í Kósóvó nú er af- leiðing af löngu gerðum mistökum sem ekki er hægt að breiða yfir með sprengjum. Fyrir Vesturlönd er staðan einfaldlega óverjandi og ósigur löngu ljós, hvernig svo sem menn seQa sjálfa sig nú til að trúa því að þeir séu að „gera eitthvað". Þetta er mjög hættuleg hugsun í stríði og friði. Sjálfsblekking er það alltaf. Hver er hættan nú? Ef reynt er að horfa fram fyrir atburði þess- ara daga og velta fyrir sér til hvers þessar að- gerðir geta leitt, þá eru hugsanlegar afleið- ingar skelfilegar: 1) Fólkið sem bjó í Kósóvó þjáist jafnvel enn meira nú en áður en árásirnar hófust, til skamms tíma eru þær ekki að gera því neitt gott, til lengri tíma litið er ávinning- ur fólksins í hæsta máta vafasamur. 2) Leiðtogar okkar virðast hafa vanmetið viðbrögð Rússa algjörlega. Rússar eru ekki ríkir af neinu nema vandamálum, vopnum og stolti. Við þurfum ekki á þeim að halda nema til að eyðileggja gjöreyðing- arvopn, minnka geigvænlega ógn við um- hverfið, koma í veg fyrir alþjóðíega glæpa- starfsemi og straum efnahagslegra flótta- manna, fyrir utan það aðkallandi verkefni að stilla til friðar austur að Úralfjöllum og suður að Tyrklandi. Hvort sem okkur Iíkar betur eða verr er framtíð okkar háð friði í Rússlandi og góðu samstarfi við þau stjórnvöld sem örlögin munu setja við rás- hnapp kjarnorkjuherjanna. 3) Það getur ekki verið framtíðarlausn á vettvangi alþjóðastjórnmála að Nató gerist sjálfskipaður lögreglustjóri í heiminum. I tvígang á örfáum mánuðum hafa Banda- ríkjamenn hóað saman árásariiði til að kasta sprengjum á sjálfstæð ríki: Júgóslavíu og Irak. Of margt neikvætt er sameiginlegt þessum aðgerðum: a) Sam- einuðu þjóðirnar hafa verið lítilsvirtar, b) tilgangur aðgerða verið illa ígrundaður og árangur í besta falli umdeilanlegur, ef nokkur fyrir árásarliðið, c) Vesturlönd skapað úlfúð og tortryggni og oft beinan fjandskap ríkja og hópa sem við verðum að friðmælast við. 4) Aðgerðinar eru ekki byggðar á siðferðis- legum né lagalegum grunni sem hefur Ieiðsagnargildi síðar fyrir einræðisherra eða Ijöldamorðingja; fælingarmáttur árásanna er enginn, þvert á móti: Sprengjukast á Irak og Júgóslavíu hefur sýnt óþverrum heimsins að þeir geta stað- ið af sér eld og brennistein, þeir geta styrkt stöðu sína og þjappað fólki til fylgis við illvirki; á sama tíma fer það ekki fram- hjá glæpamönnum að óhæfu- og voðaverk annars staðar í heiminum eru látin óátalin ef það „hentar" Nato og Bandaríkjunum. Um það geta vitnað slátrarar vfða í Afríku og þeir sem herleiða Kúrda innan vébanda Nato. 5) Á Balkanskaga er fyrirsjáanlegt ófriðar- og hörmungarástand næstu ár og áratugi, eldar haturs munu brenna og hernaðarleg gjörgæsla verður óhjákvæmileg. 6) Heimurinn er því almennt séð verri stað- ur en áður til að leysa vandmál mannkyns og leiða vandasöm samskipti til farsælla lykta, því vegið hefur verið að siðferði, al- þjóðalögum og þeim veiku stofnunum sem til voru og gátu hugsanlega einhvern tím- an gagnast mannkyni á villuráfandi leit sinni að friði og hamingju. Þessi er árangurinn af árásum sem gerðar eru til að leiðtogum okkar líði betur. Þeir hafa þá „gert eitthvað". Gagn? UMBUÐA- LAUST Stelán Jón Hafstein skrifar IMENNINGAR LÍFIÐ Gudrún Helga Sigurðardóttir Cirkus Sirkör Sænsku og finnsku fjöl- listamenn- irnir í Cirkus Sir- kör slógu í gegn í Loft- kastalanum á mánu- dagskvöld- ið með brögðum sfnum og listum sem sann- arlega voru á heimsmæli- kvarða. Þar eru á ferðinni fjöl- hæfir og flinkir listamenn, sem geta jafnt brugðið fyrir sig leik sem brögðum af ýmsu tagi, jafnvægislistum og hefð- bundnum göldrum. Fakíriim bestur Hnellin skúringakona og lang- ur húsvörður tóku á móti gest- um og vísuðu þeim til sætis með glæsibrag. Út úr þeim stóð bunan af finnskunni svo að enginn skildi en með brosi, blöndu af sænsku og ensku af og til og handapati komu þau áhorfendum í gott skap. Finn- arnir minntu