Dagur - 29.05.1999, Page 4

Dagur - 29.05.1999, Page 4
4- LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 FRÉTTIR Fagna fleiri störfum Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, fagnar fjölgun starfa hjá Sjóklæðagerðinni á Akureyri en segir að sama skapi hryggilegt að fólk missi vinnuna á Akranesi. Sjóklæðagerðin hefur ákveðið að hætta starfsemi á Akranesi en hyggst fjölga um helming á Akureyri. Þar gætu orðið 30 störf innan skamms. „Stækkunin hér á Akureyri er mjög gleðileg og við fögnum auðvitað fjölgun starfa hér á þessu svæði. Miðað við hvernig þetta leit allt út ekki alls fyrir löngu, er þetta ljós punktur," segir Björn. Sjóklæðagerðin keypti í upphafi þessa árs framleiðsluvélar þrotabús Foldu og framleiðir hlífðarfatnað í 1300 fermetra húsnæði á Gler- áreyrum í eigu Landsbankans. Björn segir ljóst að með þessu skrefi nú sé búið að renna enn styrkari stoðum undir starfsemi Sjóklæða- gerðarinnar á Akureyri. Hann hyggur auðvelt að manna hinar nýju stöður og enn séu dæmi um fólk á atvinnuleysisskrá, sem hafi fag- þekkingu á þessu sviði. — bþ FÍ fjölgar feröum til Grænlands Flugfélags Islands, flugfrakt, hefur gert samning við KNI í Angmassalik en KNI er stærsta verslunarkeðjan á Grænlandi. Flug- félagið bauð nokkrum fulltrúum verslunarinnar í AGM til Islands í lok mars sl. og heimsóttu þeir íslenska útflytjendur. Tókst ferðin mjög vel og urðu þeir margs vísari um vöruúrval á íslenskum mat- vörumarkaði. Mikill skortur er á matvöru og þá sérstaklega ferskvöru á austur Grænlandi en þorpin eru lokuð inni vegna hafíss 9 mánuði á ári. Einu flutningarnir eru því flugleiðis og flýgur Flugfélag tslands 3 sinnum í viku til Kulusuk yfir vetrartímann en 6 sinnum í viku yfir sumarið. I framhaldi af heimsókninni hefur Flugfélag Islands gert samning við KNI um flutning. Er stefna KNI að auka innkaup frá Islandi og senda flugleiðina. Er það von beggja aðila að auka megi samskiptin milli landanna og styrkja stöðu íslenskra matvælaframleiðenda. Aðalnámskrá leikskóla Ný aðalnámskrá fyrir leikskóla er komin út og tekur hún gildi 1. júlí næstkomandi. Miðað er við að starf í leikskólum samkvæmt nýrri að- alnámskrá heíjist haustið 1999 eða eins fljótt og unnt er. Námskráin leysir af hólmi Uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá 1993. Aðalnámskrá leikskóla er leiðarvísir í leikskólastarfi og lýsir sameiginlegum mark- miðum og kröfum sem eiga við um allt Ieikskólastarf. Á grundvelli þessa leiðarvísis á sérhver leikskóli að gera eigin skólanámskrá. Aðal- námskráin byggist á markmiðslýsingu laga um leikskóla og reglugerð um starfsemi leikskóla og uppeldisáætlun fyrir Ieikskóla. Samkvæmt nýrri skólastefnu hefur verið unnið samhliða að námskrárgerð fyrir Ieikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með það að markmiði að stuðla að eðlilegri samfellu og stígandi á námsleið- inni. Aðalnámskrá Ieikskóla skiptist í átta kafla sem fjalla um: Leikskól- ann, markmið leikskólastarfs. Leikinn. Námssvið. Samstarf heimila og Ieikskóla. Tengsl skólastiga. Skólanámskrá. Mat á leikskólastarfi og Þróunarstarf í leikskóla. Hollvmadögiun frestað Af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta hollvinadögum sem halda átti í dag og á morgun, 29. og 30. maí. Holhinadagarnir verða haldnir síðari hluta septembermánaðar og munu hollvinir fá sérstaka tilkynningu þar að lútandi. Hollvinasamtökin óska félagsmönnum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars og þakka samstarfið á Iiðnum vetri. Umhverfisdagur hjá Lundarskóla Lundarskóli á Akur- eyri stóð í gær fyrir sérstökum umhverfis- degi þar sem nemend- ur, foreldrar og kenn- arar stóðu fyrir rusla- hreinsun. Einnig var farið í leiki, grillað og leiktæki máluð og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur dagur er haldinn í skólanum. Gert er ráð fyrir að umhverfisdagurinn verði árviss viðburður héðan í frá. Sam- keppni fór fram um slagorð vegna átaksins og voru slagorðin prentuð á boli. Tvær viðurkenningar voru veittar fyrir „Umhverfisdagur er allra hagur“ og „Emil og Skundi hreinsa í Lundi“. Þess má geta að umbverfisdeild Akureyrarbæjar hratt af stað til- raunaverkefni í tengslum við átakið, þar sem ruslið að lokinni hreins- uninni verður vigtað. Stefnt er að því að fækka sorpmagninu frá ári til árs og takmarkið er að eyða því alveg þegar fram líða stundir. — BÞ Þaö var unnið hörðum höndum við hreinsunina á Akureyri í gær. Signín í Óperuimi Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og James Lisney píanóleikari verða með tónleika í Islensku óperunni sunnudaginn 30. maí kl. 17.00. Tónleikarnir eru á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna og Is- lensku óperunnar. Nokkuð er síðan Sigrún Eðvaldsdóttir hélt ein- leikstónleika og er þetta því mikill tónlistarviðburður. