Dagur - 15.07.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 15. júlí 1999
2. árgangur - 22. Tólublað
Rífandi gangur
í fasteignasölu
Sveifla á fasteignamark-
aði á Suðurlandi. Góð
sala í einbýlishúsum og
blokkaríbúðir seljast á
stundinui. Ldðaskortur
vandamál á Selfossi, en
úr honum er að rætast.
„Sveiflan sem er á fasteignamarkaði
á höfuðborgarsvæðinu er nú að skila
sér hingað austur fyrir fjall," segir
Guðjón Ægir Sigurjónsson hdh,
sölumaður hjá Lögmönnum Suður-
landi. „Uppsveiflan á markaðnum
fór af stað í fyrrahaust og hún hefur
haldist alveg síðan. Þetta er nokkuð
jafnt yfir svæðið, alveg frá Hvera-
gerði og austur á Hvolsvöll. Að mín-
um dómi mun þessi uppsveifla hald-
ast áffam og fólk sem er að flytja
utan af landi og suður á bóginn mun allt eins
líta hingað austur fyrir íjall þar sem hér er að
hafa alla þá þjónstu sem fólk þarf og gerir
kröfu um.“
Reykvíldngar vilja austur
Guðjón segir að talsvert framboð sé af ein-
býlis- og raðhúsum á Suðurlandi og yfirleitt
sé góð sala í þeim. Blokkaríbúðir seljist einnig
fljótt, fari nánast um leið og þær koma á
söluskrá. „Sem fyrr er Selfoss vinsælasti stað-
urinn, en Hveragerði er einnig að koma
sterkt inn í myndina. Verð á fasteignum þar
er að verða mjög svipað því sem gerist á Sel-
fossi, hér austanfjalls er gangverð á góðum
einbýlishúsum með bílskúr gjarnan þetta 10
til 11 milljónir sem er svipað verð og er á
blokkaríbúðum í Reykjavík. Almennt hefur
þó fasteignaverð á Suðurlandi verið að
hækka nokkuð að undanfömu."
„Það er skortur á fasteignum á Arborgar-
svæðinu og það sem einkum veldur er áhugi
fólks af Reykjavíkursvæðinu og reyndar víðar
að flytja austur,“ segir Þröstur Ama-
son hjá Fasteignasölunni Bakka á
Selfossi. „Gjarnan er fólk að selja í
Reykjavík á yfirverði og kaupir sfðan
eignir hér eystra. I raun er það
straumur annarsstaðar frá sem núna
veldur tilfinnanlegum skorti eigna á
söluskrá. Ef fólk er á þeim buxunum
að selja sínar fasteignir er rétti tím-
inn núna, verðið sem fæst er mjög
gott. Annars er að ganga upp núna
sú spá sem ég setti fram um áramót
þegar ég sagði að mikil sveifla yrði á
fasteignamarkaði hér á þessu ári. Og
það sér ekki fyrir endann á þessum
fjörlegu viðskipum."
Suðurbyggö tilbúin í haust
Þröstur Arnason segir að í raun sé
lóðaskortur helsta vandamálið sem
við sé að glíma á fasteignamarkaði á
Selfossi um þessar mundir. Ur því
mun þó rætast í haust þegar til út-
hlutunar koma fyrstu lóðirnar í nýju hverfi,
Suðurbyggð, sem er sunnan Engjahverfis. Að
sögn Helga Helgason, bæjarritara Árborgar,
er nú unnið að gerð deiliskipulags hverfisins
og komi ekkert uppá gætu byggingafram-
kvæmdir í hverfinu að geta hafíst í september
eða október. „Þar verða einbýlis-, par- og rað-
húsalóðir og er þegar komið fólk á skrá. Lóð-
ir fyrir fjölbýlishús eigum við hinsvegar enn í
Tjamarhverfí og þær hafa byggingaverktakar
aðeins verið að skoða.“ -SBS.
