Dagur - 23.06.1999, Síða 4

Dagur - 23.06.1999, Síða 4
20-miðvikudagur 23. júní 1999 Ðagur LÍFIÐ t LANDINU l. „Mótmælendur voru handteknir'*. Þessi orð eru nær dagleg frétt í helstu fjölmiðlum og þá yfirleitt í samhengi við mannréttindabaráttu r löndum eins og Kína, Indónesíu, eða álíka „vanþróuðum" ríkjum. A þjóðhátíðardag Islend- inga, 17. júní, sl. voru handteknir þrír „mót- mælendur" á sjálfum Austurvelli. Ótrúlega fátt hefur verið sagt um mál- ið í fjölmiðlum okkar. Fréttin þykir álíka merkileg og hún hafi borist af Torgi hins himneska friðar, þar sem enginn á von á neinu nema jarðneskum mannréttinda- brotum og ófriðlegum Iögregluuppákom- um. Það er eins og sjálfsagt þyki að þrír ungir menn séu sviptir tjáningarfrelsi og færðir til lögregluyfirheyrslu fyrir það brot að tjalda borða með pólitískum slagorðum á almannafæri. „EkM á dagskrá“ Vissulega spurðu Ijósvakamiðlar fulltrúa laga og réttar hvers vegna ungu menn- irnir hefðu verið handteknir. Lögreglu- maðurinn sem fyrir svörum varð gaf þá útskýringu að mótmælin hefðu „ekki verið á dagskrá" hátíðahaldanna. Þetta var svo aum útskýring að maðurinn fyr- irvarð sig greinilega fyrir hana sjálfur, en hafði ekkert haldhetra. I stuttum blaða- klausum daginn eftir reyndi fulltrúi lög- reglunnar áfram að klóra í bakkann, en sannfæringin litlu meiri. Helst var að skilja að ungu mennirnir hefðu verið á afmörkuðu svæði fyrir hátíðahöld. Svæði sem þó er ekki vitað betur en ætlað sé almenningi sem vill safnast saman í til- efni dagsins. Ekkert smámál Þessi axlayppting lögreglunnar í sam- skiptum við lítt ágenga fjölmiðla gefur til kynna að hún líti á þessa menn sem hveija aðra óreglumenn, eins og þeir sem míga utan í Alþingishúsið eða verða upp- vísir að smávægilegum brotum á Iög- reglusamþykkt Reykjavíkur, eins og eru svo algeng á hátíðisdegi þjóðarinnar. Svo er alls ekki. ÖIl rök hníga til þess að ungu menn- irnir hafi viljað nota einmitt þetta sér- staka tækifæri til að tjá einarða skoðun sína um mikilsvert þjóðmál með þeim hætti að eftir væri tekið. An óspekta, óreglu og á fullkomlega eðlilegan og hneykslunarlausan hátt. Þetta var með- vituð, skipulögð og friðsöm aðgerð til að koma á framfæri skoðunum. Slíkt er var- ið í stjórnarskrá og er einn af hornstein- um lýðræðis og mannréttinda. Það er há- alvarleg pólitísk aðgerð að svipta menn spjöldum, dreifiritum eða borða með áletrun, og færa með valdi á lögreglustöð til yfirheyrslu fyrir þær sakir einar að vilja UMBÚDA- LAUST Stefán Jón Hafstein skrifar Jón Sigurðsson á Austurvelli: væri ekki nær að byggja land með lögum en löggum? Með löggmn skallandbyggja tjá hug sinn með friðsömum hætti á al- mannafæri. Fordæmi Lögreglan var EKKI að störfum í fordæm- islausu tómarúmi. Samkvæmt greinar- góðum pistli Brodda Broddasonar, frétta- manns RUV, í hádegisfréttum 18. júní er um að ræða tvo unga menn sem áður hafa verið handteknir fyrir svipað „brot“. Þá mótmæltu þeir, ásamt félögum, þeg- ar sendur var út bandarískur sjónvarps- þáttur ffá Austurvelli. Samkvæmt fréttum RUV gekk mál fyrir sig með þessum hætti þegar ungu mennirnir kærðu frelsissvipt- inguna: „Ríkislögmaður varði ríkið og vísaði í lögreglulög, sem heimila handtöku til að koma í veg fyrir hneyksli á almannafæri, óspektir og röskun. Stjórnarskrá, mann- réttindasáttmáli og alþjóðasamningar voru meðal málsgagna. