Dagur - 05.06.1999, Side 9
8- LAUGARDAGUR S. JÚNÍ 1999
LAUGARDAGUR S. JÚNÍ 1999 - 9
FRÉTTA SKÝRING
Tkypr
FRÉTTIR
Stutt en snarpt sumarþing
BIORN
JOJJANN
BJORNSSON
SKRIFAR
Nýtt þing kemnr sam-
an á þriðjudaginn. Bú-
ist er viö stuttu en
suörpu þinghaldi þar
sem tekist verður m.a.
á um kjördæmamálið.
Meuu híða eiunig
spenutir eftir stefnu-
ræðu Davíðs Oddsson-
ar í ljósi þeirra
þeusluáhrifa sem hafa
orðið á hveitihrauðs-
dögum nýrrar ríkis-
stjómar.
Nýtt þing kemur saman næst-
komandi þriðjudag í fyrsta sinn
eftir kosningar. Stefnt er að því
að ljúka þinghaldi fyrir 17. júní
þannig að þetta verður stutt en af
mörgum talið snarpt átakaþing.
Fyrir utan hefðbundna dagskrár-
liði eins og stefnu forsætisráð-
herra, kjör þingforseta og í nefnd-
ir og ráð á vegum Alþingis, þá
liggur fyrir að afgreiða stjórnar-
skrárbreytingu vegna nýrrar kjör-
dæmaskipunar og eins að greiða
atkvæði um Smugusamninginn.
Halldór Ásgrímsson, sem hefur
næstlengstu þingsetu að baki,
stýrir fyrsta þingfundi í forföllum
Páls Péturssonar sem setið hefur
sleitulaust á þingi frá 1974. Þá
var Halldór einnig kjörinn á þing
en sat ekki þing frá 1978 til ‘79.
Nafni hans, Blöndal, mun síðan
taka við embætti þingforseta, ger-
ist ekkert óvænt í atkvæðagreiðsl-
unni.
Að lokinni þingsetningu verður
gert stutt hlé þar til Davíð Odds-
son flytur stefnuræðuna síðdegis
á þriðjudag. Á meðan yfirgefa
gestir þingsins salinn, forseti Is-
lands og fulltrúar erlendra ríkja.
Þetta er breyting frá setningu síð-
asta þings. Þegar Davíð hefur
flutt boðskapinn verður aftur tek-
ið hlé áður en umræður hefjast
um stefnuræðuna um kvöldið.
Margir bíða spenntir eftir ræðu
Davíðs í ljósi umdeildra verð-
hækkana í þjóðfélaginu á hveiti-
brauðsdögum nýrrar ríkisstjórnar.
Á meðan hann hefur setið árs-
fund Bilderberg-samtakanna í
Portúgal, þar sem margir helstu
stjórnmálaforingjar og auðmenn
vestrænna ríkja eru saman komn-
ir, hafa verkalýðsforystan, stjórn-
arandstaðan og Neytendasamtök-
in mótmælt þessum hækkunum
harðlega. Fróðlegt verður að
heyra Davíð tjá sig um áhrif þess-
ara hækkana en þeir ráðherrar,
sem hafa tjáð sig opinberlega til
þessa, telja þær ekki ógna stöðug-
Ieikanum. Halldór Ásgrímsson
hefur hins vegar gert athuga-
semdir við hækkun iðgjalda trygg-
ingafélaganna og ekki er ólíklegt
að umræða fari fram um ný
skaðabótalög á sumar- eða haust-
þinginu.
Formennska frá stjómarand-
stöðu
Eins og Dagur hefur skýrt frá í
vikunni mun stjórnarandstaðan
ekki fá formennsku í neinum
þingnefndum heldur ætla stjórn-
arflokkarnir að skipta á milli sfn
þeim stólum. Sjálfstæðismenn fá
formennsku í 8 nefndum og
framsóknarmenn í 4. Á síðasta
þingi var stjórnarandstaðan með
formennsku í 3 nefndum á tíma-
bili þegar Kristín Ástgeirsdóttir
fór fyrir félagsmálanefnd, Stein-
grímur J. Sigfússon var um tíma
yfir sjávarútvegsnefnd, eða þar til
Kristinn H. Gunnarsson tók við,
og Ossur Skarphéðinsson var allt
kjörtímabilið yfir heilbrigðis- og
trygginganefnd. Kristín Ástgeirs-
dóttir sagði sig síðan úr Kenna-
listanum og gekk í flokk óháðra
og Kristinn H. skipti úr Alþýðu-
bandalaginu yfir í Framsókn.
