Dagur - 02.07.1999, Síða 1

Dagur - 02.07.1999, Síða 1
O O O V T T U I r> qil !T ft fi If 7 - R Föstudagur 2. júlí 1999 Götur steyptar á Akranesi Vélin góða sem notuð er til að leggja út steypu þegar götur eru steyptar. Tilraunaverkefni sem lofar góðu. - mynd: ohr Ný steypuútlagnmgar- vél sem notuð hefur verið í tilraunaskyni á Akranesi lofar gððu um áframhaldið. Fyrirtæki var stofnað um kaup á vélinni sem var keypt til prufu. „Það var búið að gera tilraunir við Reykjavík, breyta malbikun- arvél og Ieggja út þurrsteypu með henni og fleiri tilraunir sem ekki hafa skilað þeim árangri sem menn vonuðust eftir. Svo voru fest kaup á þessari vél og hún var prófuð hér í fyrra og ég tel að yf- irborðsáferðin sé alveg sambæri- leg við malbik. Afköstin eru allt önnur en með hefðbundnu að- ferðinni gömlu. Við erum með ágætlega þúna steypustöð hér, en mér skilst að vélin gæti lagt út frá þremur svona steypustöðvum, hún afkastar það miklu,“ sagði Tófan elti bóndann Tófuyrðliugur elti hóuda í Hvítársíðu heim í fjárhús. Árni Bragason bóndi á Þor- gautsstöðum f Hvítársíðu varð heldur betur undrandi á dögun- um þegar hann var að stugga við fé af vegi í nágrenni bæjarins. Lítill tófuyrðlingur kom til hans og vildi hvergi annarsstaðar vera en hjá bóndanum og elti hann heim á bæ. En það er síður en svo vanalegt að tófur, sem eru villtar á Islandi eins og kunnugt er, taki upp á því að hænast að mannfólki að ástæðulausu. „Eg var nú ekki viss um það fyrst hvaða dýrategund þetta væri, ég átti ekki von á tófu hér á vegin- um,“ segir Árni og hlær dátt. Yrðlingurinn hefur síðan verið í fóstri á Þorgautsstöðum við mikinn fögnuð unga fólksins á bænum - og svo virðist sem full- orðna fólkinu þyki gesturinn ekki sérlega leiðinlegur heldur. Síðar kom í ljós að yrðlingur- inn hafði verið í fóstri hjá tófu- skyttu í uppsveitunum ásamt tveimur systkinum sínum, en sloppið út úr bíl í nágrenni Þor- gautsstaða. Þar kom skýringin á því hve gæfur hann var. OHIi Þorvaldur Vestmann, forstöðu- maður tækni- og framkvæmda- sviðs Akraneskaupstaðar, er rætt var við hann í gær. Með þessari vél er hægt að leggja út steypu sem ekki er hægt að leggja út með höndunum. Hún er það þurr, vatnssem- entstalan er það lág, sem þýðir að steypustyrkur næst upp mjög fljótt. „Einn af ókostunum við steypuna var að það þurfti að Ioka götunum mjög lengi fyrir umferð, hálfan mánuð eða leng- ur. Núna hleyptum við umferð á götu eftir þrjá daga. Það var ver- ið að steypa götu hér í gær (fyrra- dag) og okkur sýnist á fyrstu prufum að hugsanlega væri hægt að hleypa umferðinni á í kvöld, daginn eftir (í gær). En það er verið að saga götuna og ganga frá köntum og endum þannig að þess vegna getum við ekki hleypt umferðinni á. Það eru sagaðar raufar í götuna til að stýra sprungumynduninni. Hún er söguð með fjögurra metra milli- bili þvert og eitt sagarfar í miðj- unní,“ segir Þorvaldur Hann segir að lagðir hafi verið út sjö og hálfur meter á breidd- ina en hægt sé að leggja út mun breiðara með því að bæta eining- um inn í vélina. OHR Árni Bragason á Þorgautsstöðum með yrðlinginn í fanginu. Hjá honum er unga fólkið á bænum, talið frá vinstri: Ragnheiður Árnadóttirí fanginu á Valdísi Ösp Björnsdóttur, Ketill Gauti og Bragi Heiðar Árnasynir og Baldvin Ásgeirsson. mynd: ohr Brotið hefur verið úr klettinum. Bæjarráð harmar viimubrögð Vegagerðar Deilur hafa risið um breikkun á vegi við innakstur í Brákarey í Borgarnesi. Nýlega var lokið við endur- byggingu á gamalli brú yfir Brákarsund og var Iögð áhersla á að halda lagi brúarinnar. Þykir viðmælendum Dags-Vesturlands skjóta skökku við að þegar lagt sé í verulegan kostnað við að halda ásýnd brúarinnar sé brot- ið úr klettinum við veginn inn á eyna. Bæjarráð Borgarbyggðar ræddi framkvæmdir Vegagerðar- innar við vegtengingar á Brákar- sundsbrúna og harmaði vinnu- brögð Vegagerðarinnar. „Bæjar- ráð bendir á að óskað var eftir samþykki bæjaryfirvalda á hönn- un vegtengingar við brú yfir Brákarsund með bréfi dags. 14.05.’99. Samþykki þetta hef- ur ekki verið veitt en engu að síður hafa framkvæmdir verið hafnar m.a. með broti á klettum í Brákarey. Bæjarráð harmar þessi vinnu- brögð og telur að þarna hafi ver- ið unnin spjöll sem ekki verði bætt og væntir þess að framveg- is verði tilskilin samþykki fengin áður en til framkvæmda kemur.” 77/ þessa hafa Hólmarar aðeins getað notið heita vatnsins í kör- unum í gámunum við borholuna. Heita- vatuið reimiir Hólmarar prófuðu nýlega dælu við heitavatnsborholu og lögn fyrir dreifikerfi. Það styttist í að heita vatnið fari að renna í hús í Stykkis- hólmi, en verið er að vinna við varmaskiptir og fljótlega verður vatni hleypt inn á hann. Sund- laugin verður fyrst til að fá heitt vatn ftá varmaskiptastöðinni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.