Dagur - 05.06.1999, Síða 6

Dagur - 05.06.1999, Síða 6
6 - LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 rD^tu- ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Adstoúarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171ÍAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Svikalogn? í fyrsta lagi Enn er óljóst hvaða áhrif nýjasta samkomulagið um Kosovo mun hafa í reynd. Finnski forsetinn, sem lét sig hafa það að semja við ákærða stríðsglæpamenn í Belgrad, lagði áherslu á að einungis hefði verið stigið fyrsta skrefið af mörgum. Serbneskir leiðtogar virðast hafa fallist á ýmsar helstu kröfur vesturveldanna, en öll ffamkvæmdin er eftir. Og þeir sem nenna að kynna sér sögu síð- ustu ára á Balkanskaga vita gjörla að Slobodan Milosevic er undirförull og slægur bragðarefur sem kann þá stjórnlist til fulls að segja eitt en gera annað. Það er því of snemmt að fagna sigri fyrir hönd flóttafólksins frá Kosovo. í öðru lagi Ljóst er að samkomulagið felur í sér að alþjóðlegur her mun halda til Kosovo og reyna þar að tryggja öryggi flóttafólksins ef og þegar það snýr aftur til rústa heimila sinna. Friðargæsluliðið þarf að vera þannig samsett og stjórnað að albanska þjóðin treysti því til að veija sig; allt annað er einungis svikalogn. Þá er þörf á stórfelldri efnahagsaðstoð til að byggja aftur upp manna- bústaði og önnur mannvirki í Kosovo þannig að fólk geti lifað þar og starfað með nokkurn veginn eðlilegum hætti. Þetta er stórfellt verkefni sem kosta mun ógrynni fjár og fjölmennt lið hjálparfólks árum saman. í þriðja lagi Samningamönnum lýðræðisríkjanna virðist ekki hafa orðið bumbult af að setjast enn á ný að samningaborði með ákærðum stríðsglæpamönnum í Belgrad. Það sýnir auðvitað hvílíkan áhuga vestrænir Ieiðtogar höfðu á að losna út úr stríðsaðgerðum sem þróuðust að ýmsu leyti með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. En enginn skyldi ætla að það verði raunveruleg- ur friður á Balkanskaga á meðan Milosevic og kumpánar hans halda völdum í Serbíu. Enda væri það auðvitað hrein afskræm- ing á sjálfsögðum kröfum um lýðræði og mannréttindi ef serbneskir stríðsglæpamenn sitja áfram í valdastólum í stað þess að svara til saka fyrir fyrir dómstólnum í Haag. Elías Snæland Jónsson. Forsætisráóherranum berst bréf Garri las með íhygli grein í Degi um bréfaskriftir Davíðs í gegn- um tíðina og sá ekki betur en að bréf forsætisráðherra væru flest prýðilega stíluð, gagnorð og frussandi vinsamleg. En það sem kom Garra mest á óvart í þess- ari umfjöllun var að hvergi var minnst á bréf til Davíðs. Berst for- sætisráðherranum aldrei bréf? Ósköp hlýtur það að vera leiðinlegt að skrifa uppstyttulaust bréf og senda út um hvippinn og hvappinn og vera svo ekki virtur svars. Þetta er auðvitað óviðun- andi ástand. Maðurinn á skilið að fá að minnsta kosti eitt bréf á ævinni, sem lítinn þakldætis- vott fyrir öll bréfin sem hann hefur sent þjóðinni. Og Garri lætur ekki sitja við orðin tóm, heldur sest hér með niður og skrifar sínum elskaða og dáða leiðtoga, Kim II Davíð, eitt Iítið lettersbréf opið: Kæri Davíó! Garri heiti ég og geri ekki ráð fyrir því að þú þekkir mig, þar sem þú ert líkast til ekki fastur lesandi Dags og þar með hinna þjóðfrægu pistla minna. Mér finnst ég hinsvegar þekkja þig vel því ég hef lesið öll einkabréf- in þín sem hafa birst í blöðun- um. Af