Dagur - 11.06.1999, Blaðsíða 7
X^MT'
FÖSTUDAGUR 1 1. JÚNÍ 19 99 - 7
HÚS & GARÐAR
L
Gulu blóiuin vinsælust
Ekki má láta plönturnar skrælna úr þurrki.
undir borði. Enda þekkja dæt-
urnar ekki þetta hugtak sumar-
frí.
Með uppskeruna í kerru nið-
ur á Óðinstorg
Gróðrarstöðin Grænahlíð var
stofnuð árið 1944 af tveimur
bræðrum. Þá hafði stöðin mun
meira land en hún hefur nú.
Bræðurnir ræktuðu grænmeti og
sumarblóm, fóru með uppsker-
una í kerru niður á Oðinstorg og
seldu hana þar. Það eimir enn
eftir af þessari hefð því við erum
alltaf með matjurtir hér á vorin.
Smám saman hefur verið að
þrengjast um okkur eftir því sem
byggðin þéttist hér í Fossvogin-
um. Svo hefur aðgengi versnað
og bílastæðið er lítið. En við
erum að færa okkur í Kópavog-
inn. Þar erum við með aðra stöð,
Storð. Eg segi ekki að við sjáum
þar fram á betri tíð með blóm í
haga en alla vega fleiri bílastæði.
Annars er Grænahlíð vel staðsett
og við fáum sömu viðskiptavin-
ina ár eftir ár.
Fimm himdruð íjölærar
plöntur
Við höfum sérhæft okkur í fjöl-
æru plöntunum. Erum með nær
500 tegundir af þeim og höfum
lagt mikla áherslu á fjölbreytn-
ina. Salan í Qölæru blómunum
hefur verið að aukast síðustu ár.
Fólk vill fá meira litaúrval í garð-
inn en runnarnir og sumarblóm-
in gefa. Runnarnir blómstra yfir-
leitt gulu og hvítu, einn og einn
er bleikur, en þú færð ekki bláan
runna eða hárauðan. Þá er gam-
an að auka litadýrðina með fjöl-
ærum blómum sem blómstra í
öllum mögulegum litum og á öll-
um tímum. Þau fyrstu byrja að
blómstra í mars-apríl og svo get-
ur ein tegundin tekið við af
annarri alveg fram í október. Við
gefum viðskiptavinum sem þess
óska plöntulista sem sýnir hvern-
ig skilyrði hver tegund þarf og
hvenær hún blómgast."
Mikill ræktunaráhugi í þjóð-
fclaginu
- Velur ungt fólk önnur blóm
en eldmfólk?
„Já, eldra fólkið þekkir meira
af blómum, það er reyndara og
fróðara og spyr eftir tegundum
sem unga fólkið þekkir ekki.
Fólk undir þrítugu er nú yfírleitt
ekki komið með stóra garða og
verslar því minna af blómum en
það er græn vakning í þjóðfélag-
inu. Allir eru að rækta eitthvað
og kannski skiptir ekki mestu
máli hvað það er,bara að eitthvað
sé í gangi. Skógræktaráhugi
þjóðarinnar er mikill og það er
fí'nt að rækta. Stjórnmálamenn
físka græn atkvæði ef þeir sjást
stinga niður tré einhversstaðar.
nigresið erfítt viðureignar
Við erum á sama báti og aðrir
sem berjast við illgresið. Allar
plöntur sem vaxa þar sem þær
eiga ekki að vera teljast til ill-
gresis. Við erum t.d. með birki
og selju sem illgresi í þessari
stöð. Þetta eru fallegar plöntur
þar sem þær eru á réttum stöð-
um en þegar þær skjóta upp koll-
inum í sumarblómapottunum
eða í fjölæringunum þá eru þær
orðnar illgresi. Plöntur eins og
Iambaklukkan og dúnurtin hafa
breiðst mjög hratt út á seinni ár-
um og orðið erfiðar viðureignar,
jafnt í gróðrarstöðvum sem görð-
um almennings.
Fíflarnir sem gleðja okkur fyrst
á vorin verða líka plága þegar
þeir vaxa um allt. En við höfum
ekki viljað uppræta túnfíflana
hér úr köntunum. Það er svo
gaman fyrir lítil börn sem koma
hingað með foreldrum sínum að
fá að tína blóm og þau kunna að
meta fíflana.“ -GUN
„Það eru tískusveiflur í sumar-
blómanotkuninni eins og öðru,
bæði litum og tegundum," segir
Guðrfður Halldórsdóttir í Gróðr-
arstöðinni Grænuhlíð. „Undan-
farin ár hafa gul sumarblóm fyrst
selst upp hjá okkur. Fólk er orðið
þreytt á grámanum, eftir vetur-
inn og þegar sumarið kemur þá
stekkur það á gulu blómin, sem
er ósköp eðlilegt því þau lýsa svo
mikið upp og skreyta.
Við reynum að bregðast við
með því að eiga nóg af gulum
blómum í ár og erum með hell-
ing af gulum tegundum, sem við
höfum ekki haft áður, til að auka
fjölbreytnina. Hér er til dæmis
gulur sólboði - ekki amalegt nafn
- og hér er mánafí'fill, sem er líka
gulur. Frúarhatturinn er svipað-
ur, enda úr sömu fjölskyldu.
