Dagur - 21.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 21.08.1999, Blaðsíða 8
VIII -LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 KIRKJUSTARF Kirkjustarf Grensáskirkja Sunnudagur 22. ágúst Guðsþjónusta kl. 11:00 i umsjá sr. Maríu Ágústsdóttur. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Akureyrarkirkja Hátíðarguösþjónusta kl. 14.00. Sr. Birgir Snæbjörnsson kveður söfnuðinn. Bæjarbú- ar hvattir til að fjölmenna. Sóknarnefnd býður til kaffiveitinga í Safnaðarheimil eftir guðsþjónustu. Hallgrímskirkja Messa kl. 11:00. Sögustund fyrir börnin. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20:30. Lars Andersson frá Svíþjóð leikur. Glerárkirkja Kvöldmessa verður kl. 21.00. Sr. Arngrímur Jónsson predikar. Sóknarprestur Landspítalinn Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Prestarnir. Háteigskirkja Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Breiðholtskirkja Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti: Daní- el Jónasson. Gísli Jónasson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Digraneskirkja Messur falla niður vegna sumarleyfa starfs- fólks til 12. september. Fólki er bent á helgi- hald í öðrum kirkjum prófstsdæmisins. Laugarneskirkja Kyrrðarstund kl. 13:00 í dagvistarsalnum Hátúni 12 fyrir íbúa í Hátúni 10 og 12. Kvöldmessa kl. 20:30. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Gunnar Gunnarsson. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Prest- arnir. Grafarvogskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti Hörður Bragason. Prestarnir. Sögustund fyrir börnin á meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Kaffi og kakó að messu lokinni. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Neskirkja Engin guðsþjónusta í kirkjunni en farin verð- ur sumarferð Nessafnaðar. Lagt af stað frá kirkjunni kl, 12:00. Farið i Borgarfjörð. Guðsþjónusta og staðarskoðun í Reykholti. Síðdegiskaffi í Munaðarnesi. Kirkjubillinn ekur um hverfið. Sr. Frank M. Halldórsson. Hjallakirkja Helgístund með altarisgöngu kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Seltjarnarneskirkja Messa kl. 11:00. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Organisti Sigrún Steingrimsdóttir. Seljakirkja Guðsþjónustur falla niður í ágústmánuði vegna sumarleyfa starfsfólks Bæna-og kyrrðarstundir verða sem áður alla miðviku- daga kl.18.00. Viðtalstímar presta eru alla virka daga milli kl.11 og 12 f.h. Guðsþjónusta í Skógarbæ 26.ágúst kl. 16.00. Sr.Valgeir Ástráðsson predikar. Org- anisti er Gróa Hreinsdóttir. Óháði söfnuðurinn Guðsþjónusta og fyrirbænastund kl. 20:30. Friðrikskapella Kyrrðarstund i hádegi á morgun mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Hjálpræðisherinn Bæn kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20.00. Alltaf allir velkomnir á her. Bústaðakirkja Messa kl. 11:00. Fermdur verður Jóhann Valdimar Eyjólfsson, Aðallandi 6. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíass. Ýmislegt Minningar- og tækifæriskort Dómkirkja Messa kl. 11:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Organleikari Marteinn H. Friðriksson, sem stjórnar söng Dómkórsins. Styrktarfélags krabbameins-sjúkra barna fást hjá félaginu i síma 588 7555. Enn fre- mur hjá Garðsapóteki, sími 568 0990 og víðar um land. Minningarkort Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum, fást í síma 553 2288 og hjá Body Shop, sími 588 7299 (Kringlan)/561 7299 (Laugavegur 51). Minningarkort Glerárkirkju fást á eftir- töldum stöðum: ( Glerárkirkju, hjá Ásrúnu Pálsdóttur Skarðshlíð 16a, Guðrúnu Sigurðardóttur Langholti 13 (Rammagerðinni), í Möppudýrinu Sunnuhlíð og versluninni Bókval. Áskirkja Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. Viðeyjarkirkja Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13:30. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson. er látinn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Guðmundur Elías Níelsson, Karólína Guðmundsdóttir, Elsa Margrét Níelsdóttir, Jacob A. de Ridder, Guðmundur Margeir Skúlason, Skúli Lárus Skúlason, Sigrún Ólafsdóttir, Ingi Þór Skúlason, Björk Gísladóttir. ISLENDINGAÞÆTTIR íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til miðvikudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða ma, en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að min- ningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. Þór shafnarkirki a vígð 22. ágúst 1999 Sunnudaginn 22. ágúst mun herra Karl Sigurbjörnsson biskup vígja nýja kirkju á Þórshöfn. At- höfnin hefst kl. 13.30. Aðdragandi að kirkjubyggingu á Þórshöfn á sér all langa sögu. Á safnaðarfundi árið 