Dagur - 14.04.1999, Side 2

Dagur - 14.04.1999, Side 2
18 - MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Dagur LÍFIÐ í LANDINU ■ SMÁTT 09 STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Sveinn sér um sína Athafnamaðurinn og ljúfmennið Sveinn í Kálfsskinni hefur ásamt fleirum unnið ötul- lega að því að koma upp svifbraut í Hlíðar- fjalli. Sveinn er eldhugi mikill og að eigin sögn ekki sá alþolinmóðasti. Honum finnst því að Eyfirðingar gætu á köflum brugðist skjótar við í að vinna að framgangi málsins, enda bjóði hugmyndin upp á milda möguleika. Sveinn er a.m.k. skjótur sjálfur að bregðast við ef einhver þarf að leita til hans. Þannig starfrækir hann ásamt Ijölskyldu nokkur sum- arhús í Ytri Vík á Arskógsströnd og naut ofan- ritaður húsakosts Sveins ásamt félögum um síðustu helgi. Sveinn sá um að allt væri eftir bókinni, tékkaði reglulega á að allt væri í lagi og virtist óþreyttur við að rétta fólki hjálpar- hönd ef eitthvað bjátaði á. Það sýndi sig þegar bandarískt diplómatagengi gisti einn bústaða Sveins en komst ekki heim vegna snjóa í heim- reiðinni. Sveinn var kominn á methraða á tröllajeppanum og dró síðan diplómatana og fleiri í kjölfarið upp á þjóðveginn. Því er ekki að undra að Kálfsskinnsbóndinn sé stundum nefndur ein albesta landkynning Islands. „Ég ldippi merkin af fötunum því ég geng í fötunum en ekki merkjunum." Ingibjörg Tryggvadóttir fatakaupkona með meiru, í Degi. Að hitta andlitið Með afbrigðum er hvað vellur upp úr þeim sem lýsa beint íþróttaviðburðum nú um stund- ir. Á Sýn lýstu Páll Ketilsson og Ulfar kylfing- ur Mastersmótinu um síðustu helgi og fóru á köflum á kostum. Þannig vakti mikla athygli þegar Úlfar sagði, eftir óvænt mistök eins kylfingsins, að það væri jafn auðvelt að hitta flötina af 70 metra færi og að hitta andlitið á sér með gaffli. Vitnaði hann svo hróðugur í einhvern Garner að mig minnir. Sá sem hér skrifar er hins vegar viss um að Garner hefur aldrei talað um hve auðvelt væri að hitta andlitið á sér með gaffli. Hins vegar getur vel verið að hann hafi líkt léttu golfhöggi við að hitta munninn með gaffli! Spaugstofan að hætta? Og meira af dagskrá helgarinnar. Spaugstofan kom óvenju sterk inn að mati ofanritaðs sl. laugardagskvöld og gladdi hláturtaugar. Hins vegar heyrist nú að Spaugstofugengið hafi í eitt skipti fyrir öll ákveðið að þetta verði síð- asta árið í Sjónvarpinu. Hefur svo sem heyrst áður en samt.... það setur að manni tómleika ef rétt er. Þórunn Gestsdóttir, Lionsmaður, er kynningarfuiitrúi Rauðu fjaðrarinnar. Hún segir hreyf- inguna hafa unnið mikið og gott starf í þágu aldraðra. Rauðafjöðrin Þessa dagana er fólk að fá um- slag innum Iúguna hjá sér frá Lionshreyfingunni. I því er rauð fjöður, happdrættisvinningur og bæklingur frá Mjólkursamsöl- unni. Ástæðan fyrir þessum sendingum er sú að Lionsmenn eru með söfnunarátak í gangi. Rauða fjöðrin er löngu lands- frægt merki samtakanna en þau hafa safnað til ýmissa góðra verka með jöfnu millibili frá ár- inu 1972. Þórunn Gestsdóttir er kynn- ingarfulltrúi söfnunarinnar í ár. Hún segir að nú sé ætlunin að safna fé í þágu aldraðra. Áður hafi verið safnað fyrir tækjum fyrir háls nef og eyrnadeild Borgarspítals, augndeild Landakots- spítala og ýmsum fleirum góðum málum en síð- ast var safnað fyrir gigtarrannsóknum. Fé til Alzheimerraimsókna „Rauða fjöðrin er þekkt um öll Norðurlönd en í fyrsta sinn er um að ræða samnorræna söfnun. Það eru Lionsklúbbar starfandi á öllum Norður- löndunum og í ár eru 50 ár síðan fyrsti Lions- klúbburinn á Norðurlöndunum var stofnaður í Svíþjóð," segir Þórunn Fimmtungur af söfnunarfénu fer til vísinda- rannsókna. Þórunn segir að víða séu menn á þröskuldinum að finna orsakir Alzheimersjúk- dómsins og annarra elliglapa. Hún segir að féð renni að öðru leyti ekki til eyrnamerktra verk- efna en Lionsklúbbar víðsvegar um landið starfa að málefnum aldraðra og verkefhin séu ærin. „Þetta fé fer í að bæta hag aldraðra. Það eru margir eldri borgarar sem hafa ekki haft tök á því að bæta sitt ævikvöld sökum orörku og sjúkdóma, við viljum gjarnan leggja þarna Iið. Lions- klúbburinn í Mosfellsbæ reisti hús fyrir eldri borgara fyrir nokkrum árum og það er mikið átak í gangi í Eyjafjarðasveit, þar sem verið er að byggja sundlaug við Kristnesspítala, sú laug er í þágu aldraðra. Þetta eru tvö dæmi en verkefnin eru Qölmörg.