Dagur - 11.06.1999, Blaðsíða 12
J3^*íir
12 - FÖSTÚDAGÍjR 11 JÚNí' 1 999
HUS &GARÐAR
Húsið komið á draumastaðinn.
Míkilsalaí
srnnarhúsum
Að sögn Hólmars Braga Páls-
sonar á Minni-Borg í Grímsnesi
er eftirspurn eftir sumarbústöð-
um mikil. „Við smíðum eftir
pöntunum og erum með pant-
anir fram á næstu öld. Hver og
einn getur valið um 28 mismun-
andi útærslur," segir Hólmar og
á þar við bústaði sem fyrirtækið
Borgarhús framleiðir. „Sumir
vilja lítil og einföld hús, aðrir
kjósa meiri íburð svo stærðirnar
eru frá 17 fermetrum upp í 70.
Húsin eru samt öll einangruð
með heilsársnotkun í huga og
þannig álíka vönduð að gerð.
Fullbúin 40 fermetra hús kosta
u.þ.b. 3,5 milljónir. Þau eru yfir-
leitt útbúin með verönd og
skyggni en svo smíða menn
gjarnan palla þegar þau eru
komin á áfangastað." Hólmar
segir Borgarhús ganga frá undir-
stöðum, rotþróm og öllum veit-
um að húsum ef kaupendur
kjósi það.
Hann segir fyrirtækið bjóða
upp á lóðir fyrir sumarbústaði,
0,5-0,8 hektara að stærð, í mó-
lendi sem hentar vel til ræktun-
ar. Einnig útvegi það kjarri vaxn-
ar Ióðir, sé þess óskað. -GUN
lUllll
SLÁTTUVÉLAR
Jarðarber - Fragaria
VINNUÞJARKAR
fyrir bæjarfélög,
bústaðaeigendur
og heimili
• Tvígengisvélar
• Frábærar í halla
Landsþekkt varahlutaþjónusta
ÚtsölustaÍir um allt land
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3
S.564 1864
LAUFÁSGATA 1 • 600 AKUREYRI • SÍMI 462 6120
Opið 8:00-18:00 virka daga • 10-14 laugardaga í sumar
Allt á gömlu stöngina, t.d. nýr húnn kr. 3.990,
snúra kr. 800 (25 m), plastkrækjur fyrir fánann kr.
100 pr/st! .
Útvegum erlenda þjóðfána.
íslenski fáninn
fæst hjá okkur í flestum stærðum,
íslensk gæðaframleiðsla
Stærðir frá 36x50 sm og upp úr.
Fánaveifur í mörgum stærðum, mega hanga uppi
allan sólarhringinn, t.d. fyrir sumarbústaði, verð
frá kr. 2.500.
Fánastangir, hvítar úr fiber, 6 m stöng m. fána og
öllum búnaði, kr. 29.990,
8 m stöng kr. 38.900.
Jarðarbeijaplantan er af rósaætt-
inni. Hún er fjölær, ffemur lágvax-
in jurt með fingruð og tennt blöð,
sem sitja í lausri hvirfing á stuttum
lóðréttum jarðstöngli. Ut ffá
stönglinum vaxa ofanjarðarrenglur
sem tvístrast um allt, skjóta rótum
hér og þar og mynda nýjar smá-
plöntur. Þannig íjölgar plantan sér
mjög greiðlega og skjótt. Blómin
eru hvít og geta minnt á blóm
holtasóleyjar en eru þó margfalt
minni. Aldinið er samaldin sem
ranglega er nefht ber, en það verð-
ur þannig til að blómbotninn
þrútnar, verður kjötkenndur og
safaríkur. Við þroskun er hann fag-
urrauður, sætsúr og þykir afar
gómsætur, enda mjög gimilegur.
Falla jarðarber að smekk flestra.
Villijarðarber vaxa sums staðar
hér á landi. Aldin þeirra eru smá
en langtum bragðfinni en aldin
hinna stórgerðu garðajarðarbeija.
Eru villijarðarberin sjálf ekki rækt-
uð en til eru sérstakir stofhar
þeirra t.d. svonefríd mánaðarjarð-
arber, sem sumir rækta sér til
gamans, skila þau mun stærri beij-
um en villijarðarber.
