Dagur - 15.05.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 15.05.1999, Blaðsíða 5
 LAUGÁRDAGUR 15. MAÍ 1999 - 21 if LANDINU Einhver spaugilegasta vitleysa sem ég hef séð alllanga hríð í íslensku blaði birtist í gær eða fyrradag í DV, þar sem Baldur Guðlaugsson lög- maður svaraði spurningu blaðsins um eftirlitsmenn þá sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur í kjördeildum að minnsta kosti hér í Reykjavík, og væntanlega alls staðar á Iandinu. Nú veit ég ekki betur en Baldur sé flinkur Iögmaður og prýðilega viti borin manneskja; þeim mun ein- kennilegra er að sjá hann fara með heimskulegt og innantómt þvaður eins og í DV. Spurningin í blaðinu var sprottin af því að fornvinur minn Egill Helgason hafði farið fram á að eftirlitsfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins viki út úr kjördeildinni meðan hann neytti kosningaréttar síns á laugardaginn var, en fulltrúinn neitaði - enda hafði formaður yfirkjörstjórnar, Jón Steinar Gunnlaugsson, komið í sjónvarp- ið kvöldið áður og úrskurðað að sam- kvæmt lögum væri fulltrúum flokkanna sannarlega heimilt að hafa fulltrúa sína í kjördeildunum og merkja við hveijir kysu. Og úr því hann fornvinur minn fékk ekki sínu framgengt neitaði hann að kjósa á sínum stað í Reykjavík, heldur brá sér bæjarleið suður til Kópavogs og kaus þar utan kjörfundar. Eitthvað þótti Iaga- flækjamönnum vafasamt hvort atkvæðið væri gilt, þar sem ákvæði um utankjör- fundaratkvæði munu fela í sér að menn geti kosið utan kjörfundar ef þeim er ekki unnt að kjósa á sínum stað á réttum tíma - en yfirkjörstjórn gerði að lyktum enga athugasemd við utankjörfundaratkvæðið úr Kópavogi og málið leystist þanniglagað farsællega. Það er áreiðanlega rétt hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, án þess ég hafi flett því upp í lagasafni íslenska rík- isins, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fulla heimild að lögum til að planta sínum mönnum inn í kjördeildirnar til að fylgj- ast með því hverjir kjósa. Lögin eru sett af stjórnmálaflokkunum og sú var tíðin að allir flokkarnir töldu það þjóna hags- munum sínum að hafa fulltrúa í kjör- deildunum til að merkja við hveijir væru búnir að kjósa - svo þegar Iíða færi á kjör- dag mætti hringja í hasti í þá af sínum yf- irlýstu stuðningsmönnum, sem ekki höfðu ennþá skilað sér og hvetja þá til að drífa sig af stað. Þessi Iög voru upphaf- lega sett einhvern tíma í fyrndinni þegar alræði stjórnmálaflokkanna var ennþá meira en það er nú í íslensku samfélagi og líkast til hefur ekki hvarflað að nokkrum manni að það gæti talist skerð- ing á mannréttindum kjósenda við kosn- ingar sem eiga að vera Ieynilegar að óvið- komandi fulltrúar stjórnmálaflokka væru að þvælast inni í kjördeildunum og fylgj- ast með. Hænur á priki Um það leyti sem ég kaus í fyrsta sinn snemma á níunda áratugnum þótti manni fyrst og fremst fyndið að ganga inn í kjördeildirnar og sjá þar sitja hlið við hlið fulltrúa flokkanna eins og hænur á priki og merkja við allir í einu og sam- taka nú, að þarna væri mættur á kjörfund Illugi Jökulsson búsettur á Bræðraborgar- stíg númer eitthvað sem ég er búinn að gleyma. En upp úr því fóru hins vegar að læðast efasemdir að æ fleirum um að þetta gæti beinlínis talist siðlegt og smátt og smátt hættu allir flokkar þessum hlægilegu en ósmekklegu eftirlitsstörfum með kjósendum - uns Sjálfstæðisflokkur- inn var einn eftir og situr þar enn; þegar ég fór að kjósa á laugardaginn sat inni í kjördeildinni unglingsgrey og merkti við án afláts; hann kvaðst ekki fá borgað fyrir þetta er ég spurði hann, heldur væri í sjálfboðavinnu - þetta var sem sé nánast hugsjónastarf, að skila Kjartani Gunnars- syni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins nákvæmri skrá yfir það hverjir væru búnir að neyta kosningaréttarins við þess- ar leynilegu kosningar. Eftir að það fór að renna upp fyrir fólki að eitthvað væri athugavert við vist fulltrúa stjórn- málaflokkanna í kjördeildunum, og allir nema íhaldið hættu þessu, þá hefur þessi eftirlitsstarfsemi farið æ meir fyrir bijóst- UMBÚÐA- LAUST Og úr því hann fornvinur minn fékk ekki sínu fram- gengt neitaði hann að kjósa á sínum stað í Reykjavík, heldur brá sér bæjarieið suður til Kópa- vogs og kaus þar utan kjörfundar. Njósnir til trygg- ingar lýðræoinu? ið á ýmsum, þótt sjaldan hafi soðið upp úr. Sú Iitla uppákoma sem hann fornvin- ur minn stóð fyrir í sinni kjördeild vakti hins vegar athygli á þeim úreltu laga- ákvæðum sem heimila þessa óskemmti- legu njósnastarfsemi um það hverjir kjósa að nýta kosningarétt sinn og hveijir ekki, og því var Baldur Guðlaugsson fenginn til þess af DV að svara spurningu um málið, en Baldur er eins og