Össur skipti ekki um flokk en
stjórnarflokkunum, einkum
framsóknarmönnum, þótti hann
óþægur ljár í þúfu og svo virðist
sem öll þessi reynsla hafi fengið
stjórnarflokkana til að taka við
öllum formannsstólunum á ný.
Stjórnarandstaðan hefur mót-
mælt lágstöfum og virðist ætla að
láta þetta yfir sig ganga. Össur
sagði við Dag í vikunni að and-
staðan yrði bara harðari fyrir vik-
ið.
Smjörþefinn af þeirri yfirlýs-
ingu má sjá í ályktun sem þing-
flokkur Samfylkingarinnar sendi
frá sér í fyrradag. Þar átelur hann
harðlega „blekkingar" stjórnar-
flokkanna í nýliðinni kosninga-
baráttu og að þrátt fyrir varnaðar-
orð Samfylkingarinnar hafi
stjórnarflokkarnir haldið því
ranglega fram að stöðugleikinn
væri ekki í hættu og að framund-
an væri langvarandi góðæri.
Fnrmpmnmir hittust
Formenn þingflokkanna komu
saman í Alþingishúsinu í gær til
að bera saman bækur sínar um
þinghaldið f næstu viku. Allir
voru þeir nýskipaðir formenn
nema bvað Valgerður Sverrisdótt-
ir gefur ekki kost á sér til áfram-
haldandi formennsku í þingflokki
framsóknarmanna. Kosið verður í
það embætti á þingflokksfundi á
mánudaginn. Einungis fimm
þingmenn koma þar til greina þar
sem sex eru ráðherrar og einn,
þ.e. Valgerður, á leiðinni í ráð-
herrastól á kjörtímabilinu. Fimm-
menningarnir eru Ólafur Örn
Haraldsson, Kristinn H. Gunn-
arsson, Hjálmar Árnason, Jón
Kristjánsson og Isólfur Gylfi
Pálmason. Ógjörningur er að spá
hvernig sú kosning fer. Hún er
hlekkur í miklu púsluspili flokks-
ins svo að sem flestir þingmenn
fái eitthvað fyrir sinn snúð. Ef
ekki ráðherrastól, þá þingflokks-
eða nefndarformennsku.
Óánægjameð
kj ördæmaskipan
Aftur að þing-
flokksformönn-
unum. Að lokn-
um fyrrgreindum
fundi í gær
heyrði Dagur í
þeim hljóðið fyr-
ir komandi sum-
arþing. Fyrstur
fyrir svörum varð Ögmundur
Ogmundur Jón- jónasson.
asson, þing- ---
flokksformaður
Vinstri hreyfingarinnar - græns
ætla sér að hafa
þetta örstutt þing,
fyrst og fremst til
að afgreiða kjör-
dæmamálið til
umræðu síðari
þings. Okkur ligg-
ur mjög á hjarta
að tala um það
breytta ástand Rannveig Guð-
sem nú blasir við mundsdóttir.
frá þeirri umræðu ----
um stöðugleika,
góðæri og efnahagsástand í þágu
beimilanna í landinu, sem var
rauður þráður í öllum boðskap
stjórnarflokkanna fram að kjör-
degi. Nú er umræðan önnur.
Stofnanir á sviði efnahagsmála,
sérfræðingar og stjórnmálamenn
horfast í augu við, og ræða það
opið í Qölmiðlum, að blikur eru á
lofti og stjórnvöld hljóta að þurfa
að bregðast við þeim breytingum
sem fyrir löngu voru orðnar sýni-
legar en stjórnvöld þrættu fyrir.
Þessa umræðu viljum við fá og
eigum eftir að taka upp við for-
ráðamenn þingsins. Ekki er nóg að
fara í umræðu um stefnuræðuna
þar sem hún er bundin og við njót-
um ekki svara og umræðu á sama
hátt og í pólitískri umræðu. Við
hljótum að óska eftir því að ýmis
önnur mál verði rædd og flytja til-
Iögur til þess að fá mál á dagskrá,"
sagði Rannveig og útilokaði ekki
að stjórnarandstaðan færi fram á
utandagskrárumræður á þessu
sumarþingi.
