Dagur - 11.06.1999, Page 13

Dagur - 11.06.1999, Page 13
FÖST UDAGIJR 11. JÚNÍ 1999 - 13 Oaqur- HÚS& GARÐAR Eigið grænmeti bragðast best Örn er hagur á tré eins og sjá má. - myndir: teitur Sláttumaskínur Þeir sem ekki eru svo heppnir að eiga nágranna sem réttir sláttuvélina reglulega yfir grind- verkið en eru samt með svolít- inn tiinblett verða að öllum lík- indum að eiga einhvers konar sláttumaskínu. Spurningin er hversu öfluga en það fer aðal- iega eftir stærð lendunnar. Jóhanna Gunnarsdóttir garð- yrkjufræðingur í BYKO segir mótordrifnar sláttuvélar seljast mest, bæði með fjórgengis- og tvígengismótorum. Sumar þeirra eru með Iokuðu hólfi fyrir heyið en Jóhanna telur leiðinlegra að tæma það hólf en að raka töðu- tugguna með hrífu. Það fer auð- vitað alveg eftir smekk. Rafmagnsvélarnar eru bæði duglegar og handhægar í litla garða en sumum finnst snúran vera til trafala. Það fer líka eftir smekk. Svo eru það þessar litlu sem ýtt er á undan sér. Þær gagnast vel þar sem grundin er slétt og slegið er þétt. Orkan sem knýr þær fer þar í mjög já- kvæðan farveg. Vélknúnu sláttuorfin eru mis- munandi stór og afkastamikil. Þau eru hin mestu þarfaþing til að snyrta það sem stærri vélarn- ar ná ekki til. En gæta verður þess að ganga ekki of nærri trjá- stofnum til að særa ekki börk- inn. Gamaldags orf og Eylands- Ijáir heyra sögunni til víðast hvar. Að sögn Jóhönnu Gunn- arsdóttur í BYKO er þó alltaf spurt um þau amboð reglulega. - GG ÖmÁmason leikari hleðurbatteríin með þvíaðdunda sérí garðinum við smíðar og ræktun. „Mér þykir gott að borða mitt eigið grænmeti þó í smáum stíl sé. Maður fær meiri orku úr þvi en grænmetinu úr Bónus - og þó hún sé kannski ímynduð þá gerir hún manni gott. Því er það bónus að borða eigið grænmeti," segir leikarinn góðkunni, Örn Arnason, um leið og hann bend- ir á matjurtagarð í dálitlu útskoti í garðinum sínum. Til að komast í kálgarðinn er gengið yfir litla bogabrú sem Örn hefur smíðað og fleira í garðinum ber hagleik hans vitni því myndarlegir pallar og lystihús fyrir dæturnar eru líka handarverk hans. Örn og fjölskylda hans búa í glæsilegu einbýlishúsi að Bröndukvísl 9 í Reykjavík og bak við það er garðurinn sem hér er lýst. Enda þótt rigning sé og hráslagi gengur Örn um á stutt- erma bol og talar um plönturnar með mikilli hlýju um leið og hann strýkur á þeim blöðin og vitjar um sumar þeirra eins og hreiður inn á milli annarra stærri. „Við gerum dálítið af því að pota ýmsu svona inn á milli og þar fær það að vera. Mér finnst svo skemmtilegt að hafa þetta óskipulegt. Það er allt ein- hversstaðar. Eg vil ekki að þetta sé villigarður en samt alls ekki of reglulegur. Sjáðu þessa tjörn hérna. Hún er full af slíi og allir að spyija af hverju ég þrífi þetta ekki en ég vil hafa þetta nátt- úrulegt og helst sjá brunnklukk- ur og lirfur þarna ofan í.“ Örn segist ekki hafa öll plöntunöfn á reiðum höndum. „Ef mér finnst blómið fallegt þá set ég það í garðinn, sama hvað það heitir. Sumt höfum við fundið úti í náttúrunni, steinbrjóta og fleiri holtablóm og þau þrífast hér.