1945 ræddi Guðmundur Einarsson, þáver- andi sóknarnefndaroddviti, um nauðsyn ldrkjubyggingar þar. Lítið gerðist í kirkjubyggingar- málinu allt fram til ársins 1962, að kosið var í stjórn kirkjubygg- ingarsjóðs á aðalsafnaðarfundi sóknarinnar. Það var svo ekki fyrr en á árinu 1987 að skriður komst á málið. Þá var samþykkt á safnaðarfundi að hefja í alvöru undirbúning að framkvæmdum og sóknarnefnd falið að útvega teikningar. Sam- staða var í sóknarnefnd um lög- un og útlit kirkjunnar þ.e. hefð- bundið kirkjuform en ekki eins konar „minnismerki arkitekta" eins og það er orðað í fundar- gerð. Sóknarprestinum, séra Ingimar Ingimarssyni, var falið að ræða við Bjarna Konráðsson, byggingatæknifræðing, sem var kunnugur staðháttum, um til- löguteikningu. Á safnaðarfundi árið 1989 voru svo lagðar fram teikingar frá Bjarna og þær samþykktar ein- róma og einnig staðsetning kirkj- unnar. Teikningar voru síðan lagðar fram til sýnis og öllum gefinn kostur á að gera athuga- semdir. Á safnaðarfundi árið 1992 var greint frá gangi mála, rætt um fjármögnunarleiðir o.fl. Fyrsta skóflustungan var svo tekin 17. september 1993. Grafið var fyrir grunni, en síðan dróst að fram- kvæmdir hæfust fyrir alvöru til vors 1995. Þá var Ioks hafist handa af fullum krafti. Trévang- ur hf., verktakafyrirtkæki á Reyð- arfirði, tók að sér að skila kirkj- unni tilbúinni undir tréverk í lok árs 1997. Norðurvík hf., verk- takafyrirtæki á Húsvaík hefur séð um tréverk og innréttingar og Snarvirki ehf. á Egilsstöðum um raflagnir. Eftirlit með þessum framkvæmdum hefur verið á hendi Péturs Bolla Jóhannsson- ar, arkitekts og Konráðs Jóhanns- sonar á Þórshöfn. Heildarkostnaður byggingar- innar er áætlaður um 50 milljón- ir auk lóðaframkvæmda. Jöfnun- arsjóður sókna leggur fram óend- urkræft framlag um 15 milljónir og velunnarar kirkjunnar um 5 milljónir, þar með talið í orgel- sjóð um 3 milljónir auk einstakra muna og helgigripa, sem kirkj- unni hafa borist. Segja má að vígsla Þórshafnar- kirkju sé merkur viðburður fyrir uppbyggingu safnaðarlífs í Þórs- hafnarprestakalli og jafnframt fyrsti stóri atburðurinn sem tengist kristnitökuafmælinu í Þingeyjarprófastdæmi. Auk biskups munu vígslubisk- upar, allir prestar prófastdæmis- ins o.fl. prestar auk fjölda brott- fluttra Langnesinga og gesta, ásamt heimamönnum, vera við- staddir víglsuna. Sunnudaginn næsta á eftir, 29. ágúst, mun héraðsfundur Þing- eyjarprófastsdæmis verða hald- inn í nýju kirkjunni. Hann hefst kl. 11 f.h. með messu, sem jafn- framt verður kveðjumessa séra Ingimars Ingimarssonar prófasts, en 1. september n.k. lætur hann af störfum fyrir aldurs sakir. Hann hefur þjónað í prestakall- inu í tæp 30 ár og sem prófastur Þingeyinga síðustu þrjú árin. Bára Gestsdóttir Mig langar að minnast hennar Báru fyrir allt sem hún gaf mér. Það verður tómlegt að koma til vinnu eftir sumarfrí og geta ekki, þegar stund er laus, farið inn á stofu II og fengið hlýtt bros og þétt faðmlag. Spjallað svo saman og ég tala nú ekki um ísinn og bláberin sem við hámuðum í okkur á góðum stundum. Það var gott að hafa þig hjá okkur Bára mfn, en nú ert þú Iaus við þjáningarnar sem þú vildir sem minnst tala um og ert komin í sólskinið og til ásttdnar sem þú varst búin að sakna svo mikið síðan hann kvaddi. Ég sendi ástvinum þínum sem þú barst svo ríka umhyggju fyrir hlýjar samúðarkveðjur. Far þú svo í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona Hafdís. Sigríður Hallgrím sdóttir Dauðinn, það er eitthvað sem við vitum að kemur fyrir alla. En ein- hvern veginn er maður aldrei undirbúinn fyrir hann þegar hann bankar upp á. Amma, nú ertu farin, og eigum við ekki eft- ir að verða þess aðnjótandi að hlusta á þig tala, hlæja eða þá sjá þig brosa. Það er svo margt sem maður vill segja, en kemur samt ekld orðum að því. Svo margar minningar, en svo fá orð. Elsku amma, þetta er það sem við bjuggumst ekki við, að þú skyldir yfirgefa þennan heim. En við vit- um að þú ert komin á góðan stað, þar sem vel er hugsað um þig. Þökkum við þér fyrir samtölin, hláturinn og allar góðu stundir okkar saman, og takk fyrir þær yndislegu minningar sem þú skil- ur eftir hjá okkur, og eru það þær sem verma okkur um hjartarætur á þessum erfiðu tímum. Við söknum þín sárt. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun lireina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lið og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Höf: Hallgrímur Pétursson) Elsku Haddi, Svanhildur og fjölskyldur, megi góður Guð gefa okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. Þorgils, Loftveig ogjón Þór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.