Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 31.08.1999, Blaðsíða 13
Xfe^ui' ÞRIDJVDAGVR 31. ÁGÚST 1999 - 13U ÍÞRÓTTIR Fema hjá Andy Cole Andy Cole skaut Newcastle á bólakaf. Liverpool yfirspiladi Arsenal á Anfield Road. Aston Villa í annað sætið. Loks sig- ur hjá Derby. Southampton heldur áfram sínu striki. West Ham með í toppslagnum. Andy Cole, framherji Man. United, var heldur betur á skot- skónum þegar Rauðu djöflarnir sigruðu Newcastle 5-1 á Old Trafford í gær. Hann var í miklu stuði og raðaði inn fjórum fyrstu mörkum United, auk þess sem hann átti allan heiðurinn af því fimmta, sem Ryan Giggs skoraði. Newcastle mætti nú fram- kvæmdastjóralaust til leiks á Old Trafford, eftir að Ruud Gullit sagði af sér um helgina. Steve Clarke, fyrrum aðstoðarmaður Gullits, stjómaði Iiðinu og virðist það litlu breyta. Liðið var jafn dofið og fyrr og sjálfur landsliðs- fyrirliðinn, Alan Shearer, náði varla skoti á markið allan leik- inn. Það var dæmigert fyrir gang mála að Newcastle þurfti sjálf- mark til að komast á blað, en það gerði Henning Berg eftir að hafa rekið stórutána í boltann og stýrt honum framhjá Van Der Gouw, markverði United. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið uppörvandi fyrir leikmenn Newcastle að mæta til leiks á Old Trafford, eftir það sem á undan er gengið hjá lið- inu. Liðið hefur ekki unnið þar leik síðan árið 1972 og ekki bætti úr skák að það var að leika Andy Cole hefur verið erfiður sín- um gömlu félögum hjá Newcastle. gegn Iiði sem stefndi að því að klára sinn 26. heimaleik í röð án taps. Newcastle spilaði mest allan seinni hálfleikinn á tíu leik- mönnum, þar sem Grikkjanum Nikos Dabizas var vísað af leik- velli á 49. mínútu. Loksins sigur hjá Liverpool Það gerðist fyrir átta árum að Arsenal vann sinn síðasta sigur gegn Liverpool á Anfield. Með Robbie Fowler og Patrik Berger í banastuði átti hin heimsfræga Arsenalvörn fullt í fangi með að halda sér á Iöppunum. Tvö - núll sigurinn hefði getað orðið mun stærri. Það var margt sem gladdi Gerard Houllier og stuðnings- menn Liverpool í leiknum á laugardaginn. I fyrsta lagi var vörn Rauða hersins öryggið upp- málað. Hyppia og Song áttu báð- ir góðan leik og óvíst hvenær Heggem og Staunton fá aftur að reyna sig í byrjunarliðinu. I öðru lagi hélt Robbie Fowler upp á fæðingu sonar síns, á fimmtu- daginn, með sínum besta leik í tvö ár. Svo virðist sem hann hafi tekið mark á orðum Houllier og félaga sínum úr landsliðinu, Alan Shearer, að láta lappirnar og boltann tala sínu máli. I þriðja Iagi voru það gleðitíðindi fyrir Keegan að sjá Michael Owen koma inná síðustu sek- úndur leiksins. Hann er tilbúinn fyrir Liverpool og landsliðið. I fjórða lagi var hungrið í sigur til staðar og það hefur skilað Liver- pool sex stigum, gegn toppliðun- um, í vikunni. Arsenal náði ekki að skapa sér eitt einasta marktækifæri allan leikinn. Davor Suker sannaði af hvetju John Toschak gat ekki notað hann hjá Real Madrid þeg- ar hann klúðraði vítaspyrnu, sem Arsenal fékk í gjafapakka frá annars ágætum dómara leiksins. Arsene Wenger hefur fulla ástæðu til að vera áhyggjufullur ef þetta er frammistaðan sem leikmenn hans ætla að sýna stuðningsmönnum sínum í vetur. John Gregory blæs í blöðnuta Aston Villa byijar leiktímabilið nú á sama hátt og í fýrra og er strax komið í annað sætið. Það stöðvaði sigurgöngu Middles- brough með marki frá Dion Dubiin. John Gregory getur því glaðst