Dagur - 29.05.1999, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 29. MAt 1999 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
Lausnarord miðju-
og vLnstrimaima?
Anthony Giddens á fundi með íslenskum stjórnmálaáhugamönnum.
Heimsókn Anthony Giddens til
Islands á dögunum vakti verð-
skuldaða athygli. Fjölmiðlar
gerðu komu hans ágæt skil og
reyndu að bregða ljósi á boðskap
hans - sérstaklega hugmyndir
hans um þriðju leiðina. Augljós-
lega voru áhugamenn um stjórn-
mál líka spenntir, því fundirnir
með Giddens voru mjög vel sótt-
ir. Oll vinstri intelligensían
mætti á staðinn auðvitað að við-
bættum Ólafi Stephensen, sem
einn virðist eftir í hlutverki hins
mjúka og upplýsta hægrimanns á
Islandi. Allir voru hrifnir! Allir
virtust telja að boðskapur Gidd-
ens um þriðju leiðina ætti mikið
og brýnt erindi við ísland.
Tónninn og hrifningin var dálítið
af því taginu að þarna væri fund-
inn sannleikurinn fyrir íslenska
miðju- og vinstimenn og þessi
sannleikur væri slíkt lausnarorð
að það yrði að hafa hann yfir á
sem flestum torgum. Þegar
menn finna slíkan „sannleika" er
yfirleitt stutt í vonbrigðin. Því er
eðlilegt að a.m.k. við, sem höf-
um gengið í gegnum timbur-
mennina sem fylgdu því að finna
„réttu“ vinstri - hugmyndafræð-
ina á áttunda áratugnum stöldr-
um við, vegna þess að það er
munur á því sem er áhugavert
innlegg í þjóðfélagsumræðuna
annars vegar og því sem er
lausnarorð hins vegar.
Kóngurinn nakinn
Ekki varð ég var við að neinn risi
upp í þessari heimsókn Giddens
og segði einsog barnið í ævintýr-
inu: „En kóngurinn er nakinn!"
Hefur þó ekki skort slík „börn“ í
heimalandi hans, þar sem marg-
ir hafa orðið til þess að segja
boðskap hans vera ósköpin öll af
engu. (A lot of nothing). Raunar
hefur Giddens vakið upp ýmis
konar andstöðu og umræðu sem
hefur raunar verið nokkuð áber-
andi í bresku blöðunum eftir að
hann flutti hina svokölluðu
Reither fyrirlestra hjá BBC.
Gagnrýnendur segja m.a. að það
sé fátt nýtt í því sem Giddens
segi, hugmyndir hans séu meira
og minna stolnar og skrum-
skældar gamlar lummur, ekki
síst það sem lýtur að fjölskyldu-
málum.
Góðir og gegnir íhaldsmenn
hafa til dæmis séð mikla siðspill-
ingu í hugmyndum Giddens um
hjónabandið, fjölskylduna og
stöðu konunnar í nútíma samfé-
lagi. Þetta séu 30 ára gamlar
hippakenningar að ganga aftur.
Viðbrögð af þessu tagi benda
raunar eindregið til, að eitthvað í
boðskap Giddens kveikir í mönn-
um þannig að varla er það alveg
rétt að þetta séu „ósköpin öll af
engu“.
Hægri-vmstri
Hins vegar kann vel að vera að
ferskleiki boðskaparins sé eitt-
hvað ofmetinn og það er alveg
Ijóst að margar hugmyndanna
eru alls ekki nýjar af nálinni.
Slagorðin og klisjurnar eru sum-
ar meira að segja orðnar verulega
þreyttar og innihaldslitlar marg-
ar hveijar. Þetta með að hægri og
vinstri pólitík sé úr sér gengin er
t.d. gamalkunnugt. Kvennalist-
inn hefur raunar alla tíð verið
með þessa línu hér í tenglsum
við kvenfreslismálin. Fyrir 20
árum man ég eftir umræðu í
stjórnmálatímaritum um að
stjórnmál, sem snerust um upp-
skiptingu efnislegra gæða og
hvert hlutverk ríkisvaldsins ætti
að vera - eða þessi hefðbundnu
hægri vinstri stjórnmál - ættu
ekki lengur við. Þá var raunar
talað um að menn væru að leita
að öðrum gildum (t.d. gegn
kjarnorku), sem birtust meðal
annars í umhverfis- og friðar-
hreyfingum og kæmu þvert á
hefðbundnar klíkur flokkakerf-
anna. Mér er t.d. minnisstæður
frasi frá dönskum stjórnmála-
fræðiningi (sem ég man því mið-
ur ekk hvað heitir), sem var að
tala um andstöðuna við kjarn-
orkuáætlun Svía. Hann sagði
einmitt setningu sem er mjög í
anda þriðju leiðarinnar og er ein-
hvern veginn svona: „Stjórn-
málaflokkarnir eru eins og fílar,
ótrúlega lengi að snúa sér við og
mæta kröfunni um stjórnmál
dagsins."
Aðalsmerkið
Þegar Giddens talar um að gam-
aldags hægri-vinstri pólitík og
flokkakerfi eigi ekki lengur við,
er það auðvitað ekkert síður satt
gagnvart ýmsun stórum málum
nútímans eins og alþjóðavæð-
ingu og alþjóðlegum markaði.
