Dagur - 29.05.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
Dayur
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufé/ag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Sfmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargja/d m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Netfang auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELfAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
omar@dagur.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Djörf ákvörðun í Haag
í fyrsta lagi
Akæruvald stríðsglæpadómstólsins í Haag hefur tekið djarfa
ákvörðun með því að ákæra Slobodan Milosevic og nokkra nán-
ustu undirmenn hans fyrir stríðsglæpi gegn albönsku þjóðinni í
Kosovo. Dómstólnum var komið á fót af Sameinuðu þjóðunum
fyrir nokkrum árum til að draga stríðsglæpamenn í öllum ríkjum
fyrrum Júgóslavíu til ábyrgðar íyrir glæpi sína. Þetta er í fyrsta
sinn sem leiðtogi ríkis er ákærður með þessum hætti á meðan
hann situr í embætti.
í öðru lagi
Það að Sameinuðu þjóðirnar skyldu koma þessum dómstóli á
vakti vonir um að breytinga væri að vænta í mannréttindamál-
um. Að pólitískir glæpamenn, sem gert hafa tuttugustu öldina
að þeirri blóðugustu í allri sögu mannkynsins, yrðu ekki lengur
hafnir yfir lög hins alþjóðlega samfélags. Til þessa hefur dóm-
stóllinn þó ekki náð að uppfylla þær vonir. Allmargir hafa að vísu
verið ákærðir, en fáir komið fyrir réttinn. Það er vegna þess að
dómstóllinn hefur ekkert lið til að hafa upp á glæpamönnum og
færa þá til Haag. I því efni verður hann að treysta á stórveldin
sem eru með friðargæslulið á svæðinu, en þau hafa verið afar
treg til að handtaka þá menn sem fyrirskipað hafa eða framið
mestu glæpaverkin. Þannig voru Radovan Karadizic og Ratko
Mladic ákærðir fyrir fjórum árum en ganga enn lausir.
í þriðja lagi
Sumir hafa áhyggjur af því að ákærurnar kunni að flækjast fyrir
samningaviðræðum við stjórnvöld í Belgrad. Sem stendur eru fá
teikn á lofti um að viðunandi samkomulag sé í augsýn, en for-
senda þess er auðvitað að flóttafólkið geti snúið heim til Kosovo
undir vernd alþjóðlegs herliðs og með víðtæka „Marshall“-að-
stoð í farangrinum. Slík niðurstaða þarf að nást án þess að stór-
veldin taki upp á því að gefa harðstjóranum í Belgrad upp sakir.
Þvert á móti þarf að styrkja dómstólinn í Haag og færa út hlut-
verk hans þannig að stríðsglæpamenn hvar sem er í heiminum
verði hvergi óhultir á nýrri öld. Eltas Snæland Jónsson.
------
Nei þýöir nei
nema 1 bönkum
Bankarnir eiga við mikinn
vanda að glíma þessa dagana
og eiga samúð Garra óskipta.
Utlánaaukningin hefur sem sé
aukist svo úr hófi að ekki verð-
ur við ráðið og flóðbylgja lán-
takenda
streymir á
degi hverjum
inn og útúr
bönkunum
ásamt og með
þeim fjármun-
um sem þar
eru. Við þetta
verður auðvit-
að ekki unað
og eina ráðið, eins og venju-
lega við þessar aðstæður, er að
hækka vexti.
Utlánaukningin virðist vera
óviðráðanlegt náttúrulögmál
og ekki furða þó bankamenn
standi ráðþrota gagnvart þess-
ari skepnu sem svo mjög herj-
ar á bankakerfið nú sem
stundum endranær.
Já eða nei?
Garri sjálfur hefur reyndar
ekki farið í banka í mörg ár til
að taka Ián. En ef honum
skjöplast ekki því meir þá gekk
það einhvernveginn svona fyr-
ir sig: Garri fór í banka og
spurði eftir bankastjóra, hann
var ekki við, hann var á fundi.