yfir góðu gengi á fyrstu vikunum, en á sama tíma hlýtur hann að velta því fyrir sér hvort blaðran hans springi á miðju tímabili, rétt eins og á síðustu leiktíð. West Ham átti ekki í erfiðleik- um með nýliðana frá Bradford. Harry Redknap hefur byggt upp gott framtíðarlið á Upton Park. Hamrarnir eru í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 18 ár og eiga góða möguleika á að ná Evrópusæti aftur í vor haldi liðið áfram á sömu braut. Walter Smith, stjóri Everton, varð arfavitlaus út í dómara leiks Derby og Everton á Pride Park þegar Fuertes opnaði marka- reikning sinn og heimamenn náðu sínum fyrsta sigri á Ieiktíð- inni. Með ósigrinum komst Liverpool upp fyrir nágranna sína á stigatöflunni en Derby fleytti sér frá botni deildarinnar. Dúndur leikur á White Hart Lane Flest benti til að Tottenham héldi áfram sigurgöngu sinni á heimavelli á laugardaginn. Læri- sveinar Grahams náðu forystu gegn Leeds. Gestirnir úr norðri voru þó ekki tilbúnir til að játa sig sigraða í annað sinn á einni \iku og náðu að knýja fram sigur á síðustu metrunum í hörku Ieik á White Hart Lane. Steffen Iver- sen getur nagað sig í handarbök- in yfir færunum sem hann klúðr- aði fyrir Tottenham. Southampton hefur byrjað leiktíðina betur en nokkur bjóst við. Það hélt sínu striki þegar Sheffield Wednesday kom í heimsókn og setti boltann tvisvar í búrið hjá botnliðinu. Drillo og hans menn töpuðu enn einum leiknum á lokamínút- unum þegar Dan Petrescu skor- aði fyrir Chelsea undir lok leiks- ins við Wimbledon. Fallbaráttan virðist því blasa við þjóðsagna- persónunni frá Noregi strax í upphafi leiktímabilsins. Sunderland varð að sætta sig við 1-1 jafntefli á velli Ljósanna. - GÞÖ. Aston Villa - Middlesbro. 1 -0 (Dublin) Bradford - West Ham 0-3 (Di Canio, Sinclair, Wanchope) Derby - Everton 1 -0 (Fuertes) Liverpool - Arsenal 2-0 (Fowler, Berger) Southampton - Sheff. Wed. 2-0 (Kachloul, Oakley) Tottenham - Leeds 1-2 (Sherwood) - (Smith, Harte) Wimbledon - Chelsea 0-1 (Petrescu) Sunderland - Coventry 1-1 (Phillips) - (Keane) Man. United - Newcastle 5-1 (Cole 4, Giggs) - (Henning Berg, sjálfsmark) Islensku framherjamir skoruðu allir Ámi Gautur Arason frábær í marki meist- aranua. AUir íslensku framherjarnir skor- uðu. Heiðar Helguson markahæstur. Brann komið í annað sætið. Steinar Dagur Adolfs- son Ula meiddur. Norðmenn eiga nú, fyrstir Norð- urlandaþjóða, tvö lið í Meistara- deild Evrópu. Þessi lið, Rosen- borg og Molde, mættust í 21. umferðinni á Lerkendal, heima- velli Rosenborg, og buðu upp á það besta sem knattspyrnulið norðurhjarans standa fyrir. Ros- enborg hefur ekki bestu knatt- spyrnumenn álfunnar í sínum röðum en leikur þaulskipulegan og agaðan fótbolta, sem skipar Iiðinu meðal þeirra bestu. Liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar það tók á móti Molde og snéri leiknum á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik og sigraði 2-1. Árni Gautur Arason átti frábær- an leik í marki meistaranna, sem hafa nú nánast gulltryggt tíunda meistaratitilinn í röð. „Ég veit nú ekki hvort við erum húnir að tryggja okkur titilinn. Við eigum eftir tvo erfiða útileiki, gegn Brann og Stabæk, sem við þurfum helst að vinna. En við erum með sjö stiga forystu á Brann núna og það verður erfitt hjá Molde eftir tapið í kvöld svo við ættum að geta náð í titilinn," sagði Árni Gautur. „Ég er nokkuð ánægður með mína frammi- stöðu. Ég er ánægður með að hafa