Þetta er allt af körfublómaætt,
sem mjög mörg sumarblóm til-
heyra. Við gerðum prufur með
þessar tegundir í fyrra og þær
reyndust mjög vel, enda seldust
þær nánast á einum degi.
Ný afbrigði fáum við þannig
að við kaupum inn fræ og fáum
leiðbeiningar um hvemig skuli
meðhöndla það til að ná góðri
uppskeru á réttum tíma. Svo
flytjum við líka inn græðlinga.
Hengitóbakshornið er þannig til
komið. Það er mjög vinsæl
planta um þessar mundir, ber
stór blóm og er bæði til í bleik-
um og fjólubláum litum. Sumir
halda að það Iifí bara í gróður-
skálum en svo er ekki.
Við erum eingöngu með úti-
blóm. Auðvitað eru þau mismun-
andi harðgerð en öíl þrífast þau
utandyra, það er bara spurningin
um staðsetningu. Sum sumar-
blóm þurfa hlýjan og bjartan
stað til að þau njóti sín en önnur
þola meira. Það er hægt að fínna
tegundir fyrir sólríka staði,
skuggastaði, vindasama staði og
hvað sem er. Það skiptir mestu
máli að viðskiptavinurinn segi
okkur hvernig aðstæður eru hjá
honum, þá fínnum við eitthvað
sem þrífst við þær aðstæður.
Sumarblóm skiptast eiginlega í
tvennt. Við erum annast vegar
með lítil blóm í litlum pottum
sem eru í ódýrari kantinum. Svo
erum við með stórvaxnari plönt-
ur sem líka er búið að leggja
meiri rækt við og eru dýrari.
Hér byijar vorið í lok janúar.
Febrúar er rólegur en í mars er
orðið mjög líflegt. Blómin þurfa
mislangan ræktumartíma áður
en þau eru tilbúin. Stjúpur þurfa
alveg fjóra mánuði áður en þær
fara í sölu. Svo tínast hinar teg-
undirnar inn koll af kolli þannig
að í mars-apríl er þetta orðinn
sprettur. I maí flytur maður
hingað, hefur svefnpokann sinn
Hér heldur Gurrý á Sólboða sem er ein afnýju tegundunum í Grænuhlíð.
Garðar sem létt er
aðhirða
Margir hafafarið út í
að helluleggja garða
sína og losna þannig
við slátt stórra gras-
flata.
„Flest fólk vill garða sem létt er
að hirða og þá koma hellur,
pallar og runnar í góðar þarfir,"
segir Jón Hákon Bjarnason,
sölustjóri hjá Hellusteypu JVJ.
„Það skiptir gjarnan garðinum
upp í athafnasvæði, hefur fal-
legan inngang, fallegan dvalar-
stað, Ieikhorn fyrir börnin og
grasflöt. Þar sem vindar blása
hér úr öllum áttum til skiptis
finnst fólki gott að hafa fleiri
en einn pall eða stétt og geta
notið þess að vera þar sem best
er og blíðast hverju sinni. Fólk
er farið að nota hellur meira en
áður í stað trépallanna, vegna
viðhaldsins.
Runnarnir eru mjög þægileg-
ir, bæði til skjóls og skreytinga
og fallegt að hafa nokkrar gerð-
ir saman í hekki. Setja þá
hverja tegund fyrir sig í þéttan
brúsk og klippa hann eins og
eitt tré þegar að klippingunum
kemur. Með þessu móti fást fal-
Ieg litbrigði í beðin, einkum vor
og haust.“ Jón Hákon segist
„rissa“ upp hugmyndir að göð-
um fyrir viðskiptavini Hellu-
steypu JVJ til að finna út það
hentugasta fyrir hvern og einn.
Jón Hákon ætti að vita hvað
hann er að segja því maðurinn
er allt í senn skrúðagarðyrkju-
meistari, húsasmíðameistari og
skógfræðingur. Auk þess er hann
sölustjóri hjá Hellusteypu JVJ og
er því vel að sér um hellur og
helíulagnir. Hann segir vinsæld-
ir hellna aukast jafnt og þétt,
ekki bara hér á landi heldur um
allan heim. En hvað er það
nýjasta sem Hellusteypa JVJ
býður upp á? „Nýjungarnar í
helluframleiðslunni hjá okkur
eru tvær, hallarsteinn og ný teg-
und götusteins í fjórum stærð-
um sem fallegt er að blanda
saman. Hallarsteinninn er í
rauðum tónum og götusteinninn
er framleiddur í mismunandi lit-
um.“ Efnið í steinana er alís-
lenskt, að sögn Jóns Hákonar og
framleiðsla þeirra nánast sjálf-
virk í nýlegri verksmiðju fyrir-
tækisins. „Mannshöndin kemur
mjög lítið við sögu í framleiðslu-
ferlinu, nema til að ýta á takka á
morgnana og setja allt í gang.“
Hann segir Hellusteypu JVJ ekki
bjóða upp á hellulagnir en vissu-
Iega séu starfsmenn örlátir á
holl ráð og leiðbeiningar. -GUN