Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR ÍS. JÚLÍ 1 999 - 3
X^wir
SUÐURLAND
Snemma beygist
krókurinn. Börn við
Stóra Fossvatn. mynd.
FILMVERK - GUNNAR
Veiðivötnin
vinsæl
Fengsæl veiðikona.
Þokkaleg veiði hef-
ur verið í Veiði-
vötnum að undan-
fömu. Heldur dró
úr veiðisögum í síð-
ustu viku.
Ágæt veiði hefur verið í
Veiðivötnum að undanförnu.
„Aðsóknin hefur líka verið
góð, en mér fannst kannski
heldur draga úr veiðisögum
eftir sfðustu viku. En veiðin
jókst mikið í fyrra og það hef-
ur spurst út og fleiri fara í
vötnin í ár en oft áður,“ sagði
Sigríður Theódóra Sæ-
mundsdóttir í Skarði á Landi,
en hún annast sölu veiði-
leyfa.
Kunnugir segja að vissu-
lega sé nokkur dagamunur
hvernig veiðist. Almennt hafi
þó veiðst nokkuð vel og veið-
in sé ekki á ósvipuðu róli og í
fyrra, þegar ails 9.000 fiskar
komu á land. - Veiðin stend-
ur fram til 22. ágúst og í boði
eru alls 70 stangir daglega í
20 vötnum. Veiðileyfi virka
daga kosta 1.600 kr. og
2.200 kr. um helgar.
Ljótipollur er það vatn sem
hvað best veiðist í, en einnig
hefur Grænavatn verið að
koma sterkt inn í myndina að
undanförnu, segja veiðimenn
sem Dagur ræddi við. -SBS.
Vilja halda í Skansvitaim
Bæjarfulltmar Vest-
inaimapyjalistaiis vilja
áíiain vita, en ekki
listaverk, á Skansin-
um. Vitinn verðug
tengsl nútíðar við for-
tíð, segir í tillögu.
í bæjarstjórn Vestmannaeyja á
dögunum var lögð fram tillaga frá
minnihlutanum um varðveislu vit-
ans á Hringskersgarði og hann
yrði endurbyggður sem næst upp-
runalegri mynd. Hugmyndir hafa
verið uppi um að verk eftir Grím
Marinó Steindórssonar verði sett
upp á garðinum í stað núverandi
vita. Segir í tillögunni að í þessu
umhverfi verði vitinn verðugt
minnismerki og með endurgerð
hans fengist heilstæð mynd af
Skanssvæðinu, mynd sem sýni
tengsl fortíðar og nútíðar. Sé eðli-
legt að hafnarstjórn annist fram-
kvæmd verksins þar sem vitinn er
innan hafnarsvæðisins.
Guðrún Erlingsdóttir, bæjarfull-
trúi Vestmannaeyjalistans, segir
að ekki hafi verið tekin afstaða til
verks Gríms Marinós í tillögunni.
„Þetta er hið mætasta verk og í til-
lögu okkar er ekki tekin afstaða til
staðsetningar á því verki. Við erum
aðeins að árétta það að ekki þurfi
að rífa allt sem gamalt er og að rétt
sé að halda heildinni yfir svæð-
inu.“ - Olafur M. Kristinsson,
hafnarstjóri, vildi ekki taka af-
stöðu til þessarar tillögu minni-
hlutans. „Grímur gaf höfninni
listaverkið, en það var engin kvöð
Svipmynd frá Skansinsum. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn
vilja að vitinn þar verði látinn standa áfram, í stað þess að þar verði sett
upp listaverk. mynd: beg
sem fylgdi þeirri gjöf um að það
færi á syðri hafnargarðinn, ein-
ungis tillaga."
Samkvæmt nýjustu upplýsing-
um mun meirihluti bæjarstjórnar
hafa ákveðið að verk Gríms Mar-
inós verði sett upp á syðri hafnar-
garðinum, en undirstöðum gamla
vitans verði haldið og nánasta um-
hverfi endurgert. -BEG.
( ;--n
WðSAB
OLÍUFYLLTIR
RAFMAGNSOFNAR
Betri hiti - engin
rykmengun
- fyrir heimilið, sumarbústaðinn
eða vinnustaðinn.
Stærðir 400,750,800,1000,2000
wött • Hæðir 30 og 60 cm.
Sérstök frostvarastilling
Thermóstýring
Hagstætt verð
Einar Farestveit,
Borgartúni 28, sími 562 2900
Upplýsingasími Veiðimannsins GRÆN Li'NA
0 0 0 a
Abu veiðistangirnar eru framleiddar að mestu
úr grafít blöndu og trefjagleri, í mörgum
stærðum og gerðum. Þær þola mikil átök því
styrkur þeirra og sveigjanleiki er einstakur.
Abu veiðistangirnarfást í öllum helstu sport-
og veiðivöruverslunum landsins.
JAbu
Garcia
for life...
Veiðimaðurinn
$ SUZUKI
1 .... —
Komdu i
reyttslu-
akstur!
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
Hefur þú séð svona verð á 4x4 bil?
• Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð.
• Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll.
• Skemmtilequrbíll meðmiklum staðalbúnaði:
ABS hemlalæsivöm (4x4),
rafdrifnu aflstýri,
samlæsingu, o.m.fl.
Ódýrasti 4x4
bíllinn á Islandi
imiiiiiimiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiiiiiii
GL 1.099.000 KR.
GL 4x4 1.299.000 KR.
mmimmmmmmimmmmimmmii
JAbu
Garcia
tryggir góðan veiðitúr
/