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði til tjáningarfrelsis og dæmdi að lögreglu hefði skort lagaheimild til að handataka ungu mennina. Þeim voru dæmdar fimmtíu þúsund krónur í bætur hveijum. Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar". Þetta er þá staðan í dag, og lögreglunni fullkunnugt um málið. Hún kýs eigi að síður að láta frelsissviptingu njóta vafans ungu mönnunum í óhag. Mótmæli 1974 I fréttapistli RÚV var einnig riljað upp að á þjóðhátíð á Þingvöllum 1974 stóð hóp- ur manna fyrir því að strengja mótmæla- borða á brún Almannagjár og var dæmd- ur fyrir að valda „ólgu, óróa og röskun“. Hópurinn fékk reyndar bætur fyrir að hafa verið fluttur nauðugur af lögreglu og haldið föngnum í Reykajvík. Síðan þessi dómur gekk 1979 hefur mikið vatn runnið til sjávar í skilningi á mannréttindum og tjáningarfrelsi. Til dæmis var stjórnarskrá okkar breytt veru- lega árið 1995, og má ætla að niðurstaða Héraðsdóms í máli mótmælendanna hafi einmitt endurspeglað þá eldgömlu hugs- un sem nú virðist Ioks skila sér inn í ís- Ienska lögspeki: að ríkinu Ieyfist ekki hvers konar valdbeiting gegn réttindum fólks. Röskun? Nú ber engan veginn að skilja gagnrýni þessa sem svo að hvers konar skríll eigi að fá að vaða uppi með læti þegar hæst- virt stjórnvöld vilja gera lýðveldinu glað- an dag. Ólögfróður pistlahöfundur kemst þó ekki hjá að veita því athygli þegar ríkisvaldið reynir að klekkja á mótmælendum með tilvísan í orðalag eins og „ólgu, óróa og röskun", eða „hneyksli, óspektir og röskun“. Þeir sem muna Þingvelli 1974 geta vissulega tek- ið undir að aðgerðir herstöðvaandstæð- inga hafi valdið „ólgu, óróa og röskun". Þær ollu ólgu í hugum þeirra sem eru mótmælendum andsnúnir, stuttum og lítilfjörlegum óróa á samkomu sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og ein- hverri röskun ollu þær sjálfsagt á varð- stöðu lögreglumanna, sem teknir voru í bólinu og þótti það miður. Meira var það nú ekki. Nú virðist ríkislögmaður enn verða að freista þess að fá mótmæl- endur dæmda fyrir röskun. A hverju verður spennandi að heyra. Hugarró ráðamanna á Austurvelli? Mótmæli Dómstólarnir verða nú að taka afstöðu til þess hvort vegur þyngra: meint rösk- un eða frelsi manna til tjáningar. Þá hljóta þeir að taka til greina að pólitísk mótmæli hafa þann tilgang að raska. Raska ró, raska viðteknum viðhorfum. Og þau hafa eðlilega þá náttúru að leita sér farvegs þar sem eftir er tekið. Itrek- uð mótmæli ungu mannanna og við- brögð Iögreglu, hvað sem líður dóms- orðum, hljóta að kalla á að þessi mál fari bæði alla leið í Hæstarétt. Og nið- urstaðan virðist óhjákvæmileg: Þann 17. júní árið 2000 verða Austurvöllur og kannski Þingvellir Iíka tjaldaðir borðum með slagorðum: „Island úr Nató, herinn burt“; „Verndum Eyjabakka“; „Burt með sölumenn dauðans". Og það verður