Dagur - 26.08.1999, Side 5

Dagur - 26.08.1999, Side 5
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 19 9 9 - 21 V^ur. LÍFIÐ í LANDINU Hrifinn af Satoru Nagoya hejur heimsóttíslenska lista- menn íReykjavík og á Akureyri sídan hann kom til landsins. Hann hejurþegarákveðið að halda Jyrirlesturum ís- lenska myndlist íJapan þegarheim kemur. Islendingar og Japanir eiga það sameiginlegt að vera eyjabúar á eldvirkum eyjum þar sem jarð- skjálftar eru tíðir. Báðar þjóðir eru miklar fiskveiðiþjóðir og um 70% landsmanna búa í borgum landsins. Japanir eru ein af fjöl- mennustu þjóðum heims og Is- Iendingar ein af fámennustu. Jap- an er nær fjórfalt stærra en Is- land, en engu að síður hafa Islendingar mun fleiri rúmmetra í kringum sig en Japanar. Síðast en ekki síst eru Islendingar og Jap- anar langlífustu þjóðir heims. Sagt er að Japanir og Islendingar drekki jafnmikið áfengi, en Japan- ir eru duglegri við fiskátið en Is- Satoru Nagoya er virtur myndlistargagnrýnandi og skrifar m.a. fyrir Japan Times, auk þess sem hann er fréttaritari stærsta alþjóðiega listtímaritsins, „Fiash Art International". mynd: billi áhrif í Japan allt ffá því í lok nítj- lendingar, því 70% af fæði Japana er fiskur og stutt síðan Islendingar elduðu bara þverskoma ýsu. Mannfjöldinn rennur einsog stórfljót um allar götur og torg í stórborginni Tokyo. Sérstök fótspor eru máluð á gólfin fyrir ferðamenn í flug- stöðvum og almenningsfarar- tækjum. Japanir þurfa ekki máluð fótspor því allir hafa lært að standa í þessum spor- um og er tiigangurinn sá að vel fari um alla í mannþröng- inni. Leigubílstjórar keyra um með hvíta hanska og dymar á leigubílnum opnast sjálfkrafa. Fólk þarf aldrei að snertast þrátt fyrir þennan aragrúa af fólki. Japanir eru að minnsta kosti 30 ámm á undan okkur í nútíma- tækni. Nóg er til af peningum í Japan og keyra Japanir um á flott- um bílum og klæðast rándýrum ítölskum fatnaði, en annað er um að litast þegar heim er komið. Japanir búa mjög þröngt, því landrými er mjög dýrt, t.d. kostar 2ja herbergja íþúð sem er um ldst. akstur frá Tokyo einar 25 milljónir króna. Japönsk menning Vestræn myndlist hefur haft mikil ándu aldar, en þó enn frekar í kjölfar síðari heimsstyijaldarinn- ar. Þá fyrst komust Japanir í bein tengsl við evrópska og ameríska menningu, og þá auðvitað við myndlistina sem þar hafði þróast. Engu að síður var það ekki fyrr en árið 1956 að almenningur í Japan kynntist list evrópumanna af fyrstu hendi, en þá var haldin sýning þar undir yfirskriftinni „Al - þjóðleg samtímalist". Hin síðari ár er óhætt að segja að japanskir listamenn taki að fullu þátt í mót- un hins alþjóðlega stíls sem nú rikir, enda eru fjölmargir meðal þeirra sem sýna víða um heim og eru umtalaðir í helstu listtímarit- um og söfnum. Eins og eðlilegt má telja verða svo hröð umskipti í menningunni ekki sársaukalaus og margir af yngri japönskum listamönnum fjalla gjaman um vandamálin sem skapast hafa af innreið vestrænn- ar listar inn í hina rótgrónu lista- hefð sem Japanir sjálfir höfðu stundað frá því £ fornöld. En þó hafa umskiptin á öðmm sviðum þjóðlífsins orðið jafnvel enn hrað- ari og valdið meiri breytingum, að minnsta kosti hvað varðar daglegt líf fólks og