Dagur - 31.03.1999, Qupperneq 7

Dagur - 31.03.1999, Qupperneq 7
t LÍFIÐ í LANDINU R A P P I R FÖLKSIHS Raunverulegur 2000vandi Mikið er talað um vandamál í tölvuheiminum þegar talan tvö þúsund á að koma upp í tölv- unni. Undirritaður sér Iíka 2000 vanda í miklum hátíðarhöldum sem á að halda á Þingvöllum í tilefni af kristintöku íslensku þjóðarinnar. Þar er reiknað með að þriðjungur hennar verði sam- an komin við hátíðarhöld. Til að það geti orðið þurfa margir að fara að heiman og þá verða heimili þeirra mann- laus. Reikna má með að lögreglulið og hjálpar- sveitir verði uppteknar við gæslu ýmiskonar í um- ferð að hátíðarsvæðinu og á því. Löggæsla hlýtur því að verða í lágmarki á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Iandinu. Uppskeruhátíð hlýtur því að verða hjá þjófum öllum á meðan á hátíðinni stendur. Freistingin er of mikil til þess að þeir fái staðist hana. Líka má reikna með að fjölgi í hópi þessara afbrotamanna við þessa auknu freistingu. Lög- reglumönnum er örugglega ljós þessi vandi en þeir sem þeir þurfa að sækja fé til að leysa hann er hann hugsanlega ekki alveg eins ljós. Löggæslan hefir löngum búið við lítinn skilning ráðamanna á þörfum hennar. Því má reikna með að vandi þessi verði mikill og raunverulegur. Þá vaknar sú spurning hvað sé til ráða til lausn- ar svo hátíðargestir komi ekki að heimilum sínum hálftómum við heimkomuna. Nágrannagæsla verði aukin og leyst af hendi af þeim sem ekki ætla úr bænum. Þjófagengin sem löggæslan virðist hafa nokkuð góða vitneskju um verði tekin úr umferð og höfð í sérstakri gæslu á meðan á hátíðinni stendur. Setja mætti um þessa ráðstöfun sérstök lög til bráðabirgða til heilla fyrir almenning og til tryggingar eignaréttinum. Hyggja verður að þessum þætti í hátíðarhöldum sem verða af tilefni aldamótanna. Ef ekki verður að gert er viðbúið að tjón einstaklinga og fjöl- skyldna sem fara úr bænum verið mikið. Þetta er ekki minni 2000 vandi en sá sem steðjar að tölvu- heiminum. Brynjólfun Bpynjólfsson skrifar Til hvers? GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTiR SKRIFAR Jæja, gott fólk. Nú heyrum við þann fagnaðarboð- skap að veitingamenn í miðborg Reykjavíkur megi selja áfengi viðstöðulaust frá föstudagskvöldi til sunnudags-eitthvað, ég man ekki hvort það var til sunnudagskvölds eða morguns, enda skiptir það mig í sjálfu sér engu máli. Astæðan til þess að ég sest við tölvuskjá er hins vegar sú að mig langar að tjá nokkrar hugleiðingar um skemmtanalíf okkar Islendinga. Lítil dansgólf Það kemur fyrir að ég fer út á Iífið með vinum og kunningjum og þá er gjarnan sest inn á krá. Þar er yfirleitt dynjandi músík, gjarnan dansmúsík sem kitlar mann £ tærnar, en ekkert pláss til að dansa. Sums staðar eru málamynda dansgólf og maður gæti haldið að þau væru ætluð mjög Iitlum dverg- um, alveg pínulitlum. Nú er svo sem ekki endilega hægt að ætlast til að maður geti alls staðar dansað, en til hvers er þá verið að hafa danstónlist? Hún er nánast alltaf svo hávær að það er ekki hægt að sitja og spjalla í rólegheitum. Fólk verður að æpa hvert á annað þó að það sitji þétt saman. í nútíma þjóðfélagi er mikið talað um rétt neytandans og að þeír sem selja þjónustu verði alltaf að hafa óskir neytandans í huga. Einhvern veginn hef ég það samt á tilfinningunni að á „skemmtistöðum" séu gestirnir að þjóna hagsmunum seljandans. Hávað- inn er yfirþyrmandi og það er hvorki hægt að dansa né tala saman. Það eina sem fyrir liggur er að fara á barinn, fá sér í glas og það er svo sem allt í lagi með það, en áfengisdrykkja getur varla verið markmið í sjálfu sér, nema fyrir þá sem eru háðir áfengi og það er (vonandi) mikill minnihluti. Svo eru komnar í tísku svokallaðar erótískar sýningar sem í besta falli eru væmnar, í versta falli grófar, eða er það öfugt? Einhæft og subbulegt I Reykjavík eru margir góðir veitingastaðir og kunnátta Iandans í matargerð og þjónustu sem tengist henni hefur stórbatnað á síðari árum. Það er líka margt jákvætt að gerast í