Dagur - 07.04.1999, Qupperneq 4

Dagur - 07.04.1999, Qupperneq 4
20-MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 D^ur LÍFIÐ í LANDINU Norðausturkj ördæmi Suðurkj ördæmi Norðaustur eitthvað Helmingurinn af landinu á að verða norðausturkjördæmi. Frá Siglufirði til Hornafjarðar. Hvers vegna þetta stóra flæmi landsins er talin heppileg eining til að fólk fari í framboð fyrir það er gjörsamlega hulið. A sama hátt er það hrein ráðgáta fyrir alla venjulega Reykvíkinga að borgin skuli allt í einu orðin að tveimur kjördæmum. Austur og Vestur kjördæmi! Sem íbúa á Skólavörðuhæð verður manni fyrst á að hugsa: hvað er eiginlega kjördæmi og hvernig verð ég hluti af þvr? Kjördæmi Verður fátt um svör. Einhvers staðar leyndist sú hugmynd með manni að þingmaður í framboði væri yfirleitt með þrjá til reiðar gagnvart kjósendum sínum: Hann fer fram sem einstaklingur, sem á þingi er óbundinn af öðru en sannfæringu sinni. Oftast er hann Iíka hluti af flokki, sem er hópur fólks sem sameinast um grundvallarskoðanir, og hann merktur þeim. Og í þriðja lagi fer hann fram andspænis tilteknum hluta kjós- enda sem hann þarf að skírskota til, í kjör- dæmi, sem er hugsuð lína dregin utan um kjósendahóp á einhverjum tilteknum for- sendum. Sem einstaklingur er þvá þingmað- urinn persónulega ábyrgur fyrir gjörðum sínum, hann er fulltrúi lífsviðhorfa og hann er þjónn tiltekins hóps kjósenda sem ein- hver skilgreinin liggur að baki. Þessi hugsaða lína sem dregin er um til- tekinn hóp kjósenda og nefnist „kjördæmi" hlýtur að fylgja einhverjum rökum. Menn- ingarlegum, félagslegum og/eða landfræði- Iegum. Maður botnar bara ekkert í þessum nýju íslensku kjördæmum. Það gamla Gamla kjördæmasldpanin frá 1959 var ekk- ert augnayndi, hvorki pólitískt, menningar- lega, félagslega eða landfræðilega. Hún var satt að segja frekar heimskuleg, og oft ónot- hæf sem viðmiðun um þarfir landsins og skiptingu gagna og gæða. Nýjasta dæmið er tveggja milljarða króna fjárveiting til vega- mála sem aðgerð í byggðamálum. Auðvitað var þessum krónum úthlutað „í kjördæmin" (utan höfuðborgarsvæðis) og þingmenn fengnir til að kasta brauðmolunum innan hvers þeirra. Þessi „aðgerð í byggðamálum'” fylgir því mynstri kjödæmanna, en ekki skil- greindum þörfum og markvissum aðgerðum fyrir jaðarbyggðir eða vaxtarsvæði á landinu. Þau svæði ákvarðast nefnilega alls ekki af markalínum kjördæma og möguleikar þeirra í sókn og vörn ekki heldur. I þjóðmálaumræðu hefur kjördæmaskipt- ingin gamla ruglað fremur en skýrt, og greining á samfélagsástandi sem oft hefur farið eftir kjördæmalínum verið áberandi skökk af því að þessi svæði endurspegla alls UMBÚÐA- LAUST Einhvers staðar í því svart- holi sem rökAlþingis fæðast urðu þau undur og stór- merki nú í þinglok að ný „kjördæmaskipan" fæddist. Þetta er í einu orði sagt fá- ránlegt kerfi. Nema því sé ætlað að gegna nákvæmlega engu hlutverki fyrir utan að skipta landinu í litaspjald í kosningasjónvarpi. Norðvesturkj ördæmi Nýja tillagan um skiptingu iandsins í kjördæmi er tóm vitleysa. Hvað er kj ördæmi? ekki mannlífsmynstrið. Tekur nú steininn úr með nýja kerfinu. Hjörleifur hefur rétt fyrir sér Hjörleifur Guttormsson hefur meðal ann- arra sýnt fram á að nýju kjördæmin byggast ekki á neinni skírskotun til félagslegra, menningarlegra, efnahagslegra eða land- fræðilegra þátta. Þetta eru bara línur út í