alþýðumenningu. Jap- an hefur vaxið hratt á eftirstnðs- árunum og þar er nú eitt stærsta og öflugasta hagkerfi á jörðinni. Þær ímyndir sem nú er haldið að ungu fólki eiga fátt skylt við það sem foreldrar þeirra þekktu, hvað þá afar þeirra og ömmur, en einmitt að þessu leyti má auð- veldlega likja saman reynslu Jap- ana og Islendinga. Japanskur gagnrýnandi Hér á landi er staddur fréttaritari stærsta alþjóðlega listtímaritsins, „Flash Art Intemational“, Satoru Nagoya, en hann skrifar einnig myndlistagagnrýni fyrir Japan Times og ýmis menningatímarit þar í landi. Hann er hingað kom- in til að halda erindi um stöðu japanskrar samtímalistar og stendur Listasafnið á Akureyri fyrir heimsókn hans í samvinnu við ART.IS og Kjarvalsstaði. Nagoya hefur heimsótt ís- Ienska listamenn í Reykjavík og á Akureyri síðan hann kom til landsins. Hann segir að mikil kyrrð rí'.d á yfirborði íslenskrar myndlistar en þeim mun meiri ólga undir niðri. Hann hefur þeg- ar ákveðið að halda fyrirlestur um íslenska myndlist í Japan þegar heim kemur og þá mun íslensk myndlist einnig fá umfjöllun í þeim menningartímaritum sem Nagoya skrifar fyrir. Fyrirlestur Nagoya verður í Listasafninu á Akureyri fimmtu- daginn 26. ágúst kl. 20.00 og á Kjarvalsstöðum, föstudaginn 27. ágúst kl. 17.30. -w Hreyfing er nauðsynleg SVOJMA ER LIFIÐ Pjetup St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann ld. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: pjeturst@ff.is Það að vera í góðum holdum er ekki lífs- hættulegt. Nú- tímafergurðar- ímyndir krefj- ast þess að fólk sé grannt og spengilegt, því eru margir í þeim bransa að reyna að ná af sér aukakíló- um. Sumir eru alltaf í megrun og fólk verður pirrað á því. Margir gefast þannig hreinlega upp fyrir vigtinni, en þurfa samt ekki að ör- vænta. Nýlegar bandarískar rannsóknir sýna fram á að aðal málið sé að halda líkamanum í formi. Þannig að þó svo að fólk sé 20 kílóum yfir kjörþyngd geti það verið rólegt. Það bendir allt til þess að skortur á hreyfingu en ekki þyngdin í sjálfu sér valdi því að þeir sem eru of þungir, deyja ungir. Offita er bara einn af áhættuþáttum sjúkdóma á borð við sykursýki og ýmis- konar hjarta- og æðasjúkdóma. Alag og reykingar skipta jafnvel meira máli. Því er mikilvægt að koma jafnvægi á líkama og sál og fara út að ganga og í sund. Gerfitennur eiga að vera hreinar Gerfigómar hafa tekið miklum framförum síðan Georg Was- hington fékk trégómana, sem sagt er að hann hafi notað. Gerfigómar valda samt fólki ennþá óþægindum, einkum með- an það er að venjast nýjum tönnum. Stundum kemur fyrir að fólk sem hefur haft gerfitennur árum saman lendir í vandræð- um með tennurnar sínar. Það getur verið að þær hætti að passa. Gómarnir hvíla á kjálkabeinunum. Þessi bein rýrna en gerfigómurinn rýrnar ekki og verður því of stór. Ef óþægindin verða veruleg er fólki helst bent á að fara til tannlæknis. Það er mikilvægt að bursta gerfitennur og þá ekki síst gerfigómana vel og þá sérstaldega í upphafi á meðan tannhold- ið er enn að gróa eftir tanntökuna. Gerfigóma á að þrífa að minnsta kosti tvisvar á dag. Þá er hægt að bursta með venju- legu tannkremi eða nota sérstaka sápu. Þeir sem eru með gerfitennur ættu ekki að gleyma