Dagur - 17.08.1999, Side 1

Dagur - 17.08.1999, Side 1
 o t> o f 'V9, fi v* \ ■ Þýsku hjónin Karl og Annelie Wiktorin eru grunnskólakennarar í há- skólabænum Eichstatt sem er 13.000 manna bærskammt norðan við Miinchen. Þau dvelja nú á íslandi eins og nánast öll undanfarin 20 sumur. „Þetta voru mistök,“ segir Annelie um það hvemig þau slysuðust til Islands í fyrsta sinn fyrir tuttugu árum. „Við höfðum ætlað til Afríku en fengum ekki far með ferju og tókum Smyril í staðinn. Við vissum nánast ekkert um Island. Arið áður hafði vinur okkar farið til Islands og hann sýndi okkur skyggnur frá ferð sinni um hálendið. Okkur fannst Iandslagið minna mjög mikið á eyðimerkurnar í Norður-Afr- íku svo að við ákváðum bara að fara til íslands." Fámennið eftirsóknarvert Annelie og Karl hafa komið hingað 20 sum- ur í röð, fyrir utan eitt sumar. Þau hafa alltaf komið á eigin bíl, fyrstu 10 árin með Norrænu en seinni árin hafa þau flogið og sent bílinn með skipi. Hjónin ferðast um landið líkt og íslendingar sjálfir, elta góða veðrið. „I þetta skipti höfum við ekkert far- ið upp á hálendið ennþá, en ætlum á Hvera- velli og í Kerlingarfjöll. Við höfum eingöngu verið á Vestfjörðum í ár og ekki í fyrsta sinn. Erum búin að fara um allt landið og því far- in að heimsækja staði í annað og þriðja • U smn. Þau segja erfitt að lýsa því hvað dregur þau til Islands aftur og aftur. Eftir umhugs- un segir Annelie að henni Ifki veðrið og fólk- ið. Karl tekur undir og segir að honum líki menningin. „Mér finnst gaman að lesa ís- lendingasögurnar," segir hann. Það kemur eftir íslensku höfundana Halldór Laxness, Einar Má Guðmundsson og Einar Kárason séu mikið lesnar í Þýskalandi og fari áhugi á þeim va\- andi. Sama gildi um bækur Einars Heimissonar heitins sem þau þekk- tu bæði. Þau segja að íslenskar barnabækur hafí verið þýddar og þeim vel tekið og að íslenskar kvik- myndir hafí vakið athygli. Lambakjöt og ýsa í raspi Hjónin segja að þeim fínnist ís- lenskur matur góður og andlit þeir- ra Ijóma af ánægju. „Maturinn hérna er nú ekki síst það sem lokk- ar okkur alltaf aftur. Við höldum mikið upp á íslenskan fisk og lambakjöt, eldum til dæmis oft ýsu í raspi. Mjólkurvörurnar hér eru líka miklu betri en heima. Við erum svo ánetjuð að við reynum alltaf að komast á þorrablót hjá Islendinga- félaginu í Múnchen. Að vísu getum við ekki borðað mikið af hákarli né hrútspungum, en harðfiskurinn, hangikjötið og rófustappan er alveg hreint ljúfmeti. Gestgjafarnir Norðurljörður á Ströndum er uppáhaldsstaður Annelie á Islandi. Þar hafa þau hjón verið meðlimir f Ferðafélagi Norðurfjarðar í 10 ár og fá þau senda bæklinga og árbók. „Það er fyndið þegar við sýn- um félagsskírteini okkar á tjaldstæðum ferðafélagsins. Þá á starfsfólkið iðulega bágt með að trúa sínum eigin aug- um og hlær síðan dátt.“ „Okkur líkar vel við fólkið hér. Fólk lætur mann alveg í ffiði en er líka mjög viljugt að veita aðstoð ef maður þarf á því að halda. Eg er mjög hrif- inn af sögu landsins og hvemig íslendingar hafa Iifað af erfiða tíma og sigrast á þeim,“ segir Karl Wiktorin. - VEP Karl og Annelie Wiktorm komu fyrst til íslands afþví þau fengu ekki far til Afríku. líka greinilega í ljós að þeim líkar fámennið á íslandi. Þau halda mikið uppá íslenska landslagið og kunna að meta sérkenni í hverjum landshluta. Bókaútgáfa Karl hefur gefið út sjö bækur um Island og tvö almanök sem fengið hafa góðar viðtökur í Þýskalandi. Bækurnar eru af ýmsum toga, upplýsingarit, myndabækur og frásagnir. Þijár þeirra skrifaði Karl sjálfur. „Fyrsta bókin var leiðsagnarbók því slíkt fannst mér vanta. Hún seldist vel en ég gaf hana ekki út aftur því ódýrari bækur voru komnar á markað. Þetta var auk þess svo mikil vinna að við gátum ekki almennilega notið þess að vera hér.“ Karl Wiktorin gaf líka út bók með ljóðum og æviágripum íslenskra höfunda og bók um dularfullt hvarf þriggja þýskra vís- indamanna á Oskjuvatni snemma á þessari öld. Karl og Annelie Wiktorin segja að bækur Vinur hjónanna smíðaði þennan bíl úr þremur öðrum bílum. mmmmmmmmm BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is þarf ekki að kosta meira Bræðurnir Ormsson hafa opnað glæsilegan sýningarsal með HTH innréttingum. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Líttu inn í Lágmúla 8, 3 hæð. +

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.