tónlistar- og leik- húslífi, en það er önnur saga og þetta bréf fjallar ekki um það. Sumir horfa til erlendu ferðamann- anna og vilja markaðssetja reykvískt skemmtanalíf erlendis. Það er bara verst að þetta næturlíf er fremur einhæft og svolítið subbulegt og batnar lít- ið þótt staðirnir verði opnir lengur. Svo eru út- lendingar líka vanir að skemmta sér á kvöldin en ekki á morgnana, a.m.k. víðast í N-Evrópu og Bandaríkjunum. Þess vegna spyr ég: 1) Til hvers er starfsfólk á skemmtistöðum að slíta sér út? 2) Til hvers erum við neytendur að hanga á þessum stöðum? Upprumim og erfð aupplýsmgamar Bára niargan bar á sand, beint aðfaðmi svanna. Eru víða um okkar land augu skipbrotsmanna. Visu þess orti Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður og síðar sendiherra, en hann var skáldmæltur vel, eins og mörgum er kunnugt. Bjarni mun hafa ver- ið á ferð í Skaftafellsýslu og veitt þar athygli óvenju dökkum augnalit manna, og varð þá vísan til. Að hinu sama vék Jónas Hallgrímsson forðum, er hann kvað: „Þar eru blessuð börnin frönsk" o.s.frv. Þá má minna á orð Halldórs Killjan Lax- ness í snöfurlegri ritgerð hans í Vettvángi dagsins. Þar segir m.a., að íslenskar stúlkur hafi haft þann lofsverða sið, „að hlaupa í veg fyrir franska strand- menn, þar sem þeir gistu, og láta þá slá undir í barn með sér“, og slær skáldið þarna gamansaman tón, sem oftar. Eins og kunnugt er rekja flestir Islendingar ættir sínar til annarra Norðurlanda, og Ijölmargir til breskra og amerískra manna, er hér dvöldust á stríðsárunum. Bæta má því við, að eftir seinni heimsstyrjöldina fluttist hingað allmargt Þjóðverja, sem auðvitað eiga hér afkomendur. Allt þetta stuðlar að því, að fjarstæða er að halda því fram, að Islendingar séu „kynhreinir". Því fer víðsljarri, að þeir séu einþátta (arfhreinir), eins og ýmsir vilja vera Iáta. Enn má nefna, að allmargir hérlendis eiga ættir að rekja til fjarlægra landa, og eru þó síst Iakari ís- lendingar en aðrir. Nefna má kunna stjórnmála- menn, sem ýmsir telja ættaða frá ísrael, að Iang- feðgatali. Þar má nefna Hannes Hafstein (að sögn Þórbergs Þórðarsonar í Ofvitanum), Ólaf Thors (sbr. rit dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar, Nýtt og gamalt), Geir Hallgrímsson (Zoéga) og Gunnar Thorodden (Classen). Fólk af áminnstum kyn- flokki hefur og unnið sér frægð á ýmsum öðrum sviðum. Nefni hér aðeins eina konu, fræga fyrir óvenjulega fegurð: Bryndísi Schram. - Hvað sem þessu líður, þá er víst að Gyðingar eru merkileg þjóð, eins og hlutfallstala (c.a. 1/3) þeirra í hópi Nóbelsverðlaunahafa sannar best. Ættfræði (áður nefnd áttvísi) er merkileg, enda fjölmargir, lærðir og Ieikir, sem leggja stund á þá grein. En þegar farið er að skrá sjúkdóma eftir ættum, veita þar einkaleyfi og selja úr landi, hæst- bjóðanda. Þá er um hreint siðleysi að ræða, enda slíkt óþekkt meðal menningarþjóða. í ofánalag var þetta gert þvert gegn ráðum vitrustu manna, eins og Ólafs Ólafssonar, fyrnærandi landlæknis. Guðmundur Guðmundsson Veðrið í dag... Heldur mtnukandi norðlæg átt og vtðabjartviðri, nema við norðausturströndina og allra syðst framan af degi. mti o tn 6 Blönduós Akureyri £Si CCL Þrl Mið Fim Fös í Ó......^//. / i í \ / / 7 * Egilsstaðir Þri Mið Flm Fðs Uu /7 ! \7 Bolungarvík rei Þri Mið Fim Fös U Ó\ 7 \ \ Reykjavík Kirkjubæjarklaustur rei Þri Mið Flm Fðs Lau í í /Y Stykkishóimur ^ : r Stórhöfði -io ; 5- í U l J ! } W iZTA veðurspárit 30.03.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. er Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun í gærkvöld var góð vetrarfærð er um vegi á Suðurlandi og Vesturlandi nema Brattabrekka er ófær. Á Vestfjörðuni og Norðurlandi voru helstu vegir færir. Fært var orðið frá Húsavlk með ströndinni til Raufarhafnar og þæfingsfærö þaðan til Vopnafjarðar. Fært var orðið um Mývatnsöræfi og Möðrudalsöræfi en þæfingsfærð á Vopnafjarðarheiði, ófært var um Kísilveg, Vatnsskarð eystra og Breiödalsheiði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.