Það getur meira að segja vel ver-
ið að þetta eigi enn betur við í
dag en það gerði hér á árum
áður. Raunar er aðalsmerki hans
að það sem hann boðar skiptir
fólk máli og á erindi við stjórn-
málin í dag. Þess vegna skiptir
það ekki öllu máli þó hugmynd-
irnar séu ekki endilega nýjar eða
ferskar. Þær fá vægi og annað Iíf
þegar þær eru settar í nýtt sam-
hengi á nýjum tíma. Þar af leið-
andi verða hugmyndir Giddens
eins áhugaverðar og áhrifamiklar
og raun ber vitni. En að hann sé
að boða einhvern stóran sann-
leik eða að boðskapur hans sé
einhver uppskrift að pólitískri
velgegni er hins vegar afar vafa-
samt.
SkUaboðm
Stærstu og skýrustu skilaboð
Antony Giddens snúast um þá
einföldu staðreynd að til að ná
árangri þarf að taka mið af því
umhverfí sem menn starfa í. Það
þýðir ekki að beita úrræðum
gærdagsins í gjörbreyttum heimi.
Þessi skilaboð hins vegar eru
ekkert endilega bundin við
vinstriflokka. Þess vegna er það
laukrétt hjá Ólafi Stephensen
þegar hann sagði í einhverri út-
varpsstöðinni að boðskapur
Giddens ætti ekkert frekar erindi
til vinstri manna en annara.
Ástæðan fyrir því að Giddens
staðsetur sig til vinstri er sú að
hann vill viðhalda hinni sígildu
hugsjón vinstrimanna um félags-
legt réttlæti og er tilbúinn til að
beita löggjafavaldinu til þess
með mjög virkum hætti. Að öðru
Ieyti er ekki mikill munur (ef
þetta telst þá munur) á hans
hugmyndum og hugmyndum
fíölmargra borgaralega þenkj-
andi alþjóðasinnaðra markaðs-
hyggjumanna. I þessu felst líka
sjarminn sem mér virðist m.a.
hafa heillað ýmsa ágæta vinstri-
og miðjumenn hér á landi.
Menn telja sig fá það besta úr
báðum heimum: félagslega með-
vitaðan og ábyrgan kapítalisma -
eða hina nýju miðjupólitík. En
hér mætast einmitt gömlu hug-
tökin um félagslega ábyrgð (vin-
stri?) og fresli markaðarins
(hægri?) og nákvæmlega hvar
markalínan á að liggja er ekki
endilega ljósara í þriðju Ieiðinni
en það var í gömlu leiðunum.
Menn eru því, þegar allt kemur
til alls, enn að bjástra í sömu
gömlu grundvallarspurningun-
um.
Skólagjöld
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra dregur þetta atriði fram
með sterkum hætti á heimasíðu
sinni í vikunni. Þar greinir Björn
frá því að Giddens hafí heimsótt
hann í menntamálaráðuneytið
og í spjalli þeirra hafí m.a. kom-
ið fram sýn Giddens varðandi
háskóla. Björn segir: „Var fróð-
legt að heyra skoðanir hans á
stöðu LSE (London School of
Economics) í alþjóðlegri sam-
keppni háskóla. Hann sagði lyk-
ilatriði lyrir háskóla, vildu þeir
þróast og dafna, að þeir fengju
að afla sér tekna með skólagjöld-
um. Það væri borin von, að unnt
væri að auka ríkisútgjöld og þar
með skattheimtu í samræmi við
aukna fíárþörf háskóla, sérstak-
lega þar sem hin alþjóðlega sam-
keppni þeirra byggðist á því að
öflugustu skólarnir gætu aflað
sér mkilla tekna með skólagjöld-
um. Þetta er sú stefna sem hann
fylgir sem rektor LSE og hefur
kynnt rækilega, hann er því ein-
dreginn talsmaður þeirrar
stefnu, sem ríkisstjórn Tonys
Blairs hefur fylgt að innheimta í
fyrsta sinn skólagjöld af öllum,
sem innrita sig í breska háskóla."
Stríðni?
Ekki treysti ég mér til að meta
hvort menntamálaráðherra er að
stríða hrifnum miðju- og vinstri-
mönnum á Islandi með því að
senda þetta frá sér, eða hvort
hann hefur tekið Ólaf Stephen-
sen á orðinu og tekur þetta upp
svona sem hugmynd sem
menntamálaráðherra ætti að
skoða á kjörtímabilinu. Vonandi
er þetta stríðni í Birni. Hitt er
ljóst að í þessari útfærslu er hinn
„ábyrgi kapítalismi“ ekki mjög
sjarmerandi fyrir íslenska miðju-
og vinstrimenn, sem enn eru
uppteknir af „gamaldags" hug-
sjónum eins ogjafnrétti til náms.
Eigin leið
Hugmyndin um þriðju leiðina er
vissulega mikilvægt innlegg í
umræðuna, en hana ber ekki að
skoða sem eitthvað endanlegt
lausnarorð í íslenskum stjórn-
málum. Það hefur ekki verið
mikið að gerast í pólitískri hug-
myndafræði upp á síðkastið,
allra síst á vinstri vængnum og
vonandi heldur áfram sú um-
ræða sem Giddens hefur hrund-
ið af stað með heimsókn sinni.
Islenskir miðju- og vinstrimenn
þurfa einfaldlega að útfæra sína
eigin leið og augljóslega munu
þeir að einhverju leyti eiga sam-
leið með Giddens og að öðru
leyti ekki.