Jarðarber geta vaxið í margvís-
Iegum jarðvegi en eiga þó erfitt
um þrif í þéttum leirbomum jarð-
vegi. Bezt hæfir þeim vel fijósam-
ur moldaijarðvegur, gjaman örlítið
sendinn með sýmfari um 6 - 6,5
eða jafrível aðeins neðar. Þannig
jarðvegur er líklegur til að halda
vel raka en það er nauðsyn að jarð-
raki sé góður og nægur, ekki sízt
um blómgunartímann og á meðan
aldin em að vaxa, ella verður að
vökva, ef þurrkar em miklir. Jarð-
arber eru ekki áburðarfrek, en þar
sem þeim er ætlað að standa á
Jarðarberjaplöntur eru harðgerðari
en margur heldur.
sama stað í a.m.k. 4-6 ár, þarf jarð-
vegurinn að vera vel undirbúinn
að næringarforða fyrir gróðursetn-
ingu. Bezt hæfir nokkuð fúinn bú-
Ijáráburður, t.d. sauðatað. Má ætla
600 - 1000 gr. á ffn áður en pælt
er. Sé jarðvegur aftur á móti í
góðri ræktun og hafi notið góðs af
húsdýraáburði eða safnhaugj áður,
má nota eingöngu garðáburð, 6 -
10 kg. á 100 fm eða hafa áburðar-
efríin til helminga. Mikilvægt at-
riði er að fá plöntumar í góðan
vöxt fyrsta sumarið, því á þeim
vexti byggist blómgeta þeirra. Að
auki kæmi til mála að bera áburð-
arskammta á gróðurinn nokkm
eftir gróðursetningu t.d. 1 -2 kg
kalksaltpétur og á ný í byijun
ágúst, 1 - 1.5 kg af garðáburði.
Ollum tilbúnum áburði verður að
dreifa mjög jafrít svo engin hætta
sé á að hann falli í hrúgur og geti
þannig skaðað.
Hér á landi kemur gróðursetn-
ing jarðarbeija vart til greina á öðr-
um tíma en að vorinu, strax og
jarðvegur er tekinn að hlýna. Em
þá notaðar plöntur sem teknar
hafa verið ffá úrvals móðurplönt-
um sumrinu áður. Venjulega er
þetta gert í júlí og þá plantað í reit
eða plöntur aldar upp í pottum og
geymdar yfir veturinn. Minnsta
vaxtarrými sem hagkvæmt er fyrir
heimilisrækt er um 50 cm milli
raða og 25 cm milli plantna.
Matjurtabókin 1985
Úr sögu Reykjavíkur
- Bærirm vaknar
Bærinn hafði afar
lítið fé til fram-
kvæmda og meira
en þriðjungur af
tekjum hans fór í
fátækraframfæri.
Fáum kom til hug-
ar að leggja ætti
peninga í skipulag
eða fegrun bæjar-
ins hvað þá heldur
stórframkvæmdir
eíns og hafnar-
mannvirki eða
vatnsveitu. Þó
voru nokkrir ungir
menn, sem höfðu
verið í útlöndum,
með alls konar loftsjónir, að því
er íhaldssömum íbúum bæjar-
ins fannst, og þar fór fremstur í
flokki hinn rómantíski hug-
sjónamaður Sigurður Guð-
mundsson málari. Þó að ráða-
menn bæjarins hefðu illan bif-
ur á honum vegna Danahaturs
hans gátu þeir ekki annað en
lagt eyru við stórkostlegar hug-
myndir hans um framtíð
Reykjavíkur og tóku það til
bragðs að kjósa hann í bygging-
arnefnd árið 1869. En Sigurð-
ur var svo langt á undan sinni
samtíð að hugmyndir hans
komust ekki til framkvæmda -
fyrr en, sumar þeirra, mörgum
áratugum seinna.
Hann vildi friða Arnarhól og
reisa styttu af
Ingólfi Arnarsyni
þar uppi, enn-
fremur grafa
stalla í hólinn
allt frá læknum
og hlaða tröppur
úr höggnum
steini upp að
styttunni. I
Laugardalnum
vildi hann leik-
vang fyrir æsku-
lýð bæjarins. Þar
var jarðhiti til að
rækta tré og
skrautblóm og
þar áttu borgarar
bæjarins að geta hvílt sig í
laufguðum lundi eða gengið sér
til skemmtunar innan um
blómskrúð og annan gróður.
Nálægt Sölvhóli vildi Sigurður
gera fjölbreytilegan sundstað.
Hann sá Tjörnina fyrir sér sem
skipalægi, en stórhýsi áttu að
rísa hvoru megin við hana, en
meðfram henni áttu að vera
tijáraðir og gosbrunnar.
Sigurður gekk einnig fram af
mönnum með stórbrotnum hug-
myndum um vatnsveitulagningu
úr Kringlumýri í vatnsgeymi á
Skólavörðuholti og síðan inn í
hvert hús í bænum. Hann vildi
byggja leikhús og skipuleggja úti-
vist og holla hreyfingu manna um
nágrenni bæjarins. -GUN
Sigurður málari hefði glaðst
við þessa sjón. Hér er Sævar
Örn Kristjánsson að mála hús
sitt að Lágholtsvegi 6.
SIÚBðMN