Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. apríl 1999 Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt meirihluta Framsóknar og Akraneslista harðlega fyrir úthlutun lóðar á Akranesi. Klámhögg segir formaður hæjar- ráðs. „Eg hef haldið því fram allan tímann að það hafi verið löngu búið að ákveða hver ætti að fá lóðina og auglýsingin sem var birt á sínum tíma var hégómleg að því leytinu til,“ segir Pétur Ottesen fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar. Hann segir að það hefði verið tilgangslaust fyrir aðra aðila en þann sem fékk lóði- na að sækja um. „Eg játa að mis- tök mín voru fyrst og fremst þau að hafa ekki pínt þá tvo aðila sem voru búnir að sýna lóðinni áhuga Sveinn Kristinsson, formaður bæjarráðs Akraness. Pétur Ottesen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. til að sækja um hana, fyrst og fremst formsins vegna.“ Pétur lagði fram bókun um málið á bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði auglýsingu lóðarinnar leik- sýningu sem ekkert ábyrgt sveitarfélag ætti að taka þátt í vildi það halda trúverðugleika sínum. „Við mótmælum harðlega fyrrnefndum vinnubrögðum og gerum kröfu um að kjörnir full- trúar gæti jafnræðis þegar umleitanir bæjarbúa berast," segir í niðurlagi bókunarinnar. Meirihlutinn hafnar því að eitthvað misjafnt hafi verið við úthlutun lóðarinnar og bendir á að aldrei hafi komið fram gagn- rýni á efnismeðferð eða vin- nubrögð þann tíma sem málið var til meðferðar hjá nefndum og embættismönnum bæjarins. „Mann rekur í rogastans þegar menn koma með bókanir við lokaafgreiðslu málsins um að eitthvað misjafnt hafi verið á ferðinni. Þarna er einhver titringur í mönnum út af pólitík. Þetta er algjört klámhögg, það er hátt reitt til höggs en slík högg lenda oft á þeim sjálfum sem reiðir til höggs," segir Sveinn Kristinsson, formaður bæjarráðs, og hafnar því að lóðinni hafi verið úthlutað fyrirfram. „Enda gat hver maður sem vildi og hafði áhuga á Ióðinni sótt um hana því hún var auglýst til umsóknar. Það eru engin efnisrök fyrir þessari gagnrýni þeirra. Þetta mál hefur allt verið unnið eftir reglum og góðum venjum, þar til kjörnar nefndir hafa fjallað um það og bæjarfulltrúar hafa ekkert verið að skipta sér af þessu máli.“ OHR Hjóltn farin að snúast í þessari viku fóru hjóliu að snúast í kosnmgabaráttiumi fyrir komandi Alþing- iskosningar á Vestur- landi. Dagur-Vestur- land hafði samband við kosniugastjóra þeirra stjómmálafla sem eru með menn á þingi og gægðist á hak við tjöldin. Kosninga- haráttan sem er hafin leggst vel í kosninga- stjórana en þeir húast eðlilega við átökum. „Kosningabaráttan leggst vel í mig, ég er að vinna með traustu og skemmtilegu fólki og við ætl- um ekkert að gefa eftir. Við ætl- umst til að fólk meti störf þing- manna okkar og þá góðu pólit- ísku forystu sem Framsóknar- flokkurinn hefur veitt í Vestur- landskjördæmi," segir Kolfinna Jóhannesdóttir kosningastjóri Framsóknarflokksins á Vestur- landi. „Mér sýnast sjálfstæðismenn jákvæðir, ég verð ekki var við annað. Auðvitað eru menn hræddir um sætið hans Guðjóns og menn verða að leggjast á eitt að hálda því og við verðum í rauninni að sækja á í fylgi til að geta haldið Guðjóni inni. Við vit- um að sameiginlegt fylgi Sam- fylkingarflokkanna er þannig að þetta hefði verið stærsti flokkur- inn á Vesturlandi í síðustu kosn- ingum,“ segir Valgarð S. Hall- dórsson kosningastjóri Sjálfstæð- isflokksins. „Okkar kosningabarátta verður á jákvæðum nótum. Mér sýnist Samfylkingin á Vesturlandi hafi yfir að ráða mjög hæfu fólki sem ætlar að leggja sig allt fram um að kynna stefnumál Samfylking- arinnar fyrir Vestlendingum. Ég hef trú á að Vestlendingar muni notfæra sér það tækifæri sem þeir hafa núna til að mynda veru- lega sterkt afl til vinstri í íslensk- um stjórnmálum, öflugt mót- vægi, sérstaklega við Sjálfstæðis- flokkinn. Við