undirritaða á það hversu stórgóð finnsk leiklist getur verið og hversu blómleg „underground“-Ieikhús eru í Finnlandi. Parið er dæmi um finnska leikara eins og þeir geta bestir orðið og þeir geta svo sannarlega verið langbest- ir. Fjöllistirnar á sviðinu voru fjölbreytilegar þegar hin eigin- lega sýning hófst. Níu ára stúlka hreifst mjög af stóru, rauðu blöðrunni og fakírnum sem stakk göflum í nefið og gleypti sverð. Eftir sýninguna kvartaði hún yfir þvf að hafa ekki skilið talið en það hefði þó ekki átt að koma að sök því að listamennirnir notfærðu sér tungumálin eins og best gat orðið. Brögðin/listirnar stóðu fyllilega fyrir sínu. Sýning Cirkus Sirkör í Loft- kastalanum var bara kynning. Hinn eiginlegi sirkus kemur í júní og þá verður gaman að Iifa því að sýningin, ef dæma má af forsmekknum, er stór- kostleg skemmtun, vönduð og skemmtileg. Ég mæli með Cirkus Sirkör. Pepsídósir fljúga við Nóatún Eins og kom fram á Menningar- vaktinni fyrir skömmu vekur það furðu mína að þetta sómafólk sem nú stjórnar borginni skuli ekki gera sitt til að auðvelda borg- arbúurh sorpflokkun og um Ieið friða græna samvisku þeirra sem hefur dafnað með hjálp yfirvalda á undanfömum árum. Þar sem ég stóð við skottið á bílnum á bflastæðinu fyrir aftan Nóatún um daginn í hávaðaroki og reyndi af alefli að halda dósa- pokunum í skeljum án árangurs, dósirnar og blöðin flugu upp úr skottinu, dönsuðu í hviðunum og fuku út í buskann varð ég aftur heltekin pirr- ingi (samkynja þeim er ég fann við að skipuleggja skápapláss heimilisins til að birgja okkur upp af endurvinnanlegu drasli). Oskraði eitthvað um déskotans fíflin út í vindinn áður en við mæðginin réðumst á pokana með mjólkurfernunum, dósun- um, flöskunum og dagblöðunum og létum fyrirberast með vindin- um að græna gáminum sem stendur á miðju bílastæðinu. Bilar á 2ja manna fresti Eftir að hafa troðið blöðunum í þar til gerðar rifur á gáminum örkuðum við að biðröðinni við dósavélina og tók þá frekari pirr- ingur við. Því ekki er nóg með að R-listinn hafi ekki komið fram með nokkrar tillögur, hvað þá framkvæmt eitthvað, í þá veru að auð- velda fólki að flokka sitt sorp - heldur hefur ekkert verið gert innan hverfanna til að auðvelda fólki losunina. Ónei. Þegar fólk hefur druslast með bílfarm af MENNIN6AR VAKTIN Ég trúiþví að öðlingsfólkið sem stjórnar borginni taki sig rétt bráð- um til og auð- veldi borgar- búum sorp- flokkun. endurnýtanlegu rusli í hverfisruslagleyp- ana tekur ekki betra við. Og í vesturbæ Reykjavíkur hefur þeim m.a.s. fækkað. Fyrir fáum árum voru þó 3 dósavélar við Nóatún en nú er hún ein. Og hefur blessunin tilhneigingu til að bila - á ca. tveggja skyldurækinna borgarbúa fresti. Smíðið ykkur grænt orðspor Fyrir rösku ári buðust 22 fjölskyidur á Eg- ilsstöðum til að taka þátt í verkefni um að flokka sorp og búa til lífrænan úrgang og er áætlað að á einu ári hafi þau minnkað lífrænan úrgang til urðunar um tvö tonn. Rannsókn sem gerð var fyrir Evrópuráðið fyrir um tveimur árum leiddi í Ijós að það er mun ódýrara að endurvinna sorp held- ur en að brenna það eða urða. Endur- vinnsluhlutfall t.d. pappírs og pappa er mjög lágt hér miðað við önnur Evrópu- lönd, var á árinu 1996 aðeins 31% miðað við 77% á Ítalíu og 69% í Hollandi. Annars er mér nokk sama hvort aðrir eru duglegri eða latari en við í þessu efni. Eilífur samanburður við útlendinga til að rakka niður eða bakka upp rök- semdir er leiðinlegur. Við erum vel stæð þjóð og ágætlega mett og R-Iistinn hefur nóg af hugsandi fólki innanborðs (er var þó æði lengi að átta sig á því að orðið strætóskýli er merkingarlega skylt no. skjól) sem hlýtur að sjá það í hendi sér hve glimrandi grænt orðspor og um- hverfisvæna ímynd listinn fengi ef sorp- hirðing væri útfærð á þann veg að sorp- flokkun yrði einfaldari og þægilegri fyrir borgarbúa. Ioa@ff.is

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.