góður dagur fyrir mannréttindi og tján- ingarfrelsi. Furðiilega árátta „Mér hefur alltaf fundist undarleg þessi árátta fólks til að setja suma á stall og upp- hefja langt um- fram alla skyn- semi, “ segir Vig- dís Stefánsdóttir. Tilefnið er fjöl- miðlafárið kring- um brúðkaup Játvarðs og Soffíu I Bretlandi um helgina. fé. Nokkrir fengu „aðalstign" með því einu að vera sæmdir nafnbótinni en voru þar á undan ósköp venjulegir jónar og réttlætir sú gjörð engan veginn Iætin í kringum þetta blessaða fólk. Slúðurblöðin fylgjast með hverju skrefi þeirra sem flokkast undir það að vera frægir og ríkir og fái Madonna kvef eða Karl prins sýni áhuga sinn á músum, þá er það birt sem stórfrétt og næsta vfst að gerð verði kvikmynd um stóratburð- inn. Og pöpullinn horfir með andakt á herlegheitin og skeggræðir og bíður með öndina í hálsinum eftir sögulokum. Hafa sömu lauganir og þrár Auðvitað eru þessir frægu menn og kon- ur bara fólk rétt eins og aðrir. Hafa sömu langanir og þrár og finna til sárs- auka og gleði rétt eins og fj'ölskyldan sem býr í Grafarvoginum. A kannski auðveldara með að láta drauma sína ræt- ast vegna þess að þau eiga meira af pen- ingum, en það er hreint ekki víst að frægðin eða ríkidæmið dugi til að skapa viðkomarídi hamingju. Hún býr nefni- lega innra með manni. Síðasta laugardag var haldið brúðkaup. Svo sem ekkert óvana- legt við það, enda júnímánuður góður til brúðkaupa og vinsæll og laugardagur hefur gjarnan orðið fyrir valinu þar sem flestir eiga frí daginn eftir. Þetta brúðkaup sem haldið var á laugardaginn var sýnt í sjónvarpinu um víða veröld, meira að segja hér á norðuhjara og sjálfsagt líka í Ástralíu, hinu megin á hnettinum. Og hvað skyldi svo vera svona merkilegt við þetta brúðkaup? Fólkið sem var að gifta sig virtist ósköp indælt að sjá, um það bil 35 ára og því að Iíkindum búið að koma sér sæmi- lega fyrir. Jú, það sem var merkilegt við brúðkaupið var einmitt fólkið. Þetta var nefnilega konunglegt brúðkaup. Sem þýðir að annar aðilinn að minnsta kosti tilheyrir konungakyni og þegar fólk með blátt blóð í æðum tekur upp á því að gifta sig, þá fylgist heimsbyggðin með. Umfram aUa skynsemi En af hverju skyldi það vera? Af hverju fylgjast milljónir manna um allan heim andaktugir með því að par, sem auðvitað er bara fólk eins og við hin, giftir sig? Hvers vegna telur sæmilega vel gefið fólk sjálfu sér og öðru trú um það að þeir sem eru ríkir, teljast til „aðals“ eða hafa getið sér frægðar eða fjár á einn eða annan veg, séu eitthvað öðru- vísi? Þessi árátta fólks til að setja suma á stall og upphelja er langt umfram alla skynsemi. Látum vera að þjóðhöfðingjar og stjómendur njóti virðingar og kurteisi en að fyllast lotn- ingu eða telja „aðalinn" merkilegri en aðra, það hefur alltaf farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Flestir þeirra sem teljast með „blátt blóð“ eru afkomendur manna sem íyrir einhveijum hundruðum ára eignuðust land eða fé, sumir hveijir með þvf að ræna því, eða giftust inn í ættir sem áttu MENNINGAR VAKTIN

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.