setjum markið hátt í þessari kosningabaráttu og ætl- um okkur forýstuhlutverk," segir Garðar H Guðjónsson, kynning- arstjóri Samfylkingar á Vestur- landi. I umræðunni hefur komið fram nokkur gagnrýni á hátt hlutfall Akurnesinga í hópi lík- legra þingmannsefna en fyrir síð- ustu alþingiskosnigar voru fjórir af fimm þingmönnum Vestur- lands búsettir á Akranesi. Svör kosningastjóranna eru í sam- ræmi við þá stöðu sem er uppi í baráttusætunum. Hjá Samfylk- ingu og Sjálfstæðisflokki eru menn búsettir á Akranesi í bar- áttusætunum en hjá Framsókn- arflokki er Snæfellingur í bar- áttusætinu. Valgarð segir búsetu ekki hafa áhrif: „Maður verður að horfa til Guðjóns og þeirra starfa sem hann hefur verið að vinna. Guð- jón er búinn að sitja í stjórn Byggðastofnunar á síðasta kjör- tímabili og hefur skilað þar mjög góðu starfi. Við verðum að horfa á málefnin frekar en það hvar mennirnir standa eða hvar þeir hafa búsetu." Garðar tekur í sama streng: „Þetta sjónarmið heyrist alltaf auðvitað, en ég held að þeir séu miklu fleiri sem átta sig á því að það sem skiptir máli er að þing- menn eru þingmenn Vesturlands hvaðan úr kjördæminu sem þeir koma. Það sem skiptir mestu máli er að þar séu á ferðinni hæf- ir menn sem Gísli og Jóhann eru vissulega. Þetta eru menn sem hafa milda reynslu af stjórnmál- um, hjartað er á réttum stað, þeir hafa báðir átt mikinn þátt í því að koma á þessari breytingu í ís- lenskum stjórnmálum að búa til stórt afl jafnaðarmanna. Ég held að fólk þekki það af reynslunni að þeir vinna vel fyrir Vestlend- inga óháð því hvar þeir eru bú- settir." Kolfinna telur þessa stöðu verða Magnúsi til framdráttar: „Ég svara auðvitað einungis fyrir B-listann, við höfum alltaf lagt upp úr því að á listanum sé fólk sem komi að sem víðast úr kjör- dæminu og þannig er listinn í dag. Ef allir kysu Framsóknar- flokkinn þá næðist ákjósanlegust dreifing þingmanna um kjör- sæmið. Þannig að svarið er að kjósa B-listann og ekkert annað.“ Það er greinilegt að framundan er tvisýn og spennandi kosninga- barátta þar sem þessir flokkar munu allir keppast um að ná inn tveimur þingmönnum. Inn í hana blandast ný framboð ein og Vinstri-grænir sem leggja ofur- kapp á að ná inn einum þing- manni á Vesturlandi ásamt Fijálslynda flokknum og Húman- istaflokknum. OHR Katrín Rós Baldursdóttir fegurðardrottning Vesturlands með borðann góða sem bjargað var á síðustu stundu. - mynd: ohr. Borðuntini bjargað á síð- ustu stundu Það vakti óneitanlega athygli hversu skjótt fyrirtækið Silki- prent brást við þegar í ljós kom að borðana til að merkja fegurð- ardrottningarnar vantaði á miðri fegurðarsamkeppni í Olafsvík. Um hálf tíu um kvöldið kom í ljós að borðana vantaði og þeir voru komnir í hús í félagsheim- ilinu Klifi í Olafsvík um eitt leyt- ið um nóttina. „Við vorum úti í bæ að merkja kosningaskrifstofu þegar við fengum upphringingu og þá var þotið af stað uppeftir. Það var allt sett á annan endann, skorið út, sett á borða og þeir saumað- ir. Svo var keyrt vestur í einum grænum. Það var ótrúlegt hvað þetta hafðist, það er ýmislegt hægt að gera þegar mikið liggur við. Ég hefði nú aldrei haft trú á því fyrirfram að þetta mundi heppnast," segir Guðmundur Ragnarsson hjá Silkiprent í Reykjavík. Hann sagðist telja ástæðuna fyrir því að borðana vantaði vera þá að þeir hefðu verið sendir á rangan stað en fyrirtækið hafði m.a. einnig prentað borða fyrir fegurðarsamkeppni Suðurlands. OHR Illviðri Illviðri geysaði undir Hafnarfjalli í gærmorgun og olli nokkrum bílstjórum vand- ræðum. Ekki urðu slys á fólki en Degi-Vesturlandi er kunnugt um lítilsháttar óhöpp. Einnig var illviðri á fjallvegum á Snæfells- nesi. Svo virðist sem Vetur kon- ungur eigi erfitt með að sleppa hendinni af tíðarfarinu þó veðurguðirnir hafi gefið vorið sterklega í skyn undanfarna daga. OHR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.