Dagur - 02.06.1999, Page 4
4 - MIDVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999
VÍKURBLAÐJD
Útskriftarnemar á Húsavík ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. mynd: pétur jónasson.
3 6 útskrifast frá FSH
Fjölmenni var við skólaslit og
brautskráningu frá Framhalds-
kólanum á Húsavík í Húsavíkur-
kirkju 22. maí s.l. I ræðu sinni
lagði skólameistari, Guðmundur
Birkir Þorkelsson, út af hinum
miklu og öru breytingum sem
eiga sér stað í íslensku samfélagi
og í heiminum öllum. Þessar að-
stæður væru sannarlega spenn-
andi og um leið fælust í þeim
auknar kröfur til skólanna.
Námsgreinar, námsefni og
kennsluhættir þyrftu að vera í
sífelldri endurskoðun. Símennt-
un kennara væri afar mikilvæg
og á upplýsinga- og tækniöld
væri kunnátta við að leita upp-
lýsinga og þekkingar sífellt mik-
ilvægari hluti menntunar.
Gunnar Baldursson, aðstoðar-
skólameistari, flutti yfirlit um
skólastarfið síðastliðinn vetur og
Kristján Bjarni Halldórsson,
áfangastjóri, gerði grein fyrir
niðurstöðum prófa og verðlaun-
um fyrir góðan námsárangur. 36
nemendur voru brautskráðir, 22
með stúdentspróf, 2 af iðnbraut-
um, 2 með verslunarpróf og 10
af verknámsbraut.
Bestum árangri á stúdents-
prófi náði Karl Hreiðarsson,
hlaut ágætiseinkunn 9,1. Krist-
ján Þór Magnússon og Petrea
Guðný Sigurðardóttir fengu 8,6
á stúdentsprófinu. Þessi ung-
menni eru öll frá Húsavík og
luku öll námi á sjö önnum eða
þremur og hálfu námsári.
Tveir nýstúdentar, Asta Magn-
úsdóttir söngkona og Kristján
Þór Magnússon saxófónleikari,
fluttu nokkur lög af smekkvísi
og kunnáttu.
Að lokum ávarpaði skóla-
meistari nemendur og óskaði
þeim farsældar og árangurs í
lífsglímunni sem framundan
væri. Alls hafa 335 nemendur
verið brautskráðir frá skólanum
á tólf árum. Þar af hafa 60 nem-
endur útskrifast af iðnbrautum,
119 af öðrum starfsnámsbraut-
um og 156 með stúdentspróf.
Fjölmörg verðlaun og viður-
kenningar voru veitt fyrir náms-
árangur á hinum ýmsu brautum.
Petrea Guðný Sigurðardóttir
fékk verðlaun fyrir árangur í ís-
lensku, samfélagsgreinum og
fyrir námsárangur á félagsfræði-
braut. Karl Hreiðarsson fyrir ár-
angur í raungreinum, fyrir fé-
Iagsstörf, stærðfræði og tölvu-
fræði og fyrir námsárangur á
náttúrufræðibraut. Kristján Þór
Magnusson fékk viðurkenningu
fyrir félagsstörf og námsárangur
á náttúrufræðibraut. Asta
Magnúsdóttir fékk viðurkeningu
fyrir árangur í ensku og dönsku
og Hrönn Ivarsdóttir fyrir árang-
ur í frönsku og þýsku. Sigríður
Drífa Þórólfsdóttir og Kristján
Júlíusson fengu viðurkenningu
fyrir árangur og ástundun á
verknámsbraut. Erla Dögg As-
geirsdóttir og Ingibjörg Gunn-
arsdóttir fyrir árangur í þýsku.
Og Arnrún Sveinsdóttir og Guð-
rún Inga Hannesdóttir fyrir fé-
lagsstörf. — JS
Blómlegt starf í Fram-
haldsskólamim á Laugum
Stúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum ásamt Sverri Haraldssyni áfangastjóra og Hjalta Jóni Sveinssyni
skólameistara.
Framhaldsskólanum á Laugum í
Reykjadal var slitið við hátíðlega
athöfn laugardaginn 22. maí s.l.