Formenn þingflokkanna komu saman í Alþingishúsinu í gær til að skipuleggja sumarþingið. - mynd: þök
framboðs. Honum fannst ekki
vera „nógu góður bragur" yfir
byrjun þinghaldsins að hálfu
stjórnarflokkanna. Að hans mati
verður kjördæmamálið stærsta
málið á sumarþinginu.
„Stjórnarskrárbreytingin verður
tekin fyrir en hins vegar er ekki
nauðsynlegt að ganga frá skipt-
ingu kjördæma. Óánægja er mik-
il í þinginu, ekki síst hjá mörgum
þingmönnum Reykjavíkur með
að skipta borginni upp í tvö kjör-
dæmi. Sjálfum fyndist mér eðli-
legt að endurskoða þau áform og
gefa sér góðan tíma til umræðu,“
sagði Ögmundur.
Um nefndarformennskuna
sagði Ögmundur rök vera með
því og á móti að stjórnarflokkarn-
ir gegndu henni. Honum fannst
koma til greina að stjórnarand-
staðan fengi formennsku í öllum
þingnefndum til að styrkja þingið
gegn framkvæmdavaldinu.
„Eitt er alveg víst að menn vilja
ekki þau vinnubrögð sem við urð-
um vitni að, að ákveðið sé um allt
án umræðu. Það er ekki góð byrj-
un á þinghaldinu. Þetta verður
stutt þing en margt þarf að koma
til umræðu. Þess vegna er því
ekkert til fyrirstöðu að lengja
þinghaldið, ef út í það fer. Blikur
eru á lofti í efnahagsmálum.
Verðbólguhjólin eru farin að snú-
ast og kolameistararnir koma
bæði ffá tryggingafélögunum og
hinu opinbera, sem eru að keyra
verðlag upp og auka þar með út-
gjöld heimilanna. Óvissa er einn-
ig um ýmsa þætti, m.a. stjórnar-
sáttmálann, sem ríkisstjórnin
verður að gera betri grein fyrir.
Stórar spurningar vakna varðandi
orkumál og virkjanaframkvæmdir
og síðan er margt alvarlegt að ger-
ast í okkar þjóðlífi sem ástæða er
fyrir Alþingi að hafa afskipti af. I
því sambandi nefni ég fy'rirhugað-
ar lokanir á sjúkrahúsum sem
hafa haft í för með sér mikla erf-
iðleika fyrir fólk á undanförnum
árum, og undarlegt að menn skuli
aldrei Iæra þar af reynslunni,"
sagði Ögmundur.
Liður vel í stjómarandstððu
Guðjón A. Krist-
jánsson sat
fundinn í gær af
hálfu Fijálslynda
flokksins. Miðað
við áætlanir
stjórnarflokk-
anna um að
þinghaldi Ijúki
15. júní sagðist
hann ekki reikna
með miklum af-
köstum þingsins
á þessum sjö dögum.
„Við myndum vilja fá fjölmörg
mál fram en tveggja manna þing-
flokkur fær varla miklu ráðið um
það. Eins og kjördæmamálið er
vaxið þá Iátum við það líldega
liggja eins og það er. Búið er að
samþykkja það einu sinni og ekki
komum við þar að málum. Eg tel
það hins vegar ekki klárt að
Smugusamningurinn verði af-
greiddur. Er ekki einhver hæga-
gangur á mönnum í Noregi með
þann samning? Þingflokkarnir
eiga síðan eftir að ákveða hvaða
Guðjón A.
Kristjánsson.
mál þeir vilja fá á dagskrá. Við hjá
Frjálslynda flokknum útilokum
ekki að við tökum upp umræðu
utan dagskrár um einhver mál.
Tilefnin eru ærin,“ sagði Guðjón
sem aðspurður sagðist líða vel að
vera kominn í stjórnarandstöðu.
Hann var sem kunnugt er vara-
þingmaður á síðasta þingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörð-
Stutt og áferðarfagurt
Valgerður Sverr-
isdóttir, sem er
að ljúka þing-
flokksfor-
mennsku hjá
framsóknar-
mönnum, sagð-
ist reikna með
að þingið yrði
stutt og áferðar-
fagurt.
