Dagur - 26.08.1999, Side 3
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 - 19
LÍFIÐ t LANDINU
Nemendur Sjávarútvegsskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna. Fremri
röð frá vinstri: Jackson Penxa, S-
Afríku, Mathias-Shanghala Kashindi,
Namibíu, Jimmy-Atyang, Uganda, og
Bandu Ekanayake, Sri Lanka. Aftari
röð, Jose Manuel Lima Ramos,
Grænhöfðaeyjum, María Eygenia
Cauhépé, Argentínu, Abdul Caklio
A. Amade, Mosambík, Jagath
Munasinghe, Sri Lanka, Margaret
Masette, Uganda.
Þið getið það lika!
Um þessar mundir
eru nemendur Sjávar-
útvegsskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna
að Ijúkafyrsta hluta
afþrem, í sex mánaða
löngu námi hérá
landi. Að þessu sinni
eru nemendur níu
talsins, sjö karlarog
tværkonur, og koma
þeirfrá þremur
heimsálfum, Afríku,
Asíu og Suður-Amer-
íku.
Skólinn sem er starfræktur
hér á landi er í umsjón
Hafrannsóknastofnunar en
starfar sem sjálfstæð eining
undir stjórn Tuma Tómas-
sonar skólastjóra og Þórs
Asgeirssonar aðstoðarskóla-
stjóra. Námið er skipulagt í
tengslum við Rannsókna-
stofu fiskiðnaðarins, Há-
skólann á Akureyri og Haf-
rannsóknastofnun.
Þegar nemendurnir urðu
á vegi blm. Dags voru þeir
að ljúka fyrsta hluta náms-
ins með 12 daga
prógrammi hjá Háskólan-
um á Akureyri. Þór Ásgeirs-
son, aðstoðarskólastjóri
Sjávarútvegsskólans, segir
að nemendur hafi sótt fyr-
irlestra fyrir hádegi og farið
í heimsóknir til fyrirtækja í
sjávarútvegi eftir hádegi.
Nemendurnir fóru meðal ann-
ars til Húsavíkur, Dalvíkur og
Lauga auk fyrirtækja á Akur-
eyri. Þór segir nemendurna af-
skaplega ánægða með þessa
daga og að Magnús Magnússon
hjá VSÓ eigi heiður skilið fyrir
skipulagningu þeirra. Tveir
seinni hlutar námsins fara
fram í Reykjavík og þá velja
nemendur eitt af þremur sér-
sviðum, fiskveiðistjórnun,
gæðastjórnun í matvælum eða
veiðafæragerð.
Inntökuskilyrði
Þór segir að nemendurnir séu
valdir í skólann eftir ákveðnum
viðmiðum. „Nemendur þurfa
að hafa fyrsta háskólapróf og
koma á vegum ríkisrekinna
stofnana, sem heyra beint eða
óbeint undir ráðuneytin í þess-
um löndum. Nemendurnir
koma úr ólíkum geirum og
núna eru hérna til dæmis lög-
fræðingur, stjórnmálafræðing-
ur, matvælafræðingar og skóla-
stjóri. Það er valið úr nokkuð
stórum hópi umsækjenda og
þeir sem ekki komast að geta
átt möguleika á því næst.“ Allir
nemendurnir koma frá þróun-
arlöndum eða löndum sem eru
stutt á veg komin í tæknimál-
um og stjórnun. Þór segir að
skólinn sé aðallega fjármagnað-
ur í gegnum Þróunarsamvinnu-
stofnun fslands með hluta af
framlagi íslands til þróunar-
mála.
Margaret Masette
„Eg fer um Úganda, aðstoða
við gæðamál, veiti starfsleyfi og
Margaret Masett frá Uganda.
fleira," segir Margaret Masette
frá Uganda um starf sitt. Hún
vinnur hjá stórum samtökum
átta rannsóknarstofnana í land-
inu og er gæðastjórnunarsér-
fræðingur hjá þeirri sem sinnir
rannsóknum i matvælaiðnaði
og fiskveiðum.
„í þessu námi hérna er gæða-
stjórnun aðeins einn hluti af
mörgum. Hér er einnig verið
að kenna mat á stærð fiski-
stofna, tölfræði og ferilskrán-
ingu framleiðsluvöru. Mikil-
vægast finnst mér þó að sjá
hvernig íslendingar
fara að í fiskveiðum
því það getur hjálp-
að okkur í Úganda
við að ná stöðlum
Evrópusambands-
ins og þannig gert
útflutning þangað
mögulegan," segir
Margaret.