loftið. Miklu nær hefði verið að skipta land- inu samkvæmt hinum fornu hugmyndum landsmanna um fjórðunga. Sú skipting kom ekki til af engu og færa hefði mátt rök fyrir því að láta kjördæmalínur endurspegla hana. Stuðningsmenn þessarar röklausu mála- miðlunar, sem nú er orðin að tillögu Alþing- is, benda á að hún þjóni þeirri ætlan að jafna vægi atkvæða. Risavaxin fámenniskjör- dæmi með lágmarksíjölda þingmanna verða því til, samtímis þéttbýlum borgarkjördæm- um. Þvf er til að svara að í fyrsta lagi fer því fjarri að vægi atkvæða verði jafnt á eftir, og engin rök fyrir því að það ójafnvægi sem með þessu fæst sé frekar til frambúðar en eitthvert annað ójafnvægi. Og í öðru Iagi er sú veika huglæga stoð sem verið hefur fyrir hugmyndinni um „kjördæmi" ekki til lengur. Var það ætlunin? Reykjavikurkjördæmin tvö Hvers vegna íbúi á Skólavörðuholti á að velja um aðra framboðslista en fjölskylda hans í austurborginni er ein af þeim dular- fullu ráðgátum sem Alþingi skenkir okkur. Þetta er hreint út sagt ekkert vit. Niðurstaða þessa máls er samkvæmt frá- sögnum þingmanna sú eina sem hægt var að sameinast um. Það sannar ekki að hún sé rétt. Hún er þvert á móti kolröng. Ur því að Alþingi getur ekki leyst það vandamál sem ójafnt vægi atkvæða er, og af- dönkuð skipting kjördæma, verðum við að kjósa nýtt fólk sem ræður við það verkefni. Nú gefst tækifæri til þess. En þá verðum við að gæta þess að ganga hart eftir því við frambjóðendur að þeir láti ekki þessa vit- lausu málamiðlun standa. Best væri auðvitað að taka málefni Alþing- iskosninga úr höndum Alþingis. Það er svo berlega vanhæft í eigin málum sem klúður nýlegra breytinga lýsir best. „Flakkarinn" var ein góð tillaga í málinu til að gera kosninga- nótt að óskiljanlegri þvælu; „jöfnunar-11 eitt og „jöfnunar-“ annað bara tilraun til að fela ráðleysi þingmanna þegar kemur að eigin kosningu. Málamiðlun um jöfnun atkvæða- vægis er rökleysa. Annað hvort eru atkvæði jöfn, eða ekki, og þá af einhverri ástæðu, sem menn verða að útskýra. Niðurstaðan í þessu fáránlega máli er að stofna stjórnlagaþing eða einhvers konar annað ráð sem getur haft vit fyrir Alþingi í málefnum þess. Ef ekki er skást að slá einn hring utan um þessa fáu kjósendur sem búa í landinu og mynda saman efnahagslega, fé- lagslega og menningarlega heild. Gera Is- land að einu kjördæmi. MENNINGAR LÍFIfl Guðrún Helga Sigurðardóttir Tilviljun eöa ekM? Franski myndaflokkurinn um Greifann frá Monte Cristo var eitt vinsælasta sjónvarpsefnið um páskana og varð til þess að margur sat límdur við sjón- varpsskjáinn alla páskana. Undirrituð las Greifann frá Monte Cristo í gamalli norskri þýðingu í fyrra og hafði því ómælt gaman af að riíja upp söguna sem ekkert var breytt í sjónvarpinu. Þó verður að við- urkennast að tilfinningin er ekki sú sama eftir bókarlestur- inn og áhorfið. I Sjónvarpinu virtist röð atburða stjórnast af tilviljunum meðan í bókinni vann greifinn markvisst að markmiðum sínum. Háskúlatónleíkar Háskólatón- leikar eru dag, mið- vikudaginn 7. apríl, og heljast klukkan 12.30. Há- skólakór- inn syngur undir stjórn Eg- ils Gunnais- sonar og verður efnisskráin helguð tveimur mikilmennum sem fæddust fyrir 100 árum eða árið 1899. Þau eru ljóð- skáldið Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) og tónskáldið Jón Leifs (1899-1968). Aðgöngu- miðar kosta 400 