„Eg á ekki von
á neinum átök-
um. Pólitísk umræða verður eins
og eðlilegt er í upphafi kjörtíma-
bils. Eflaust mun stjórnarand-
staðan eitthvað minna á sig en
sannleikurinn er sá að háværar
raddir hafa ekki verið í þjóðfélag-
inu um að stjórnarandstöðuflokk-
arnir ættu að koma inn í ríkis-
stjórn. Ríkisstjórnin á mjög mik-
inn stuðning. Fyrst og fremst er
verið að koma starfseminni af
stað í þinginu, skipa nefndir og
ráð og fá umfjöllun um stjórnar-
sáttmálann og ^ stefnuræðu for-
sætisráðherra. Eg á t.d. ekki von
á átökum um kjördæmamálið.
Það er mál sem búið er að taka
Valgerður
Sverrisdóttir.
Sigríður Anna
Þórðardóttir.
ákvörðun um og allt loft farið úr
því, að mínu mati. Allir flokkar
koma að málinu, með misjafnlega
mikilli ábyrgð," sagði Valgerður.
Ómögulegt að spá um átök
„Helsta þingmál-
ið er að sjálf-
sögðu kjördæma-
málið og stjórn-
skipunarfrum-
varpið. Eg á von á
að þetta verið
stutt þing,“ sagði
Sigríður Anna
Þórðardóttir,
þingflokksfor-
maður Sjálfstæð-
isflokksins. Hvort
einhver átök yrðu sagði hún
ómögulegt að spá um. Það ætti
eftir að koma í Ijós. Hún sagðist
vel geta ímyndað sér að stjórnar-
andstaðan vildi ræða ýmis mál.
Aðspurð um Smugusamninginn
sagðist Sigríður Anna ekki reikna
með öðru en að hann kæmi til at-
kvæðagreiðslu. „Þetta hefur verið
á borði ríkisstjórnarinnar og ekki
komið inn í þingflokkana enn. En
von er á því máli, engu að síður.“
Utandagskrárumræður mögu-
legar
Við upphaf þings fannst Rann-
veigu Guðmundsdóttur, formanni
þingflokks Samfylkingarinnar, það
standa upp úr að engin áform
væru uppi hjá stjórnarflokkunum
um að hefja pólitíska umræðu fyr-
ir utan umræðu um stefnuræð-
na.
„Greinilegt er á öllu að menn
SENDUB TfeKKl
$2- -
iSLfc»^
,UR 7É.KW
******
OSfiT'
ÍfAJi
*****
'.SifspSH
Gömlu tékkheftin voru ekki gjaldgeng eftir að bankinn var gerður að hlutafélagi.
Hentu heftum
9 milljónir
fjirir
Breyting ríkisbank-
anna í hlutafélög
kostaði marga millj-
ónatugi.
Búnaðarbankinn þurfti að af-
skrifa 9 milljóna birgðir af tékk-
heftum og ýmsum skjölum, sem
innihéldu heiti bankans í texta,
þegar bankinn var gerður að
hlutafélagi. Þetta var langt í
helmingur þess kostnaðar sem
bankinn hafði af hlutafélaga-
væðingu og sölu bankans á sín-
um tíma. Samkvæmt svari fjár-
málaráðherra við fyrirspurn
Guðmundar Árna Stefánssonar,
var annar kostnaður af breyting-
unni tæpar 12 milljónir. Þriðj-
ungurinn, rúmar 4 milljónir,
fóru í þóknun til nefndarmanna
og bankaráðsmanna, liðlega 3,3
milljónir fóru í auglýsingar og
kynningamál, 2,7 milljónir í
kynningarfund fyrir erlenda
banka í London, rúmar 770
milljónir í ferðakostnað, 690
milljónir í útlagðan kostnað við-
skiptaráðuneytis og 250 milljón-
ir í sérfræðiþjónustu.
