Dagur - 08.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. maí -16. tölublað 1999 Nikulásargjá á Þingvöllum ber nafn af því að Nikulás sýslumaður Magnússon drekkti sér í gjánni á þingtíma. Gjáin er sú sama og sumir kalla Peningagjá. Ófróin hefðarfm í kling'j andi söðli Það vill verða vandræðalegt þegar fólk af betra standi verður uppvíst af afbrotum sem einkum eru ætlandi þeim sem minna mega sín, svo sem hnupli og ófrómleika sem varla teljast til stórglæpa. Hér verður sögð saga af konu sem var sonardóttir Ara sýslu- manns í Ogri og var gift manni sem var bróðursonur Halldórs þess sem eitt sinn var sýlsumaður Þingeyinga. Hún virðist hafa verið stel- sjúk eða svo siðblind að hún gekk að eigum annarra sem sínum eigin. Björg Aradóttir og maður hennar Eyjólfur Einarsson höfðu umboð Þingeyrar- klausturs á öndverðri 18. öld. Það voru engir aukvisar sem fengu slík umboð á þeim tíma og oftast fylgdu þeim vænar tekjur, svo að ekki hafa þau hjón verið á nástrái þegar umboðið var tekið af þeim og þau flæmd frá Þingeyrum, fyrir ófrómleika Bjargar, að því er segir í gömlum frásög- um, en hér mun einkum stuðst við skrif Páls Sigurðs- sonar alþingismanns í Ar- kvöm um frúna. Þeim hjónum var sæmast að hafa sig á brott úr fjórð- ungnum, því ekki hlaut Björg dóm fyrir athafnir sínar. Þau komust að Holti undir Eyja- fjöllum til Þorsteins Odds- sonar, prests þar. En vegna tengda og skyldleika við Eyjólf var skotið yfir þau skjólshúsi þar og fékk séra Þorsteinn þeim Vallatún til ábúðar, sem var kirkjujörð. Björg Aradóttir leit stórt á sig og hélt sig að heldri kven- na hætti. Svo var hún við- hafnarmikil, þegar hún reið að norðan, að í söðli hennar héngu tólf smábjöllur, sem hringdu þegar hesturinn skeiðaði og varð af hljómur mikill. Sjd framhald bls. 2 og 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.