Dagur - 10.07.1999, Síða 7
Xfc^MT
LAUGARDAGUR 10. JÚ LÍ 19 9 9 - VII
MINNINGARGREINAR
Friðný ísaksdóttir
Friðný ísaksdóttir fæddist á
Vestaralandi í Oxarfirði 19.
maí 1920. Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
15. júní síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru ísak Jónsson,
bóndi á Vestaralandi og kona
hans Aðalbjörg Stefánsdóttir
frá Harðbak á Sléttu. Þau
skildu. Friðný ólst upp á Ær-
læk í Öxarfirði. Hálfsystkini
hennar, sammæðra eru Álfdís,
Kristín og Þorsteinn Sigur-
geirsbörn.
Friðný eignaðist soninn Isak
Sigurðsson, f. 26. ágúst 1949.
Utför Friðnýjar fór fram frá
Akureyrarkirkju 28. júní síð-
astliðinn.
Hún hvatf inn í vorið.
Það hæfði vel þessari hjörtu sál.
Friðný ólst upp við fátækt eins
og fleiri á þeim tímum. Foreldrar
hennar skildu á meðan hún var
ung að árum. Með föður sínum
var hún fyrst í stað, en síðan hjá
vandalausum. Allir þekkja úr
ævisögum fólks hve sjálfsagt
þótti að nota vinnukraft um-
komulausra til hins ýtrasta. Lífs-
baráttan var hörð.
Það var Friðnýjar lán að kom-
ast inn á heimili sæmdarhjón-
anna Sigurðar Guðmundssonar,
skólameistara og frú Halldóru
Ólafsdóttur. Þótt mikill erill væri
á mannmörgu heimili gaf frú
Halldóra sér tíma til að kenna
Friðnýju ýmislegt sem hún hafði
ekki kynnst í sveitinni. Glaðlyndi
Friðnýjar og vilji til verka var gott
innlegg til góðra samskipta og
þarna hófst vinátta sem aldrei
bar skugga á. Friðný talaði um
frú Halldóru með lotningu, tók
hana nánast í guðatölu, enda
sýndi frú Halldóra Friðnýju þann
skilning og kærleika sem styrkti
sjálfstraust og jók kjark. Þegar
Friðný átti frí var stutt að fara til
okkar Dyngjumeyja í heimavist
MA. Þar hófust kynni sem varað
hafa í meira en hálfa öld.
Eftir brottflutning skólameist-
arahjónanna fór Friðný í vist til
Halldórs Halldórssonar, ís-
lenskukennara við MA (síðar
prófessors við HI) og Sigríðar
Guðmundsdóttur, konu hans.
Þar var framhald vistar hjá ágæt-
isfólki. Glaðværð og einlægni eru
eiginleikar sem börn kunna að
meta og því ekki undarlegt að
þau hændust að Friönýju, eins og
segull dregst að stáli.
Hún eignaðist son er hún gaf
nafn föður síns, ísak. Þó ekki
væri auðvelt fyrir einstæða konu
að ala upp barn á vinnukonu-
launum lét Friðný það ekki buga
sig. Isak var alla tíð hennar sólar-
geisli og allt skyldi lagt í sölurnar
hans vegna. Það lá við að hún
væri farin að hugsa fyrir ferming-
arfötum á hann þegar hann var
tíu ára gamall. Fyrirhyggjan var
ótrúleg. Hann skyldi eiga betra
líf en hún átti í æsku. Sonurinn
hefur líka launað móðurinni um-
hyggju og ástúð og vil ég nefna
eitt dæmi þess. Með ótrúlegri
sparsemi hafði Isaki tekist að
nurla saman peningum til að
kaupa sinn fyrsta bíl. Allir vita
hve mikilvægt atriði það er fyrir
ungmenni, en hvað gerðist? Á
þessum tímamótum var Friðný
að berjast í að kaupa sér íbúð en
vantaði peninga. Isak gerði sér
lítið fyrir, fréstaði bílakaupum og
lánaði móður sinni allt sem hann
átti. Þegar Friðný hætti að vera í
vist með soninn fékk hún vinnu á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Þar vann hún meðan heils-
an leyfði og kom sér vel þar sem
annars staðar. Nú gafst meiri
frítími, en ekki sat Friðný auðum
höndum. Hún tók að læra sund á
gamals aldri og stundaði það
reglulega. Eldsnemma á morgn-
ana arkaði hún í Sundlaug Akur-
eyrar, jafnvel í margra stiga
frosti. Hún notaði sér líka tilsögn
í taumálun á seinni árum. Gaf
sér góðan tíma til að velja munst-
ur og var smekkleg í litavali.
Þetta veitti henni tvöfalda
ánægju. Fyrst var sköpunargleð-
in, síðan ánægjan af að gefa vin-
um og vandamönnum dúka,
púða, svuntur og fleira.
Síðustu ár var Friðný í sambúð
með Brynjólfí Ólafssyni. Hann
var einstæðingur sem kunni að
meta gott atlæti hjá góðri konu.