Við skólann hófu 86 nemendur
nám haustið 1998. Á fyrsta ári
voru 32 nemendur, á öðru ári
24, á þriðja ári 20 og 10 byrjuðu
á fjórða ári og af þeim útskrif-
uðust nú 8 stúdentar. Nám á
vorönn stunduðu 81 nemandi.
Tveir nemendur fengu verðlaun
fyrir góðan námsárangur, Laufey
Lind Sturludóttir og Daði Lange
Friðriksson.
I ræðu Sverris Haraldssonar,
áfangastjóra, við skólaslitin,
kom fram að almennt séð hefði
námið og skólastarfið gengið vel
í vetur. Meðal nýjunga í skóla-
starfinu var áfanginn verkgrein,
þar sem nemendur lærðu ýmsa
hagnýta hluti, svo sem úr-
beiningu, bakstur, logsuðu og
járnsmíði. Þetta tókst mjög vel
og skapaði fjölbreytni í náms-
framboði.
Tónlistarlíf við skólann var
með miklum blóma og mikil og
góð tengsl við Tónlistarskólann í
Reykjadal sem kom fram í sam-
vinnu við kórstarf, hljóðfæraleik,
leikstarfsemi og kringum
söngvakeppni framhaldsskól-
anna. Einnig varð framhald á
samstarfi Framhaldsskólans og
leikdeildar Eflingar og 20 nem-
endur tóku þátt í uppsetningu
leikdeildarinnar í vetur á söng-
leiknum „Láttu ekki deigan síga,
Guðmundur!".
Þá stóð skólinn fyrir
skemmstu fyrir Menningardegi
sem helgaður var flóttamönnum
frá Kosovo. Þar komu nemendur
og fjölmargir aðrir listamen
fram fyrir fullu húsi og afrakst-
urinn var myndarleg Ijárupphæð
sem send var Rauða krossinum
til ráðstöfunar flóttamönnum til
handa. — JS
T>í$gut
Lofaðnýjugati
Við birtum á dögunum vísur
úr 2. vfsnahefti Kveðanda,
vísnafélags Þingeyinga, en
ritið er nýlega komið út. All-
ir vísnavinir þyrftu að eign-
ast þetta bráðskemmtilega
rit og til að æsa upp í
mönnmum vísnalystina birt-
um við hér nokkrar
skemmtilegar stökur úr
kverinu:
Spurt var hvar menn
vildu fá næstu jarðgöng.
Sigríður Ivarsdóttir svaraði
svo:
Lítið verður oft wn
efndimar,
ú það sýnist best að lýsa frati,
þeir keppast við þaðfyrir
kosningar
kjósendum að lofa nýju gati.
Indriði Ketilsson kvað:
Álit mitt er einkamúl,
ykkur vil þó segja:
Mikil göng und megin úl
milli lands og Eyja.
Ólína Arnkelsdóttir sagði:
Um Víkurskarð er leiðin
löng,
ojt Ijótur skafl á veginum.
I Vaðlaheiði vantar göng
víð og há með útskotum.
Og Sigvaldi Jónsson kvað:
Þjóna skal sýslum Þingeyjar
það gera okkar ráðherrar.
Þau gleðja mun öll
hin götóttu fjöll,
og göng ættu að vera til
Grímseyjar.
Húsavík
Stöðvarvík?
Hagyrðingar veltu því fyrir
sér hvað væri Iíkt með
Húsavík og Stöðvarvík, sem
var í sjónvarpinu á sínum
tíma. Kristján Jónsson kvað:
Hér er vit í heila sekki,
hagmælskan er engu lík.
En Húsvíkingar hafa ekki
húmorinnfrá Stöðvarvík.
Ingibjörg Gísladóttir
mælti:
Blaðamenn þeirra bestfæ
séð
með bjánaglott áfési.
Þá búum við nú betur með
bullið í Jóhannesi.
Hreiðar Karlsson orti svo:
Innrétting beggja er afar lík,
ekki nokkru i heimi lík.
Hagyrðingar á Húsavík
hér um bil eins og í
Stöðvarvik.
Og Þorsteinn Jónsson
hafði þetta að segja um
málið:
Húsavík er held ég rík,
hún erfáum bæjum lík.
Um það gesti alveg svík
hvort eitthvað líkist
Stöðvarvik.