Dagur - 07.05.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 07.05.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 - 27 OMýtr. LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR D D I R FOLKSINS Stj ómarflokkainir og byggðaþróuniii HERMANN TÓMASSON SKRIFAR Síðastliðin 10 ár hefur íbúum á landsbyggðinni (fyrir utan Suð- urnes og Suðurland) fækkað um tæplega 3.800 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. A sama tíma hefur íbúum á höfuðborgar- svæðinu fjölgað um rúmlega 26.000 fbúa eða 18,3%. Síðast- liðið ár fluttust 2.183 til höfuð- borgarsvæðisins umfram þá sem fluttust frá því meðan Akureyri tapaði 141 íbúa á búferlaflutn- ingum. Fyrstu 3 mánuði þessa árs bættust svo 573 í hóp höfuð- borgarbúa á meðan 99 íbúar yf- irgáfu Norðurland eystra um- fram þá sem fluttu til svæðisins. Það eru engin ný sannindi að íbúum landsbyggðarinnar hefur fækkað stöðugt meðan íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir okkur kjósendur í Norðurlandskjör- dæmi eystra hversu illa Akur- eyri, sem stundum hefur verið talað um sem mótvægi lands- byggðarinnar við höfuðborgar- svæðið, kemur út úr síðasta ári og hversu illa kjördæmið í heild er að koma út í tölum fyrstu þriggja mánaða þessa árs. Nú- verandi stjórnarflokkar, Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, hafa haft umboð kjós- enda síðastliðin fjögur ár til þess að bregðast við þeirri byggða- röskun sem við nú erum vitni að. Þó svo að efnahagsleg skil- yrði til viðbragða hafi verið hag- stæð, ekki vegna þess að þessir flokkar héldu um stjórnar- taumana, heldur vegna þess að ytri aðstæður hafa skapað þann hagvöxt sem stjórnarflokkarnir stæra sig af, þá hefur ekkert ver- ið gert sem máli skiptir af hálfu þessara flokka til að breyta þess- ari þróun. Þróun búsetu á Is- landi á síðustu árum er ekki landsbyggðarvandi, heldur þjóð- arvandi. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hafa ekki staðið sig í þessu máli sem skiptir þetta kjördæmi og landið allt öllu máli til lengri tíma litið. Þeir hafa engum árangri náð í að snúa við flutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Þó að ríkisstjórnin hafi nú lofað nokkrum menn- ingarhúsum nokkrum dögum fyrir kosningar þá er ekkert sem bendir til þess að þeir muni standa sig hetur á næsta kjör- tímabili. Þeir fengu tækifæri sem þeir notuðu ekki. Þessir þingmenn eiga ekki skilið at- kvæði kjósenda í komandi kosn- ingum. Þeir hafa brugðist skyld- um sínum, þeir hafa ekki staðið sig í stykkinu. Samfylkingin verður sterkt stjórnmálaafl að loknum kosn- ingum. Stjórnmálaafl sem mun bregðast við byggðaröskuninni með aðgerðum sem duga. Þing- menn Samfylkingarinnar munu vinna að því að snúa byggðaþró- uninni við með því að gera átak í samgöngumálum, jafna búsetu- skilyrði, auka opinbera þjón- ustu, byggja upp menntastofn- anir og auka stuðning við menn- ingarstarfsemi á Iandsbyggðinni. Einnig verður lögð áhersla á að tryggja að stjómkerfi fiskveiða og skipulag landbúnaðar treysti undirstöður byggðar í landinu. Búsetuskilyrði íbúa landsbyggð- arinnar verða jafnframt bætt með því að jafna námskostnað og kostnað vegna læknisþjónustu sem einungis er hægt að sækja til stóru þéttbýliskjarnanna. Höfnum flokkum sem hafa haldið um stjórnartaumana í 4-8 ár án þess að ná sýnilegum ár- angri í því að stöðva fólksflótta af Iandsbyggðinni. Veljum flokk sem mun hafa þingstyrk til þess að vinna ötul- lega að því að snúa þessari þró- un við. Kjósum Samfylkinguna í kosningunum 8. maí næstkom- andi og tökum þátt í að breyta sögunni. Fúlegg Framsóknar- flokksins KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrverandi deildarstjóri SKRIFAR Nýverið birti Framsóknarflokkur- inn sex blaðsíður í Morgunblað- inu yfír efndir loforða flokksins á yfírstandandi kjörtímabili. Glans- mynd fylgdi af formanninum til að árétta hver kraftaverkamaður- inn væri sem stæði að baki góð- ærinu til Iands og sjávar. Samstarfsflokksins í ríkis- stjórn var vart getið við upptaln- ingu „afreksskrárinnar" hélt maður þó að skipstjórinn á skút- unni væri hinn hárprúði forsæt- isráðherra Davíð