“ Sjónvarpsþáttur á föstudaginn Þjóðhöfðingjar allra Norðurland- anna hafa gerst verndarar söfn- unarinnar og verndari söfnunar- innar á íslandi er Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Auk þess er Lionshreyfingin í sambandi við ýmsa aðila. „Við vorum með fund í Norræna húsinu fyrir ári síðan, þá var undirritaður samn- ingur við samstarfsaðila, þeir eru Félag eldri borgara í Reykjavfk, Landssamband eldri borg- ara, Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Fé- lag öldrunarlækna og heilbrigðisráðuneytið.11 Aðalsöfnunardagurinn er föstudaginn 16. janú- ar þá verður útsending á Rás 2 og sjónvarpsþáttur um kvöldið helgaður söfnuninni. Söfnunin fór formlega af stað sl. laugardag, þá var setningarat- höfn í Grafarvogskirkju. Þórunn segir að á landinu séu starfandi um 100 Lionsklúbbar og að trúnarð- menn þeirra geti veitt fólki upplýsingar um söfn- unina. „Við verðum með opna miðstöð í Sóltúni 20 Reykjavík. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 50-50-50 í Islandsbanka og símanúmer söfnunar- innar verður 7 50 50 50. Okkar væntingar eru miklar enda finnum við að það er mikið verk að vinna á þessum vettvangi," segir Þórunn. -PJESTA „Víðaeru menná þröskuldinum að finna orsakir Alzheimersjúkdóms- ins og annarra elli- glapa. “ SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Ansi margir halda sig vera að hugsa þegar þeir eru bara að hagræða for- dómum sínum. - Aldous Huxley Þetta gerðist 14. apríl • 1865 skrapp Abraham Lincoln Banda- ríkjaforseti í leikhúsið ásamt eiginkonu sinni, en þegar þríðji þáttur leikritsins var hafinn skaut maður að nafni John Wilkes Booth forsetann og Iést hann morguninn eftir. • 1900 var alþjóðasýningin í París opnuð. • 1912 rakst hið ósökkvanlega skip Titanic á ísjaka og hvarf ofan.í hafið klukkan 2.20 nóttina eftir. 1517 manns fórust en 706 björguðust. • 1963 fórst flugvél Flugfélags íslands, Hrímfaxi, við Osló og létust tólf manns. • 1987 var flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugveili vígð. • 1989 fæddist 1100 milljónasti Kínverj- inn. • 1992 var Ráðhús Reykjavíkur tekið í notkun. Þau fæddust 14. apríl • 1889 fæddist enski sagnfræðingurinn Arnold Toynbee. • 1892 fæddist spænski nautabaninn Juan Belmonte. • 1919 fæddist Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður. • 1925 fæddist bandaríski leikarinn Rod Steiger. • 1931 fæddist Haraldur Bessason rekt- or. • 1940 fæddist Árni Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. • 1941 fæddist breska leikkonan Julie Christie. Vísa dagsins Vísan er eftir Káinn. Með sólarbending sifelld mig sórnakvendið veknr. Oft af hending sjdlfa sig sagan endurtekur. Afmælisbam dagsins Breski leikarinn Sir Arthur John Gielgud fæddist 14. apríl 1904. Hann hefur leikið mörg hlutverk, allt frá því að leika í auglýsingum fyrir þerripappír uppí að leika Hamlet, Ríkarð II og Macbeth. Frumraun hans á sviði var árið 1921 í Old Vic leikhúsinu í London. John Gielgud var aðlaður árið 1953. Hann hefur unnið til margara viðurkenninga og árið 1981 fékk hann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Arthur. Snigill kemur í heimsókn Dag nokkurn kemur snigill inn í dyragætt- ina hjá Þorláki gamla, sem er fúll og geð- stirður með afbrigðum. Snigillinn spyr hvort hann megi koma í heimsókn. Þorlák- ur gerir sér lítið fyrir og sparkar í snigilinn svo hann þeytist nokkra metra út á stéttina fyrir framan. Fimm árum síðar kemur sami snigillinn aftur inn í dyragættina og segir við Þorlák: Hvers vegna varstu að þessu? Veffang dagsins Altavista Ieítarvélin býður upp á þýðingar- þjónustu milli nokkurra tungumála, sem getur komið sér vel þótt útkoman úr vél- rænum þýðingum geti stundum verið hin kostulegasta. Slóðin er http://babelfish.- altavista.com/cgi-bin/translate?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.