Dagur - 11.06.1999, Side 15
FÖSTUDAGUR 11. JÖNÍ 19 9 9 - 1S'
HÚS & GARÐAR
Við Víðistaðakirkju eru hleðslumennirnir Björn og Guðni að störfum. - mynd: gunnar
Landslagsarkitektar er stétt sem Hauksson, Reynir Vilhjálmsson,
hefur vaxandi þýðingu í nútíma Dagný Bjarnadóttir og Finnur
samfélögum þar sem allt er Kristinsson. Að sögn Þráins eru
skipulagsskylt. A arkitektaskrif- . verkefni þeirra einkum bundin
stofunni Laridslag í Þingholts- framkvæmdum á vegum stofn-
sfa'rfa þáu práinn ' aria 'óe sveitárfélaea víða um
Leynigarðurinn við Rauða kross húsið. - mynd: gunnar
land. Sem dæmi um nýlegt við-
fangsefni nefndi hann umhverfi
og inngarð við hús Rauða kross-
ins við Listabraut. Það svæði út-
færði Landslag i samvinnu við
arkitektastofuna Glámu/Kím er
teiknaði bygginguna og hlaut
verðlaun fyrir. Garðurinn er
hannaður undir japönskum
áhrifum en er ekki fyrir allra
augum því hann er nánast inni-
lokaður.
Landslag hefur líka skipulagt
hleðslur í Víðistaðagarði í Hafn-
arfirði og þar eru hugmyndirnar
ekki sóttar í aðrar heimsálfur né
heldur efniviðurinn sem er
rammíslenskur því á víkingaleik-
velli eru hleðslur úr sniddum og
við Víðistaðakirkju er Guðni
Tómasson hleðslumaður að
hlaða garð úr gijóti sem tekið er
í nágrenninu. — GUN
Gróð-
urhús
Gróðurhús og tjarnarefnr eru
greinilega ofarlega á vinsælda-
Iistum fólks um þessar mundir.
Að sögn Antaris Aldgnússonar
hjá Gróðurvöruiri hefur sala
þessara vara stóraukist undan-
farið. „Ég get fullyrt að hún
hefur fjórfaldast á tveimur
árum,“ segir hann og bætir við
að úrvalið sé líka alltaf að
aukast og bendir á nýjustu vör-
una í þessum flokki sem er
glerskápur á svalirnar. Sá er
1,94 m á hæð, 1,32 á lengd og
0,69 á þykkt og kostar rúm
25.000,-. Vinsælustu húsin seg-
ir Anton vera frístandandi garð-
hús með burst. Þau eru 2,57 m
á hæð og 1,93 á breidd og verð-
ið er 48.750,- kr. Húsin eru
bresk að uppruna og koma í
kössum tilbúin til uppsetningar.
Efnið er ál og plexigler og Ant-
on segir auðvelt að bolta grind-
ina saman og ganga frá glerinu.
Fráganginum lýsir hann þannig
að algengt sé að grafa 50 cm
niður og smíða trjáþil sem nær
10-15 cm upp úr jörðinni. Að-
Gróöurhús og glerskápár njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.
spurður um hvort húsin henti
vel íslenskum aðstæðum segir
hann þau eiga að þola 11 vind-
stig en margir eigendur taki
glerið úr fyrir veturinn og
geymi það innan dyra sem auð-
vitað sé öruggast. — GUN
íslendingar byrja ungir að smíða sér hús eins og sjá má á þessari mynd.
Þessir smiðir þurfa þó tæplega á láni að halda frá íbúðalánasjóði.
- mynd: hilli
Húsbréfalán
íbúðalánasjóður veitir húsbréfa-
lán til nýbygginga, viðbygginga
og endurbóta.
Um er að ræða jafngreiðslulán til
25 eða 40 ára með 5,1% vöxtum.
Ekki eru veitt lán til 40 ára vegna
viðbygginga og endurbóta. Lánið
getur verið 65% eða 70% af sam-
þykktum heildarbyggingarkostn-
aði, þó aldrei hærra en hámarks-
lán hveiju sinni.
Hámarkslán vegna nýbygginga
er 7.585.000 krónur og vegna
endurbóta og viðbyggingar er há-
markslán 3.767.000 krónur fyrir
tfmabilið maí til júlí 1999. Mán-
aðarleg greiðslubyrði (afborgun
og vextir) hverrar milljónar er
5.924 krónur til 25 ára og 4.895
krónur til 40 ára.
Hvernig á að bera sig að?
Áður en umsækjendur leita til
hönnuða er mikilvægt að þeir
geri bráðabirgðagreiðslumat á
netinu, www.greidslumat.is eða
www.ibudaIanasjodur.is til að
átta sig á fjárhagslegum grund-
velli byggingarframkvæmdanna.
Greiðslumatið þarf að miðast við
heildarbyggingarkostnað full-
byggðrar eignar. Þegar umsækj-
endur hafa áttað sig á hversu
dýra húsbyggingu þeir geta ráðist
í er næsta skrefið að fá úthlutað
Ióð og Ieita til hönnuða.