allir \dta auðvitað formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks- ins. Vellur upp úr honum vitleysan Og þá tekur að vella upp úr honum vit- leysan. Baldur segir nefnilega orðrétt á þessa leið: „Hér er um að ræða grundvall- aratriði í framkvæmd frjálsra og lýðræðis- legra kosninga - í raun eitt af þeim atrið- um sem sérstaklega er horft til og talið skera úr um hvort kosningar í nýfijálsum ríkjum séu frjálsar. Astæðan er einfald- lega sú að með þessum hætti er leitast við að tryggja að stjórnvöld á hverjum tíma geti ekki hagrætt kosningaúrslitum og stundað raunveruleg kosningasvik. Þótt okkur hér á Islandi kunni að þykja slíkt fjarri lagi gildir það hér eins og ann- ars staðar að betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann.“ Þetta er sem sagt, með leyfi að segja, minn kæri Baldur Guðlaugsson, eitthvað það mest stúpid píp sem ég hef lengi heyrt. Og reyndar er óvenjulegt að jafn margar athugasemdir megi gera við jafn stuttan texta. í fyrsta lagi er þetta einfald- lega vitleysa og það veit Baldur vel. Til- gangurinn með þessu eftirlitsstarfi flokk- anna allra áður en Sjálfstæðisflokksins eins núna er ekki og hefur aldrei verið eftirlit með því að kosningar færu heiðar- lega fram. Margsjóaður vélstjóri úr kosn- ingavél Sjálfstæðisflokksins eins og Bald- ur Guðlaugsson veit náttúrlega fullvel að þessu eftirliti var eingöngu komið á til að flokkarnir gætu passað upp á að sínir sauðir skiluðu sér í réttina og yrðu dregn- ir þar í dilka. Og í öðru lagi er hálf ugg- vænlegt að Baldur skuli beinlínis leyfa sér að halda þessu fram án þess að blikna eða blána. Hann er auðvitað að ljúga og hann veit það vel sjálfur en gerir það samt af því hann veit Iíka að hann er í að- stöðu til þess. Yfirklór hins mikla og ástsæla leiðtoga Þetta yfirldór Baldurs minnir satt að segja ótrúlega mikið á yfirklór hins mikla og ástsæla leiðtoga þegar hann var spurður í sjónvarpinu fyrir kosningar af hverju Sjálfstæðisflokkurinn birti ekki upplýs- ingar um hverjir gæfu í digra kosninga- sjóði hans, og hinn mikli og ástsæli leið- togi svaraði því til að það mætti bara alls ekki því þar með væri rofið trúnaðarsam- band flokka og kjósenda, sem væri grund- vallaratriði lýðræðisins, þar sem flokkarn- ir ættu að veita ríkisvaldinu aðhald - og Sjálfstæðisflokkurinn (sem að minnsta kosti um þessar mundir liggur við að sé sjálft ríkið) var þar með í munni síns mikla og ástsæla leiðtoga allt í einu orð- inn helsta aðhald ríkisvaldsins. Þetta var líka hlægilegt bull sem allir vissu að var hlægilegt bull, en Davíð Oddsson sagði samt af því hann vissi að enginn myndi dirfast að hía á hann fyrir þetta. Og Bald- ur Guðlaugsson dregur dám af sínum for- ingja og fer líka með þvaður í trausti þess að enginn muni voga sér að benda á að sjálfur formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins sé allsber í sinni röksemda- færslu. í þriðja til áttunda lagi, þá er vitaskuld hægðarleikur að rífa niður hina mjög svo skrýtnu samlíkingu Baldurs Guðlaugssonar um ísland annars vegar og einhver nýfrjáls ríki þar sem kosninga- svik eru landlæg hins vegar. Það hljómar auðvitað vel að byrgja brunna áður en krakkaskarinn dettur oní, en samlíkingin er eigi að síður út í hött og eiginlega móðgandi fyrir lýðræði okkar að formað- ur fulltrúaráðs í stærsta stjórnmálaflokki landsins skuli þykjast telja nauðsynlegt að fylgjast svo vel með framkvæmd kosninga hér að hann þurfi að senda her manns inn í hverja einustu kjördeild. Að vísu er það auðvitað ekki ástæðan fyrir veru ung- linganna og gamalmennanna í kjördeild- unum, en grefur það ekki svolítið undan tiltrú okkar á lýðræðinu hér að slíkur sæmdarmaður skuli álíta það svo brot- hætt að þetta sé nauðsynlegt til að fyrir- byggja kosningasvindl? Má segja hvað sem er? En umfram allt er það í rauninni ekki bara hlægilegt píp, heldur líka eitthvað soldið skuggalegt við það, að Baldur skuli leyfa sér að halda því fram að njósna- starfsemi flokks síns með kjósendum sé í rauninni eftirlit með því að lýðræðið nái fram að ganga - rétt eins og formaður hans heldur því fram að gjafir í kosninga- sjóði Sjálfstæðisflokksins séu á einhvern hátt til tryggingar aðhaldi með ríkisvald- inu. Þetta eru greinilega menn sem telja sig geta sagt hvað sem er og þeir muni komast upp með það allt. Þetta er fyndið, en það má líka hafa bakvið eyrað að einmitt svona var talsmátinn í ríki Win- ston Smiths í sögunni 1984 - þar sögðu valdhafarnir eintóma þvælu og þó allir vissu að merkingin væri í raun þveröfug við orðanna hljóðan, þá gerði það ekkert til, því þeir réðu. Pistill llluga var fluttur í Morgunútvarpi Rósar 2 sl. miðvikudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.