Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 23.06.1999, Blaðsíða 1
Lífshætta leynist í fótholtamarkmu Minnstu mimaði að stórslys yrði á æfíngu í 5. flokki Völsuugs í fyrri viku þegar fótboltamark fauk í hvass- viðri. Æfingin fór fram á Húsavíkurvelli í leið- indaveðri og miklum vindi. Strákarnir höfðu skipt í lið og voru að spila á „stóru“ mörkin og Arnór Ragnarsson stóð í markinu öðrum megin. I einni vindhviðunni skipti engum togum að markið sem Arnór stóð í fauk um koll. Fyrir einskaera heppni varð hann þess var og sýndi mikið snarræði þegar hann kastaði sér aftur á bak og undan markslánni áður en hún féll á hann. Hann lenti inni í markinu og varð ekki meint af, en kvaðst hafa verið mjög hræddur á eftir. Félagar hans sögðu að það hefði komið rosalegur dynkur þegar markið féll í völlinn. Tæplega hefði þurft að spyija að leikslokum ef marksláin hefði fallið á drenginn. Mörkin voru ekld fest niður eins yfir- leitt er krafist og ástæðan íyrst og fremst sú að stöðugt er verið að færa mörkin til á vellinum því þar æfa margir flokkar og nota misstóran hluta vallarins. Því vill gleymast að festa mörkin niður eftir flutning og þegar Víkurblaðið leit við á æfingu í 5. flokki á mánudag voru mörk- in enn ófest. Sveinn Hreinsson, tómstundafulltrúi Húsavíkur sagði í samtali við Víkurblað- ið að svona nokkuð mætti auðvitað ekki Arnór Ragnarsson í markinu sem nærri féll á höfuð hans á æfingu á dögunum. eiga sér stað. Hann vissi ekki af þessu at- viki en sagði að vallarstarfsmenn undir hans stjóm bæru ábyrgð á því að fylgast með öryggismálum á völlunum. Aðalvall- arstarfsmaður var reyndar ekki við í sfð- ustu viku sem kann að vera skýring. „En mér sýnist að við verðum að fylgjast mjög vel með þessum málum eftir þetta atvik, það verður einfaldlega að koma í veg fyr- ir að svona lagað geti gerst," sagði Sveinn. Þeir sem til þekkja á æfingasvæðinu vita að stöðugt er verið að færa mörkin til og því erfitt um vik fyrir vallarstarfsmenn að fylgjast með því að mörkin séu ávallt tryggilega fest niður. Það væri því kannski eðlilegt að beina því til þjálfara allra flok- ka að fýlgjast með því að fyllsta öryggis sé gætt hvað þetta varðar í upphafi æfinga, sérstaldega í hvassviðri eins og á dögun- um. Og það eru fleiri mörk í bænum en á fótboltavellinum. Þau eru til staðar á Ieikvöllum og fyrir skömmu féll niður mark á leikvelli og Ienti á rist ungrar stúlku og hefði getað farið illa. Sveinn segir að bæjarstarfsmenn fylgist stöðugt með festingum á þessum mörkum, en krakkamir væru sífellt að losa þau og flytja til. Þau héngu í mörkunum og gerðu sér leik að því að fella þau og þeg- ar for myndaðist framan við mark væru þau umsvifalaust færð til. „Þama þurfum við líka að fylgjast betur með og jafnvel að vera með starfsmann á stöðugri ferð milli leikvallanna á hveijum degi. Því þó mörk- in þar séu minni en á fótboltavellinum, þá geta þau líka valdið slysurn." JS Jón ingi Guömundsson, sem án efa er langsterkastur Þingeyinga, stóð sig frábærlega á Hálandaleikunum á Húsavík í síðustu viku. Hann hafnaði í 3. sæti eftir harða keppni við sterkustu menn íslands. Enn óvissa hjáFH Að sögn Rein- hards Reynis- sonar, bæjar- stjóra og stjóm- armanns í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur, hafa engar ákvarðan- ir verið teknar um aðgerðir í kjölfar sölu FH Reinhard á Húsvíkingi til Reynisson Noregs. „Málin eru í vinnslu og skoðun og ýmsar þreifingar í gangi, en á þessu stigi er ekkert hægt að segja um til hvers þær leiða. FH er lykilfyrirtæki í at- vinnulífnu sem komið var í nokk- ur vandræði sem við teljum okkur hafa losað það úr með sölunni á skipinu og nú þarf að byggja það upp á ný. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvaða leið verður valin í því skyni,“ sagði Reinhard. JS (ierjtni í atvinnnlífinn Að sögn Ama Jósteinssonar hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga, hafa á síðustu mánuðum verið stofnuð eða endurgerð, með útvíkkun á starfssviði, á fjórða tug fyrirtækja í Þingeyjarsýslum. Þrátt fyrir áföll á ýmsum sviðum atvinnulífsins virðist vera geijun á öðrum. Að sögn Ama eru þetta mestmegnis smá fyrirtæki, en þau hafa þegar skapað um 40 ný atvinnutækifæri sem gætu orðið um 200 þegar upp er staðið. Stærstu fyrirtækin em Miðlun á Raufarhöfn, meðferðarheimilið Rerg í Aðaldal og Mýflug, sem hefur aukið starfsemi sína veru- lega með áætlun á leiðinni Húsa- vík-Reykjavík. Þá má nefna að í Norðursýslunni er kúfiskvinnsla að hefjast á ný og þar hefur verið stofnuð bátaleiga. „Það er mjög margt í deiglunni og ég efast um að í annan tíma hafi verið jafn mikið í gangi á jafn skömmum tíma,“ segir Ami. Og bendir á því til staðfestingar að aldrei hafi borist fleiri umsóknir um styrki og hlutafé til Kísilgúr- sjóðs, sem veitir fé til nýjunga í atvinnulífinu, en 38 erindi hafa borist sjóðnum að undanförnu. JS Tap í heimalelk Völsungar töpuðu fyrsta heima- leik sínum í 2. deildinni, 1-3 gegn Sterku liði Leiknis. Hínir ungu Völsungar eru mjög efni- legir en skortir enn tilfinnánlega reynslu og sjálfstraust. En þeir reyndu að spila knattspyrnu all- an tíman og gáfust aldrei upp. Þeirra tími mun koma. Mark Völsunga gerði J.R Matthews úr vítaspyrnu. Maður leiksins var kosinn, varnarjaxlinn, Sigþór Jónsson. JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.