Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 4
4 — MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 VÍKURBLAÐIÐ X^*r Á dögunum var opnaður veitingstaður um borð í hinu sögufræga, fyrrum varðskipi, Þór, sem nú Iigg- ur við bryggju á Húsavík. Arnar Sigurðsson keypti skipið og dró það til Húsa- víkur þar sem nú verður gert út á ferðamenn í höfn- inni í stað þess að eltast við landhelgisbrjóta eins og skipið gerði um árabil, eða gegna hlutverki fræðslu- miðstöðvar í öryggismálum sjómanna, sem var hlutverk skipsins undir nafninu Sæ-- björgin. Nú heitir það Thor, með alþjóðlegri skírskotun en áður var, þar sem Þ-ið vildi þvælast fyrir útlendingum. Um 100 manns komu í opnunarveisluna og nutu veitinga í samræmi við veit- ingaleyfin sem voru nýkom- in í höfn. Um borð starfa tveir kokkar sem munu elda ofan í gesti og gang- andi í sumar, en þarna verður rekinn hefðbundin veitingastaður með áherslu á sjávarfang. Þar sem áður var forsetaíbúð um borð hefur nú verið innréttuð koníaksstofa og bar. Mat- salurinn er nú þar sem áður var yfirmannamessinn um borð. Innréttingar eru glæsilegar en aðalhönnuð- ur þeirra var Jón Ásgeir Hreinsson og margir lögðu gjörfa hönd á breytingar. Enn er unnið að lagfær- ingum á gisti- og salernis- aðstöðu og verður því væntanlega lokið innan nokkurra daga og þá géta ferðamenn komið og gist í klefum þar sem margir Arnar Sigurðsson við kiipp- urnar frægu, sem Bretar fengu að kenna á í þorska- stríðunum. ——r- Koníaksstofa og bar, þar sem áður var forsetaíbúð um borð í Þór. unnið frá árinu 1951, margir nafntogaðir skip- herrar haldið um stjórnvöl- inn og forsetar gist og siglt umhverfis landið.“ Sagan verður í fyrirrúmi um borð en þar verður sett upp sögusýning með myndum og texta um sögu skipsins. Þegar prýða margar minn- ingavekjandi myndir þil og veggi. Thor hefur leyfi til við- legu í Húsavíkurhöfn til 15. september en þá er óvfst hvað gerist, hvort leyfið verður framlengt eða Arnar þarf að flytja skipið á annan stað. Hann kvaðst vongóður um að Þingeyingar og ferðamenn yrðu duglegir að líta við í sumar, þvf bvergi annarsstaðar á landinu væri boðið upp á veitingar og gistingu á sambærilegum stað. JS knáir varðskips- menn gengu áður þreyttir til hvílu eftir átök við breska heimsveldið í landhelginni. Arnar Sigurðs- son segir að saga skipsins skipti gríðarlegu máli í tengslum við markaðssetn- ingu. Thor er ekki bara ein- hver dallur, heldur eitt sögu- frægasta skip Is- lendinga fyrr og síðar, eina skipið sem tók þátt í öllum landhelg- isstríðunum. „Þarna hafa um 1000 manns Matsalurinn um borð í Thor, þar sem áður var yfirmannamessinn. Á veggnum er mynd af frægustu ásiglingu þorskastríðanna. Tónleikar og hljómsveitanámskeið Fræðslunefnd Húsavíkur aug- lýsti fyrir nokkru eftir hug- myndum sem lytu að því að auka fjölbreytni í menningar- og listalífi á Húsavík. Viðbrögð urðu nokkur og m.'a'. sendi Lára Sóley Jóhannsdóttir, hinn ungi og stórefnilegi fiðluleikari inn hugmyndir sínar um tón- listarviðburði á Húsavík í sum- ar. „Þetta snérist um sumartón- leika í Húsavíkurkirkju, tón- leika með léttri tónlist í öðrum stað, hljómsveitanámskeið sem einkum væri miðað við bíl- skúrshljómsveitir og unglinga Lára Sóiey Jóhannsdóttir. sem hefðu áhuga á að stofna hljómsveitir og svo hugmynd um að fá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til Húsavíkur. Og Fræðslunefnd tók svo vel í þessar hugmyndir að mér sýn- ist þær allar ætla að verða að veruleika," sagði Lára Sóley. Hljómsveitarnámskeiðið verður haldið undir stjórn Guðna Bragasonar, en ekki er búið að tímasetja það og léttir tónleikar verða síðar í sumar. Hinsvegar er búið að tímasetja þrjá sumartónleika í Húsavík- urkirkju. Þeir fyrstu verða n.k. sunnudagskvöld 27. júní en þá koma fram Lára Sóley og Helgi Heiðar Stefánsson^ píanóleik- ari frá Akureyri. Á tónleikum 24. júlí spila Þórarinn Már Baldursson víóluleikari og Þór- unn Harðardóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir píanóleikarar og hugsanlega fleiri. Og síðustu helgina í ágúst verður Þorvald- ur Már Guðmundssón gítar- leikari með tónleika í kirkj- unni. Lára Sóley segir að með þessu gefist ungum tónlistar- mönnum frá Húsavík tækifæri til aðnýta sumarið betur í tón- listinni, en það vilji oft nýtast illa. Og vonandi sjái bæjarbúar sér fært að mæta og kynna sér hvað þetta unga fólk er að gera í tónlistinni. Hún skoraði einnig á fólk sem hefur hug- myndir um uppákomur á lista- sviðinu að snúa sér til Fræðslu- nefndar. „Þarna er mjög góður farvegur fyrir hugmyndir fólks og ég hef átt einstaklega gott samstarf við fræðslustjóra og nefndina við að gera mínar hugmyndir að veruleika," sagði hún. JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.