Lansi fundaöi ódýrara í
London
í kostnaðaryfirliti Landsbankans
kemur ekki fram hvað hann
þurfti að afskrifa mikið í úreltum
tékkheftum. En annar kostnaður
var hátt á elleftu milljón. Þókn-
un til bankaráðs- og nefndar-
manna var álíka, en Landsbakn-
inn borgaði hins vegar 3,8 millj-
ónir fyrir sérfræðiþjónustu, eða
15 sinnum meira en bróðir Bún-
aðarbanki. Kynningarfundur í
London var aftur á móti
900.000 krónum ódýrari hjá
Landsbankanum, sem ekki getur
heldur um eina krónu í kynning-
ar- og auglýsingakostnað.
I yfirlitum beggja bankanna er
tekið fram að ótalinn sé sá
kostnaður sem fólst í vinnu
starfsmanna innan bankans við
undirbúning, kynningarmál og
fleira. Skráning í hlutafélagaskrá
og starfsleyfi kostaði hvorn
banka aðeins um 165 þúsund
krónur.
Rafmagn hækkar
Veröhækkanir hafa
verið mikið í uinræð-
unni imdanfama
daga. Nýverið hækk-
aði Landsvirkjun raf-
orkuverð uin 3 pró-
sent og mun það hafa
áhrif á orkuverð um
allt land.
Allmargar verðhækkanir hafa
streymt yfir landsmenn undan-
farna daga. Þær raddir sem boða
sívaxandi verðbólgu verða æ há-
værari en ríkisstjórnin segir
þessar hækkanir ekki ógna stöð-
ugleikanum. Landsvirkjun hefur
nýverið boðað hækkun á heild-
söluverði raforku til almennings-
veitna um 3 prósent sem tekur
gildi 1. júlí næstkomandi. Um
áramótin 1998 hafði raforkuverð
Landsvirkjunar hækkað um 1,7
prósent. I kjölfarið á síðustu
hækkun Landsvirkjunar ákváð
stjórn veitustofnana Reykjavíkur
að hækka verð á hita um 4,6
prósent og verð á rafmagni um 3
prósent.
Líkleg hækkiut í Hafnarfirði
Jónas Guðlaugsson rafveitustjóri
Rafmagnsverð vítt um land hefur
hækkað í kjölfar gjaldskrárhækk-
unar Landsvirkjunar.
hjá Rafveitu Hafnaríjarðar segir
að Iíklega muni verð á rafmagni
hækka um 3 prósent á næstunni
hjá þeim en bann tekur fram að
engin ákvörðun liggi fyrir og
mun málið líklega Iiggja fyrir á
stjórnarfundi næstkomandi mið-
vikudag. Hann telur að hækkun
Landsvirkjunar og almenn
hækkun tilkostnaðar kalli fram
hækkanir. Að auki segir Jónas að
á undanförnum árum hafi raf-
magnsverð frá Landsvirkjun
hækkað töluvert meira en sem
samsvarar almennu verðlagi.
Svipaða sögu segir Svanbjörn
Sigurðsson hjá Rafveitu Akur-
eyrar sem hefur ákveðið 3 pró-
senta hækkun frá og með 1. júlí
og bendir á að raforkuverð Raf-
veitu Akureyrar hafi hækkað
mun minna á undanförnum
árum en verð Landsvirkjunar og
byggingarvísitala.
Fundur hjá Rarik á
þriðjudaginn
Að sögn Kristjáns Jónssonar hjá
Rarik liggja eins og stendur eng-
ar ákvarðanir fyrir um breytingar
á gjaldskrá Rarik en það mál
verður tekið til umfjöllunar á
stjórnarfundi þriðjudaginn 8.
júní. Hins vegar telur hann það
ekki ólíklegt að einhveijar breyt-
ingar verði gerðar. Júlíus Jóns-
son forstjóri Hitaveitu Suður-
nesja segir að ekkert sé afráðið
með breytingar á þeirra gjaldskrá
en hins vegar telur hann minni
líkur en meiri á því að breyting-
ar verði gerðar. Að sögn Guð-
laugs Sveinssonar hjá hitaveitu
Þorlákshafnar eru engar fyrir-
hugaðar breytingar á verði þar
og það mál ekki einu sinni vera á
dagskrá. Hitaveita Egilsstaða og
Fella segir að ekkert liggi fyrir
um breytingar á gjaldskrá og
Akranesveita er sögð vera að
skoða málin. — ÁÁ