PelastLkk og
varðeldar
Búist er við allt að 5.000 gestum
á landsmót skáta sem sett var á
Ulfljótsvatni í Grafningi á
þriðjudaginn. Mótið stendur
fram á sunnudag og verður mik-
ið um dýrðir í þeim anda sem
skátar eru þekktir fyrir, svo sem
gftarspil og söngur við varðelda
og einnig mun fólk reyna með
sér í að hnýta pelastikk og reisa
kastala og klifurgrindur úr reka-
trjám.
Rúmlega 1000 erlendir skátar
frá 25 þjóðlöndum og fimm
heimsálfum taka þátt í mótinu.
A landsmóti munu því íslensk
ungmenni upplifa í raun hið al-
þjóðlega samfélag sem skáta-
hreyfingin er. Tugir erlendra
skáta verða í starfsliði mótsins.
Ungir skátar fá því tækifæri til
að kynnast því í reynd að skáta-
hreyfíngin þekkir engin landa-
mæri. Meðan á mótshaldinu
stendur verður Ulfljótsvatn eitt
Ijölmennasta byggðarlag lands-
ins og verður þar starfræktur
banki, pósthús, sjúkrahús, kirkja
og eldhús sem frá verður dreift
allt að 12.500 máltíðum á dag.
- Sjá nánar bls. 19.
*
Þó hellirignt hafi á Úlfljótsvatni í fyrrakvöld við upphaf landsmóts skáta, sem þar er nú haldið, skein gleðin úr
hverju andliti og brugðið var á leik í anda þess sem skátar eru best þekktir fyrir. Landsmótið stendur fram yfir
helgi og sækja það um fimm þúsund manns, bæði hér að heiman og einnig mikill fjöldi skáta erlendis frá.
mynd: -teitur.
Frá Hellu. Verði Rangárþing allt
sameinað í eitt sveitarfélag er
stóra spurningin sú hvort Hella
eða Hvolsvöllur verði höfuðstaður
héraðsins.
Ólisafnar
upplýsingum
Starfsmaður ráðinn
til söfuunar upplýs-
inga vegna samein-
ingar sveitarfélaga í
Rangárþingi. Samein-
ingarvinna á fullt í
haust.
Sameiningameftid sveitarfélaga
í Rangárvallasýslu hefur ráðið
Óla Má Aronsson, oddvita
Rangárvallahrepps, til að annast
gagnasöfnun hjá sveitarfélögum
í sýslunni um viðhorf manna og
stöðu þeirra mála sem þau hafa
á sinni könnu. Ur þessum svör-
um verður síðan unnin skýrsla
sem verður heilstætt yfírlit um
stöðu mála og hægt verður að
nota við gerð tillögu um samein-
ingu sveitarfélaga í sýslunni.
„Eg held að almennt megi
segja að viðhorf gagnvart sam-
einingu sveitarfélaga eru al-
mennt jákvæð,“ segir Elvar
Eyvindsson á Skíðbakka í
Landeyjum, formaður
sameiningarnefndar. “Ég skal
ekki segja til um hver okkar til-
laga um sameiningu verður,
hvenær hún verður tilbúin eða
um hana kosið. Ég hygg þó að
heppilegast sé að það verði sem
fjærst almennum kosningum
þannig að pólítísk viðhorf bland-
ist síður inn í þetta."
Vegabætur við
Villingaholt
Vegaframkvæmdir eru fyrirhug-
aðar í haust við uppbyggingu
Villingaholtsvegar frá Hróars-
holtsafleggjara að Kolshólti.
Þetta er um fimm km vegarkafii
og áætlar Vegagerðin að kostn-
aður verði 56 millj. kr. Verkið
verður boðið út í næsta mánuði.
Að sögn Steingríms Ingvars-
sonar, umdæmisstjóra Vegagerð-
arinnar á Suðurlandi, eru frek-
ari vegabætur í lágsveitum Ar-
nessýslu fyrirhugaðar á næstu
vegum, t.d. á Gaulverjabæjar-
vegi frá Glóru og niður fyrir
Súluholtsafleggjara. - Almennt
þykja vegabætur í lágsveitum
sýslunnar brýnt mál, enda veg-
irnir afleitir að margra mati.