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur beðist velvirðingar á því að fulltrúar fiskvinnslufólks voru ekki boðaðir þegar ráðgjöf um heildaraflann var kynnt. Biðst afsökunar Mistök að boða ekki fulltrúa fiskverka- fólks þegar ráðgjöf iiiii beildarafla var kynnt. Óánægja hjá VMSÍ. „Þessi samtök eru á okkar lista og það hafa því orðið þarna mis- tök og á því biðjumst við velvirð- ingar. Okkur þykir því sjálfsagt að þau munu fá fundarboð af þessu tagi í framtíðinni," segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Fiskverkafólk úti Þegar Hafrannsóknastofnunin kallaði hagsmunaaðila í sjávarút- vegi til fundar við sig á dögunum til að kynna þeim ráðgjöf sína um nýtingu nytjastofna á Is- landsmiðum fyrir næsta fisk- veiðiár, vakti athygli að þar var enginn fulltrúi frá fiskvinnslu- deild Verkamannasambands Is- lands. Þetta hefur að vonum far- ið illa í fiskverkafólk og forystu- menn þeirra sem finnst að sér vegið. Varla óvirðing A fundi framkvæmdastjórnar Verkamannasambands Islands í vikunni var Iýst yfir undrun á því að stöðugt skuli gengið framhjá þeim við kynningu og umfjöllun um sjávarútvegsmál og fisk- vinnslustefnu. Minnt sé á að VMSI séu stærstu hagsmuna- samtök í greininni. Þrátt fyrir að hafa ítrekað vakið athygli hlutað- eigandi aðila á þessu, þá hefur ekki orðið nein breyting þar á. Þá sé það verulegt áhyggjuefni að þessi mismunun hefur aukist í tíð síðustu rfkisstjómar. Engar augljósar skýringar séu á þessu. Hinsvegar verður því vart trúað að mati VSMÍ að þetta beri vott um sérstaka óvirðingu við þær þúsundir starfsmanna innan VMSI sem vinna við fiskvinnslu. - GRH AXþingiskosnmgar kosta mikla pentnga Sveitarstjdmarmenn kreijast þess að ríMð greiði allan kostnað við alþingiskosningar en umtalsverður kostnaður fellur nit á sveitarfélögin. Sveitarstjórnarmenn eru nú uppi með þá kröfu að ríkið greiði allan kostnað við alþingiskosn- ingar en sveitarstjórnir verða að greiða hluta kostnaðarins. Sá kostnaður felst í að hafa opnar kjördeildir og greiða starfsfólki þeirra laun og síðan þarf að greiða kjörstjórnarmönnum laun. Ef tekið er dæmi af 5 þúsund manna kaupstað, eins og Sel- tjarnarnesi, var kostnaðurinn við alþingiskosningarnar 8. maí sl. um hálf milljón króna, að sögn Álfþórs B. Jóhannssonar, bæjar- ritara á Seltjarnarnesi. Það gefur auga leið að í stærstu bæjunum eins og Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri er kostn- aðurinn mun meiri enda eru þar fleiri kjördeildir og þar af leið- andi fleiri starfsmenn. I þessu sambandi má heldur ekki gleyma þvf að hvert sveitar- félag verður líka að standa straum af sveitarstjórnarkosn- ingunum fjórða hvert ár, en þar Iendir allur kostnaðurinn á sveit- arfélögunum. Kostnaðui rikisms I þingkosningum tekur ríkið á sig hluta kostnaðar. Að sögn Jóns Kristjánssonar, formanns fjár- laganefndar Alþingis, voru áætl- aðar 25 milljónir króna á fjárlög- um þessa árs vegna kostnaðar við aAIþingiskosningarnar. Inn í kostnaði ríkissjóðs er prentun yfir 200 þúsund kjörseðla sem er mjög kostnaðarsamt. Auglýs- ingakostnaður er einnig mikill og ýmislegt fleira fellur til. Jón sagði það ekki liggja fyrir hvort þessar 25 milljónir dygðu að þessu sinni eða hvort afgangur varð einhver. Sveitarstjórnarmenn hafa nú krafist þess að ríkið greiði allan kostnað við alþingiskosningar, sem fyrr segir, en viðbrögð ríkis- stjórnarinnar við þeirri kröfu Iiggja ekki fyrir. — s.DÓR Eftirsjá að HaHdóri Blöndal Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri á Siglufirði, segir eftirsjá að Halldóri Blöndal sem sam- gönguráðherra. Hann er þó bjartsýnn á að eitt kosningamál- anna, gangagerð milli Siglufjarð- ar og Olafsfjarðar, verði áfram á dagskrá. „Við hefðum vissulega viljað sjá Halldór áfram í sínu emb- ætti, ekki bara vegna gangagerð- arinnar heldur einnig út frá sjónarmiðum okkar norðan- manna almennt, ef hægt er að orða það sem svo. Við höfum hins vegar ekki áhyggjur af að brotthvarf Halldórs hafi bein áhrif á gangagerðina. Við teljum málið komið það langt í pólitfsku landslagi, að einn maður hafi ekki úrslitaáhrif á þeim vett- vangi. Halldór gaf loforð um að hann myndi beita sér í þessu máli og við trúum því enn að hann hafi tækifæri til þess,“ seg- ir Guðmundur. Guðmundur hyggur þó að flestir kjósenda Halldórs á Norð- óu Ó2 ÓióhJBlidyl JJid-20 rtrtni urlandi hafi átt von á að hann sæti áfram í ráðherrastóli. Norð- urland missir ekki einn heldur tvo ráðherra og Guðmundur seg- ir að út frá sjónarmiði lands- byggðarinnar megi færa rök fyrir því að hlutur hennar hafi nú rýrnað innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar lofi stjórnarsáttmáli nýju ríkisstjórnarinnar góðu, þar sem áhersla sé lögð á eflingu byggðamála. — BÞ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.