Dagur - 05.06.1999, Page 5
LAUGARDAGUR S. JÚNÍ 199 9 - 5
FRÉTTIR
Fráleitt að Jón
hafi ekkert vitað
Fyrnun landbúnaðar-
rádherra hissa á skóg-
ræktarstjóra og skóg-
ræktarstjóri hissa á
ráðherra.
„Eg er mjög undrandi á viðbrögð-
um skógræktarstjóra vegna þess
að hann hefur fylgst með málinu.
Eg hef sjálfur átt viðræður við
hann og veit að hann hefur setið
á fleiri en einum fundi í ráðu-
neytinu þar sem fjallað hefur ver-
ið um þetta mál. Honum var auð-
vitað mjög vel kunnugt um hvað
var á ferðinni. Mér er jafn vel
kunnugt um að hann var ekki
fyllilega sáttur við þessar hug-
myndir og hann lét þá skoðun
sfna strax í ljós,“ sagði Guðmund-
ur Bjarnason, fyrrum landbúnað-
arráðherra, en eins og komið hef-
ur ffam hefur Skógrækt ríkisins
kært Guðmund vegna samnings
sem hann gerði á síðustu starfs-
dögum sínum við Landssímann
um að hann fái Skriðufellsland í
Þjórsársdaf til afnota undir sum-
arbústaði starfsmanna. Um
makaskiptasamning var að ræða
þar sem Landssíminn lét af hendi
Gufuskálaland á Snæfellsnesi.
Hreppsnefnd Gnjúverjahrepps
hefur mótmælt samningnum
harðlega.
Guðmundur Bjarnason.
Skógræktarstjóri segir samn-
inginn hafa verið gerðan án
sinnar vitundar og að Skógrækt-
inni hafi ekki verið tilkynnt um
hann. „Samningurinn er í hróp-
legu ósamræmi við stefnumörk-
un um nýtingu og aðgengi al-
mennings að þjóðskógum og
vinnubrögðin gjörsamfega óvið-
unandi," segir meðal annars í til-
kynningu frá Skógræktinni.
Hvort að Skógræktinni hafi verið
tilkynnt um samninginn sagðist
Guðmundur ekki þekkja og vís-
aði á starfsmenn ráðuneytisins.
„Eg treysti því að það hafi verið
Jón Loftsson.
gert eins og lög og reglur gera
ráð fyrir. Eg hef ekki annað um
það að segja. En að skógræktar-
stjóra hafi ekki verið kunnugt
um málið er algjörlega fráleitt,"
sagði Guðmundur sem, aðspurð-
ur, óttast ekki niðurstöðu hugs-
anlegra málaferla vegna þessa
samnings. Þarna hefði verið
gerður góður samningur „til
heilla þeim sjónarmiðum sem
skógræktarstjóri ber fyrir brjósti,
þ.e. að vernda og varðveita land
og friðlýsa stór svæði í þjóð-
garði“, sagði Guðmundur enn-
fremur.
Vissi fyrst af þessu í Degi
Ummæli Guðmundar hér að
framan voru borin undir Jón
Loftsson skógræktarstjóra. Hann
sagðist vera álíka undrandi á
þeim og ráðherrann fyrrverandi
á sínum málflutningi.
„Eg sat á fundi í nóvember á
sfðasta ári þar sem þessar hug-
myndir voru kynntar. Síðan var
ekkert um þetta mál fjallað.
Hvort menn ræddu um þetta á
göngum ráðuneytisins veit ég
ekki. Ég vissi síðan ekkert af
þessum makaskiptasamningi fyrr
en með frétt í Degi £ lok maí. Eg
var þá staddur á ráðstefnu í Dan-
mörku. Eg undrast því að Guð-
mundur skuli segja að mér hafi
verið kunnugt um allt ferlið.
Ráðuneytið hefur aldrei sent
Skógræktinni samninginn, ég
fékk afrit af honum hjá hrepps-
nefnd Gnúpverjahrepps. Þetta
eru undarleg vinnubrögð því
Skógræktin hefur haft með alla
samninga að gera í þjóðskógum,
með fyrirvörum um samþykki
ráðuneytisins,“ sagði Jón en
hann fundaði í gær með Guðna
Agústssyni um málið í heild
sinni. Sagðist hafa komið þeim
skoðunum á framfæri að gjörn-
ingur sem þessi endurtæki sig
ekki án þess að hann væri með í
ráðum. — BJB
Lögreglan tekur skýrslu af vinnu-
vélastjóranum sem sleit rafmagns-
strenginn. - mynd: brink
Rafmagns-
laust
áAkureyri
Rafmagn fór af Akureyri sunnan
Glerár £ u.þ.b. hálfa klukku-
stund £ gærmorgun. Mikil og
vfðtæk vandræði sköpuðust af
þessum sökum. Starfsemi
banka, verslana og þjónustufyr-
irtækja lamaðist og urðu sum
fyrirtækjanna hreinlega að loka
hjá sér um tfma. Eftir að raf-
magnið komst á að nýju tóku við
veruleg vandræði við að ræsa
flókin tölvukerfi um allan bæ.
Degi er kunnugt um nokkur fyr-
irtæki, sem einfaldlega urðu að
vfsa viðskiptavinum sfnum frá
meðan verið var að endurræsa
kerfin.