bjargað mér út úr vandamáli sem ég átti sjálfur sök á og síðan var gott að verja þetta síðasta skot, einn á móti einum. Það mikilvægasta var náttúrulega að vinna leikinn og það fyrir framan tæplega 19 þúsund áhorfendur í rosa stemmningu." Arni Gautur hefur varið mark meistaranna þrjá leiki í röð. Á hann von um að halda sæti sínu út leiktíðina'? „Mér hefur gengið vel í þessum leikjum og því sé ég ekki að það ættu að verða neinar breytingar þess vegna. En nú er ég að fara heim í Iandsleikina og maður er aldrei öruggur með hvað gerist á þeim tíma. Ég kem til baka bara daginn fyrir næsta leik og þá er spurning hvort mað- ur verður valinn í liðið. Heiðar og Tryggvi góðir Lilleström tók á móti Tromsö á Heiðar Helguson er nú marka- hæstur í norsku deildinni. Árásen í miklum íslendingaslag. Gestirnir höfðu betur og sigruðu, 1-2. Tryggvi Guðmundsson, maður leiksins, skoraði fyrra mark Tromsö og lagði upp það síðara. Heiðar Helguson skoraði mark Lilleström og er nú einn í efsta sætinu í baráttunni um gullskóinn. „Við megum bara ekki við neinum meiðslum og alls ekki þegar við missum Rúnar. Þá ger- ist ekkert á miðjunni. Það var Iíka mjög slæmt að Sveinung gat ekki leikið þennan leik. Fram- herjinn sem lék með mér í dag er fljótur og duglegur en hann leik- ur ekki fyrir liðið. Vill gera allt upp á sitt einsdæmi og því fáum við alltof fá færi. Það var auðvit- að mikilvægt fyrir mig að skora eftir þrjá leiki án marks en ég hefði frekar viljað að einhveijir þrír aðrir hefðu skorað ef það hefði dugað okkur til að vinna leikinn," sagði Heiðar Helguson, besti maður Lilleström í leikn- um. Tryggvi Guðmundsson var öllu ánægðari. „Við spiluðum fínan fyrri hálfleik og náðum þá tveggja marka forystu. I seinni hálfleik slöppuðum við alltof mikið af og héldum bara að þetta væri allt í höfn hjá okkur. Það er bara alls ekki svoleiðis í fótbolta. Við vor- um heppnir að sleppa með sigur- inn þegar upp er staðið." Stabæk vaknaði af dvalanum Eftir hörmulega útreið í síðasta leik vaknaði Stabæk af værum dvala og gersigraði Válerenga, 3- 0. Pétur Marteinsson er orðinn góður af meiðslunum og kom inn á seint í leiknum. „Það var mikill léttir fyrir okkur að vinna þennan leik eftir niðurlæginguna í Bodö. Válerenga er algerlega höfuðlaus her og því hefðum \ið átt að vinna þá miklu stærra. Við vorum að brenna af fullt af færum. Þeir eru bara búnir að missa allt sjálfstraust eftir alla krísuna und- anfarið og eiga sér varla viðreisn- ar von, greyin," sagði Pétur. Ríkharður Daðason átti mjög góðan Ieik með Viking þegar lið- ið vann Strömgodset 3-2, eftir að hafa lent undir 0-2 á heimavelli sínum. Ríkharður skoraði sitt 11. mark og lagði upp annað. Kongsvinger steinlá, 3-0, í Moss. Meira áfall fyrir Kongsvin- ger og íslenska landsliðið, er að Steinar Dagur Adolfsson leikur ekki knattspyrnu það sem eftir er ársins. Hann er með brotna hné- skel. Odd Grenland heldur áfram að gera það gott. Nýliðarnir lækk- uðu rostann í Bodö/GIimt með 4- 2 sigri á heimavelli sínum í Skien. - gþö Einkuimir íslcndinganna: Árni Gautur Arason, Rosenborg 8 Tryggvi Guðmundsson, Tromsö 7 Heiðar Helguson, Lilleström 6 Ríkharður Daðason, Viking 6 Auðun Helgason, Viking 5 Rosenborg - Molde 2-1 Lilleström - Troms 1-2 Moss - Kongsvinger 3-0 Odd Grenland-Bodö/Glimt 4-2 Skeid - Brann 1-2 Stabæk - Válerenga 3-0 Viking - Strömsgodset1 ■>" -■ 3-2 f • .áivbflozi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.