Dagur - 10.07.1999, Qupperneq 2
II-LAV GARDAGUR 10. JÚLÍ 1999
SÖGUR OG SAGNIR
Dgpu-
Plágan mikta var kirkjunni mikil lyftistöng. Þær hörmungar sem henni fylgdu urðu til þess að menn fóru að leiða
hugann að hverfulu mannlífi og sálarheill sinni. Djöfuiiinn og árar hans urðu voldugir í augum manna, enda var
engu Hkar en að þeir réðu flestu í táradalnum. Menn leituðu því tii kirkjunnar sem efldist mjög í kjölfar farsótt-
anna miklu. Á myndinni sést hvar Satan vitjar manns á banasænginni en hinu megin við rúmið er prestur með
oblátu milli handa tilbúinn að veita hinum deyjandi síðasta sakramenti, en aðstoðarmaður hans krýpur og biðst
fyrir með kyndil vonarinnar í hendi. Hér er barist um sálina í bókstaflegum skilningi.
Svarti dauði
FREYJA
JÓNSDÓTTIR
skrifar
Framhald afforsíðu
Til Belgíu og HoIIands barst pest-
in sumarið 1349. Hún barst til
Ungverjalands, Austurrfkis, Sviss
og Þýskalands um svipað Ieyti og
er talið að þangað hafi hún kom-
ið frá Frakklandi, en til Frakk-
lands frá löndunum sunnar í álf-
unni. Sagnir eru til um að pestin
hafi geisað í Englandi á þessum
tíma og borist þaðan til Noregs
og Svíþjóðar í kringum 1350 með
ensku skipi sem kom í Björg-
vinjarvog, hafi allir af skipi þessu
andaðst úr pestinni. Ibúar á nær-
liggjandi slóðum smituðust og
hrundi fólk niður. Onnur saga
sem til er um komu þessa enska
skips til Björgvinjar, er þannig að
allir hafi verið látnir á skipinu
þegar það kom að Noregsströnd-
um. Talið er að pestin hafi borist
til Danmerkur með norsku skipi
sem kom frá Englandi.
Mannfækkim og hallæri
Hér á landi seildist Noregskon-
ungur til aukinna áhrifa. Höfð-
ingjaættir beggja landanna
tengdust meira en áður og kirkja
Islendinga var undirkirkja frá
Niðaróskirkju. Á þessum tíma var
Island skattland Noregs og mót-
aði það mjög verslun og allt sem
snéri að efnahag þjóðarinnar.
Mannfækkun í Noregi af völdum
plágunnar jók einnig mjög á sam-
drátt í allri framleiðslu þar í
landi. Stór hluti akurlendis stóð
ósáinn. Búfénaði fækkaði, fólk
skorti til að sá í akra og afla vetr-
arfóðurs, víða varð horfellir.
Komið hafa fram kenningar um
að veðrátta hafi kólnað á þessum
árum og sannast þar máltækið,
„Þegar ein báran rís er önnur
vís“. Af þessum sökum reyndi
Noregskonungur að jafna hall-
ann með auknum álögum á Is-
lendinga. I V'estfjarðarannál er
talið að plágan mikla hafi borist
hingað til lands seinni part sum-
ars 1402 með skipi Einars kaup-
manns Heijólfssonar sem kom í
Hvalfjörð frá Noregi. Þá var
Hvalfjörður ein mesta verslunar-
miðstöð íslands. Pestin gerði
hér mikinn usla og fór um allt
land eins og eldur í sinu. Fólk féll
unnvörpum enda í fyrsta skipti
sem pest þessi kom hingað. (Það
mun vera háttur margra
bráðsmitandi sjúkdóma að verða
vægari í seinni skiptin sem þeir
ganga). Gekk veikin um haustið á
Suðurlandi og drap fólk innan
þriggja sólarhringa frá því að það
kenndi sér meins. Menn tóku
það ráð að heita þremur lofmess-
um með sæmilegu bænahaldi og
ljósbruna, eitthvað varð að gera
til að reyna sporna við hörmung-
unum. Einnig þótti ráðlegt að
heita þvf að hafa þurraföstu íyrir
kyndilmessu og vatnsföstu fyrir
jól. Svo mögnuð var pestin að
hún aleyddi Skálholtsstað af
lærðum mönnum og leikum, en
biskupinn einn lifði af hörmung-
arnar. Um veturinn lést ábótinn í
Viðeyjarklaustri. Manndauðaárið
mikla 1403 lést úr veikinni Hall-
dóra abbadís í Kirkjubæ og sjö
systur, en eftir lifðu sex systur.