Oddsson. Ekki verður séð að Framsóknar- flokknum sé nokkur greiði gerð- ur með slíku sjálfshóli ósann- inda og blekkinga og að mann- gildi formannsins aukist við slíka uppákomu. Þjóðin dæmir stjórnmálamenn af verkum sín- um, eins og íþróttamenn af af- rekum, það hefur ávallt verið talinn vitsmunaskortur eða flónsháttur að reyna að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Allir vita að góðæri á Islandi grundvallast á miklu sjávarfangi og verðmæti þess á erlendum mörkuðum og sú hefur verið raunin allt kjörtímabilið. Ríkis- stjórnin á engan þátt í góðærinu, miklu fremur reynt með kol*- rangri fískveiðistjórnun að koma í veg fyrir réttláta skiptingu fisk- veiðiheimilda með leigu og fram- sali á kvóta og gífurlegri eignatil- færslu til flokksgæðinga. Reyndar má segja með sanni að það gangi kraftaverki næst, að ekki skuli vera búið að ganga að sjávarút- veginum dauðum, þar sem um 30% af veiddum afla er kastað fyrir borð. Eins og alþjóð ætti að vera orðið ljóst er aðeins stærsta og verðmætasta þorskinum land- að og öðrum físktegundum kastað lyrir borð eftir hver kvóta- staða viðkomandi báta er. Þetta kalla þeir landsfeðurnir Davíð og Halldór góða nýtingu á meðferð fiskistofna. Af þessu leiðir að nið- urstöður Hafrannsókna verða vart marktækar er tekur til heild- arveiði í fískveiðilandhelginni. Þrátt fyrir þessar augljósu stað- reyndir ætla ríkisstjórnarfl. engar breytingar að gera á fiskveiði- stjórnuninni. Reyndar tala þeir um nauðsyn á þjóðarsátt nú rétt fyrir kosningar, en skýra ekki hvernig slík sátt eigi að nást. A meðan flytja hundruð manna frá kvótalausum sjávarbyggðum og verðlausum húseignum til höfuð- borgarsvæðisins. Hlutskipti Framsóknarflokks- ins í íslenskum stjórnmálum er ekki lengur hægt að skilgreina eftir að S.I.S. varð gjaldþrota, hann vegur salt með fyrrum höf- uðandstæðingi sínum íhaldinu. Forsætisráðherra líður vel í sam- starfinu, enda ekki um ágreining að ræða við stefnulausan flokk, hann ræður öllu sem hann vill. Það hlýtur að vera þungbært fyr- ir þá framsóknarmenn, sem trúðu á hugsjónir samvinnu- hreyfingarinnar að lúta nú forsjá auðhyggju íhaldsins. Loforðalisti og efndir Fram- sóknarflokksins á yfirstandandi kjörtímabili eru eins og fúlegg sem mönnum flökrar við, en ungarnir tísta í dúnmjúkum kol- krabbahreiðrum Da\iðs vel varð- ir regni og roki. Þó samskiptum manna og fugla sé þannig lýst eru Ijöregg- þjóðarinnar á ver- gangi, en vökul augu fálkans fylgjast með. Samfylkingin hefur loks lokið sinni hreiðurgerð og boðar nú réttlátara samfélag, jafnrétti í reynd og að auðlindir lands og sjávar verði tryggðar í stjórnar- skrá. Þeir lofa að Qölskyldan verði í öndvegi og lýðræðið verði virkt. Vissulega faíleg fjTÍrheit. Eigum við ekki að gefa Samfylk- ingunni tækifæri með atkvæði okkar í komandi alþingiskosn- ingum og gefa hinum stefnu- lausu kvóta- og fákeppnisflokk- um langt frí, þeir þurfa svo sannarlega á hvíldinni að halda. Veðrið í dag... Austlæg átt, víðast gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning, einkum með ströndinni, en skýjað með köflum noröantil. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast inn til landsins norðantil. Blönduós Akureyri (CJ 10 15- 5 | 10- Mán Þfl Mið FVn Fös •s] \ \ ^ ^ 1 ^ j Egilsstaðir oí2---------------------------- Flm Ffts \ % \ ý\\ SM Bolungarvík sC2-------------------• Reykjavik Mán Ptl Mið Fim Ffts Lau / . /M l s^^t\ r J Kirkjubæjarklaustur c) mrt ( -15 j 101 -10 J 5- L 1 1 1 1 ■ -5 | 0- -0 j -5- 1 1 1 1 ■ Fim Ffts Lau Sun Mán Þri Mið j Flm Ffts Mán Þri Mið {. 1 ;• 's*; j VEBURSTOFA W ÍSLANDS Veðurspárit 06.05.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. V Dæmi: * táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiim Hringvegurinn á Mývatnsöræfum lokaðist á ný í gær vegna vatnavaxta og talið ólíklegt að hann opnaðist á ný í gær- kvöld. Hálkublettir eru á Dynjandis- og Hrafnseyrarheið- nm. Annars er greiðfært um helstu þjóðvegi landsins en vegna aurbleytu hefur öxulþungi verið lækkaður og er þaö kynnt með merkjum við viðkomandi vegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.