Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 10
II - l'ííl K\ij\ . £ <v *U3tailTH\m 10 -FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1999 FRÉTTTR — Thtyir SMAAUGLYSINGAR Til sölu____________________________ Peg Perego barnavagnasett (barnvagn, - kerra, kerrupoki, taska). Mjög vel með farið, eftir eitt barn, Peugout 405, grár, árg. 1988 ekinn 165 þ. Tilboð óskast. Upplýsingar í símum 462-1848 eða 460- 6193. Fjórhjól____________________________ Til sölu Honda Fortrax fjórhjól árg. 86. Vel með farið. Upplýsingar f síma 462-1523. Kaffi og kökur Kaffi og handverkshús 7 km frá Dalvík opið 14-18 miðvikudaga til sunnudaga og eftir pöntun. Ljósmynda- og málverkasýn- ingar. Kaffi-hlaðborð sunnudaginn 25. júlí. Þinghúsið Grund, Svarfaðardal. Einkamál__________________________ Eg er 33 ára karlmaður, reyklaus, sem óska eftir að kynnast góðri vinkonu, sem vill hafa samband við mig eins oft og hægt er. Þarf að vera mjög góð, jákvæð og traust. Ég hef mikinn áhuga á að kynnast þér. Ég vona að ég fái svar frá þér. Upplýsingar í boðsíma 842-6546. Tapað fundið________________________ Helgina 9. til 11. júlí sl. fundust silfurhringir í Atlavík í Hallormsstað. Eigandi gefi sig fram í síma 460-6114. Ýmislegt_________________________ Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðis- legu ofbeldi. Símatími til kl. 19.00 í síma 562 6868. FBA deildin á Húsavík. Fundir vikulega á sunnudögum kl. 20.30 og á mánudögum kl. 22 í Kirkjubæ. Frá Slysavarnafélagi íslands Mlnningarkort Slysavarnafélags íslands fást á skrifstofu félagsins. Kortin eru send bæði innanlands og utan og hægt er að styrkja hvaða björgunarsveit eða slysavarnadeild innan félagsins. Gíró og greiðslukortaþjónusta. Slysavarnafélag íslands, Grandagarði 14, Reykjavík, sími 562-7000. Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akureyri. Minningarkort félagsins fást í Bókval og Möppudýrinu Sunnuhlíð og hjá félaginu. Stjórnin. Verðmæti loðnuafla drógst saman en verðmæti skelfisks- og krabbaafla jókst töluvert. Véla - Pallaleiga Skógarhlíð 43, 601 Akureyri fyrir ofan Húsasniiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu Xf og viðgerðir á litlum og 461-1386 og stórum húsum. 892-5576 Kenni á fOOIS Tímar eftir samkomulagi Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Simi 899 9800 Heimasími 462 5692 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður minnar og tengdamóður, UNNAR SIGURÐARDÓTTUR, Bakkahlíð 29, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Seli fyrir þeirra góðu umönnun. Ingigerður Guðmundsdóttir, Gunnar Eðvaldsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GÍSLASON, fyrrv. skólastjóri Gaulverjaskóla, Fossheiði 58, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 11.00 árdegis. Guðfinna Jónasdóttir, Arnþór Flosi Þórðarson, Inger E. Andersdóttir, Árný Elsa Þórðardóttir, Leif Rasmussen, Gísli Steindór Þórðarson, Svanhildur Edda Þórðardóttir, Helgi Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. Afl averðmætið meira en í fyrra Aðeins 18 þúsimd tonn af heildarupp- sjávaraflanimt í ár fóru í frystingu og lið- lega 3 þúsund tonu í salt, eða liðlega 3% aflans, en á árinu 1998 fóru 19% afl- ans, fyrstu fjóra mán- uði ársins, til fryst- ingar og söltunar. Heildarverðmæti fiskaflans í apr- ílmánuði 1999 var 5.022 millj- ónir króna sem er töluverð aukn- ing frá aprílmánuði 