að bursta tannholdið með mjúkum bursta. Þannig örvast vefirnir og blóðrennslið eykst, auk þess sem bakteríum fækkar. ■ HVAD ER Á SEYDI? HELENA í DEIGLUNNI Á níundu og loka-TUBORGDJASSI á Heit- um fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri, 26. ágúst, mætir Flelena Eyjólfsdóttir, söngkona, með fríðu og leiknu föruneyti. En auk Helenu leikur kvartett skipaður þeim: Sigurði Flosa- syni á sáxafón, Gunnari Gunnarssyni á píanó, Jóni Rafnsson á kontrabassa og Pétri Grétars- syni á trommur. Efnisskráin samanstendur af síungum kunningjum úr djassefnisskrá heimsins, eftir m.a.: Jerome Kern, Gershwin, Cole Porter o.fl. Helena Eyjólfsdóttir hefur á íjörutíu ára söngferli sínum sungið sig inn f hug og hjörtu þjóðarinnar. Fyrstu hljómsveitina sem hún söng með leiddi spænski ldarinettu- leikarinn Jose Riba, sem var okkar helsti klarinettuleikari um áratugaskeið. Síðan fór Helena norður og söng með Atlantic kvartettinum í gamla Alþýðuhúsinu. En lengst söngferils síns var hún með þeim Eydalsbræðrum, Finni eiginmanni sínum og Ingi- mari. Hún er enn að syngja með eigin hljómsveit. Fyrst kom hún fram sem barna- stjarna níu ára gömul og söng bæði opinberlega og í útvarp. Tónleikarnir hefjast ld. 21.30. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldri borgar Ásgarði, Glæsibæ Brids í dag kl. 13.00, verðlaunaafhend- ing. Bingó í kvöld kl. 19.45, allir vel- komnir. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10.00 til 13.00, matur í há- deginu. Norðurferð, Sauðárkrókur 1. 2. september. Ferð í Þverárrétt 12. sept- ember, kvöldverður á Hótel Borgarnesi. Skrásetning og miöðaafhending á skrif- stofu. Upplýsingar í síma 599 2111 milli kl. 8.00 til 16.00. LANDIÐ Söngvaka I kvöld, fimmtudagskvöldið 26. ágúst, verður Söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Þar munu Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistar- sögu í tónum og tali. Söngvakan hefst kl. 21 og miðaverð er 700 kr., innifalinn í verðinu er aðgangseyrir að Minjasafn- inu sem opið er alla daga frá kl. 11-17 og einnig þriðjudags- og fimmtudags- kvöld frá kl. 20-23. Ferðamenn og bæj- arbúar eru hvattir til þess að missa ekki af þessari einstöku söngdagskrá. Síðustu dagar „Bússu“ Ljósmyndasýningunni, „Bússa“, í Sjó- minjasafninu á Eyrarbakka fer senn að ljúka. Þar eru til sýnis 10 svart-hvítar manna- og landslagsmyndir, eftir ljós- myndakonuna Völu Dóru, sem teknar eru á og við Eyrarbakka. Uppsetning sýningarinnar er óhefðbundin og á þann hátt blandar safnið sér í sýningu Völu Dóru. Vala Dóra fæddist árið 1974 og ólst upp á Eyrarbakka. Hún útskrifaðist frá ljósmyndaskólanum Stevenson Col- lege í Edinborg en sótti einnig námskeið í Danmörku. Hún hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar síðan 1996. „Bússa“ stendur til þriðjudagsins 31. ágúst og er einnig sölusýning. Opnunar- tími Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka: Sumartími frá 1. júní til 31. ágúst, opið frá kl. 13 - 18. Á öðrum tímum skv. samkomulagi. í tilefni ljósmyndasýn- ingarinnar verður einnig opið frá kl. 18 - 21 á fimmtudagskvöldum fram til 31. ágúst. Ath! Aðgöngumiðinn að Sjó- minjasafninu gildir einnig í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.