Dagur - 22.07.1999, Side 11

Dagur - 22.07.1999, Side 11
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Yfir 10.000 fylgjendur Falun Gong söfnuðust saman á friðsaman mótmælafund við aðsetur forsetans í apríl sl. Áhangendur þessa trúarsamfélags sýnast vera vel skipulagðir þótt söfnuðir séu ekki formlegir né eigi sér musteri eða kirkjur. Nú hafa stjórnvöld skorið upp herör gegn Falun Gong og eru leiðtogar handteknir, rít gerð upptæk og mótmælagöngur stöðvaðar. Hugleiðsla og Hkams- rækt ógnar Kínaveldi Kommúnistastjórnin í Kína hef- ur eignast nýjan óvin sem ógnar alræðinu og er farinn að setja svip sinn á stjórnmálin þar í Iandi. Trúarbrögðin Falun Gong, sem voru kynnt árið 1992, hafa nú yfir 100 milljónir áhangenda í ótal söfnuðum. Þau eru eins konar blanda af Búddisma og Taoisma og er hugleiðsla og heil- brigt líferni undirstaða þess hjálpræðis sem leiðtoginn Li Hougzhi boðar trúuðum. I júnímánuði sl. gáfu kínversk stjórnvöld út tilkynningu um að iðkun Falun Gong væri ekki bönnuð, en varað var við að meðlimir boðuðu fagnaðarerindi sín og að þeir breiddu út kenn- ingar sem röskuðu allsherjarfriði í ríkinu. Ahangendur svöruðu með því að ekki væri um skipu- leg trúarbrögð að ræða og ættu þeir sér hvorki musteri né kirkj- ur. Undanfarið hafa iðkendur Falun Gong fært sig upp á skaft- ið og eru mótmælagöngur og Ijöldafundir tíðir. Mótmælt er banni stjórnvalda á því að trúin sé breidd út og hjálpræðið boð- að. I gær dró svo til tíðinda þeg- ar lögregla Ieysti upp mótmæla- fund við höfuðstöðvar Kommún- istaOokksins í Beijing. Fréttir bárust um að allt að þúsund manns væru í gæslu á íþrótta- leikvangi vestur af höfuðborg- inni. Mótmælaaldan hófst sl. þriðjudag þegar 70 leiðtogar Falun Gong voru handteknir víðs vegar um landið. Þúsundir hafa farið í göngur í fjölda borga. í gær, miðvikudag, hófu mót- mælendur göngu að Zhongnan- hai, þar sem aðsetur stjórnarinn- ar er. Hundruð Iögreglumanna, einkénnisklæddir og í borgara- legum fatnaði, stöðvuðu göng- una, sem í voru aðallega konur á miðjum aldri. Fjöldi þeirra var handtekinn og var ekið á brott í Iögreglubílum. Sjónarvottar telja Baksvid Falirn Gong eru trúar- brögö sem breiðast óðfluga út í Kína og er svo komið að stjómvöld em farin að ofsækja áhangend- ur, handsama leið- toga og banna fjölda- samkomur. Farið er að vara meðlimi Kommúnistaflokks- ins við að verða ekki „lijátrúimi“ að hráð en halda sig við efnis- hyggjn og marxisma. að allt að 2000 manns hafi verið sviptir frelsi til að ganga um göt- ur Beijing. Mannréttindahópar í Hong Kong og á meginlandi Kína halda því fram, að stjórnvöld hafi ákveðið að láta til skarar skríða gegn Falun Gong og skip- að lögreglu að handtaka leiðtoga vítt og breitt um landið og gera rit um trúarbrögðin upptæk. Sömuleiðis voru myndir af leið- toganum og gripir sem minna á hann gerðir upptækir. I Gu- angzhou og Shenzhen voru að minnsta kosti hundrað manns handteknir þegar Falun Gong söfnuðir komu saman til morg- unæfinga. AHlangt er síðan trúaðir fóru að láta á sér bera. I apríl sl. komu um 10 þúsund manns saman við bústað Jiang Zemin forseta til að mótmæla harðýðgi sem söfnuðir eru beittir. Slík ósvífni má ekki endurtaka sig. Kommúnistaflokkurinn hóf í síðasta mánuði herferð gegn hjá- trú, eins og trúarbrögð og trúar- iðkun eru kölluð opinberlega. Einkum var því beint til félaga í flokknum að láta ekki glepjast af Li Hongzhi er talinn stofnandi og leiðtogi Falun Gong eða Falun Dafa eins og trúarbrögðin eða hreyfingin eru einnig kölluð. Þau voru stofnuð 1992 af Li sem þá var opinber embættismaður í Kína en býr nú í Bandaríkjunum og ferðast um heiminn og boðar kenningar sínar um hugleiðslu og heilbrigt Ííferni. Áhangendur eru sagðir vera ekki færri en 100 milljónir. villukenningum en halda sig við kommúnska efnishyggju og kór- réttan Marxisma. Minnt er á að trúarbrögðin eru ópíum fyrir fólkið og að allt sem eitrað getur sálirnar ber að varast. Falun Gong eru ekki einu trú- arbrögðin sem sækja á í Kína. búddadómur og kristni sækja