Dagur - 29.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 29.05.1999, Blaðsíða 1
ar því á bug að stefnu- yftrlýsiug nýrrar rík- isstjómar sé loðin og óljós. Breytiugar á skattkerfinu verða gerðar í áföngnm til þess að ýta ekki uiidir þenslu. „Það er ekkert sem er í raun hönd á festandi, annað en það sem þegar hefur komið fram um áframhaldandi sölu ríkiseigna,“ segir Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, um stefnuyfirlýsingu nýrrar rík- isstjórnar. I sama streng tekur Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem segir yfir- lýsinguna afar almennt orðaða. „Þetta hljóta að hafa verið ein- hverjar lengstu viðræður um ekki neitt sem sögur fara af, því segja má að fjallið hafi tekið jóð- sótt og fæðst tvær litlar mýs, þ.e. tveir ráðherrar í viðbót. Fjölgun ráðherra er eina raunverulega niðurstaðan og útkoman er helmingaskiptastjórn „par excel- lance" í tvöföldum skilningi; helmingaskipti milli flokkanna og helmingur þingflokks Fram- sóknarflokksins kominn í ríkis- stjórnina." Hefðbimdin gagnrýni Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að gagnrýnin um að stefnu- yfirlýsingin sé loðin og án tíma- Siv Fridteifsdóttir með ráðherralyklavöld í fyrsta skipti í hennar sögu. - mynd: teitur setninga sé „hefðbundin gagn- rýni stjórnarandstæðinga" sem hann sé ekki sammála. „Þvert á móti finnst mér að þessi sáttmáli sé góður að því leytinu til að hann tekur á all- mörgum meginþáttum og er leiðbeinandi um í hvaða anda flokkarnir vilji vinna að þessum málaflokkum. Það hefur aldrei staðið til að fara út í einstök at- riði í slíkum sáttmála með því t.d. að nefna hvenær bygging eigi að rísa eða göng að bora. Þannig stjórnarsáttmála vil ég ekki hafa,“ segir Davíð. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er boðað að fæðingaror- lof verði lengt og dregið verði úr jaðarsköttum og tekjutengingu barnabóta. Um tímasetningu þess segir Davíð: „Það á að af- greiða þessi mál samfleytt á kjör- tímabilinu. Svo ég nefni sem dæmi þá er talað um að persónu- afsláttur hjóna skuli vera milli- færanlegur að fullu. Hlutfallið er núna 80% og ég sé fyrir mér að í næstu fjárlögum verði þetta 85% og svo koll af kolli. Þetta mun því gerast í áföngum þannig að það skelli ekki of hart á ríkissjóði og ýti ekki um of á þenslu,“ seg- ir forsætisráðherra. - FÞG Sjá einnig hls. 8-9 og hls. 10. Skatt abreyting - ar í áföngum Forsætisráðherra vís- Nlgeríumaður fékk árs fangelsi Nígeríski ríkisborgarinn Sixtus Mbah Nto var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til upptöku á andvirði alls 2,7 milljóna króna. Samlandi hans, Osaito Phamset Lyorah, var hins vegar sýknaður, en þeir voru ákærðir fyrir skjala- fals og fjársvik. Akæran gekk út á að þeir hefðu notað tvo falsaða tékka, sem Osaito hefði útvegað, til að blekkja með þeim í lögskiptum, en tékkana seldi Sixtus í banka. Sixtus hefur rekið skreiðarsölu- fyrirtæki hér á landi um nokkurt skeið og var ákæran gegn Osaito byggð á framburði Sixtusar gagn- vart honum. Jónas Jóhannsson héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að tékkarnir væru falsaðir, en ósannað væri að SLxt- us hefði mátt vita það. Hann hefði hins vegar viðurkennt að tilgangurinn hafi verið liður í peningaþvætti. Osaito neitaði sök allan tím- ann og naut engra sannana gegn honum utan breytilegs og mót- sagnakennds framburðar Sixtus- ar og var hann því sýknaður, þrátt fyrir að framburður hans hefði verið reikull og á honum ólíkindablær á köflum, auk þess sem dómarinn taldi veruleg lík- indi til þess að hann hefði verið viðriðinn málið. — FÞG Loksins, loksins í Jerúsalem? Þjóðin mun fylgjast með Eurovision-söngvakeppninni i Jerúsalem af óvenju miklum áhuga í kvöld vegna þeirrar vel- gengni sem sumir hafa spáð ís- lenska Iaginu. Helgarblað Dags lætur ekki sitt eftir liggja; það fær sérfræðinga til að spá í spil- in, rifjar upp gamla sigurdrauma og færir ykkur svo flottar upp- skriftir af hinum einu og sönnu „júróvisionkokteiIum“ sem duga jafnt til að fagna sigri eða drekkja sorgum. Varaliturinn gefur hugrekki, lætur karlmenn taka eftir konum og gerir það að verkum að konur þurfa ekki að tala hátt til að hlustað sé á þær. „Uff,“ segja kannski femínistarnir en því er samt ekki að neita að varalitur- inn er pikkfastur hluti af menn- ingu kvenna. Allt um það í Helg- arblaði Dags. Roar Kvam hefur í tuttugu og átta ár starfað að tónlistarmálum á Akureyri. Stjórnað kórum, hljómsveitum, kennt, útsett og fleira. Við fjörutíu ára kennsluaf- mæli hans og eiginkonunnar stöldruðu þau við og ákváðu að leggja niður Tónmennta- skólann á Ak- ureyri, sem þau stofnuðu fyrir átta árum. Sjá viðtal í helgar- blaði Dags. Washington er borg borganna segir Kolbrún Bergþórsdóttir, sem lýsir heimsókn sinni til höf- uðborgar Bandaríkjanna, þar á meðal í safn sem sýnir hryllileg- an veruleika helferðarinnar í Þýskalandi nasismans. Og svo er auðvitað allt hitt í helgarblaði Dags: helgarpottur- inn, maður vikunnar, bókahillan, kynlífspistillinn, krossgátan, sönn dómsmál, flugur og spurn- ingaþátturinn. Góða helgi! Studentastjörnur .'14 gnl»te. OULLSMIÐIR g SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 u-\

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.