Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 2
- V V* t1 V 'Y V, \\ \\ t V Y H \\ O h U U vu í « 2 - ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 FRÉTTIR Rafnef reraiur á (ó)lyktina Skynmat fer fram í þartilgerðri aðstöðu hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Á inn- feiidu myndinni má sjá rafnefnið. Hróðux rafnefs, sem Rannsóknastofnim flsk- iðnaðarins þróaði, hefur borist víða, en okkar eig- in nef reynast samt best ef meta þarf lykt og ólykt. Rafnef, „Fresh Sense“, sem sérfræð- ingar Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins (Rf) hafa þróað í samstarfi víð íslensk fyrirtæki hefur vakið athygli þar sem það hefur verið kynnt á ráð- stefnum og sýningum m.a. á Norður- löndum og Italíu. Upphaflega mark- miðið var að svara kalli fiskiðnaðar- ins eftir handhægu tæki til að meta ferskleika fisks á einfaldan hátt. Raf- nefið hefur t.d. reynst vel til að meta ferskleika loðnu og rækju. Og í gangi er áframhaldandi þróun sem miðar að því að nota rafnefið til loftmæl- inga í fiskimjölsverksmiðjum til að meta loftmengun frá verksmiðjun- um. Okkar nef alltaf best „Okkar nef er samt alltaf besta nef- ið,“ sagði Guðrún Ólafsdóttir, mat- vælafræðingur hjá Rf. En fólk sé mjög misnæmt á Iykt og erfitt sé að lýsa lykt. Það sé því gamall draumur að geta mælt hana. Rafnefið hafi gasskynjara sem séu næmir fyrir ákveðnum efnum sem sum hver myndi lykt. „Við erum sem sé að mæla efni sem eru í mestu magni fyr- ir ofan þá vöru sem við erum að lykta af. Og það eru ekki endilega þau efni sem eru að valda þeirri lykt sem við finnum, en þau geta verið í ákveðnu samræmi við Iyktina." Það sé því trú manna að svona hlutbundin mæling með tækjum geti verið gagnleg til gæðamats. Tæki geti hugsanlega gef- ið möguleika á mun ódýrari og þar með tíðari mælingum og þannig að fylgjast megi betur með og grípa fyrr inn í, fari eitthvað úrskeiðis í fram- leiðsluferlinu. Næm nef sífellt eftirsóttari - Eru rafnef þd staðlaðri en þau mannlegu? „Þú getur gert mjög staðlað skyn- mat með liði dómara sem kunna að lykta og kunna að tjá sig. En það er dýrt að reka slíkt; borga fjölda manns laun fyrir að mæta til að lykta af vör- um og gera grein fyrir útkomunni," segir Guðrún. Hjá Rf hefur verið þjálfað upp Iið 20 karla og kvenna til að meta fiskafurðir af ýmsu tagi. En hópurinn hefur í vaxandi mæli tekið að sér mat annarra matvæla fyrir við- skiptavini Rf, t.d. kjötvörur, tilbúna rétti, sælgæti, kex og fleira, annars vegar gegna þróun nýrra matvæla, en hins vegar þegar viðskiptavinir fyrir- tækja kvarta yfir bragði eða Iykt af vörum þeirra. Hjá Rf hefur verið inn- réttað sérstakt herbergi, með að- skildum básum fyrir „þefarana", sem er eingöngu notað við skynmat. „I raun og veru er þetta skynmat alltaf besti mælikvarðinn og við leggjum mikið upp úr því,“ segir Guðrún. Skynmatið sé tæki sem notað er á mörgum sviðum, ekki bara í matvæla- iðnaði heldur efnaiðnaði yfir höfuð. Plastið lokar inni (ó)lyktina Aður fyrr voru margir naskir á fersk- leikaeinkenni fisks; kúpt augu, gljá- andi roð, rauð tálkn og góða lykt. En slíkt er erfitt nú til dags þegar neyt- endur sjá sjaldnast nema fiskflök og oftast pökkuð í loftþétt plast. Að mati Guðrúnar ætti krafan að vera sú, að þeir sem pakka fiskinum, tryggi ákveð- in gæði. „Eg vil geta gert sömu kröfur til fisks í lofttæmdum umbúðum eins og til kjöts. Og það á að vera hægt - en það er bara einhvers staðar pottur brotinn þarna í keðjunni. Það vantar að skapa þessa gæðaímynd á fiskinn og marktækar merkingar." Fólk geti ekki treyst því að pakkaður fiskur sé -HEl ,rr Karl Sigur- björnsson. í pottmum scgja menn að Karl Sigurbjörnsson hafi gert talsverð mistök með því að tjá sig opinberlega mn Eyjabakkamálið - jafn- vel þótt haim hafi reynt að beita diplóinatískum aðferðum við það. Hitinn í fólki fyrir austan sé einfaldlega svo mikill að þetta hljóti að flokkast xmdir af- leik hjá honum. Til marks um það er hafður biskupabrandar- inn sem Eiiíkur Ólafsson sagði á stofnfundi saintaka til stuðn- ings álveri og virkjun, en hann sagðist betur skilja menn sem hefðu auga lyiir kvenlegri fegurð en þá sem hrifust í hjarta sínu af mýrarflákum í annarra manna sýslum. Opinberlega hafa menn ekki haft kvennamál fyrrverandi biskups í flimtingum lengi, sem í sjálfu sér segir talsvert - en það þýkir þó segja meira um hitann hversu almennt meim hlógu að sögunni... Reipitog milli manna vegna tæknivinnslu og frá gangs á þáttunum Maðm er nefndm virðist ætla að vera lífseigt. 