Dagur - 02.07.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1999, Blaðsíða 4
4 - FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 VESTURLAND Slökkvibíll tll Slökkvi- liðs Borg'arij arðarilala Nýlega bættist nýr bíll í Slökkvilið Borgarfjarð- ardala er stórbætir tækjakost slökkviliðs- ins. Að sögn Péturs Jónssonar á Hvanneyri er gegnir stöðu slökkvi- liðsstjóra mun þessi viðbót við þá bíla er fyrir eru, auka til muna ör- yggi og bæta vinnuaðstöðu slökkvi- liðsmanna. „Nýi“ slökkvibíllinn er reyndar notaður, en yfirfarinn af sérfraeð- ingum í Þýskalandi og með stimpl- Pétur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarfjarðardala. uð vottorð af þarlendum yfirvöld- um. Bifreiðin er af Magirus Deutz- gerð, fjórhjóladrifinn með öflugu spili og sexmanna húsi. I honum er öflug vatnsdæla og 2500 lítra vatns- tankur ásamt tanld fyrir léttvatn. Þá fylgja bílnum stigar, 220 volta raf- stöð, Ijósamastur sem lyft er upp með þrýstilofti af bílnum og ýmis- legt fleira. Slökkvilið Borgarfjarðardala er með aðalbækistöð í Reykholti og útibú á Hvanneyri, Dagverðarnesi, Bæ og Húsafelli. VESTURLANDSVIÐTALIÐ Fregnir um ölkrá í Stofu Snorra í Reykholti eru byggðar á misskilningi. Ölkærir Borgfirðingar geta hætt að kætast þar sem fregnir í Mogganum af ölstofu í Snorrastofu í Reykholti eru orðum auknar. Blaðamaður sem tók símaviðtal við Berg Þorgeirsson, forstöðu- maim Snorrastofu, misskildi Berg þegar hann sagði að nokkurs konar ölstofa hefði verið sett upp í Snorrastofu kvöldið sem haldið var upp á aldarminningu Jóns Helgasonar frá Rauðsgili. Snorrastofa er ekki fullinnréttuð og um kvöldið var plássið nýtt fyrir gesti til að gæða sér á ölglasi, syngja saman og „kætast meðan kostur er,“ eins og það var orðað í dagskrá. Það er því ekki opin bjórkrá í stofu Snorra. Gest- ir Snorrastofu geta þvi ekki að öllum jafnaði heiðrað minningu hans og annarra borgfirskra fommanna með þvi að teyga ölið, híta í skjaldar- rendur og höggva mann og annan - a.m.k. ekki í Snorrastofu. Þorvaldur Vestmann forstöðumaður tækni- ogfram- kvæmdasviðs lijá Akraneskaupstað ígegti um tíðina hafa Akumesingar steypt meirí- hluta gatnakerfisins. Ræður ekki skanimtínia sjónarmiðið alltaf? „Akurnesingar hafa alla tíð steypt stórt hlutfall af sínum götum. Það hefur kannski verið minna um gatnaframkvæmd- ir á undanförnum árum, eðli málsins sam- kvæmt, enda verið minna um að vera. Svo hefur orðið gífurlega mikill kippur í öllum framkvæmdum og þar með í nýbyggingu gatna og öðru slíku. Það ber kannski meira á því en var fyrir fjórum til fimm árum síð- an.“ - Hver er munurinn kostnaðar- og end- ingarlega á steinsteypu og malbiki? „Kostnaðarlega erum við að tala um 25- 30% sem það er dýrara að steypa götur. Þannig að það segir sig sjálft að það þarf ákveðna lágmarksumferð og ákveðið slit á götunni til að það borgi sig að steypa hana þvf það þarf að taka tillit til viðhaldsins. Endingartími steyptra slitlaga er margfald- ur á við malbikið. Þegar það er tekið með í reikninginn er hægt að sýna fram á það að það borgar sig að steypa ákveðnar götur.“ - En hvað með þjóðvegi? „Eg skal ekki segja. Ætli menn vilji ekki horfa á að koma bundnu slitlagi á alla vegi áður en menn fara að velja dýrari slitlög. Er það ekki alltaf skammtímasjónarmiðið sem ræður, augnablikskostnaðurinni1 Það er hægt að kaupa 25% meira af slitlagi fyrir peningana sem til eru í augnablikinu, það vegur þungt. En það hafa verið fleiri anmarkar. Mönn- um hefur fundist yfirborðsáferðin á steyptu slitlögunum leiðinleg samanborið við mal- bikið. Steypan fær ekki þessa rennisléttu áferð þegar hún er lögð út með höndunum eins og var alltaf gert.“ - Er þetta þá ekki ódýrara en hefðbund- in útlagning á steypu? „Eg býst við því að við sjáum verulegan mun frá því í fyrra og núna. Menn eru alltaf að læra, menn eru að læra á vélina. Núna gengur útlagningin miklu betur, þeir eru með minni mannskap þannig að þeir eru með lægri útlagningarkostnað. Það get- ur vel verið að ef eitthvað yrði lagt út með svona vél er hugsanlegt, ég segi hugsanlegt, að útlagningarkostnaður gæti lækkað. En þetta eru bara vangaveltur." - Verður aukning á þvt að menn steypi götur á Akranesi úr þessu? „Menn hafa í gegnum tíðina að stærstum hluta steypt göturnar. I Iok síðasta árs voru steyptar götur 58,9% af gatnakerfinu, mal- bik á 11,7%, olíumöl á 15,5%, klæðning á 3,3% og malargötur eru 10,7%. Mal- argatnahlutfallið hækkaði á síðasta ári vegna þess að farið var í nýtt byggingahverfi og við erum núna að byrja að leggja slitlag á þær götur, steypa aðalumferðaræðina en malbik á íbúðabotnlangana. Síðan erum við að taka eina olíumalargötu, henda því af og steypa hana.“ OHR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.