Á meðan heilsa beggja leyfði gátu
þau notið saman ferðalaga bæði
innanlands og utan.
Já það var ýmislegt sem Friðný
mín fékk að kynnast á seinni
árum og hún kunni sannarlega
að gleðjast yfír litlu, en einnig að
samgleðjast öðrum, sem er mikils
virði fyrir sálarlífíð. Friðný var
vinmörg. Að mínum dómi kallaði
hún fram það besta í fólki og
margir urðu til þess að styðja
hana og styrkja þegar heilsuleysi
steðjaði að. Þar vil ég sérstaldega
tilgreina Önnu Björnsdóttur og
Ólaf Sigurðsson, lækni. E.t.v.
bað frú Halldóra Önnu, tengda-
dóttur sína, að líta til með Frið-
nýju í sinn stað. Þetta er aðeins
tilgáta mín.
En nokkuð var það að Anna
reyndist Friðnýju ómetanleg
hjálparhella, studdi hana með
ráðum og dáð til hinstu stundar.
Eg lýk þessum fátæklegu orð-
um með því að tileinka Friðnýju
orð Krists úr sögunni Talenturn-
ar: „Gott, þú góði og trúi þjónn.
Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið
mun ég setja þig. Gakk inn í
fögnuð herra þíns.“ (Matteus 25,
23.)
Isaki og öðrum aðstandendum
votta ég samúð og bið þeim
blessunar Guðs.
Þómý Þórarinsdóttir.
Þórey Björk Ingvadóttir
Þórey Björk Ingvadóttir fædd-
ist á Akureyri 27. október
1966. Hún lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 15.
maí síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Akureyrar-
kirkju 21. maí.
Mig langar að minnast vin-
konu minnar sem lést þann 15.
maí með nokkrum orðum. Ég
kynntist Þóreyju þegar við unn-
um saman í KEA Hrísalundi og
urðum við góðar vinkonur. Við
vorum þá innan \áð tvftugt og
eyddum mörgum kvöldum í að
rúnta um bæinn eins og jafnaldr-
ar okkar á þessum tfma.
Þegar ég fór svo til Bandaríkj-
anna að vinna sem au-pair árið
1988 var ég ekki búin að vera þar
lengi þegar ég fann starf handa
henni þar nálægt. Þetta ár okkar
þarna er mér alltaf mjög kært í
minningunni og er Þórey þar í
stóru hlutverki. Ég kynnti hana
fyrir þeim vinum sem ég var þeg-
ar búin að eignast og urðu þau
fljótlega ekkert síður hennar vin-
ir jafnt og mínir og urðu þær
Nanna sérstaklega góðar vinkon-
ur. Þau voru mörg ævintýrin sem
við Ientum í og skemmtum okkur
yfir og voru þær einnig margar
stundirnar sem við spjölluðum
saman um allt sem okkur lá á
hjarta.
Við vorum alltaf til staðar hvor
fyrir aðra þó svo að við værum
ekki ávallt sammála um alla
hluti. Skildu svo Ieiðir þegar ég
fór heim að ári loknu en Þórey
var úti mikið Iengur og því miður
urðu samskipti okkar ekki mörg
eftir þetta. Þegar Þórey kom til
Iandsins komum við saman og
spjölluðum saman, rifjuðum upp
gamla tíma og fengum nýjustu
fréttir af hvor annari.
Öll þessi ár sem ég þekkti
Þóreyju spáði ég aldrei í að hún
gæti verið með sama sjúkdóm og
systir hennar hafði, hún minntist
aldrei á það svo að ég varð fyrir
miklu áfalli þegar ég sá Þóreyju
fyrst eftir að hún veiktist. Hún
var þá orðin svo ólík sjálfri sér.
Ég upplifði mikla sorg þá og
fannst eins og ég hefði misst vin-
konu mína. Þegar þórey dó svo
um tveimur árum seinna kom
yfir mig skrítin tilfinning, ég upp-
lifði ekki þessa sorg sem ég fann
fyrir fyrst þegar ég sá hana eftir
að hún veiktist, heldur fann ég
fyrir miklum friði.
Loksins er Þórey laus úr fjötr-
um sjúkdómsins, loksins líður
henni betur. Mig dreymdi
Þóreyju stundum á nóttunni
áður en hún dó og hún var svo
falleg og friðsæl og við vorum svo
áhyggjulausar og frjálsar í
draumunum. Ég samgleðst
henni núna því að ég trúi því að
loksins sé hún fijáls og líði betur.
Ég er þakklát fyrir það að hafa
kynnst henni og ánægð með að
hafa fengið hana til mín til
Bandaríkjanna, því ég veit að
hún var hamingjusöm þar og
eignaðist þar marga góða vini.
