Dagur - 29.07.1999, Qupperneq 3

Dagur - 29.07.1999, Qupperneq 3
 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 - 3 SUÐURLAND Skútuclraumurinn sem varð að veruleika Gunnhildur Emilsdóttir er Eyjamaður að uppruna og eignaðist í æsku þann draum að sigla um höfín blá. Og nú er hún á leið suður um höfín að sólgylltri strönd. mynd. beg Húii er úr Eyjum og hefur aUtaf haft sjómannsblóð í æðiun. GimnhUdur Enuls- dóttir siglir suður á bóginn á skútu með fjölskyldu sinni og verða þau minnst ár í ferðinni. Eitthvað hefur verið um að skútur hafi ver- ið að koma til hafnar í Eyju m það sem af er sumri. Blaðamaður var á bryggjurölti á dög- unum og sá þar konu nokkra um borð í skútu sem lá í austurhöfninni. Þetta var 40 feta skúta sem ber nafnið Black Bear og er skráð í St. Johns í Kanada. Um borð hittum við konu, hún kvaðst heita Gunnhildur og vera Emilsdóttir og það sem meira er, brott- fluttur Eyjamaður. Hún var að þrífa dekkið og tók vel í dulítið skútuspjall og eylegan uppruna sinn. Skútan keypt í Kanada Gunnhildur segir að skútuáhuginn hafi kviknað fýrir tveimur árum þegar hún og eiginmaður hennar hafi ákveðið að kaupa sér skútu. „Eg hef alltaf haft áhuga á smá- bátum og siglingum. Er úr Eyjum og þótti alltaf rosalega óréttlátt að strákarnir einir gætu verið á sjó. Var hins vegar fljót að reyna að koma mér á sjó og komst sem kokkur og háseti. Eg fann mér í tvígang yfir sumartímann pláss á handfæraveiðum og hef því haft áhuga á sjó mjög lengi. Skútu- draumurinn varð svo að veruleika íyrir ári síðan þegar við keyptum okkur þessa skútu í Kanada og hér erum við aftur komin. Gunnhildur er fædd og uppalin í Eyjum. „Eg hugsa að flestir Vestmannaeyingar á mínum aldri og eldri þekki mig. Móðir mín er úr Vallatúni og í föðurætt er ég frá Fag- urhóli. Afi minn og amma bjuggu þar. Eg var sautján ára þegar ég fór héðan og svo sem ekkert meira um það að segja. Reynd- ar kom ég hingað aftur í gosinu, því mér þótti það svo mikið ævintýri að fá að taka þátt í öllu kringum það. Eiginlega var það ævintýri lífs míns. Eyjan var bæði sorgleg og stórfengleg meðan á þessum hamförum stóð. Áírain inn í Miðjarðarhafið „I fjármögnun skútukaupanna leiddi hvað af öðru,“ segir Gunnhildur. „Við höfum verið að safna og ég seldi fyrirtæki sem ég átti. En okkur hefur langað til þess að gera eitthvað þessú líkt í mjög mörg ár. Við erum þijú sém ætlum á skútunni suður á bóginn. Það er ég maðurinn minn og son- ur. Eigum einnig dóttur, en hún ætlar að hitta okkur f Miðjarðarhafinu í sumar. Héðan ætlum við að halda til Irlands og þaðan til Portúgal og áfram í Miðjarðar- hafið, en annars eru engin plön í gangi og engar fastar tímasetningar. Við verðum að vera komin eitthvert um mánaðamót sept- ember og október þar sem við getum ör- ugglega komist í samband við skólayfir- völd hérna heima svo sonur okkar geti byijað nám gegnum Netið.“ Gunnhildur reiknar með að fjölskyldan verði komin heim í september á næsta ári. „Þá byrjar strákurinn aftur í skóla. Eg held að það sé ekki forsvaranlegt að vera lengur en ár. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvern- ig okkur gengur að aðstoða hann við nám- ið og temja hann. - Eg geri mér ekki grein fýrir því hvort skútulífið sé einmanalegt. Er nú búin að vera á dekkinu hérna í morgun og það hefur verið mjög rólegt í kringum mig og ég hugsaði hvort það væri þetta sem koma skyldi. Eg ein á dekkinu. Þessa stundina Iíður mér mjög vel, því það er búinn að vera svo mikill erill í kringum okkur. Ættingjar og vinir að kveðja okkur og svo framvegis. I kringum skútur og skútulíf er mjög mikið líf, þannig að ég held að maður eigi alltaf eftir að finna sér félaga og vini hvar sem maður er í heimin- um. Kvíði því að minnsta kosti ekki,“ seg- ir Gunnhildur. -BEG. 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstilianleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar $ SUZUKI —•tTJ* --- Bfll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is Ertu að hugsa utn: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem staðalbúnað: Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann ketnur þér þægilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL 3d 1.3 GL 4d 1,6 GLX4d, ABS VERÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. 1,6 GLX 4x4, 4d, ABS 1,6 GLXWAGON, ABS 1,6 GLXWAGON 4x4, ABS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.