Dagur - 21.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 21.08.1999, Blaðsíða 7
LAVGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999-VU MINNIN GARGREIN AR L J Stefán Pétur Sigurjónsson Eftir langvarandi veikindi og oft mjög erfið má segja að lát gamals manns þurfi ekki að koma á óvart. Þó er það svo í flestum til- vikum að tilkynningin um enda- lokin snerta hvern og einn meira og minna. Minningarnar taka völdin og sár söknuður gerir vart við sig. Þannig fór fyrir okkur, sem tengdust Stefáni Pétri Sig- urjónssyni. Það er svo margt, sem kemur til baka í minning- unni. Okkur langar til þess að minnast Stefáns með því að rifja upp nokkrar minningar. Stefán var kominn af atgervisfólki og sýndi fljótt eins og öll systkinin, að sterk ættareinkenni geta erfst með ágætum. Stefán Pétur var frá Heiðarbót í Reykjahverfi, en ævistarfið var að langmestu unnið á Húsavík og þar um slóðir. Hann var vörubíl- stjóri lengst af. Atorka hans við aksturinn og efnisflutning var einstök. Sem dæmi má nefna að dag eftir dag sótti hann sand eða möl í fjöru í Húsavík eða út í Héðinsvík. Krafturinn við að handmoka upp á bílpallinn var slíkur að oftast mátti sjá skóflu- kastið á lofti yfir pallinum um leið og hann stakk aftur niður í sandinn eða mölina. Þetta geta aðeins menn með mikla snerpu gert. Nú er öllu mokað með vél- um og líkamsrækt þarf að koma til, vilji menn halda góðri heilsu. Stefán leysti öll verk vel af hendi og var mjög Iaginn viðgerðarmað- ur, þótt ólærður væri sem slíkur. Stefán var mikill söngmaður eins og hann átti kyn til. Með föður sínum og tveimur bræðr- um sungu þeir saman í mörg ár og veittu gleði og hamingju „á báðar hendur“. Einnig söng hann í karlakórnum Þrymi og var einn af stofnendum kirkjukórsins hjá séra Friðriki A. Friðrikssyni. Stef- án hafði mikið yndi af góðum söng og kunni vel skil á afreks- mönnum í söngnum. Stefán lék hjá Leikfélagi Húsavíkur fyrr á árum og söng þar m.a. einsöng en það gerði hann oft með Þrymi. A langri ævi má það teljast til sérstakra tíðinda, að hafa svo góða og yfirvegaða framkomu, að aldrei gerðist þörf á hvassyrði eða skömmum. Enginn heyrði hnjóðsyrði frá vörum Stefáns. Hann var þó ekki skaplaus mað- ur. Oðru nær. Hann agaði sjálfan sig og gerði svo miklar kröfur um fagurt fordæmi, að öllum var hlýtt til hans. Enginn hafði þörf fyrir hnjóð á bak Stefáns. Hann bætti umhverfi sitt með hátt- prýði, kurteisi og hlýju viðmóti. Slíkir menn eru hverju byggðar- lagi mikilsvirði. Ævinlega var gott að heim- sækja þau hjón Stefán og Krist- björgu. Móttökur rausnarlegar og einlægt vinfengi. Fyrir allt, sem við fengum að njóta er hér þakkað. Þau hjón voru aldrei fyr- ir að sýnast, heldur voru verkin látin tala. Við biðjum fjölskyld- unni blessunar. Megi minningin um góðan dreng Iifa og ylja í sárri sorg. Jón Ármann ogjjölskylda Alvöru Suzuki jeppi á verði smábíls! 1 I Flottur í bæ; seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: CT Jl/'T T)TT AD T_ip i- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sfmi 555 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.