Þórey mun alltaf vera til staðar
í mínu hjarta svo lengi sem ég lifí
sem góð vinkona og heilstæð per-
sóna. Ég vildi óska þess að henn-
ar hefðu ekki beðið svona
grimmileg örlög en ég trúi því að
hún hafi haft mikilvægara hlut-
verki að gegna og hún mun vera
hjá okkur þó svo að við verðum
hennar ekki vör. Ég vildi að ég
hefði komið oftar í heimsókn síð-
asta árið en það er mér mjög mik-
ilvægt að ég kom í heimsókn
stuttu áður en Þórey dó.
Fjölskyldan hennar Þóreyjar á
alla mína samúð enda hefur hún
þurft að ganga í gegnum allt of
margt. Guð blessi ykkur öll og ég
vona að þið getið fundið frið
innra með ykkur þrátt fyrir alla
þá sorg sem þið hafíð gengið í
gegnum.
Kristín Sveinsdóttir
Inga Karlsdóttir
Fædd 29/11 1905. Dáin 21/6
1999.
Fyrstu minningarnar um Ingu
tengdamóður mína eru reyndar
einhverjum árum eldri en okkar
fyrstu kynni. Það mun hafa verið
á skólahátíð í Menntaskólanum á
Akureyri, væntanlega dimmis-
sion, að ég tók fyrst eftir þeim
hjónum. Guðmundur Karl var að
vanda senuþjófur kvöldsins með
sínum Iíflegu ræðum, fasi öllu og
framgöngu og danskúnstum. Það
fór minna fyrir eiginkonunni, en
myndarleg var hún þar sem hún
sat við hlið hans, þá rétt tæplega
sextug, silfurh\a't á hár og ein-
staklega glæsileg eldri koná. Hún
þótti fegurðardís á yngri árum og
ekki allar stúlkur sem beðnar
voru um að sitja fyrir sem „port-
rett“ hjá meistara Kaldal. Það
hefur væntanlega verið um það
bil tveimur árum síðar að ég fór
að laumast inn um bakdyrnar á
heimili hennar til að ná fundum
heimasætunnar. Stundum mætti
ég frúnni, en var þó jafnan vel
tekið. Hún var fædd á Seltjarnar-
nesinu ein af átta systkinum og
að þeirra tíma hætti fór hún
snemma að taka til hendinni svo
sem að breiða físk út til þerris.
Væntanlega hefur hún verið
rúmlega tvítug þegar hún hélt til
Danmerkur og sá þar um heimil-
ishald fyrir barónessumæðgur,
sem báðar voru ekkjur. „Þær
kunnu ekki einu sinni að sjóða
kartöflur," sagði hún. Ekki var
hún þó á þeim tíma sjálf lærð í
matreiðslu, en þá var bara að
kaupa sér kokkabók og heljast
handa. Eflaust hefur hún þarna
Iagt grunninn að sínum meist-
aratöktum í matseldinni, því hún
var sannkallaður sælkerakokkur.
Eftir heimkomuna frá Danmörku
fór hún í hjúkrunarskólann og
útskrifaðist þaðan haustið 1936.
Það kom þó aldrei til að hún
stundaði það starf, nema sem
nemi því nú tók við hjónaband og
húsmóðursjbrf og flutningur til
Akureyrar. Ég held að hún hafi
lengi vel saknað höfuðborgarinn-
ar, en tel að hún hafi síðar tekið
Norðurland f fulla sátt. Kynni
mín af Guðmundi Karli voru því
miður stutt, því hann féll frá að-
eins 68 ára að aldri og mér
fannst það kaldhæðni örlaganna
að fyrstu kynni mín af spítala-
starfínu fékk ég á deildinni hans
aðeins tæpum tveimur mánuð-
um eftir Iát hans. Aðeins rúmu
ári síðar tók Inga sig upp og flutti
suður. Þá voru allar dæturnar bú-
settar þar og ættingjar hennar
allir. Hún komst þó fljótt að því
að þetta var ekki gamla Reykja-
víkin hennar og festi hún ekki
yndi syðra. Er það til marks um
áræðni hennar og kjark að taka
sig aftur upp orðin sjötug og
flytja aftur norður. Kaupa þar
íbúð og gera upp og skapa aftur
hlýlegt heimili, §em jpfnan stpð
opið börnum og barnabörnum.
Og hún amma á Akureyri var sko
ekkert venjuleg. Hún keypti sér
aftur „kagga“ og ók um göturnar,
en stundum læddist upp í hug-
ann sjóferðabæn, er gatnamót
nálguðust. Hún hélt góðri heilsu,
reisn sinni og glæsibrag fram í
háa elli og það var aðeins síðustu
árin að halla tók undan fæti svo
einhverju nam. Og lokaorrustan
var stutt. Það var hennar stíll.
Hálfí'elgja var ekki til í hennar
orðabók. Að leiðarlokum er
henni þökkuð ómæld hjálp öll
okkar búskaparár. Hún hafði lif-
að langa og viðburðarríka ævi,
var södd lífdaga og reiðubúin að
Ieggja upp í ferðina hinstu. Guð
blessi minningu hennar.
Friðrik Páll.