Pestin eyddi staðinn af vinnufólki
svo að systurnar urðu að mjólka
og hirða um búfénaðinn sjálfar
þó að þær væru ekki vanar
þannig störfum. I bókinni Sóttar-
far og sjúkdómar á Islandi 1400 -
1800 segir: „Pestin átti það sam-
merkt, við ýmsar aðrar bráðar
smitandi sóttir, að þeir verða
ónæmir er lifa hana af. Skálholts-
staður eyddist hvað eftir annað af
þjónustufólki; hefur það komið
til af því að hið nýja þjónustufólk
hefur komið úr ósýktum stöðum,
verið því bráðnæmt og smitast
þegar það kom í pestarbælin." í
annálum er þess getið að sóttinni
hafi létt af um páska 1405. Það
var ekki fyrr en löngu síðar að
sótt þessi fékk nafnið Svarti-
dauði.
Tvær plágur
Talið er að Svartidauði hafi kom-
ið tvisvar hingað til lands. I síðara
skiptið var veikin ekki eins þung
og í fyrra skiptið. I Fitjaannál
1495 segir: „Þágekk sótt ogplága
mikil um allt Island, nema um
Vestfjörðu, frá Holti í Saurbæ;
eyddust hreppar víða. Sagt hafi
komið úr bláu klæði í Hvalfirði
(eða Hafnarfirði, við Fornubúðir)
og fyrst verið sem fugl að sjá, og
úr því sem reykur upp í loftið,
nema á Vestfirði og 4 bæi f
Grímsnesi og Hreppum ... Þar
sem voru 9 systkini á bæ, urðu
eftir 2 eða 3. I öllu Kjalarnes-
þingi fundust ekki nema 2 piltar
11 vetra og enginn þeirra jafn-
aldri í allri þeirri sýslu .... Það
mannfall stóð yfir um allt sumar-
ið, og eyddi nálega allar sveitir og
þeir bæir voru flestir, sem ekki
urðu eftir nema 2 til 3, sumstað-
ar 1 og sumstaðar enginn og
sumstaðar börn, sem lágu á
brjóstum mæðranna dauðra.“
Þá segir einnig frá því þó að færu
6 til 8 manns til kirkju að fylgja
hinum dauðu komu eigi aftur
nema 3 og mest 4. Konur sátu
dauðar við keröld í búrum og úti
á stöðlum. Algengt var að 3 til 4
væru jarðsettir í sömu gröf.
Arið 1496andaðist ÁsgrímurÁs-
grímsson ábóti og margt annarra
kennimanna á Norðurlandi. Þá
varð hver og einn prestur að
þjóna 7 kirkjum. Einnig greinir
Fitjaannáll frá því að fátækt al-
þýðufólk hafi komið frá Vest-
fjörðum, því fólk vissi auða bæi á
Norðurlandi og völdu sér jarðir
til ábúðar. Af sumum er talið að í
annálnum séu stórlega séu ýktar
frásagnir af pestinni sem gekk í
seinna skiptið. Plágurnar tvær
sem hér geisuðu í kringum 1403
og 1496 eru einu pestarfaraldr-
arnir sem fullyrt verður að hafi
gengið hér á landi. Hugsanlegt er
að fleiri pestarfaraldrar, mun
vægari, hafi komið hingað eftir
þessar tvær pestir sem stráfelldu
landann. I annálum er greint frá
pestum sem geisuðu hér á 17.
