Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1999, Blaðsíða 2
2 -FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 rD^tr VES TURLAND 8.maí 1999 x? STURLAUGUR EYJOLFSSON FYRRVERANDI BÓNDI OG / 5. SÆTI B-USTANS A VESTUR- LANDI SKRIFAR Það fer varla framhjá neinum að kosning- ar eru í nánd. Fjölmiðlar birta framboðs- lista í hrönnum og frambjóðendur fara mikinn í kjördæmunum. Ljóst er að hér á Vesturlandi verða að minnsta kosti sex listar í boði. Þannig að úrvalið er mikið, en gæðin kannski ekki eftir því. Nýlega var birt stór og viðamikil skoð- anakönnun frá Gallup. Þar kom meðal annars fram að 70% kjósenda vildu að Framsóknarflokkurinn yrði í næstu ríkis- stjórn, en aðeins 19% sögðust ætla að kjósa hann. Þetta er óneitanlega dálítið undarleg niðurstaða og öruggt er sam- kvæmt yfirlýsingum Halldórs Asgrímsson- ar, að Framsóknarflokkurinn verður ekki í næstu ríkisstjórn ef hann fær ekki góða kosningu. Sá hluti kjósenda sem vill að flokkurinn verði í næstu ríkistjórn, en ætl- ar ekki að kjósa hann verður því að end- urskoða þessa afstöðu sína. Það urðu tímamót í kosningunum 1995 þegar Ingibjörg Pálmadóttir varð fyrsti þingmaður Vesturlands. Það var í fyrsta sinn sem kona var kosin fyrsti þing- maður í kjördæmi á Islandi. Ingibjörg hefur staðið sig mjög vel sem fyrsti þingmaður okkar, og ekki síður vel í mjög erfiðu starfi heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Hún fékk að vísu mikla og ósvífna gagnrýni í upphafi kjörtímabils- ins. Sú gagnrýni var að miklu leyti tilkom- in vegna ákvarðana og starfa fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sighvats Björgvins- sonar. A seinni hluta kjörtímabilsins hefur þessi gagnrýni nær horfið, enda mjög góð frammistaða hennar í þessu erfiða starfi almennt viðurkennd. Því vil ég skora á kjósendur á Vesturlandi að sjá til þess að Ingibjörg Pálmadóttir verði áfram fyrsti þingmaður Vesturlands. Enda er ekki nokkur vafi í mínum huga sem lands- byggðarmanns hvaða flokkur er líklegast- ur til að gæta best okkar hagsmuna. Afram Framsókn XB. Davíð og pólitíkin - opnuviðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Davíð Oddsson ' Frambjóðendur taka próf Nautakjöt á grillið Tinni og Kolbeinn: Einkaviðtal Fluguveiði. krossgáta, matargatið, bókahillan. bíó, o.m.fl. Askriftarsíminn er 800-7080 Ádöfuini • í kvöld verður haldið Skemmtikvöld Borgfirðinga og Mýramanna á Hótel Is- landi í Reykjavfk. Þetta er þriðja árið sem boðið er upp á þessa menningardagskrá. Veislustjóri verður Kristján Björn Snorrason og fram koma fimm kórar úr Borgar- fjarðarhéraði, einsöngvarar og hagyrðingar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi eftir dagskrá. • Karlakór Keflavíkur syngur í Dalabúð Búðardal í kvöld kl. 20:30. • Diskópöbb á Bárunni Akra- nesi í kvöld og Ómar Diðriks á H-barnum. • Karlakór Dalvíkur syngur í Borgarneskirkju í kvöld ld. 20:30. • Héraðsmót UMSB í frjáls- um íþróttum innanhúss verður í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi á morgun laugar- daginn 17. apríl. • Sóldögg á Bárunni Akranesi laugardagskvöld og Blátt áfram á H-barnum. • Söngtónleikar í Reykholts- kirkju sunnudaginn 18. apríl kl. 21:00. Theodóra Þor- steinsdóttir sópran, Ingi- björg Þorsteinsdóttir píanó- leikari og Ewa Tosik-Warsz- awiak fiðluleikari. • Rætt verður um Völuspá á málstofu í Reykholti mánu- daginn 19. apríl sem hefst kl. 21. Allir velkomnir. • Akranesdeild Rauða kross- ins heldur aðalfund mánu- daginn 19. apríl nk. kl. 20:30 Þjóðbraut 1 Akranesi. • Aðalfundur deildar starfs- fólks hjá ríki og sveitarfélög- um Verkalýðsfélags Borgar- ness verður þriðjudaginn 20. aprfl kl. 20:30 í Félagsbæ Borgarnesi. • Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar á Hótel Borgarnesi síðasta vetrardag, miðviku- dagskvöldin 21. apríl. • Harmonikuklúbburinn og Duni kveðja Vetur konung á Bárunni miðvikudagskvöldið 21. apríl. Kolbeinn Þor- steins verður á H-barnum. • Rökkurkórinn úr Skagafirði heldur söngskemmtun í Reykholtskirkju sumardag- inn fyrsta 22. apríl kl. 21:00. • Skeifukeppnin á Hvanneyri verður fimmtudaginn 22. apríl kl. 14:00. Gæðinga- keppni hefst ld. 09:00. • Menningarkvöld Skalla- gríms verður í Iþróttamið- stöðinni Borgarnesi fimmtu- daginn 22. apríl nk. Hagyrð- ingar, Alftagerðisbræður, Diddú og Björgvin Halldórs- son. • Helga Kress bókmennta- fræðingur og prófessor við Háskóla íslands Qallar um borgfirskar skáldkonur í fyr- irlestri sem haldinn verður í Reykholti föstudaginn 23. apríl nk. og hefst kl. 21. • Arlegt hagyrðingakvöld UMF Dagrenningar verður laugardaginn 24. apríl f Brautartungu. Hagyrðing- arnir Dagbjartur Dagbjarts- son, Helgi Björnsson, Krist- inn Vigfús Pétursson og Þór- dís Sigurbjörnsdóttir verða á staðnum. Stjórnandi Krist- ján Snorrason. Skemmtunin hefst kl 21:00. Síðast var húsfyllir. TILBOÐ Nautagúllas.890 kr/kg Nautahakk...690 kr/kg KN0RR DAGAR HRÍSALUNDUR k____________ - fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.