mér og mínum er allt gott að frétta. Mummi frændi er reyndar búinn að missa vinnuna í kaupfélaginu fyrir norðan og Bóthildur systurdóttir mín er á atvinnleysisbótum í Þorláks- höfn, en þau hafa auðvitað bara gott af því að kynnast alvöru lífsins, eins og við, Davíð, sem höfum svo oft lapið dauðann úr V skel og það ekki úr silfurskeið- um. Eg tók númerin af bílnum í gær, heimilisreksturinn þolir nefnilega ekki síðustu bensín- og tryggingahækkanir, en það er hið besta mál, því þá geng ég bara meira mér til heilsubótar og lifi sennilega Iengur. Þetta er að vísu slæmt fyrir ömmu, en hún verður þá bara að keyra meira sjálf á hjóla- stólnum sínum og hefur bara gott af því. Það er alltof ósjálfbjarga þetta farlama fólk og fatlaða og þarf að læra að bjarga sér sjálft. Vona að ástandið sé svipað hjá þér og þinni íjölskyldu og allir séu jafn hressir og glaðir og ég og mfn fjölskylda. Vertu svo æfinlega blessaður og sæll og haltu áfram að stjór- na okkur og skrifa þín bréf af sömu ljúfmennsku og hingað til. Þinn vinur og kjósandi, - GARRI P.S Húbertína kona mín (sem er tannhvöss í meira Iagi) heimtar að að fá að senda þér smá orð- sendingu sem ég biðst fyrirfram afsökunar á: „Davíð, ert þetta þú sjálfur, útvatnaði krullubelgur? Eg hef sko aldrei kosið þig, þú skamm- sýni skegglubaldur og Iang- rækni lómagellir og tómi tunnu- gerðarmaður! Má ég þá heldur biðja um Sverri Hermanns og hananú, þú fljótsprottni fýlu- poki og örsöguafglapi! Og vertu svo ævinlega ekki margblessað- ur! HÚBERTÍNA (OG GARRl) SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON SKRIFAR Fyrir nokkrum dögum var dreift á Akureyri fréttablaði bæjaryfir- valda þar sem nefnd eru helstu tíðindi í bæjarlífinu. Að þessu sinni var sérstaklega gert að frá- sagnarefni hve mikið væri byggt í höfuðstað Norðurlands bæði á vegum einstaklinga og hins opin- bera. „Flestum ber saman um að Iangt sé síðan jafn mikil umsvif hafi verið í verklegum fram- kvæmdum í bænum. Það er nán- ast sama hvar er borið niður, alls staðar er eitthvað í gangi,“ sagði í fréttabréfinu. - Gott vel. í sjálfu sér eru fréttir þessar ekki rangar, en séu þær settar í samhengi við annað sem hefur verið að gerast á Akureyri upp á síðkastið virka þær hjákátlega. Auðvitað þarf alltaf að vera að byggja í 15 þús- und manna bæ. En þegar upp- sveifla á Akureyri er fyrirsögn í fréttabréfi bæjarins sem dreift er í sömu viku og 50 manns hefur verið sagt upp störfum hjá fyrir- tækjum í hænum spyr maður hvað sé í gangi. UppsveifLa á Akureyri? Hafurtask í gámi Alla jafna er uppsveiflan í at- vinnulífinu mest á vorin og upp- sagnir ættu því varla að eiga sér stað á þessum tíma árs. En í þessari viku hef- ur Kaupfélag Ey- firðinga sagt upp 15 starfsmönn- um, 11 starfs- menn Húsa- smiðjunnar hafa fengið uppsagn- arbréf og 17 starfsmenn hjá Slippstöðinni fengu að Ijúka í þessari viku. Þá hefur átta manns verið sagt upp hjá Sölu- miðstöð hrað- „Þegar uppsveifla á Akureyri er fyrirsögn i fréttabréfi bæjarins - sem dreift er í sömu viku og 50 manns hefur verið sagt upp störf- um hjá fyrirtækjum i bænum - spyr maður hvað sé í gangi." frystihúsanna, en um liðna helgi var skrifstofu hennar á Akureyri lokað og allt hafurtaskið sett í gám og flutt suð- ur. Fregnir berast af allmörgum sem hyggjast flyt- ja af svæðinu og í góðærið syðra - og forráðamenn ýmissa