1998, en þá nam heildarverðmætið 4.340 milljónum króna. Verðmæti botnfiskaflans var 4.484 milljón- ir króna í aprílmánuði 1999 en var 3.796 milljónir króna í sama mánuði 1998. Verðmæti þorskafla jókst úr 2.571 milljón króna í 3.189 milljónir króna. Verðmæti Ioðnuafla drógst sam- an en verðmæti skelfisks- og krabbaafla jókst töluvert. Heildarverðmæti fiskaflans fyrstu íjóra mánuði ársins 1999 var 22.263 milljónir króna og jókst um 5.180 milljónir króna milli ára. Verðmæti þorskafla jókst um 3.821 milljón króna. Verðmæti uppsjávarfiskafla drógst lítillega saman fyrstu íjóra mánuði ársins en aflinn var samt mun meiri, eða 647 þúsund tonn á móti 465 þúsund tonnum árið 1998, en verð á afurðum hefur fallið um allt að 30% milli ára. Aðeins 18 þúsund tonn af heild- araflanum í ár fóru í frystingu og liðlega 3 þúsund tonn í salt, eða liðlega 3% aflans, en á árinu 1998 fóru 19% aflans, fyrstu fjóra mánuði ársins, til frystingar og söltunar. Þorskaflinn var, fyrstu fjóra mánuði ársins, 105 þúsund tonn, þar af fóru í sjófrystingu 18 þúsund tonn; ýsuaflinn var 18 þúsund tonn og er helmingi meiri en á sama tíma árið 1998; ufsaafli 12 þúsund tonn; keila 1.699 tonn; blálanga 388 tonn; langhali 65 tonn og lýsa 181 tonn. Alls nam botnfiskaflinn 190.293 tonnum á móti 149.178 tonnum á sama tíma árið 1998. Einnig varð aukning í flatfiskafla og karfa en rækjuaflinn hefur dregist verulega saman fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma sl. árs, eða liðlega 11 þúsund tonn á móti nær 19 þús- und tonnum. - GG Sýslumaðurinn á Húsavík Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandl eignum verður á þeim sjálfum sem hér segir: Brúnagerði 1, Húsavík (efri hæð), þingl. eig. Halldóra Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 27. júlí 1999 kl. 10.30. Garðarsbraut 67 0302, Húsavík, þingl. eig. Sigríður Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, þriðjudaginn 27. júlí 1999 kl. 11.00. Garðarsbraut 79 0303, Húsavík, þingl. eig. Sigurjón Þorgrímsson, gerðarbeiðandi Byggingasjóður verkamanna, þriðjudaginn 27. júlí 1999 kl. 11.30. Vestaraland I og II, Öxarfjarðar- hreppi, þingl. eig. Freygerður A. Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Lána- sjóður landbúnaðarins, þriðjudag- inn 27. júlí 1999 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Húsavík, 21. júlí 1999. Hrefna Gísladóttir, fulltrúi. AKU REYRARBÆR Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar eftir tilboðum í byggingu skólpdælu- stöðvar við Laufásgötu á Akureyri. Tilboðið nær til uppsteypu og frágangs á um 50 m2 niður- grafinni byggingu á tveimur hæðum ásamt um 40 m2 timburbyggingu þar ofan á. Verkið nær einnig til uppsetn- ingar á dælum og lögnum inni í stöðinni og uppsetningu á varaaflsstöð og þrýstijöfnunarkút í stjórnhúsi. Einnig skal gera brunn og leggja 05OOST og 06OOST lagnir eins og útgröftur fyrir stöð gefur tilefni til. Uppsteypu, fokheldri yfirbyggingu og grófjöfnun skal lokið fyrir 20. desember 1999 og verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. maí 2000. Útboðsgögnin verða afhent á skrifstofu Tæknideildar Ak- ureyrarbæjar, Geislagötu 9, frá og með fimmtudeginum 22. júlí og kosta kr. 6.000. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, eigi síðar en fimmtudaginn 19. ágúst 1999 kl. 11.00 fh., og verða þau þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.