Húsbyggjendur sækja um ný-
byggingar eða viðbyggingarlán
hjá banka eða sparisjóði um leið
og þeir hafa fengið teikningar
samþykktar af viðkomandi bygg-
ingaryfirvöldum og gert kostnað-
aráætlun fyrir byggingarfram-
kvæmdunum.
Greiðslumat og veðhæfni ný-
byggingar og viðbyggingar miðast
við áætlaðan heildarbyggingar-
kostnað húsbyggjenda. Heildar-
byggingarkostnaði er skipt niður
á þijú byggingarstig í kostnaðar-
áætluninni, þ.e. kostnað að fok-
heldi, kostnað frá fokheldi að til-
búnu undir tréverk og kostnað
frá tilbúnu undir tréverk að full-
búnu. Mikilvægt er að vanda
mat á kostanðarliðum til að
greiðslumat standist.
Eigin Ijármögnun umsækjenda
getur falist í eigin vinnu og gera
umsækjendur þá greinargerð um-
eigið vinnuframlag. Lóðákostn-
aður er mjög mismunandi og
njóta margir húsbyggjéndur að-
stoðar ættingja og vina. Ibúða-
lánasjóður hefur viðmiðunar-
staðla við mat á kostnaðarliðum
nýbyggingar og þurfa húsbyggj-
endur að rökstyðja kostnað sinn
sérstaklega ef hann er utan við-
miðunarmarkanna. Umsækjend-
ur geta rökstutt slík frávik með
því að Ieggja fram tilboð í ein-
staka verkþætti og/eða greinar-
gerð um eigin vinnu og aðstoð
annarra.
íbúð keypt í smíðum
Ef umsækjendur kaupa nýbygg-
ingu í smíðum er sótt um jafn-
skjótt og kauptilboð hefur verið
samþykkt. Mikilvægt er að bygg-
ingarstig eignarinnar sé vandlega
tilgreint í kauptilboðinu því
kostnaðaráætlun er einungis
gerð fyrir þeim framkvæmdum
sem er ólokið við húsbygginguna
samkvæmt kauptilboðinu.
Skrifleg staðfesting
Þeir sem sækja um húsbréfalán
til byggingarframkvæmda fá
skriflega staðfestingu á Iánveit-
ingu sé hún samþykkt af hálfu
íbúðalánasjóðs. Fasteignaveð-
bréfið er hins vegar ekki útgefið
fýrr en framkvæmdir eru komnar
á tiltekið stig. Hægt er að af-
greiða hluta af Iáninu þegar
bygging er fokheld og afganginn
þegar byggingu er lokið og
brunabótamat bggur fyrir.
Einnig getur lántakandi fengið
lánið í einu lagi við endanlegt
brunabótamat.
Lán til nýbygginga eru veitt á
tveimur byggingastigum. Þegar
eign er fokheld er lánað allt að
90% af fokheldiskostnaði og af-
gangurinn þegar eign er fullbúin,
þ.e. komið er endanlegt bruna-
bótamat á eignina. Samkæmt
viðmiðunum húsbréfadeildar er
fokheldiskostnaður einbýlis-,
par- og raðhúsa áætlaður 53,67%
af heildarbyggingakostnaði en
39,24% ef um fjölbýli er að ræða.
I þessu dæmi er gert ráð fyrir
10.000.000 króna húsbyggingu
og 65% veðsetningarhlutfalli.
Skylt er að gefa frumbréf út
innan árs frá fokheldisdegi ný-
byggingar eða viðbyggingar og
viðaukabréf innan þriggja ára frá
dagsetningu fokheldisvottorðs og
skipta þeim fyrir húsbréf fyrir
Iokun á viðkomandi húsbréfa-
flokki.
Endurbætur
Ferli umsóknar vegna endurbóta
er svipað og ferli vegna nýbygg-
ingar og viðbyggingar. Lánið get-
ur mest numið 65% af samþykkt-
um heildarendurbótakostnaði
eða að hámarki 3.767.000 krón-
ur miðað við tímabilið apríl til
júní 1999. Lágmarkslán vegna
endurbóta (og viðbygginga) er
560.000 krónur sem þýðir að
frarrikværndir vegna endurbóta
þurfa að lágmark(: að hljóða upp
á 861.538 krónur til að teljast
lánshæfar.
15 ár þurfa að vera liðin frá
fokheldi eignar \áð lánveitingu
vegna endurbóta. Til meiriháttar
endurbóta og endurnýjunar á
notuðu húsnæði teljast m.a. end-
urbygging eða viðamikil viðgerð á
þaki og gólfum, endurnýjun á
gluggum, jafnt gluggakörmum,
póstum og gleri, endurnýjun á
rafkerfi og Iagnakerfi, utanhúss-
klæðning, endureinangrun
og/eða klæðning á þaki og veggj-
um.
Ekki er heimilt að veita endur-
bótalán vegna venjulegs viðhalds.
Hrajhildur Sif Hrafnsdóttir