Dagur - 15.05.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 15.05.1999, Blaðsíða 8
24 - LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Kolbrúnu verður heitt í hamsi þegar stríðið á Balkanskaga ber á góma og bendir á þá umhverfismengun sem þar hefur átt sér stað. „Það er komið jafn mikið úraníum út í andrúmsloftið í styrjöldinni og slapp út í kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, “ segir hún og spyr: „Á að senda Kosovo-Albana aftur inn f Kosovo til að börnin þeirra fæðist öll vansköpuð og með hvítblæði?" myndir: e.úl. Eg skelfist þá stund... Kolbrún Halldórs- dóttir leik- stjóri flaug inn á þing fyrir Vinstri- græna f kosningunum um síð- ustu helgi. Það hefur ekki komið þeim á óvart sem til hennar þekkja. Kolbrún reifar pólitískar skoðanir sínar og hug- myndir í helgarviðtali Dags. „Ég hef ekki verið flokkspólitísk því ég taldi á sínum tíma að það gæti skemmt fyrir mér sem lista- manni. Mér fannst skipta máli að binda mig ekki neins staðar í flokki. Ég er núna í fyrsta skipti skráð í pólitísk samtök, Vinstri hreyfinguna - grænt framboð, og skráði mig reyndar ekki fyrr en ég var búin að taka sæti á fram- boðslistanum. Ég fer algjörlega öfugt að þessu öllu saman,“ seg- ir Kolbrún Halldórsdóttir, hátt- virtur 17. þingmaður Reykvík- inga. „Margir listamenn hafa gegnum tíðina verið mjög virkir í pólitík en það hefur verið ákveð- in hræðsla hjá þeim undanfarin ár \ið það að taka pólitíska af- stöðu, kannski af ótta við það að vera látinn gjalda þess í kerf- inu.“ - En þetta er ekki ástæðulaus ótti, er það? „Nei, ég held ekki. Það hefur reynst erfitt íyrir stjórnmála- menn og pólitískt skipaða full- trúa að gæta fyllsta hlutleysis, til dæmis við úthlutun fjár. Það eru því miður flokkadrættir í þeim efnum. Menn sem eru í þeirri aðstöðu að veita opinbert fé, eiga það sannarlega til að taka flokksbræður sína fram yfir pólit- íska andstæðinga, hvort sem þeir gera það meðvitað eða ekki. Það er kannski ekki við neinn að sakast. Við erum bara ekki þroskaðri en þetta.“ Ekki alin upp við skoðanaleysi Kolbrún er þjóðþekkt fyrir störf sín í leikhúsinu, en minna þekkt sem stjórnmálamaður. Hún hef- ur litla reynslu af eiginlegu stjórnmálavafstri en talsverða reynslu af menningarpólitík. Hún hefur starfað í ýmsum- stjórnum og ráðum, verið for- maður Leiklistarráðs og setið í úthlutunarnefnd þess um árabil, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum nefndum á vegum Menntamálaráðuneytisins. Síð- asta árið hefur hún verið gjald- keri í stjórn Félags leikstjóra á Islandi. Hún er „ósköp venjuleg Reykjavíkurstelpa". Foreldrar hennar eru Halldór Viðar Pét- ursson, sjómaður, Sigurðssonar tónskálds frá Sauðárkróki og Halldóra Sigrún Olafsdóttir kennari frá Lambavatni á Rauðasandi. Þau eru fjögur systkinin og „þó að við séum ákaflega vel upp alin, þá var lítil pólitísk umræða á heimilinu. Við erum engu að síður alin upp við það að hafa skoðanir á hlut- unum og það er börnum gott vegarnesti," segir hún. Hún er gift Agústi Péturssyni, kennara og eiga þau tvö börn, 19 ára son og 4 ára dóttur. Flyt mig um set Kolbrún er mikill áhugamaður um umhverfismál og er félagi í Náttúruverndarsamtökum Is- lands. Þegar listamenn fóru að látatil sín taka í umhverfismál- um í vetur tók hún fullan þátt. „Ég stjórnaði Ijóðalestrinum sem var alla fimmtudaga fyrir utan Alþingishúsið allt síðasta þing þannig að nú er ég að flytja mig um set, ég þarf ekki lengur að beita mér lyrir utan húsið heldur