Garri fór nokkrar ferðir í bank-
ann og greip lengi vel í tómt,
en þar kom að bankastjórinn
var við og Garri bað skjálfandi
á beinunum um lán. Banka-
stjórinn sagði nei. Og rökin
voru í fyrsta lagi þau að banka-
stjórinn vissi að Garri hafði
ekki burði til að borga lánið,
sem myndi þá falla á saklausa
uppáskrifendur og ábyrgðar-
menn. Og í annan stað sagði
bankastjórinn að það þyrfti að
stemma stigu við útlánum al-
V
mennt, því annars skylli á
taumlaus útlánaukning og í
kjölfarið vaxtahækkanir. Þess-
vegna sagði bankastjórinn nei.
Nokkrum mánuðum síðar
fór Garri aftur til bankastjór-
ans, sem þá
sagði já, þar
sem greiðslu-
geta Garra var
nú traustari
en áður og
sömuleiðist
hafði dregið
úr útlána-
aukningunni.
Þjófabálkur
Garri hefur reyndar ekki fylgst
náið með þróun bankamála
síðustu árin. En hann fær ekki
betur séð en að bankastjórar
hafi í raun fræðilegan mögu-
leika á að koma í veg fyrir
óæskilega útlánaaukningu,
einfaldlega með því að segja
nei. Það er alveg ljóst að bank-
arnir hafa lánað of mörgum of
mikið á undanförnum árum og
hafa tapað fé á því. En einhver
gaukaði því að Garra að bank-
amir græddu miklu meira á
útlánum en þeir töpuðu og því
lánuðu þeir hvetjum sem hafa
vildi uppstyttulaust þar til út-
lánaaukningin væri komin út
yfir allan þjófabálk og nauð-
synlegt að hækka vexti.
Þetta getur nú varla verið
rétt, því þá bera bankarnir
sjálfir ábyrgð á útlánaaukning-
unni og vaxahækkunum í kjöl-
farið. Og það er fjandakornið
ekki líklegt að bankarnir komi
sér vísvitandi í ástand sem er
óæskilegt í bankalegu tilliti.
Nema náttúrlega að nei þýði
ekki Iengur nei þegar það fram
gengur af munni bankastjóra.
- GARRI
Smitandi rádherrasýki
í hvíiða sæti lendir
Selma?
Guðrúti Gunnarsdóttir
sðngkom ogútvarpsmaðuráBylgj-
unni.
„I fyrsta
sæti, mað-
ur á alltaf
að spá sínu
liði sem
bestu
gengi. í
raun er þó
fimmta
sætið og
allt þar fyr-
ir ofan sigur. Það að trúa á gott
gengi lags Islendinga er líka hluti
af því að byggja upp góða
stemmningu og spennu fyrir úr-
slitakvöldið. Almennt talað hef
góða tilfinningu fyrir bæði Selmu
og laginu og treysti henni alveg
100%, finnst hún vera mjög svo
verðugur fulltrúi okkar.“
Jakob Frímann Magnússon
tðnlistarmaður.
„Eigum við
ekki að
segja 1. til
5. sæti. Af
meðfæddri
varfærni
hins ann-
ars von-
glaða Is-
lendings
læt ég mér
til hugar koma að nú hafi hinn
íðilskarpi Þorvaldur Bjarni náð
að höggva ansi nærri kjarna þess
máls sem Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva snýst
um.“
Helena Eyjólfsdóttir
söngkom og tryggingaflilltrúi áAkur-
„Eigum við
ekki að
segja
fjórða
sæti. Eg
þori ekki
að vona að
Iagið lendi
í fyrsta
sæti og
það íjórða
er okkar besti árangur til þessa
og gott væri að ná sama árangri
aftur nú. Mér finnst lagið mjög
gott, það greip mig strax, og
söngkonan er góð.“
eyn.
Vísbending er málgagn sem vill
láta taka sig alvarlega. Þar er
ljallað um efnahagsmál af mikil-
um lærdómi og Iínur lagðar fyrir
leiðtoga stjórnmála- og fjármála-
Iífs. Loftmiðlar flytja fréttir og til-
vitnanir sem sóttar eru í Vísbend-
ingu og er áreiðanleiki heimild-
anna ekki dreginn í efa. Hugleið-
ingar málgagnsins um stjórnar-
myndun voru fréttaefni og stærð-
fræðilegir útreikningar á hvetjir
voru kosnir í ráðherrastóla eru
ekki dregnir í efa.