Að sögn Svanbjörns Sigurðs-
sonar rafveitustjóra var orsökin
fyrir rafmagnsleysinu sú að
grafa sleit í sundur tvo há-
spennustrengi þar sem hún var
við gröft á mótum Hjalteyrar-
götu og Eiðsvallagötu. Hann
segir Rafveituna ekki ábyrga fyr-
ir óhöppum af þessu tagi, enda
séu verktökum veittar upplýs-
ingar um lagnir og þeir beri
ábyrgð á sinni vinnu.
Leitað að höll
íyrir atvinmilífið
Höfuðstöðvar Vinnuveitendasambands íslands við Garðastræti eru metnar
á um 100 milljónir króna. Möguleiki á að byggja nýtt húsnæði yfir Samtök
atvinnulífsins er ekki útiiokaður.
Drauinuriim að allir
sem standa að
Samtökiun atvinnu-
lífsins verði imdir
sama þaki. Leitað að
hentugu framtíðar-
húsnæði, 1.500-
2.000 fermetra. Höf-
uðstöðvar VSÍ metnar
á 100 miUjónir.
Svo getur farið að aðildarfélög að
Samtökum atvinnulífsins verði
að byggja sér allt að 1500-2000
fermetra skrifstofuhús undir
starfsemina. Þessa daga er verið
að leita að hentugu ÍTamtíðar-
húsnæði en höfuðstöðvar VSI í
Garðastrætinu þykja of litlar. Ef
ákvörðun verður tekin um að
byggja nýtt hús er talið að það
muni kosta á bilinu 150-300
milljónir króna að sögn þeirra
sem til þekkja á byggingamark-
aðnum.
Vandfimdið húsnæði
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ segir að það sé
verið að skoða alla möguleika í
þessu sambandi. Fyrir það fyrsta
hveijir vilja vera með í nýjum
samtökunum og f annan stað
hvaða möguleikar koma til
greina í húsnæðismálum. Hann
segir að draumurinn sé að allir
sem standa að Samtökum at-
vinnulífsins verði undir sama
þaki, þótt það sé ekki sjálfgefið. í
þeim efnum sé verið að leita að
heppilegu húsnæði sem sé mið-
svæðis í borginni. Hinsvegar sé
ekki auðhlaupið að finna slíkt
húsnæði. Hann útilokar því ekki
þann möguleika að byggja nýtt.
Það mundi hinsvegar hafa það í
för með sér að ekki yrði hægt að
flytja inn fyrr en eftir 1-2 ár. Af
þeim sökum væri æskilegra að
geta keypt f stað þess að ráðast í
nýbyggingu. Hann segir að hús-
næði VSI f Garðastrætinu verði
ekki auglýst til sölu lyrr en ann-
að hús verður í hendi. Núver-
andi höfuðstöðvar VSÍ séu lið-
lega 1000 fermetrar að stærð og
því sé markaðsverð þeirra eitt-
hvað um 100 milljónir króna.
- GRH
Fyrirlesari með skemmtiferðaskipi
Ríkislögreglustjórinn hefur fengið þekktan bandarískan prófessor,
Herbert Leon MacDonnell, til að flytja hér fyrirlestur um gildi efnis-
legra sönnunargagna við afbrotarannsóknir. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Rúgbrauðsgerðinni næstkomandi þriðjudag. Þess má til
gamans geta að Herbert stoppar hér stutt við í sumarfríi sínu. Kem-
ur hingað með skemmtiferðaskipi að morgni þriðjudags og fer aftur
með því síðar um daginn. Herbert er forstjóri réttarrannsóknastofu í
New York og mjög virtur afbrotafræðingur í Bandarfkjunum og eftir-
sóttur fyrirlesari víða um heim.
Fyrsta skemmtiferðaskipið
Þao var mikið um dýrðir við
höfnina á Akureyri í gær
þegar Ocean Majesty fyrsta
skemmtiferðaskipið í sumar
kom. Það var sjálfur bæjar-
stjórinn, Kristján Þór Júlíus-
son, sem tók á móti endun-
um og færði skipstjóranum
gjöf frá bænum. Tilefni
þessarar viðhafnar var að
hafnaryfirvöld vilja vekja
meiri athygli á komu
skemmtiferðaskipanna en Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á
verið hefur, þannig að ýmsir Akureyri tekur við endum Ocean Majesty
þjónustuaðilar í bænum séu ____á Akureyri i gær._
betur meðvitaðir um þann
fjölda ferðamanna sem hingað er að koma og geti boðið þeim þjón-
ustu.
Kísilverksmiðja á Reyðarfírði
Verið er að kanna möguleikana á því ao byggja kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði og er sú könnun óháð hugmyndum um byggingu álvers
þar. Þetta kom fram hjá svæðisútvarpi Austurlands í gær. Kísilverk-
smiðjuhugmyndin er könnuð í samstarfi við bandaríska fjárfestingar-
fyrirtækið Allied Resorce sem er að hluta í eigu Lífeyrissjóðs Austur-
lands. Kísilverksmiðja yrði mildu minni en álver og er könnunarvinn-
an vegna hennar mun skemra á veg komin en vinna vegna álversins.