inni í þvi. Ég átti líka þátt í listakvöldi í Leikhúskjall- aranum fyrir skemmstu þar sem við vorum með hjartasögur af hálendinu og svo var ég fram- kvæmdastjóri fundarins í Há- skólabíói „Með hálendinu gegn náttúruspjöllum". Kolbrún ætlar að sinna þing- mennskunni af fullum krafti og kveðst í raun vera „að stíga út úr leikhúsinu, allavega næstu fjög- ur árin. Ég er með ákveðnar skuldbindingar í farteskinu sem ég á ekki auðvelt með að losa mig við. Ég geri ráð fyrir að setja upp sýninguna okliar Felix Bergssonar í London næsta vet- ur, það var búið að gera ráð fyrir því með svo löngum fyrirvara, en starfsvettvangur minn verður á Alþingi næstu fjögur árin.“ Einblínt á skammtímalausnir - Ertu meðvitað að fara að ein- beita þér að menningarpólitík og umhverfismálum eða lumarðu á öðrum áhugamálum? „Fyrst um sinn geri ég ráð fyr- ir því að beita mér í þessum málaflokkum, en auðvitað kem ég ekki fullsköpuð sem stjórn- málamaður inn á Alþingi. Ég sagði við félaga mína í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði strax að ég gerði ekki ráð fyrir því að verða nokkurn tíma sér- fræðingur í kvótakerfinu en ég myndi gera mitt besta. Ég hef hins vegar skoðanir á ýmsum málum og held að ég Iumi á alls kyns tillögum uni það hvernig við getum tekið á ákveðnum vandamálum í samfélaginu með því að ráðast að rótum vandans. Mér hefur oft fundist stjórn- málamenn einblína um of á skammtímalausnir. Því má Iíkja við garðyrkjumann, sem fer út í garð og klippir toppinn af arfan- um og vonar svo að restin deyi,“ segir hún. Kolbrún vill meðal annars efla stuðning við fjölskyldur og unga foreldra, til dæmis í gegn- um mæðraskoðun og ungbarna- eftirlit. „Þangað eiga foreldrar að geta sótt alla sína andlegu næringu, andlegan stuðning sem kennir þeim grundvallarat- riðin í því að vera ungir foreldr- ar, grundvallaratriði þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir í for- eldrahlutverkinu, grunnþarfir barnsins bæði líkamlegar og andlegar. Brengluð tilfinninga- tengsl geta orsakað sjúkdóma. Ég tel að þarna séu möguleikar á virku forvarnarstarfi, sem þarf ekki að kosta mikið fé, en á end- anum myndi starf af þessu tagi efla undirstöður samfélagsins," segir hún. Bar gæfu til— - I menntamálaráðuneytinu hef- ur sjálfstæðisráðherra verið við völd í fjögur ár og komið fram með ýmsar hugmyndir... „Það kom reyndar fyrir mig í kosningabaráttunni að hæla Birni Bjarnasyni á fundi með frambjóðendum flokkanna, ég hefði búist við að hann gæti orð- ið hættulegur í þessu ráðuneyti. Ég óttaðist að Ríkisútvarpið, sem ég ber mjög fyrir brjósti, yrði bútað í sundur og selt í ein- ingum eða gert að hlutafélagi því að allir vita að þannig hug- myndir hafa verið á sveimi inn- an Sjálfstæðisflokksins. En Björn Bjarnason bar gæfu til að standa í fæturna hvað varðar málefni Ríkisútvarpsins ef frá eru taldar pólitískar mannaráðn- ingar umfram allt velsæmi. Stofnunin er ennþá menningar- stofnun í eigu ríkisins. Á þess- um fundi kom reyndar upp úr kafinu að það virðist hafa verið Framsóknarflokkurinn sem setti sjálfstæðismönnum stólinn íyrir dyrnar með það að gera RÚV að hlutafélagi þannig að ég veit ekki hvort þessi hrósyrði mín í garð Björns Bjarnasonar hafi verið verðskulduð. Björn Bjarnason hefur hins vegar að mörgu leyti komið á óvart sem menntamálaráðherra. Hann hefur fylgst vel með at- burðum og fengið listamenn til liðs við sig á ýmsan hátt. Hann Guðrún Helga SigurDardóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.