öld. Sótt og mannadauði varð í
Múlaþingi 1625 og dóu þar alls
100 manns. Ári eftir varð tals-
verður mannadauði á Norðaust-
urlandi. Mikill krankleiki sótti á
menn á Norðurlandi og dóu þar
margir 1627, svo var einnig um
Vesturland. Þá er einnig getið um
að sóttinni hafí fylgt kvef mikið
og önduðust margir, þ.á.m. Guð-
brandur biskup.
Um sóttarfarið sjálft er lítið til í
heimildum annað en það að sótt-
in var mjög bráð. Fólk lést á
þriðja sólarhring eftir að hafa
kennt sér meins. Meðganga veik-
innar var varla nema þrír til fjórir
sólarhringar. I Vestfjarðaannál er
sagt frá Ála Svarthöfðasyni
presti, sem fór til skips Einars
Heijólfssonar þegar það kom í
Hvalljörð. Þá segir að Áli og fylgi-
sveinar hans hafí dvalið einn eða
tvo daga í skipinu. Svo fast svarf
pestin að þeim félögum að þeir
komust aðeins örskammt frá
skipinu, og önduðust allir átta
saman í Botnsdal.
Áhrif á aldarfar
í annálnum kemur fram að pest-
in hafí byijað með hörðum sting
og eftir það sett að mönnum
blóðspýja. Það er athyglisvert að
á Englandi, Noregi og Islandi er
talið að pestin hafí byijað að
ganga undir haust og af því er
hægt að ætla að veiran eða
bakteían sem olli sjúkdómnum
hafí þrifíst best við Iágt hitastig.
Það er alkunnugt að pestin ásamt
öðrum drepsóttum miðaldanna
hafði víðtæk áhrif á aldarfarið.
Þær minntu menn ávallt á hve
heimslánið var fallvalt. Enginn
gat nokkru sinni verið öruggur
um sína hagi. Slíkt hlaut að gera
menn annað hvort harðgeðja og
miskunnarlausa gagnvart þján-
ingum annarra, eða afhuga þessa
heims striti. Þetta varð til þess að
menn snéru sér æ meira að því að
undirbúa sálina fyrir dauðann.
Þessi hugsunarháttur var vatn á
myllu kirkjunnar og voru ófáir
sem gáfu henni allt sem þeir áttu.
Ottinn við helvíti var magnaður
og það var um að gera að gefa
kirkjunni sem mestar gjafir, þeim
mun frekar gat gefandinn átt von
um sáluhjálp og vist í himnaríki.
Þannig átti plágan óbeinan þátt í
að auðga kirkjuna. Hér að
framan hefur verið getið um Ein-
ar kaupmann Heijólfsson. En lít-
ið er vitað um hann annað en það
að hann var maður ríkur og það
að með skipi hans barst hingað til
lands skæðasta drepsótt sem sög-
ur fara af. Endalok þessa manns
voru þau að hann var veginn með
hníf í kirkjugarðinum að Skúm-
stöðum við Eyrarbakka.
NSfn Grettis-
félaga fundin
í íslendingaþáttum 13. febrúar 1999 birtist mynd
af fimleikafélögum í Sundfélaginu Gretti og óskað
eftir upplýsingum um nöfn þeirra sem á myndinni
væru. Félagið var stofnað 1937 en lagt niður árið
1949. Flokkurinn á myndinni æfði hins vegar að-
eíns i nokkur ár því námsmennirnir í hópnum
fluttu burt úr bænum eftir stúdentspróf til frekara
náms.
F.v.: Bragi Freymóðsson, verkfræðingur; Halldór
Þorsteinsson, tungumálakennari; Ottó Jónsson,
menntaskólakennari; Olafur Guðmundsson; Hösk-
uldur Steinsson þjálfari og bakari (sitjandi); Baldur
Ilalldórsson, verkamaður; Geir S. Björnsson,
prentsmiðjustjóri; Jónas Jakobsson, veðurfræðing-
ur; Sigurbjörn Björnsson og Magnús Guðmunds-
son, flugstjóri.