Reiknað var með að þeir al-
þingismenn sem hafa flest at-
kvæði á bak við sig ættu sjálf-
sagðan rétt á ráðherradómi, en
aðrir yrðu að láta í minni pok-
ann, hvað sem líður hæfni þeirra
og reynslu. Þannig reiknaði Vís-
bending það úr að t.d. Halldór
Blöndal ætti ekki rétt á nema
hálfu ráðherrasæti, þrátt fyrir
góða kosningu í sínu kjördæmi.
Svona bull hefur vaðið fram og til
baka í umræðunni og stjómmála-
menn og fjölmiðlafólk magnar
upp þann misskilning, að kjós-
endur velji ráðherrana beint með
atkvæðum sínum. Þannig er því
stíft haldið fram að þeir sem eru
í efstu sætum í fjölmennum kjör-
dæmum eigi einhvem óskoraðan
rétt til að setjast í ríkisstjórn.
Þeir þingmenn
sem verst eru
haldnir af ráð-
herrasýki og eru á
færum að notfæra
sér misskilninginn
sér til framdráttar,
veifa óhikað at-
kvæðatölum til að
ná sínu fram.
Forsetaembætti
niðurlægt
Fjölmiðlunin hef-
ur lagst á eitt að
magna upp þá dellu að ráðherrar
séu kosnir í beinum kosningum
og ekki ber á öðru en að flokks-
foringjar og þingflokkar séu farn-
ir að vera hallir undir þá skoðun.
Ráðherrasýki fjölmiðlafólksins
tekur á sig ýmsar myndir. Það var
t.d. áberandi hvað íiðið var sam-
taka um að gera Iítið úr embætti
forseta Alþingis þegar ljóst var að
Halldór Blöndal hætti í ríkis-
stjórn og yrði þingforseti. Hann
var þráfaldlega spurður hvort
hann væri ekki
vonsvikinn,
eins og hann
hefði verið nið-
urlægður. Það
er látið eins og
að það sé eitt-
hvað fínna að
fá að ráðskast
með Vegagerð-
ina og malbik-
un flugbrauta
en að gegna
einu virðuleg-
asta og ábyrgð-
armesta embætti sem völ er á.
Kosið beint?
Samkvæmt okkar stjórnkerfi hafa
allir alþingismenn sömu réttindi
og skyldur, hvort sem þeir eru
Alþingismenn hafa allir sömu rétt-
indi og skyldur.
kjörnir í fámennum kjördæmum
eða fjölmennum. Enginn grein-
armunur er gerður á í hvaða sæt-
um þeir eru á listum eða í hvaða
röð þeir eru taldir. I raun á fyrsti
þingmaður Reykvíkinga ekkert
meiri rétt til embætta en fimmti
þingmaður Vestfirðinga. Skyldur
þeirra við kjósendur og þjóðina
eru þær sömu.
Ef pólitíkusar og þeir sem fjalla
opinberlega um stjórnmál ætla
að halda áfram að magna þann
misskilning, sem hér er minnst á,
væri hreinlegra að breyta sjómar-
skránni og kjósa ráðherra í bein-
um kosningum.
Þá þyrfti enginn að velkjast í
vafa um hvejir ættu „rétt“ á að
verða ráðherrar og hvetjir glutra
niður sínum ráðherradómi. Þá
væri heldur engum að kenna
nema duttlungum kjósenda að
óhæfir framagosar séu teknir
framyfir trausta hæfileikamenn
þegar raðað er til borðs á ríkis-
ráðsfundum á Bessastöðum.
Amgrímur Fannar Haráld-
son
í hljómsveitinni Skítamóral.
„Selmu
ætla ég að
setja í 3ja
sætið. Það
er mikil
Eurovision
lykt af
þessu iagi
og Selma
er svona
mátulega
sæt. Þetta sem ég nefni er góður
kokteill til þess að ná langt í
keppninni. í gegnum tíðina hafa
keppnislögin ekki verið af þeim
toga að þau hafi heillað mig. For-
múlan sem virkar hefur þó verið
sú að senda fjörug lög og
skemmtileg, Eitt lag enn, var
okkar framlag og þá náði Stjórn-
in fjórða sæti með sæta söng-
konu á sviðinu. Það sama er uppi
á teningnum nú og laginu og
Selmu er spáð góðu gengi.“