mjög á og fjölgar söfnuðum og fólki sem tekur þátt í trúarlífi. Ástæðan er sögð sú, að eftir að upplýst var að Maó formaður var ekki óskeikull og kenningar hans smánaðar af stjórnendum flokks og ríkis, myndaðist tómarúm sem nú er að fyllast af þeim sem finna hjá sér trúarþörf og leita háleitari markmiða en marxismi harðneskjulegra kommúnista- flokka nær að fullnægja. Falun Gong á sér áhangendur og iðkendur í öllum heimsálfum og leiðtoginn ferðast um heirn- inn og boðar ögnaðarerindi íhugunar og líkamsræktar. Bæk- ur og ritlingar um hjálpræðið eru gefnir út og trúuðum fjölgar. Undirstaðan er hugleiðsla og fimm æfingar sem auðvelt er að Iæra og iðka, en eru samt árang- ursríkar. Þessi kokteill ógnar nú Kínaveldi. Lík Kennedys fundið Lík Kennedys yngra fannst í gær. Var það í skrokki flugvélarinnar sem leitað hefur verið síðan á þriðjudag. Vélin fannst á 30 metra dýpi tólf km suðvestur af strönd eyjarinnar Marthas Viney- ard, en þangað var förinni heitið. Það var myndavél í fjarstýrðum kafbáti sem notuð var við Ieitina, sem varð til þess að flugvélarflak- ið og líkið fundust. Lík eiginkonu hans og mágkonu voru ekki fund- in í gær, en leit að þeim var hald- ið áfram. Af rannsóknargögnum má ráða að flugvél Kennedys hafi skollið í hafið á mun meiri hraða en áður var vitað. Radarslóð vélarinnar hefur verið rakin og sést þar að eitthvað fór úrskeiðis þegar um 20 km voru eftir til eyjarinnar. Vélin hækkaði flugið um 30 metra og steyptist síðan í hafið. Kennedy hafði aðeins eitt hundrað flugtíma að baki og hafði ekki blindflugsréttindi. John F. Kennedy yngri. Lík hans er nú fundið og verður hann jarðsett- ur við hlið föður síns í Aríington- kirkjugarði í Washington. Frelsisheriim skilar vopnuin Frestur Frelsishers Kosovo til að skila vopnum sínum í hendur friðargæsluliða NATO rann út í gær. Talsverðu hefur verið skilað af öflugum vopnum, svo sem eldflaugum til að granda skriðdrek- um og flugvélum, sprenguvörpum og kröftugum vélbyssum. Her- mennirnir fá að halda léttari vopnum fyrst um sinn en er gert að skila þeim síðar nema veiðirifflum og vopnum sem ekki eru ætiuð til manndrápa. Ekki er búist við að öllum vopnum verði skilað. En hve vel vopn- aðir Kosovo-Albanar verða er ekki gott að vita, þar sem fjöldi her- manna þeirra er óráðinn og engin skrá er til yfir þau vopn sem þeir ráða yfir. Mikilvægt er að sem mestu af vopnunum verði skilað því gæsluliðar óttast að þau verði notuð til hefnda vegna ógnarverka Serba í héraðinu. Fundi sem fulltrúar NATO og Rússa áttu sækja í Brussel hefur verið frestað. Ræða átti hlutverk rússnesku friðargæsluliðanna í Kosovo, en ágreiningur er um hvert hlutverk þeirra á að vera. Margir rússneskir hermenn eru nú í héraðinu en taka lítinn þátt í gæslustörfum, enda munu liðsveitir NATO kæra sig lítið um veru þeirra þar eða að þeir séu að skipta sér af málum. En Rússar eru hliðhollir Serbum og drógu sig út úr öllu samstarfi við NATO á meðan loftárásirnar dundu á Júgóslavíu. Varad við upplausn Júgóslavíu Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, varar nú við upp- lausninni sem óhjákvæmilega bíður Júgóslavíu ef ekki berst utan- aðkomandi aðstoð. Hann sagði að það væri í þágu nærliggjandi þjóða að komið væri í veg fyrir upplausnina. Vestræn ríki hafa ákveðið að veita Júgóslavíu enga aðstoð til uppbyggingar nema Milosevic verði vikið úr forsetastóli. Stofnan- ir ríkisins eru í uppnámi, orkuver og samgöngukerfi rústir einar, atvinnulíf og viðskipti á brauðfótum og framtíðin síður en svo björt. Þegar vetrar er hætta á að sverfi að fyrir alvöru. Þá er hætt við að fólksflótti verði svo mikill að önnur lönd ráði ekki við að taka á móti öllum þeim fjölda sem Ieitar sér bjargar meðal annarra þjóða. Þótt Milosevic og flokkur hans njóti ekki stuðnings nema lítils hluta þjóðarinnar er stjórnarandstaðan lítið skárri, því leiðtogar hennar koma sér ekki saman um eitt né neitt og líta hver á annan sem erkióvini. Áskriftarsíminn er 8oo 7080

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.