krónur. Okeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Þirngað sjálf Áfram um Háskóla íslands. Annadís Rúdólfsdóttir, doktor í félagssálfræði, verður á morgun með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræð- um sem ber yfirskriftina: „Þungað sjálf: Líkamsvitund og sjálfsmynd ungra mæðra“. Rabbið fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og eru allir hvattir til að mæta. V_________________________________> Poppflónin og náttúruflónin Fávísir, opinmynntir lúðar, einlæg Iitla Gunna, bitur fötluð kennslu- kona og íslensk poppstjama ásamt fylgdarliði tókust á í páska- mynd sjónvarpsins Guð er til....og ástin líka eftir Illuga Jök- ulsson, í leikstjórn Hilmars Odds- sonar og leikin af útskriftarbekk Leiklistarskóla Islands. Myndin var kynnt á þá leið að þar segði frá því hvernig lífið á fámennri eyju umturnaðist þegar íslensk poppstjama kemur í stutta heim- sókn. Að vísu umturnaðist líf eínskis á eyjunni en léttvæg um- skipti urðu í lífi poppstjörnu og fylgdar- liðs. Skyndikynnasamband leystist upp, einhverjir fóru á fyllerí og aðstoðarkon- an ákvað að hætta að elta duttlunga stjörnunnar og koma sjálfri sér á fram- færi. Ofleikur en lipur samtöl Leikur og leikstjóm voru mistæk. Hilmar Oddsson hefur áður sýnt og sýnir það hér að hann hefur gott auga fyrir flottum stillimynd- um, fallegri áferð og myndrænni stemmningu. En, eins og stund- um áður, gerist hann sekur um dálítið grunnfærna persónusköp- un. Vera má að það hafi verið markmiðið að gera eyjarskeggj- ana í Fugley að fullkomlega heilalausum eðjótum og popp- stjörnugengi í kringum þrítugt að bjálfalegum unglingum en hafi verið tilgangur í svo ýktri persónusköpun þá var hann ekki ljós og ekkert í raunsæ- islegum umbúnaðinum sem studdi þá túlkun. Þegar ofleiknum sleppti voru þó inni á milli snyrtilegar og nettar senur. Sumar samtalssenurnar voru ágætar, at- MENNINGAR VAKTIN riðið með Villu poppstjömu og Siggu að- stoðarkonu var fín og vel leikin og skemmtilegir punktar voru í einræðu ljós- myndarans (ef endurtekningarnar hefðu verið skornar niður). Þá voru búningar og talmálsskotin samtölin ekki þvinguð eins og oft vill brenna við þegar reynt er að varpa íslenskum samtíma á skjá eða tjald. Franunistaða leikara Leiklistamemarnir stóðu sig misjafnlega. Nanna Kristín Magnúsdóttir (Sigga) og Rúnar Freyr Gíslason (Nagli) voru bæði býsna sterk þegar þau náðu að sníða af sér ofleikinn. Eyjarskeggjamir Maggi (Hinrik Hoe Haraldsson) og Palli (Stefán Karl Stefánsson) vom dauðyflin uppmál- uð, sem kom verulega að sök hjá þeim síðamefnda þar sem ást poppstjörnunnar á Palla var öxull myndarinnar en við lá að skjárinn kólrtaði upp af sjarmaleysi eyjar- skeggjans þegar Villa poppstjarna var að reyna að koma honum til. Jóhanna Vigdís Arnardóttir komst ágætlega en tilþrifa- Áttatíu mínútur slagar upp í bíómyndalengd en páskamyndin leið talsvert fyrir að hafa væntanlega ekki fengið eins langan með- göngutíma og framleiðsla fyrir bíó. laust frá hlutverki poppstjömunnar. Ljós- myndarinn (Egill Heiðar Anton Pálsson) og fatlaði kennarinn (Laufey Brá Jóns- dóttir) fóm vel á skjánum, höfðu smit- andi hlátur og sterka nærveru en stóðu ekki undir drykkjuskapnum og Stfna (María Pálsdóttir) komst eins vel frá LitluGunnu hlutverkinu og hægt er að ætlast til undir svona kringumstæðum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.