Margaret hefur
áður dvalið í Bret-
landi og ber það
saman við ísland.
„fsland er lítið og
hér er kalt en fólk-
ið vingjarnlegt og
ólíkt Bretum. Þið
íslendingar eruð að
vinna ykkur upp en
Bretar eiga Ianga
sögu ríkidæmis,
þykjast vita allt og
nenna varla að
kenna öðrum. Á ís-
landi hins vegar
eru menn raunsæir,
vita hvert þeir
stefna, hvetja aðra með sér og
segja: „Ef við getum þetta þá
getið þið það líka“.“
Jackson Penxa
„Eg hef lært heilmikið um lífríki
sjávar og fiskveiðistjórnun,1' seg-
ir Jackson Penxa frá Suður-Afr-
íku, sem fyrir er menntaður í al-
mannatengslum og stjórnmála-
fræði. Hann vinnur fyrir um-
hverfisráðuneytið þar í landi,
með yfirvöldum fiskveiða og
starfar að stefnumörkun og
áætlanagerð. „Þegar ég kem
heim verð ég betur í stakk búinn
til að veita ráðgjöf í fiskveiði-
stjórnun og stefnumörkun. Lík-
lega mun ég beita mér fyrir ein-
hveijum breytingum." Jackson
Penxa segir að kvótakerfin í
löndunum tveim séu mjög ólík.
„Hér er flytjanlegur kvóti en í
Suður-Afríku er ekki svo heldur
er kvótinn ákvarðaður árlega."
Jackson telur að hann geti fund-
ið nýjar Ieiðir til að bæta fisk-
veiðar í heimalandi sínu eftir
reynslu sína hér og samanburð á
ólíkri fiskveiðistjórnun." Honum
þykir ísland fallegt og segir að
hér sé verið að gera stóra hluti í
litlu landi.
Jackson Penxa frá Suður-Afríku.
Þór Ásgeirsson, aðstoðarskólastjóri Sjávar-
útvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Úr digrum sjóöi
Félagsvísindastofnun Há-
skóla íslands og Háskólaút-
gáfan hafa sent frá sér bók-
ina Úr digruin sjóði, um
fjárlagagerð á Islandi og er
hún eftir dr. Gunnar Helga
Kristinsson, prófessor í
stjórnmálafræði. „Bókin
veitir einstæða innsýn í
ákvarðanatöku í íslenska
stjórnkerfinu. Hún Iýsir
hvernig útgjöld ríkisins mót-
ast í samspili þeirra þús-
unda Islendinga sem á
hverju ári reyna með einum
eða öðrum hætti að hafa
áhrif á útkomuna. Reynt er
að skýra hvaða þættir hafa
mest áhrif á niðurstöðuna,
þar á meðal hver sé hlutur
þingkosninga, hefðarinnar,
kjördæmapots, skriffinna
rfkisins og hagsmunasam-
taka,“ segir í kynningu. Seg-
ir jafnframt að bókin fjalli
um þá stórpólítísku spurn-
ingu; hver fái það, hvenær
og hvernig.
Gunnar Helgi Kristinsson.
Kynlegir kvisttr
Dagnýjar
Út er komið greinasafnið
Kynlegir kvistir, sem er af-
mælisrit til heiðurs dr. Dag-
nýju Kristjánsdóttur bók-
menntafræðingi og kemur
það út í tilefni af fimmtugs-
afmæli hennar þann 19. maí
á liðnu vori. „I ritinu má
finna ýmsa kynlega kvisti af
meiði íslenskra og erlendra
bókmennta. Hér má finna
stuttar greinar skrifaðar með
húmorinn að leiðarljósi en
einnig Iengri og fræðilegri
greinar. Efnið spannar allt
frá miðaldabókmenntum til
póstmódernisma," segir í
frétt frá Háskólaútgáfunni,
sem annast dreifingu bókar-
innar. Fjölmargir mætir
höfundar skrifa í Kynlega
kvisti, þau Ármann Jakobs-
son, Ásdís Egilsdóttir, Berg-
Ijót S. Kristjánsdóttir,
Gunnar Karlsson, Helga
Kress, Jón Karl Helgason,
Jón Yngvi Jóhannsson, Ólína
Þorvarðardóttir, Sigþrúður
Gunnardóttir, Silja Aðal-
steinsdóttir, Soffía Auður
Birgisdóttir, Svavar Sig-
mundsson, Sveinn Yngvi Eg-
ilsson og Úlfhildur Dags-
dóttir.
Dagný Kristjánsdóttir.
J