fyrirtækja hafa það sama í huga. Hyggjast fara að dæmi SH, loka „sjoppum" sínum nyrðra, setja sínar verald- Iegu eigur í gám og fara til Reykja- víkur, þar sem björt eru borgar- Ijósin, að sagt er. Sjálfsblekkwg Landsbyggðar- fælni, sagði Jón Birgir Guð- mundsson, for- stöðumaður ráðningaskrif- stofunnar Ráðgarðs á Akureyri, í viðtali í Morgunblaðinu fyrr í vik- unni. Þetta er hárrétt hjá Jóni og það er líka ljóst að vandi lands- byggðarinnar er að verulegu leyti hugarfarslegur. Víða eru mögu- leikar til þess að byggðirnar megi vaxa og dafna og hefur Eyjaíjarð- arsvæðið verið sérstaklega nefnt í því sambandi. Aðgerðir stjórn- valda í byggðamálum, hversu gáfulegar sem þær eru og skila al- mennt miklu, sem er mjög um- deilt, hafa ekki síst miðast við að styrkja EyjaQarðarsvæðið. Uppsveifla á Akureyri gæti vissulega verið veruleiki og til þess eru vissulega allar forsendur. En meðan svo er ekki skyldi eng- inn reyna að telja sjálfum sér trú um hitt. Allra síst bæjaryfirvöld, einsog þau hafa gert með grein- inni um uppsveifluna í fréttablaði sínu. Ber hún einna helst vott um sjálfsblekkingu, sem gæti allt eins leitt Akureyringa f enn verri stöðu í atvinnu- og byggðamálum en þeir eru þegar komnirí. Hvemigfer kimtt- spymulandsleikur ís- lands ogArmeníu í dag? Rúnar Júlíusson tónlistarmaður. „Þetta verður hefðbundið, við vinnum leikinn eða að minnsta kosti jöfnum. Landsliðið hefur verið í góðum mál- um undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar og engin breyting er þar á.“ Víðir Siguiússon íþróttajféttamaðurá DV. „Ég held að íslenska liðið komi til með að vinna leik- inn og eigum við ekki að segja að Ioka- tölurnar verði 2-0. En erfitt verður þetta. Þegar almennt er búist við því að liðið sigri, þegar styrkleiki mótheijanna er svipað- ur og þegar heimavöllurinn er annarsvegar þá verður pressan á Ieikmenn Islendinga meiri en ella. Þá eiga þeir að vinna að mati þjóðarinnar og undir slíkum væntingum er oft erfítt að standa þó ég telji að karakter íslenska Iandsliðsins sé reyndar sá í dag að leikmenn eigi að geta staðið und- ir pressunni." Vatida Sigurgeirsdóttir þjálfari kvennaliðsKR í knattspyniu. „Ég spái því að Island muni vinna með tveimur mörkum. Is- lendingar gerðu jafn- tefli við Armeníu á útivelli í fyrra og nú hafa þeir alla burði til þess að sigra í þessum Ieik. Þórður Guðjósson og sveit- ungi minn frá Sauðárkróki, Eyjólfur Sverrisson, munu skora mörkin. Þetta verður skemmtileg- ur Ieikur og íslendingar munu sækja meira en þeir hafa gert á móti sterkari Iiðum.“ Þorsteinn Gunnarsson fonnaðwrÍBV. „Öruggur ís- lenskur sigur er mín spá um þennan leik, þrjú mörk gegn engu. Liðið bullar af sjálfstrausti og staða liðsins í riðlinum er þan- nig að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, sem hlýtur að verða til þess að leikmenn leggi sig alla fram um að ná næsta stórafreki ís- Ienskrar íþróttasögu, sem er að komast í úrslitakeppni Evrópu- keppni Iandsliða. Það er raunhæf- ur möguleiki að ná svo langt og Guðjón Þórðarson hefur sýnt og sannað að hann er réttur maður á réttum stað og ég hef tröllatrú á því að gott gengi landsliðsins haldist áfram undir hans stjórn. Ég er ekki að gera þá kröfu að Iandsliðið komist í úrslitakeppn- ina, þó farið sé að gæla við að sá möguleiki sé til staðar."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.