1 pottinum var nú verið að segja frá því að tæknimenn Sjónvarps hafl úrskmðað að eiim þátturinn sem þeir fengu til sýningar hafi ver- ið ósýningarhæfm vegna þess hve tæknilega ófull- komhm og óvandaðm hann væri. Málið var sent Bjama Guðmundssyni, iramkvæmdastjóra, sem mun hafa svarað að bragði að alveg óháð úrskmði tæknimanna ætti að sýna þátthm hvað sem hver segði... Fjárfestingarbankamálið virð- ist nú vera nokkuð að vinda upp á sig og sífellt fleiri eru að drag- ast inn í það. Nú síðast kvaddi Þórðm Ólafsson, fyrrum for- stöðumaður bankaeftirlitsins, sér hljóðs og gagmýndi ýmis- legt í framgangi málsins. En hann virtist ekki mjög lirifinn af stefnu ríkisstjómarhmar gagnvart Seðlabankanum, enda Ijóst að heldur kalt er rnilli Þórðar og Daviðs Oddssonar efth að Davíð settist á hann og inúlbatt fyrir ummæli, sem Þórðm viðhafði í Tímanum. Nú Iiins vegar hefur Davíð ekki lögsögu yflr Þórði, sem er kominn til Washington - og því talar Þórðm eins og hann_ vill... Þórður Ólafsson. FRÉTTAVIÐTALIÐ Benedikt Höshuldsson forstöðumaúurviðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Fulltrúar viðskiptaþjónust- unnar erlendis eru staddir hérá landi í tengslum við sjávarútvegssýninguna eti þeir hafa konnð afstað fjölda viðskiptafyriríslensk fyrirtæki. Viðskiptafulltniar nær atviimiilífinu - Hvemig er viðskiptaþjónusta utanríkis- róðuneytisins til komin? „Hún var stofnuð formlega 1. september 1997 þannig að við erum rétt tveggja ára. Á þessum tíma höfum við hægt og bítandi ver- ið að fjölga þessum viðskiptafulltrúum en þeir voru upphaflega tveir starfandi erlendis en eru nú sex. Hér heima eru starfsgildin rúmlega tvö en auk mín starfa með mér í Reykjavík Svanhvít Aðalsteinsdóttir og Auð- björg Halldórsdóttir. Meginhlutverk okkar í Reykjavík er að samræma vinnuna sem er í gangi og annast milligöngu viðskiptafulltrú- anna og atvinnulífsins hér heima. Á skrifstof- unni í Peking starfar Yang Li, í Moskvu er Marina Buinovskaya, Rut Bobrich er í Berb'n, Unnur Orradóttir Ramette í París, Magnús Bjarnason í New York og á skrifstofunni í London er Sandra Baird. Við erum því ýmist með íslenska og erlenda viðskiptafulltrúa." - Hvert er meginverkefni þessara við- skiptafulltrúa? „Þeirra hlutverk er að veita fýrirtækjum markaðsaðstoð í öflun nýrra viðskiptatæki- færa. Þetta getur verið að koma á nýjum við- skiptasamböndum og hafa eftirfýlgni með þeim. Einnig að miðla fyrirspurnum sem koma erlendis frá og heim, gerð markaðsút- tekta fyrir tilteknar vörur. Þannig mætti lengi telja." - Erfarinn að sjóst dþreifanlegur árang- ur af þessu starfi? „Já, við leggjum áherslu á að fulltrúarnir vinni með fyrirtækjunum í einstökum verk- efnum þannig að þau séu mælanleg með upphafi og endi. Verkefríin eru mörg á öllum þessum svæðum, sum hafa gengið vel, önnur ekki. Á nýjum mörkuðum eins og í Rússlandi, þar sem efnahagslægð ríkir, er unnið að lang- tímaverkefnum sem vonast er eftir að taki við sér. Við erum ekki í beinni sölu afurða eða slíku heldur sjá fyrirtækin alfarið um þann þátt. Við erum fyrst og fremst að koma sam- böndunum á.“ - Geturðu nefnt dæmi um verkefni sem þið hafxð kmnið á? „Já, ég get tekið sem dæmi að í New York höfum við aðstoðað fyrirtækið Drífu í að leita nýrra dreifileiða, sem skilað hefur ágætum árangri. 1 Peking höfum við aðstoðað við ákveðna vinnu er lýtur að jarðhitaverkefnum og í Moskvu höfum við aðstoðað sölusamtök- in við sölu á sjávarafurðum. Þetta eru allt verkefni sem fengið hafa jákvæðar niðurstöð- ur. I París og Berlín hefur vinnan mikið snú- ist um að koma fyrirtækjum af stað því skrif- finnskan í Frakklandi t.d. getur oft orðið taf- söm.“ - Hvert er nuirkmiðið með þessum kynn- ingum og viðtalstímum hér á landi? „Markmiðið er að færa viðskiptafulltrúana nær atvinnulífinu, gera einstökum fyrirtækj- um betur grein fyrir því hvaða aðstoð þau geta fengið hjá okltur og fá fulltrúana til að kynna hvaða nýju tækifæri við metum að séu á hveijum markaði. Það er eitt af því mikil- væga sem þau eiga að gera. I tengslum við sjávarútvegssýninguna gefst einstakt tækifæri fyrir okkur að koma þjónustunni á framfæri við þessi stóru útflutningsfyrirtæki sem eru að sýna. Við verðum með bás á sýningunni þar sem við munum kynna markvisst okkar þjónustu.“ -BJR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.