“ Hríseyjarhom „Þetta ramfang kemur úr Hrís- ey,“ segir Örn og þefar af fín- gerðum blöðunum. Sömuleiðis að byija með. „Ég held að garð- urinn sé svona 6 ára,“ segir Örn. Grasflötin er nú ónýt, grasið bara gleymir að vaxa. Sumir mundu sjálfsagt öfunda mig af því að þurfa ekki að standa í slætti en mér finnst ákveðinn sjarmi yfir sláttuvélinni." Hvönn gægist fram milli tveggja steina. Hana hefur Örn reynt að losa sig við - þótt hún sé úr Hrísey - en hún lætur hann ekki ráða. „Þetta er svo rosalega lífseigt. Ég var búinn að stinga allt upp en það hefur greinilega verið smá rótarhnúð- ur eftir og hann hefur tekið við sér. Svei mér þá, ég held ég verði að gefa henni líf.“ Örn þreifar undir einn steininn. „Hér setti ég nú eitt - úr ís- lenskri náttúru - ég man ekki hvað það heitir en það minnir mig alltaf á mímósu. Það hefur eitthvað skroppið." Gönguferðinni um garðinn lýkur á stíg meðfram húsinu. Þar gægist dálítill sproti fram. „Varaðu þig á þessum," segir Örn, „hann er allur í smáþyrn- um. Þetta var stærðar planta en ég sagaði hana niður því hún hrekkti alla sem gengu hér um.“ Og Örn sýnir hvernig fólki varð við þegar jurtin þreif í það - með sveiflu eins og honum einum er lagið. — GG „Hér í rósahorninu verður alger hitapottur í sólskini." „spurðu mig ekki hvaðan þeir séu því þegar ég spurði þann sem kom með þá svaraði hann: þú \ált ekkert vita það. Svo ég veit ekkert hvaðan þeir eru en ég treysti því að þeir séu vel fengnir." Töfratré og rósir Örn gengur frá einni plöntu til annarrar. „Þetta litla tré blómstrar stundum yfir vetrar- tímann enda er það kallað töfra- tré en ég hef ekki fræðiheitið á því. Gullregninu reyndum við að koma til en það úó drottni sín- um, þetta er svo ofsalega við- kvæm planta. Þó er þessi garður gósenstaður. Hér er til dæmis rósahornið okkar. Við eigum noldu'ar rósir, ein heitir held ég Margrét drottning en ég veit ekki hver þeirra það er. Þessi er alveg rosalega dugleg að blómstra. Reyndar virðist ein- hver pöddufaraldur í gangi hér í þessi burnirót og mjaðurjurtin, þetta er allt að norðan. Þetta er semsagt norðurhornið þótt það snúi í suður! Hér er karrýjurt sem sr. Kári Valsson gaf mér, hún lifir hér góðu lífi en við höf- um lítið notað hana í mat. - ég gleymdi nefnilega að mála þetta í upphafi,“ bætir hann við hálf skömmustulega. Nokkrir grjóthnullungar sóma sér vel innan um trjágróðurinn. „Ég varð að gera gat á grindverk- ið til hífa þá inn,“ segir Örn, rósabeðinu núna en ég vona að það takist að halda honum í skefjum." Örn og Kristín, kona hans, hafa búið í Bröndukvísl í 9 ár og byrjuðu á að byggja við húsið svo garðurinn sat á hakanum til Mér finnst svo skemmtilegt að hafa þetta óskipu- legt. Það er allt ein- hvers staðar. Myntan er vinsælli. Og rabar- barinn, það er strax byrjað að tæta hann í sig. Hann er étinn jafnóðum og hann sprettur. Við eigum eftir að taka heil- mikið til í garðinum. En ég er búinn að hreinsa grindverkið. Það var orðið grátt og það sögðu allir: Það er ekki möguleiki að þrífa þetta og þú getur aldrei málað þetta því það tollir ekkert á grámanum. Heyrðu, ég bara sprautaði á það með 170 þrýsti- bara dælu og skóf grámann af. Svo ber ég á þetta fúavarnarefni Brugðið á leik í lystihúsinu. Örn, Erna Ósk dóttir hans og vinur hennar Friðrik.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.